Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 2. umferð afmælismóts Skáksambandsins: Spassky vann en athygli manna beindist að Moskvu BOKIS Spassky, fyrrum heims- meistari í skák, sigraði hinn unga Dana, Curt Hansen, örugglega í 2. umferð afmælismóts Skáksam- bands íslands og var það eini sigur- inn, sem vannst í gærkvöldi á Hótel Loftleiðum. Þremur skákum lyktaði með jafntefli, viðureignum Jóhanns Hjartarsonar og Vlastimil Hort, Van der Wiel og Jóns L. Árnasonar og Karls Þorsteins og Helga Ólafs- sonar. Tvær skákir fóru í bið — viðureign Bents Larsen og Mar- geirs Péturssonar og Arthurs Yus- upov og Guðmundar Sigurjónsson- ar og standa íslendingarnir höllum fæti. Viðureign Margeirs og Larsens vakti mesta athygli áhorfenda á Hótel Loftleiðum. Margeir beitti Tartakover-vörn gegn drottn- ingarbragði Danans. Mönnum þótti Margeir ná undirtökunum, en Larsen er harður skákmaður og var greinilega ákveðinn í að ná að leggja Margeir að velli í fyrsta sinn. Þeir hafa tvívegis áður leitt saman hesta sína — fyrst á Reykjavíkurskákmótinu 1978 og vann Margeir þá í eftirminnilegri skák og á svæðamótinu í Gausdal og aftur vann Margeir í hörku- skák. Það var greinilegt að Lar- sen taldi sig eiga harma að hefna. Hann náði frumkvæðinu undir lok setunnar og á hættuleg frípeð. Annars var annar atburður fjarri Reykjavík mönnum ofar- lega í huga. Sú ákvörðun Flor- encio Campomanesar, forseta FIDE, að fresta heimsmeistara- einvígi Anatolys Karpov og Garri Kasparovs í Moskvu um óákveð- inn tíma. Menn voru á einu máli um, að með þessu hefði forsetinn grímulaust brotið allar reglur um einvígi um heimsmeistaratitilinn. „Kasparov er réttlaus — það er augljóst mál. FIDE og sovésk skákyfirvöld draga augljóslega taum Karpovs með þessari ákvörðun," sagði forustumaður innan skáksambandsins. Campomanes var í Abu Dubai við Persaflóa í byrjun vikunnar, þegar fréttist af misklíð i Moskvu, Karpov kvartaði sáran undan aðstæðum á nýjum keppn- isstað. Eins þótti Karpov þreytt- ur, beinlínis kominn að fótum fram á meðan Kasparov lék við hvern sinn fingur. Heimsmeistar- inn hafði ekki unnið skák frá í nóvember á sama tíma og áskor- andinn hafði unnið þrjár skákir. Campomanes flaug í skyndi til Moskvu og ákvörðun hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Með henni braut forsetinn allar reglur um einvígið. Um þetta skeggræddu menn og þótti ein- sýnt að forsetinn gerði það sem sovésk skákyfirvöld skipuðu og að „sovéska kerfið“ hefði gripið i taumana til þess að forða „sínum manni" frá ósigri. — HH. Sji frétt um ákvörðun Campomanesar að fresta einvíginu á bls. 29. 2. umferð: Hvítt: Boris Spasskij Svart: Curt Hansen Caro-Kann 1. e4 — c6 2. d4 — d5, 3. Rc3 Lokaða afbrigðið, 3. e5, hefur verið mjög vinsælt að undan- förnu, en Spasskij velur gamla góða afbrigðið. 3. — dxe4, 4. Rxe4 — Bf5 Hansen teflir ekki uppáhalds- afbrigði Larsens, 4. — Rf6, 5. Rxf6+ — gxf6, enda er sá fyrr- nefndi varkár skákmaður. 5. Rg3 — Bg6, 6. h4 — h6, 7. Rf3 - Rd7 Svartur verður að koma í veg fyrir 8. Re5. 8. h5 - Bh7, 9. Bd3 — Bxd3, 10. Dxd.3 — e6, 11. Bd2 — Rgf6, 12. 