Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.01.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 B 27 SVIPMYND A SUNNUDEGI Tancredo Neves nýkjörinn Brasilíuforseti: Ætlar að endurreisa stolt þjóðarinnar Tancredo Neves, nýkjörinn for- seti Brasilíu, er þekktur fyrir aö vera maöur sátta fremur en ir- ekstra. Hefur hann að baki 50 ára feril í stjórnmálum. Neves, sem háði kosningabar- áttu sína með því að lofa að breyta Brasilíu og að skapa nýtt lýðveldi, tekur við embætti 15. marz næstkomandi, og verður þarmeð bundinn endi á tveggja áratuga völd hersins. Þá hverfur úr embætti Joao Figueiredo hershöfðingi. Neves fæddist 4. marz 1910 í verksmiðju- og námabænum Sao Joao Del Rei, 58.000 manna bæ í ríkinu Minas Gerais í austan- verðri Mið-Brasilíu. Verður hann því 75 ára er hann tekur við embætti forseta Brasilíu, en jafn aldraður maður hefur ekki setið í stóli forseta landsins áð- ur. Er Neves einn 12 systkina. Fjölskyldan á ættir í Brasilíu aftur á ofanverða 18. öld er for- feður hans fluttust frá Portúgal. Var hann trúrækinn í æsku og kórdrengur í rómversk-kaþólskri kirkju. Sneri hann sér síðan að laganámi og stundaði blaða- mennsku samhliða. Hefur Neves, sem er bæði lág- vaxinn og nær sköllóttur, jafnan verið lýst sem atorkumanni og sanngirnismanni, og brandara- karli á stundum. Er hann þó hæglátur og yfirleitt orðfár og hefur ekki eignast marga fjand- menn um dagana. Hefur honum reynst auðvelt að leiða menn til sátta og málamiðlunar. Er hann hófsamur maður, sem auðvelt hefur reynst að sætta menn og semja hvort sem þeir eru til vinstri eða hægri í stjórnmálum. Tvisvar í tugthúsi Enda þótt afskipti Neves af stjórnmálum spanni hálfa öld og hann hafi víða komið við í þeim efnum, m.a. verið forsætisráð- herra lands síns, þá er hann lítt kunnur utan heimalandsins. Hóf hann afskipti af stjórnmálum á námsárunum, en árið 1934 var hann kjörinn til borgarstjórnar á 24. aldursári. Sat hann þar til ársins 1937 er Getulio Vargas hrifsaði til sín völd. Sneri hann sér þá að lögfræðinni um hríð. Á þeim tíma var hann sendur í fangelsi fyrir vörn í máli stríð- andi járnbrautarstarfsmanna. Var það öðru sinni sem hann sat inni, því á lokaári í laganáminu, 1932, var hann vistaður í tvo sól- arhringa í steininum fyrir þátt- töku í pólitískum aðgerðum námsmanna. Neves sneri sér að stjórnmál- um þegar valdatíma Vargas ein- ræðisherra lauk eftir seinni heimsstyrjöldina og árið 1947 var hann kosinn á ríkisþing í Minas Gerais. Þremur árum seinna var hann kosinn á þing Brasilíu. Frá 1952 til 1954 gegndi Neves störfum dómsmála- og innanríkisráðherra i stjórn Vargas, sem orðinn var forseti að nýju, nú eftir almennar kosn- ingar. Árið 1960 reýndi Neves að ná kosningu sem ríkisstjóri í Minas Gerais en beið ósigur. Rúmu ári seinna tók hann hins vegar við starfi forsætisráðherra, sem ný- lega hafði verið stofnað. Það var í september 1%1 eða mánuði eft- ir að lýðræðislega kjörinn for- seti, Janio Quadros, sagði óvænt og skyndilega af sér eftir aðeins sjö mánuði við völd. Herinn samþykkti að Joao Goulart vara- forseti, sem var vinstrisinni, tæki við forsetastarfi með því skilyrði að þingræði yrði tekið upp. Herinn féllst á að Neves tæki við starfi forsætisráðherra, en hann gegndi starfanum aðeins í 9 mánuði, sagði þá af sér til að bjóða sig fram til þings. En þingræðinu var hafnað í kosn- ingum 1963 og herinn setti punktinn aftan við i-ið með því að steypa vinstristjórn Goularts 1964. Neves tók sæti í öldungadeild þingsins 1979 og þremur árum seinna, 1982, var hann kjörinn ríkisstjóri Minas Gerais í víð- tækustu og frjálsustu kosning- um í landinu frá því herinn hrifsaði til sín völd. í ágúst í fyrra var hann síðan útnefndur forsetaefni Lýðræðisflokksins. Tancredo Neves nýkjörinn