Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 1
fHidírUnwMíiftifo Sunnudagur 20. janúar B 1 „Það sem ég hef komist hef ég komist fyrir hjálp góðra manna en síður fyrir eigin verðleika,“ sagði Sören Sör- enson í samtali við blm. Mbl. á dögunum. Sören hefur til að bera mikla andlega reisn — eftir hann liggja Grettis- tök á bókmenntasviðinu en sjálfur er hann varla þekktur að sama skapi og verk hans eru mikil. Síðasta stórvirki hans hefur þó vakið verðuga athygli en það er Ensk- Eg er forvitinn UMALLT SEM LÍFIÐ SNERTIR — BÆÐI SJAANLEGT OG HULIÐ Rœtt við Sören Sörenson sem þýtt hefur nokkur helstu bókmenntaverk Indverja úr sanskrít og er höfundur Ensk-íslensku orðabókarinnar sem nýlega kom út íslensk orðabók sem út kom hjá bókaforlaginu Erni og Örlygi nú fyrir jólin. Sören er mikill lærdómsmaður, hann hefur ekki aðeins geysi- lega tungumálaþekkingu heldur einnig læknismenntun, þó hann hafi aldrei starfað sem læknir. Ég byrja á að spyrja Sören um upppruna hans og fyrstu æviár. Viðtal: Bragi Óskarsson Fátækt og basl „Ég er fæddur hér í Reykjavík og þar sem ég fylgi öldinni að ár- um er ekki erfitt að sjá hversu gamall ég er, sagði Sören. Foreldr- ar mínir skildu þegar ég var í vöggu og fór ég í fóstur til fátækra hjóna sem lifðu við mikið basl og efnaleysi. Ég eignaðist ekki stigvél fyrr en ég fermdist — þangað til gekk ég á sauðskinnsskóm. Þá skiptist bærinn eiginlega í tvennt — höfðingjarnir bjuggu í fínum húsum í miðbænum, en fátækl- ingarnir i allskyns leiguhúsnæði inni í Skuggahverfi, sem var kall- að, og þar ólst ég upp. Eftir fermingu var ekki annað framundan en fara að vinna fyrir sér, því ekki var um skólagöngu að ræða. Það „að fara á eyrina" þýddi að fara I verkamannavinnu og bera kol eða salt á sjálfum sér, eða eitthvað álíka. Maður fór á fætur kl. 5 á morgnana til að geta verið kominn inn á Kirkjusand kl. 6 og svo var þrældómurinn framundan allan liðlangan daginn fram til kvölds. Eftirsóknarvert líf var þetta ekki. Fæstum þeim ungling- um, sem i þessu lentu, tókst að rífa sig upp úr þessu, og það hafa verið örlög þeirra að vera verka- menn allt sitt líf. Þegar ég var 17 ára fékk ég brennandi áhuga á andlegum mál- um sem varð til þess að ég ákvað að rífa mig upp úr verkamanna- vinnunni. Það gerðist með þeim hætti að ég kynntist ungum manni, sem var í Guðspekifélag- inu er þá var nýstofnað hér á landi. Þessi maður var að vestan og hafði verið á Vífilsstaðahælinu. Guðspekifélagiö Á Vífilsstaðahælinu gleypti fólk í sig þessar guðspekikenningar enda lifði það margt í skugga dauðans. Þessi ungi maður var I vinnu með mér um tíma og fór að segja mér ýmislegt af starfi Guð- spekifélagsins, og þar kom að ég fór með honum á fund þar. Varð ég svo hugfanginn af starfi og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.