0-0-0 — Dc7, 13. Re4 Annað afbrigði er hér 13. De2 - 0-0-0, 14. Re5 - Rb6, 15. Ba5 — Hd5, 16. Bxb6 — axb6, 17. c4 og hvítur hefur rýmra tafl. 13. — 0-0-0, 14. Rxf6 — Rxf6, 15. De2 — Bd6, 16. Kbl — Hhe8, 17. c4 — c5, 18. Bc3 — Dc6 Þessi leikur Hansens reynist illa. Til greina kom að leika 18. — cxd4,19. Rxd4 — a6 o.s.frv. 19. Re5! — Bxe5 Eða 19. - Dxg2, 20. Rxf7 o.s.frv. eða 19. — Dc7, 20. f4 ásamt g4 og g5 með þröngri stöðu fyrir svart. Ekki gengur 19. — De4+?, 20. Dxe4 — Rxe4, 21. Rxf7 - Rxf2, 22. Rxd8 - Hxd8, 23. dxc5 — Rxdl, 24. Hxdl og hvítur vinnur. 20. dxe5 — Re4 Svarti riddarinn lendir nú í slæmri stöðu, en eftir 20. — Rd7, 21. Dg4 - Hg8, 22. Hd6 hefur hvítur yfirburðastöðu. 21. Hxd8+ — Hxd8, 22. Bel Einfalt og sterkt. Svarti ridd- arinn á e4 á enga góða reiti. 22. - Dd7, 23. Kcl Ekki 23. Dxe4? — Ddl, mát. 23. — l)d3 Svartur á ekkert betra vegna hótunarinnar 24. Ba5 ásamt 25. Dxe4. 24. Dxd3 — Hxd3, 25. Í3 — Rg5, 26. Bc3 — b6, 27. Kc2 — Hd7, 28. Hh4! Með markvissri taflmennsku hefur Spasskij byggt upp vinn- ingsstöðu. Daninn getur ekki komið í veg fyrir gegnumbrot á kóngsvæng. 28. — Hd8, 29. Hg4 — Hg8, 30. Bd2 — g6 Engu betra er 30. — Rh7, 31. Bxh6 o.s.frv. 31. Hg3 — Hh8 Svartur tapar manni eftir 31. — gxh5, 32. f4 32. hxg6 — fxg6, 33. f4 og Hansen gafst upp, því eftir 33. — Rf7, 34. Hxg6 hefur hann tapað peði án nokkurs mótspils og vinningurinn því aðeins tæknilegt atriði fyrir Spasskij. Biðstaðan í skákinni Larsen-Margeir Svartur lék biðleik 1 1 unum _ ___—i— v%o«,n ■' :oa"c,nG ð> veróur stórttostt®? SSjga- 1 somuKepP™- l,i lCÍ \R \ cáxíairel'3 j Bro«dw»y'«'»u ^ \ F,u9l..ö» * .^ongunvö. I \ Du9.W*'n«;a1"*!evr.Kr*2«'' \ \ * ’e,M' 1 «i4 a| artifY99ur fersK Morgunblaðið/Július Laugavegur sem svell er vatnsleiðsla sprakk og ökumaður BMW missti stjórn á bifreið sinni VATNSLEIÐSLA undir Lauga- fyrir austan Hlemm með þeim af- vegi sprakk laust fyrir hádegi í leiðingum að hún lenti á handriði. gær og rann elfur niður Laugaveg- Ökumaðurinn skarst á enni og var inn inn á Hverfisgötu. Hálka fluttur í slysadeild. Bifreiðin myndaðist á götunni og missti skemmdist talsvert og varð að ökumaður BMW-bifreiðar stjórn á draga af slysstað. bifreið sinni í hálkunni skammt Guðmundur J. Guðmundsson: Ungt fólk fullt af angist og skelfingu „ÞAÐ er mjög áberandi að það er stór hópur fólks, allt frekar ungt fólk, sem er fullt af angist og skelf- ingu. Það er rangt að segja að þarna sé aðeins um húsbyggjendur að ræða, því það er ekki síður fólk sem hefur keypt húsnæði," sagði Guð- mundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands fslands og Dagsbrúnar, er hann var spurður álits á stöðu þeirra sem orðið hafa fyrir aukinni greiðslubyrði lífeyris- sjóðslána og annarra verðtryggðra lána. Guðmundur sagði ennfremur: „Þetta fólk virðist ekki hafa áttað sig á vígitölukerfinu, eða láns- kjaravísitölunni. Næsta skref held ég að geti orðið, að stór hópur hreinlega gefist upp, ef ekkert kemur til. Þarna er ekki aðeins um lífeyrissjóðslán að ræða heldur ennfremur bankalán. Þetta hryn- ur yfir fólk þessa dagana." Aðspurður um hvað til þyrfti að koma sagði Guðmundur: „Eg held að það sé óhjákvæmilegt að gera ráðstafanir i þessum málum. Menn átta sig ekki á lánskjara- vísitölunni og sérstaklega á seinni hluta síðasta árs.“ Viðurkenna smygl á kílói af hassi TVEIR piltar um tvítugt hafa við- urkennt ólöglegan innflutning og sölu á einu kílói af hassi. Þeir voru handteknir um helgina, annar á ísafirði og hinn í Reykjavík. Pilt- arnir höfðu selt fíkniefnin þegar þeir voru handteknir. Þeir keyptu hassið í Hollandi og smygluðu inn i landið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.