Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 Ekki eru allir bófar atvinnumenn Miamí, Fiórídm, 18. janúar. AP. NÚ STANDA yfir í Miarai réttarhöld yfir tveimur afbrotamönnum sem veröa að teljast í hópi einhverja mestu klaufa sem sögur fara af. Þeir eru ákæróir og veröa trúlegast sekir fundnir fyrir innbrot, vopnað rán, þjófnað og fleira, en þeir eiga yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. En nú skulum við rekja ránið, það var hið skrautlegasta: FRA FRAKKLAISIDI: GtðesilegiY borð- lampar í miklu úrvali. Sannkölluð stofuprýði sem hentar vel til tækifærisgjafa. HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD Þeir Enumerable Vailant og Jose Moreno höfðu haft spurnir af húsi nokkru þar sem eitur- lyfjaverslun fór fram. Hugsuðu þeir sér gott til glóðarinnar, að ná bæði lyfjum og stórfé á einu bretti með vel skipulagðri ráns- ferð á svæðið. Ránsferð varð það, en skipulögð telst hún varla hafa verið. Ballið byrjaði þannig, að kapparnir brutust inn í rangt hús, þar með byrjaði klúðrið að hlaða utan á sig eins og snjóbolti sem rúllar niður snævi þakta brekku. í húsinu voru tvenn roskin hjón, húsbúar og vinafólk þeirra. Vailant réðst á vír sem hann fann og hugði simavír. Skar hann vírinn í sundur, en þetta var í raun vírinn í rafmagns- dósaopnaranum í húsinu. Á sama tíma þreif Moreno skammbyssu úr pússi sínu og otaði að fólkinu, en byssan opnaðist um leið og skotin hrundu öll úr henni! Ræningj- arnir heimtuðu lyf og í örvænt- ingu sinni lét fólkið þá fá glas með nítróglysseríntöflum sem Norræna húsið: 99 J Við kaupum lopapeysur á hæsta verði hveiju sinni n /^lafoss Peysumóttakan, Vesturgötu 2, sími 22091. Opiö alla virka daga kl. 9 til 12 og 13 til 15. hinn aldni heimilsfaðir annars át vegna hjartaveiki. Einhverja smápeninga og eina vínflösku hirtu piltarnir svo og einn verð- mætan hlut, demantshring ann- arrar konunnar, en á flóttanum frá húsinu og út í bíl misstu þeir hringinn á stéttina án þess að taka eftir því! Svo var að forða sér. Þeir óku af stað með ýlfri og látum og beinustu leið inn á bannsvæði bandaríska flughersins sem er þarna á næstu grösum. óku þeir fram hjá varðskýli og hugðu það vegartollskýli!! Varðmenn gerðu lögreglunni viðvart og voru pilt- arnir gómaðir inni á herstöðinni. Voru þeir fremur sneypulegir sem von var. HoIbergshefÖin í listum og Ijósmyndum“ „Holbergshefðin í listum og Ijós- myndum“ er skermasýning sem nú stendur yfir í Norræna húsinu. Á sýningunni eru stækkaðar Ijósmynd- ir og teikningar sem sýna samtíma og mannlíf í tíð Holbergs og einnig eru Ijósmyndir af leiksýningum. Sýningin, er var í anddyri Nor- ræna hússins, hefur verið flutt í bókasafnið, en hún er einnig tengd minningu Holbergs. Sýningarnar eru opnar frá 9 til 19 alla daga nema sunnudaga frá 12 til 19. Marokkómenn reisa múr Mwrakech, Mwokkó. 18. janúir. AP. MAROKKÓMENN hafa lokið 400 kflómetra áfanga 3 metra hás sand- vt“ggjar í Vestur-Sahara , þar sem skæruliðar Polisario hafa með stuðningi Alsír herjað á stjórnarher- inn síðustu tíu árin. Veggur þessi er nú orðinn rúmlega 2000 kílómetra langur og liggur eftir landamærum Marokkó, Alsír, Mauritaníu og víð- ar. Polisariomenn hafa verið að berjast fyrir sjálfstæði Vestur- Sahara allar götur síðan að Mar- okkó innlimaði landsvæðið. Al- sírmenn hafa jafnan stutt dyggi- lega við bakið á þeim. Hermálayf- irvöld í Marokkó sögðu að Polisar- iomenn hefðu hvað eftir annað gert árásir á hermenn sem unnu að veggnum, og haft sér til trausts og halds alsírska skriðdreka og fallbyssur, en „ekkert hefði dug- að“. Sókn skæruliða hafi verið brotin á bak aftur hvað eftir ann- að og hermenn sfðan rekið flótt- ann. Segja talsmenn hersins að „fjölmargir" skæruliðar hafi verið drepnir. Fjárhagsáætlun borgarinnar: Félagsmið- stöðvarnar ÁÆTLAÐ er að veita tæplega 13 milljónum króna til framkvæmda á sviði æskulýðsmála í borginni á þessu ári. Þar munar mest um fyrir- framgreiðslu húsaleigu í samræmi við samning borgarinnar við Knattspyrnufélag Reykjavíkur frá því í febrúar í fyrra. Helstu atriði þessa samnings eru þau, að KR reisir tvílyft hús á lóðinni við Frostaskjól og leigir Reykjavík- urborg, þegar þar að kemur, efri hæðina fullgerða, án lausabúnað- ar, til 27 ára gegn fyrirfram- greiðslu húsaleigu á byggingar- tíma. Þarna er fyrirhugað að reka félagsmiðstöð og eru henni ætlað- ir 555 fermetrar. Sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í gær, að fyrirhugað væri að húsið yrði frágengið að utan og innan fyrir lok þessa árs. Greiðsla borgarinn- ar verður í ár 7,8 milljónir króna. Þá er fyrirhugað að vinna að endurbótum og frágangi á félags- miðstöðvunum í Árseli og Fella- helli og að stofnframkvæmdum við Ársel ljúki á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.