Morgunblaðið - 25.11.1984, Síða 58

Morgunblaðið - 25.11.1984, Síða 58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 Vélar verksmiðjunnar ern ad sðgn forsvarsmanna hennar þer fullkomnustu sem völ er á. Á myndinni sést rörasteypuvélin en þar þarf mannshöndin ekki að koma nerri. MorgunbiaðiA/Bjarni Tölvusamsteða stýrir framleiðslu Steypuverksmiðju Óss hf., allt frá blöndun hráefna þar til varan er komin í sérstaka þurrkklefa. Hér sést einn starfs- manna verksmiðjunnar við aðra stjórntölvuna. Ein fullkomnasta steypu- verksmiðja í Evrópu í dag klukkan 17 verður Steypuverk- smiðja Óss hf. að Suðurhrauni 2 ( Garðabe opnuð með formlegri at- höfn. Þar munu Ólafur Björnsson, stjórnarformaður fyrirtekisins og Einar Þ. Vilhjálmsson framkvemda- stjóri gera grein fyrir aðdraganda að byggingu verksmiðjunnar og skýra út teknibúnað og fraraleiðslu henn- ar. Síðan flytja fulltrúar tveggja er- lendra fyrirtekja , sem framleitt hafa teki fyrirtekisins stutt ávörp. Að því loknu flytur Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra tölu og setur verksmiðjuna af stað. Verksmiðjan er ein fullkomn- asta sinnar tegundar í Evrópu, en þar verður framleidd steypa og forsteyptar einingar. Að sögn for- svarsmanna hennar markar verk- smiðjan tímamót á þessu sviði hér á landi. Aðdragandi: Þrjú ár eru liðinn frá því að undirbúningur og skipulagning verksmiðjunnar hófst, en í ág- ústmánuði á siðasta ári fróru framkvæmdir af stað. Áætlaður kostnaður er 80—90 milljónir króna. Iðnlánasjóður veitti 30 milljón króna lán til framkvæmd- anna og Iðnþróunarsjóður 14,5 milljóna króna, en að öðru leyti er verksmiðjan fjármögnuð með eig- in fé fyrirtækisins. Ef framleitt er með fullum afköstum, 400 rúm- metrar af steypu á dag, er fram- leiðsluverðmæti um 1,2 milljónir króna hvern dag. í upphafi munu um 30 menn starfa í verksmiðjunni, við fram- leiðslu, flutninga og sölu. Annar allri eftirspurn Suðvestanlands Steypuverksmiðjan getur annað allri eftirspurn eftir rörum, hell- um og steinum og öðrum for- steyptum einingum Suðvestan- lands. Gert er ráð fyrir að verk- smiðjuhúsið verði stækkað veru- lega á næsta ári, en gólfflötur þess nú er 2500 fermetrar og lóð er 4,5 hektarar. Nær alsjálfvirk Verksmiðjan er nær alsjálfvirk, en vélar og tæki eru frá Dan- mörku og Hollandi. Tölvusam- stæða stýrir framleiðslunni, allt frá blöndun sérstaklega valinna hráefna úr 12 upphituðum sílóum, þar til varan kemur úr þurrkklef- um. Vegna þessa er hægt að fram- leiða á fullum afköstum allt árið, án tillits til árstíða og veðurfars. Starfsmenn verksmiðjunnar hafa daglegt eftirlit með hráefn- um og framleiðslu, en að auki mun Rannsóknastofa byggingariðnað- arins fylgjast með til að tryggja enn frekar, að varan standist ítr- ustu gæðakröfur. Allir, sem kaupa steypu frá verksmiðjunni munu fá með hverjum steypufarmi tölvuút- skrifaða nótu, þar sem hráefni hennar eru nákvæmlega sundur- liðuð svo kaupendum sé ljóst hvaða vöru þeir eru að kaupa. Fjölbreytt framleiösla Eins og áður segir er hægt að framleiða hvers konar forsteyptar einingar sem vera skal. En í upp- hafi verður lögð áhersla á að stór- auka úrval af hellum og steinum og að sögn ólafs Björnssonar ætl- ar ós hf. að lækka verð á þessum vörum um allt að fjórðung frá nú- verandi markaðsverði. Þá verða steypt rör, brunnar og fittings einnig framleidd, ásamt milli- veggjaplötum og húsaeiningum. Allar vörur Ós hf. verða af- greiddar á brettum. Forsteyptar einingar verða fluttar á notkunar- staði á sérútbúnum bilum. Samhliða þessari framleiðslu selur fyrirtækið einnig steypu til húsbygginga og annarra mann- virkja. Forsvarsmenn Steypuverk- smiðjunnar hyggjast veita sveitarfélögum sérstaka þjónustu varðandi birgðahald. Ef óskað er eftir, sér fyrirtækið um að koma upp fyrir þau birgðum af rörum, hellum og öðrum steypuvörum. Lagerinn verður á athafnasvæði hvers sveitafélags, en í eigu ós hf., sem sér um að bæta við hann eftir þörfum. Einar Þ. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri (Lv.) og Ólafur Björnsson, stjórn- arformaður Oss hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.