Morgunblaðið - 08.12.1984, Page 52

Morgunblaðið - 08.12.1984, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984 fclk í fréttum TORFIJÓHANN ÓLAFSSON „Einstaka vanviti danglar í mig Hann vinnur sem útkastari á Hótel Borg, er 2.01 metri á hæð og vegur 158 kíló. Maðurinn er Torfi Jóhann Ólafsson sem getið hefur sér orð und- anfarið fyrir góða frammistöðu í kraftlyftingum. Hann hefur sett fjögur heimsmet, þrjú hafa nú verið bætt, en hann heldur einu eftir sem hann fékk fyrir 320 kílóa réttstöðulyftu á móti sem haldið var í Stokkhólmi 17. júní sl. Blm. hitti Jóhann stuttlega að máli og spurði hve lengi hann hefði æft lyftingar. „Ég byrjaði að æfa í febrúar 1982 og fór þá á byrjendanámskeið í Jakabóli. Jón Páll hefur gefið mér þá leiðsögn sem ég hef fengið og í augnablikinu æfi ég í æfingamiðstöðinni Engjahjalla." — Hefurðu önnur áhugamál? „Ég hef verið að dútla í júdó undanfarið, en það er krafturinn sem situr fyrstur á lista. Ég hef ódrep- andi bíladellu og stunda rúntinn og maður spyrnir af og til, ég á stórt hjól sem ég mikið gaman af.“ — Ertu í skóla? Torfi er sannkallaður „kraftakarl“, 158 kíló og rúmir tveir metrar á hæð. Hér tekur hann Suzanne og Marie léttilega í fangið og færi líklega auðveldlega með að bæta hinum tveimur við er standa til hliðar. „Nei, ég hef aldrei verið mikill skólamaður. Ég byrjaði að vísu í Fjölbraut á sínum tíma, en var fljótur að hætta aftur. Ég vinn á Borginni sem dyravörður, reynd- ar með læriföður mínum, Jóni Páli, og þar líkar mér mjög vel. Við fáum að borða frítt þar og megum láta i okkur eins og við viljum. Á daginn hefur maður nóg að gera við að æfa.“ — Þú lendir náttúrulega aldr- ei í útistöðum við gestina á Borg- inni. Þeir þora ekki að leggja í þig! „Tja, það kemur nú samt fyrir að einstaka vanviti danglar i mig, en það er venjulega meira i munninum á þeim. Ánnars er það samt stundum að menn reyna að berjast á móti.“ (Torfi hlær að tilhugsunni og blm. get- ur vart ímyndað sér nokkurn langa til að dangla i þennan stóra, þrekna mann. — Borðarðu eitthvað sérstakt til að halda þér í formi? „Já, ég borða mikið af öllu og þá sérstaklega mjólkurmat. Annars var ég alltaf afskaplega horaður sem barn og það var ekki fyrr en um fermingu að ég fór að breytast. Jafnaldrarnir eru núna smá „tittir" miðað við mann.“ — Hvað er framundan hjá þér núna? „Ég stefni auðvitað á Norður- landamótið sem liklega verður haldið í Finnlandi á næsta ári og heimsmeistararmótið sem verð- ur í Þýskalandi. Það eru einnig ýmis smámót inn á milli sem ég ætla að taka þátt í. Þannig að það er nóg að gera við að æfa sig og æfa.“ Gamall kunningi kveður Walter Pidgeon, leikarinn gamalkunni, sem fór svo vel að túlka kurteisa menn en klaufalega, lést fyrir nokkrum vikum vestur í Kaliforníu 87 ára að aldri. Pidgeon lék í meiri en 100 myndum um dagana og í þeirri síðustu árið 1968, þegar hann fór með hlutverk Flo Ziegfeld í „Funny Girl“. Hann þótti mjög góður leikari og var tilnefndur til ýmissa verðlauna en örlaga- dísirnar voru honum ekki hlið- hollar og skipuðu honum alltaf á hinn óæðri bekk að þessu leyti. Walter Pidgeon var borinn og barnfæddur í Nýju Brúnsvík í Kanada og menntaðist þar bæði í lögum og leiklist. í heimsstyrj- öldinni fyrri gekk hann í herinn og var sendur til Frakklands en Walter Pidgeon komst þó aldrei til vígvallarins. Áður en þangað kom varð hann milli tveggja failbyssuvagna og mátti liggja á sjúkrahúsi í 17 mánuði. Pidgeon gerðist síðar banda- rískur ríkisborgari og lék mikið á fjölunum á Broadway þar til hann fékk sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd, sem var árið 1926. Umvafinn blómarósum Það er ekki á hverjum degi sem Egill Ólafsson getur státað af því að vera umvafinn svona mörgum blómarósum, sem í þessu tilfelli eru jólarósir. Myndina tók Júlíus Ijósmyndari af Agli er þeir félagar í Stuðmönnum voru að kynna nýjustu plötu sína. COSPER Mamma, Tóti elskar mig ekki lengur. Hann vill ekki fara út með ruslafötuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.