Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 41 Hvað er góð menntun? — eftir Guðrúnu Helgu Sederholm Bessí Jóhannsdóttir, varafor- maður Fræðsluráðs Reykjavíkur, setti fram all sérkennilega hug- mynd í grein sem hún skrifaði í Morgunblaðið 2.2. ’85. Hugmynd hennar fól í sér að kennurum yrðu greidd laun miðað við höfðatölu í bekk. Það er að segja ef nemendur í bekk væru fleiri en 24 þá fengi sá kennari, sem treysti sér til að kenna þeim fjölda, sérstaka upp- bót. Fyrr í greininni lýsti hún þeirri skoðun sinni að gæði kennslunnar færu ekki eftir fjölda nemenda í bekk. Útilokað er að trúa því að varaformanni Fræðsluráðs sé alvara, nema því aðeins að viðkomandi hafi ekki hundsvit á kennslu í grunnskóla. ósennilegra er þó að varaformað- urinn hafi ekki lesið grunnskóla- lögin, því þar stendur í víðfrægri grein að þarfir einstaklingsins skuli setja ofar öllu. Hvað varaformaðurinn og hans líkar kalla góða menntun markast sennilega af lífsskoðun þess hóps s.s. verkfræðingurinn er sælli en skósmiðurinn og er þar að auki fjölskyldunni til mikils sóma, eða eitthvað í þá veru, ef litið er á greinina í heild. Uppeldishlutverk skólanna fær ekkert rými í fyrrnefndri grein. Nú ættu þeir sem starfa eitthvað að fræðslumálum í landinu að vita að það er og verður stór hluti kennslunnar og alls skólastarfs. Kennari verður að hafa tíma og svigrúm til að eiga orðaskipti við nemendur sína þó málefnin sem Guðrún Helga Sederholm rædd eru séu ekki samofin ártöl- unum í íslandssögunni. Eins og glögglega kom fram í svari Elínar Olafsdóttur, kennarafulltrúa í Fræðsluráði miðvikudaginn 6.2., þá verður þetta ekki gert með færibandavinnu í skólunum. Tölurnar sem varaformaðurinn býður lesendum uppá í upphafi greinar sinnar eru mjög villandi, þó tilgangurinn hafi verið að leið- rétta villur annarra. Þar segir m.a. að árið ’74—’75 hafi nemendafjöldinn í gagnfræðaskól- um verið 24,37 nemendur í bekk. Þennan vetur kenndi ég í nokkr- um bekkjum í unglingadeild Breiðholtsskóla og yfirleitt voru nemendur í bekk 28—33. Ég tek enn undir orð Elínar, þetta meðal- tals bull um óþægilegar tölur er engum boðlegt. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið foreldra og kennara að hlúa þannig að skólunum að þeir geti sem best undirbúið nemendur fyi?r lífið, hvert svo sem hugur nemenda stefnir til framhalds- náms. Réttur nemanda til virð- ingar sem einstaklingur, í skóla og utan, er svo sjálfsagður að hroll- vekjan um fleiri en 24 nemendur í bekk má ekki verða að veruleika, hvað þá að markmiði. Guðrún Helga Sederholm er, kenn- arí og formaður SÁUM (Samtök áhugamanna um uppeldis- og menntamH). PÝSKUR KOSTAGRIPUR FRÁ VOLKSWAGEN BÍLL SEM HÆHR ÖLLUM FRAMHJÓLADRIFINN @ SPARNEYTINN RÚMGÓÐUR @ PÆGJLEGUR UPUR OG SNAR @ ENDINGARGÓDUR Verð frá kr. 386.000.- 6 ÁRA RYDVARNARÁBYRGD Líffræði handa framhaldsskólum MÁL og menning hefur sent frá sér bókina Líffræði handa framhalds- skólum eftir Colin Clegg. Bókinni er ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir nýja kennslubók í líffræði handa framhaldsskólum, og hefur fjöldi líffræðikennara og annarra fræði- manna unnið að þýðingu hennar og staðfæringu. í formála sínum segja þýðendur m.a.: „Bók þessi gefur greinargott yfirlit yfir helstu svið líffræðinnar og hún ætti að nýtast við allt al- mennt líffræðinám í framhalds- skólum landsins. í bókinni er lögð óvenjumikil áhersla á umhverfis- þætti, enda skipa þeir æ veglegri sess í daglegri umræðu um líf- fræðileg málefni." Framsetning er með margvísleg- um hætti, og er vikið sérstaklega að tilraunum og hagnýtum fræðum í lok hvefs kafla. Fjölmargar myndir og skýringatöflur eru í bók- inni, til að gera efnið sem aðgengi- legast. Ritstjórn íslensku útgáfunnar var í höndum þeirra Hákons Óskarssonar, Hálfdans Ómars Hálfdanarsonar og Sigurðar Svav- arssonar. Líffræði handa framhaldsskólum er 328 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu- mynd er eftir Skúla Þór Magnús- son. (FréUatilkynning) ÞAU KEPPA SÍN Á MILLI en þó er tvennt sem sameinar þau: 1. Þau reka bæði sólbaðsstofu og vilja bæði, að gestir þeirra fáí fallegan. brúnan hörundslit. 2. Þau vita bæði. að til þess að góður árangur náist í sólarlampa þarf tvennt til; Það þarf örlítið magn af svokölluðum B-geislum sem örva frumumyndun i húðinni. Og það þarf nægjanlegt magn af A-geislum sem gera húðina brúna. ÞAU KEPPA SÍN Á MILLI en hafa sameinast um OSRAM OSRAM hefur áratuga reynslu í gerð sólarlampa og hefur náð sérlega góðum árangri varðandi hámark A-geisla og lágmark B-geisla. Rétt samspil A og B-geisla er galdurlnn á bak við hættulaus sólböð í lampa. Öðrum framlelðendum hefur ekki tekist eins vel. Vissar sólarlampaperur eru hættulegar. Þær hafa of mikið af B-geislum og of lílið af A-geislum. Málið er einfalt. Það er hreinlega ekki vit (öðru en að aðgæta hvort það sé OSRAM pera í lampanum. JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF. Þú getur reitt þig á OSRAM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.