Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 B 31 Fegurðardís í fimbulkulda Bretar völdu sína feguröardrottningu fyrir skemmstu og hlutskörpust varö þessi dökkhæröa og fríöa stúlka. Hún heitir Jill Sexby og er 25 ára gömul. Aö keppninni lokinni fór fram heföbundin sýning á stúlkunni, boöiö var upp á kampavín á götu úti, stúlkan á sundbol, og síöan var ekið meö hana í athyglisverðri Rolls Royce bifreiö. Jill fékk engu ráöiö um þetta, hún heföi trúlega viljaö sleppa þessu öllu saman, því hitinn var undir frostmarki, en hún dulítið klæöalítil svo sem sjá má... Þeim veitir víst ekki af Iitlu föðurlandi þessum litlu labbakútum svo þeir fái ekki kvef því eftir því sem veðurfræðingar vorir segja á að kólna heilmikið í veðri á næstunni. COSPER © pii — Vertu blessuð og þakka þér fyrir kvöldid. Skilaðu svo kveðju til eiginmannsins. Langt leiddur Townsend snýr taf linu við Þungarokkarinn frægi Peter Townsend þykir heldur en ekki hafa snúið taflinu við. Þessi frægi gitarleikari úr sveitinni „The Who“, var alræmdur drykkjurútur og lagði þá öll hót- elherbergi í rúst sem hann gisti í á umfangsmiklum ferðalögum sveitarinnar. Aldrei stóð steinn yfir steini eftir veislurnar sem Townsend hélt vinum sínum eft- ir hverja tónleika og smám sam- an tók brennsinn sinn toll. Gn hann minnkaði ekki neysluna nema til að fylla bilið með eit- urlyfjaneyslu og var svo komið á endanum að Townsend hafði tvo valkosti eftir: 1) Að halda áfram og trúlega deyja langt um aldur fram af ofneyslu áfengis og lyfja. 2) Að fara í meðferð og lifa lengur nema annað grípi í taum- ana. Han kaus síðari kostinn og þykir hafa komist frá öllu saman ótrúlega heill á sál og líkama. Nú beitir Townsend sér mjög í baráttunni gegn lyfjaneyslu og áfengi. Ferðast hann um á veg- um samtaka sem hafa þessi bar- áttumál á oddinum og segir lífsreynslusögu sína hverjum sem heyra vill. Og víst er sagan ljót. Er myndin sem hér fylgir var tekin, var Townsend að ávarpa ársþing íhaldsflokksins í Bretlandi. Þar sagði hann m.a.: „Ég var heppinn, ég er enn þá lifandi. Það sama er ekki hægt að segja um flesta vini mína, þeir eru dauðir og nægir að nefna Keith Moon úr The Who, Brian Jones úr Rolling Stones, Jimi Hendrix og Janis Joplin svo einhver séu nefnd. Þau dóu öll vegna eiturlyf j aneyslu." DÓRÐARHÚS Þ-180 rprs—iTRESMIEJJA ahJPORÐAR Trésmið|a Þórðar Tansagotu 1 900 Vestmannaeyium s 98 2640 8ESTI í? HJÁLPAKKOKKUmN KENWOOD CHEF ,,CHEF-inn“ er allt annað og miklu meira en venjuleg hrærivél. Kynnið ykkur kosti hennar og notkunarmöguleika. (JMBOÐSMENN: REYKJAVÍK JL-húsið, Hringbraut 121 Rafha hf., Austurveri AKRANES Rafþjónusta Sigurd. Skaga- braut 6. BORGARNES Húsprýði STYKKISHÓLMUR Húsið BÚÐARDALUR Verslun Einars Stefánssonar DALASÝSLA Kaupfélag Saurbæinga, Skriðulandi ÍSAFJÖRÐUR Póllinn hf. BOLUNGARVÍK Verslun Einars Guðfinnssonar HVAMMSTANGI Verslun Sigurðar Pálmasonar BLÖNDUÓS Kaupfélag Húnvetninga SAUÐÁRKRÓKUR Kaupfélag Skagfirðinga ■ Radío- og sjónvarpsþjónustan AKUREYRI Kaupfélag Eyfirðinga HÚSAVÍK Grímur og Árni EGILSSTAÐIR Verslun Sveins Guðmundssonar HELLA Mosfell SELFOSS . Kaupfélag Árnesinga Radío- og sjónvarpsþj,ónustan VESTMANNAEYJAR Kjarni ÞORLÁKSHÖFN Rafvörur GRINDAVÍK Verslunin Bára KEFLAVÍK Stapafeli hf. Eldhússtörfin verða leikur einn með KENWOOD chef PRISMA /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.