Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 Vélar verksmiðjunnar ern ad sðgn forsvarsmanna hennar þer fullkomnustu sem völ er á. Á myndinni sést rörasteypuvélin en þar þarf mannshöndin ekki að koma nerri. MorgunbiaðiA/Bjarni Tölvusamsteða stýrir framleiðslu Steypuverksmiðju Óss hf., allt frá blöndun hráefna þar til varan er komin í sérstaka þurrkklefa. Hér sést einn starfs- manna verksmiðjunnar við aðra stjórntölvuna. Ein fullkomnasta steypu- verksmiðja í Evrópu í dag klukkan 17 verður Steypuverk- smiðja Óss hf. að Suðurhrauni 2 ( Garðabe opnuð með formlegri at- höfn. Þar munu Ólafur Björnsson, stjórnarformaður fyrirtekisins og Einar Þ. Vilhjálmsson framkvemda- stjóri gera grein fyrir aðdraganda að byggingu verksmiðjunnar og skýra út teknibúnað og fraraleiðslu henn- ar. Síðan flytja fulltrúar tveggja er- lendra fyrirtekja , sem framleitt hafa teki fyrirtekisins stutt ávörp. Að því loknu flytur Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra tölu og setur verksmiðjuna af stað. Verksmiðjan er ein fullkomn- asta sinnar tegundar í Evrópu, en þar verður framleidd steypa og forsteyptar einingar. Að sögn for- svarsmanna hennar markar verk- smiðjan tímamót á þessu sviði hér á landi. Aðdragandi: Þrjú ár eru liðinn frá því að undirbúningur og skipulagning verksmiðjunnar hófst, en í ág- ústmánuði á siðasta ári fróru framkvæmdir af stað. Áætlaður kostnaður er 80—90 milljónir króna. Iðnlánasjóður veitti 30 milljón króna lán til framkvæmd- anna og Iðnþróunarsjóður 14,5 milljóna króna, en að öðru leyti er verksmiðjan fjármögnuð með eig- in fé fyrirtækisins. Ef framleitt er með fullum afköstum, 400 rúm- metrar af steypu á dag, er fram- leiðsluverðmæti um 1,2 milljónir króna hvern dag. í upphafi munu um 30 menn starfa í verksmiðjunni, við fram- leiðslu, flutninga og sölu. Annar allri eftirspurn Suðvestanlands Steypuverksmiðjan getur annað allri eftirspurn eftir rörum, hell- um og steinum og öðrum for- steyptum einingum Suðvestan- lands. Gert er ráð fyrir að verk- smiðjuhúsið verði stækkað veru- lega á næsta ári, en gólfflötur þess nú er 2500 fermetrar og lóð er 4,5 hektarar. Nær alsjálfvirk Verksmiðjan er nær alsjálfvirk, en vélar og tæki eru frá Dan- mörku og Hollandi. Tölvusam- stæða stýrir framleiðslunni, allt frá blöndun sérstaklega valinna hráefna úr 12 upphituðum sílóum, þar til varan kemur úr þurrkklef- um. Vegna þessa er hægt að fram- leiða á fullum afköstum allt árið, án tillits til árstíða og veðurfars. Starfsmenn verksmiðjunnar hafa daglegt eftirlit með hráefn- um og framleiðslu, en að auki mun Rannsóknastofa byggingariðnað- arins fylgjast með til að tryggja enn frekar, að varan standist ítr- ustu gæðakröfur. Allir, sem kaupa steypu frá verksmiðjunni munu fá með hverjum steypufarmi tölvuút- skrifaða nótu, þar sem hráefni hennar eru nákvæmlega sundur- liðuð svo kaupendum sé ljóst hvaða vöru þeir eru að kaupa. Fjölbreytt framleiösla Eins og áður segir er hægt að framleiða hvers konar forsteyptar einingar sem vera skal. En í upp- hafi verður lögð áhersla á að stór- auka úrval af hellum og steinum og að sögn ólafs Björnssonar ætl- ar ós hf. að lækka verð á þessum vörum um allt að fjórðung frá nú- verandi markaðsverði. Þá verða steypt rör, brunnar og fittings einnig framleidd, ásamt milli- veggjaplötum og húsaeiningum. Allar vörur Ós hf. verða af- greiddar á brettum. Forsteyptar einingar verða fluttar á notkunar- staði á sérútbúnum bilum. Samhliða þessari framleiðslu selur fyrirtækið einnig steypu til húsbygginga og annarra mann- virkja. Forsvarsmenn Steypuverk- smiðjunnar hyggjast veita sveitarfélögum sérstaka þjónustu varðandi birgðahald. Ef óskað er eftir, sér fyrirtækið um að koma upp fyrir þau birgðum af rörum, hellum og öðrum steypuvörum. Lagerinn verður á athafnasvæði hvers sveitafélags, en í eigu ós hf., sem sér um að bæta við hann eftir þörfum. Einar Þ. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri (Lv.) og Ólafur Björnsson, stjórn- arformaður Oss hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.