Brasil- íuforseti. Erfið viðfangsefni Neves hlýtur mörg vandamál í arf frá herforingjunum, sem hann gagnrýndi aldrei af hörku. Þar er fyrst að nefna 221% verð- bólgu og atvinnuleysi af illmæl- anlegri stærðargráðu hjá þessari 138 milljóna þjóð. Herinn hrifs- aði til sín völd fyrst og fremst vegna óreiðu í efnahagsmálum og 91,4% verðbólgu 1964. Neves hefur og lofað að endur- semja um erlendar skuldir Bras- ilíu, sem nema 100 milljörðum dollara, en ekkert þróunarríki er jafn skuldugt út á við. Hann lof- ar að skapa ný atvinnutækifæri með því að gefa einkaframtak- inu lausan tauminn. Hann lofar að breyta kosningalöggjöfinni þannig að forseti verði kosinn í almennum kosningum, en ekki af þingi, og kveða saman stjórn- lagaþing til að setja landinu nýja stjórnarskrá. Neves hefur mikið verk að vinna. Afkomu þjóðarinnar hef- ur hrakað og byrðarnar koma illa niður á fólki, sem t. d. getur ekki lengur staðið í skilum með húsnæðislán, sem tekin eru hjá því opinbera. í vonleysi hefur stór hluti þjóðarinnar lent á glapstigum og fjölmiðlar eru fullir frásagna af glæpum ýmiss konar. Spilling hafði grafið um sig meðal æðri embættismanna og ríkra stóreignamanna. Hinir ríku vernduðu forréttindi sín á kostnað almennrar velmegpnar. Almenningur sér því ekki á eftir herforingjunum, sem nú hverfa til búða sinna. „Brostu aftur Brasilía“ 1 forsetakosningunum gjör- sigraði Neves þingmanninn Paulo Maluf, frambjóðanda flokks herforingjanna, sem gengur undir nafninu Jafnaðar- flokkurinn. Maluf er ríkur kaup- sýslumaður og eins konar fána- beri hinna auðugu forréttinda- stétta í tíð herforingjanna. Óánægja með val hans varð til þess að margir þingmenn úr flokki hans gengu til liðs við Neves og tryggðu honum stórsig- ur. Eftir ósigur sinn rétti Maluf út sáttahönd og tók undir bar- áttumál Neves, að verulegra breytinga væri þörf og skeleggra aðgerða m.a. í heilbrigðis-, hús- næðis-, mennta- og samgöngu- málum. „Brostu aftur Brasilía“ var eitt af slagorðum Neves. Kvað hann reisn þjóðarinnar hafa nánast horfið með 20 ára harð- ræðisstjórn herforingjanna. Ætlar hann að reisa stolt Bras- ilíumanna við, en tíminn leiðir f Ijós hverjar undirtektir hann fær við þær aðgerðir sem hann boðar. (Heimildir: AP-Observer. ágás tók sainaii.) Samstilling hefur starf EFTIR langt og gott jólaleyfi er starfsemi söng- og skemmtifélagsins Samstillingar að hefjast af fullum krafti á nýja árinu. Samstilling hefur fengið til liðs við sig tónlistarkenn- ara sem mun raddþjálfa í nokkur skipti, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Samstilling hefur það markmið að fólk komi saman til að syngja og skemmta sér á frjálsan hátt. Engin skilyrði eru sett þeim sem vilja vera með í sönghópi félags- ins, geta því allir verið með. Samstilling hélt aðalfund 14. janúar sl. og kaus stjórn félagsins. í stjórninni eru: Brynja Bjarna- dóttir, Björgvin Björgvinsson og Hulda Ingimundardóttir. Félagið kemur saman á Hverfisgötu 105, efstu hæð, kl. 20.30 á mánudags- kvöldum. Allir eru velkomnir að taka þátt í starfi félagsins. esiö reglulega af ölmm fjöldanum! _f' Kaupmannahöfn Ástarsamband til eilífðar S Odýrasta okkar kostar aðeins kr. 11.090 Nú bjóða Flugleiðir ódýrar ferðir til Kaup- mannahafnar, fyrir þá sem vilja lyfta sér upp í skammdeginu. Verðin eru einstaklega hagstæð: Þriggja daga ferð kostar aðeins kr. 11.090.- Innifalið er flug og gisting í 2 manna herbergi, morgunverður og söluskattur. Flug- vallarskattur bætist við verðið. Fjögurra daga ferð kostar kr. 12.463.- Sjö daga ferð kostar kr. 16.912.- Sérstakur afsláttur er veittur fyrir börn. Frekari upplysingar veita söluskrifstofur Flug- leiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur FLUGLEIDIR OSA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.