Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 33 a fúll iana“ eins í Bretlandi — ég skildi ekki alla þessa brandara, sem Bret- arnir voru að segja. Fyrst var ég bara reiður við þá, allir sífellt að segja kjánalega brandara! Svo fer maður að ná húmornum og þá er fólkið indælt og gaman að lifa.“ — óperuhús eru að verða talsvert stærri en þau voru áður fyrr. Er ekki erfitt að ná sam- bandi við 4—6 þúsund áheyrend- ur af sviðinu? „Já, maður heyrir stundum að þetta sé ekki eins gott og áður, fólk telur sig ekki heyra í söngv- urunum, þeir hafi bara engar raddir orðið. Þetta er mikill mis- skilningur. Söngvarar eru bæði miklu fleiri og betri en þeir voru áður. Auðvitað er allt stærra en áður var, húsin og hljómsveit- irnar. Hljómsveitirnar eru al- mennt orðnar 80 manns og það hafa ekki allir stjórnendur lag á að láta hljómsveitir hljóma stór- ar þótt ekki sé spilað af fullum styrk. Ég hef hlustað á upptökur með gamla Gigli frá 1942 eða ’43, þar sem hann syngur Tosca með 25 manna bandi. Hann var auð- vitað stórkostlegur og margir fleiri en sumir af þessum gömlu, sem verið er að hrósa, hefðu ekki einu sinni komist í kórinn í dag. Þeir hefðu verið sendir heim af fyrstu æfingu!" — Ertu ekki með eilífan hnút í maganum þegar þú ert að syngja kvöld eftir kvöld fyrir hundruð eða þúsundir manna? „Það er nú orðið lítið eftir af magahnútnum. Það er helst hér heima sem ég er dálítið nervös, ekki veit ég hvers vegna. Það á sérstaklega við ef ég er með er- lenda gesti með mér, þá er ég í símareddingum allan daginn og er kominn í keng á kvöldin þegar ég á að syngja. Þetta er svöna „yfirmátasamviskusemi" ein- hver, sem grípur mig.“ Kristján Jóhannsson verður 35 ára í maí. Hann segist vonast til að hann geti haldið áfram að ferðast um heiminn og syngja í að minnsta kosti tuttugu ár í viðbót. „Þeir segja að söngvarar séu upp á sitt besta 40—45 ára og samkvæmt því á ég að geta tekið framförum ... “ — Finnst þér þú taka fram- förum núna? „Já, miklum. Á síðustu tveimur-þremur mánuðum hef ég lært gríðarlega mikið í bæði söng og leik. Ég hef haft mikið gagn af að vinna með fullorðnum Ameríkana, sem ég hef sungið með í New Jersey. Það er ekki bara röddin, sem mér finnst hafa batnað, heldur líka þekking á verkunum og vinnunni, sem leiðir af sér minni spennu og meiri sjálfsögun. Hún skiptir ekki minnstu máli.“ Hann var að fara aftur vestur um haf síðar þennan dag og kvaðst hlakka til að leggja sig í vélinni. „Það er það eina, sem ég get gert í flugvélum, að sofa. Mér er lífsins ómögulegt að læra eða lesa eins og mjög margir kolleg- ar mínir gera. Þeir nota hverja mínútu á flugi eða í lest til að læra — ég get aðeins hallað mér út af og sofnað.“ - ÓV. lan kröfur að uppfylla þennan samning. „Það hefur komið í ljós, að framleiðslan, sem frá iandinu hef- ur farið til Japans, hefur fengið misjafna dóma. í þessari fram- leiðslu reynir á það hvort við get- um unnið þessari vöru gott álit í Japan. Takist það, eru miklir möguleikar á góðu verði fyrir hana. Við erum þarna að keppa við fjölda annarra þjóða, sem framleiða karfann bæði land- og sjófrystan og Japanir gera miklar kröfur um ferskleika og lit. Því verðum við að standa okkur vel, ætlum við að ná fótfestu á mark- aðnum. Á síðasta ári var selt nokkurt magn af hausaðri og slægðri grá- iúðu á góðu verði til Japan og lík- aði sú framleiðsla vel. Við gerum því ráð fyrir því að auka þá fram- eiðslu verulega á bessu ári. Hins vegar er talsverð eftirspurn eftir grálúðu, oæði frá Þýzkalandi og Bandaríkjunum. Aðalveiðitiminn á grálúðunni hefst í apríl og við höfum ekki gert neina bindandi samninga enn sem komið er, en margir japanskir kaupendur hafa óskað eftir grálúðunni," sagði Eyj- ólfur Isfeld Eyjólfsson. AF ERLENOUM VETTVANGI eftir SVEIN SIGURÐSSON Ortega sver embættiseið sinn sem forseti. „Kosningar eru formsatriði vegna þess, að við sækjum vöidin til blóðs fólksins, sem féll í baráttunni gegn Somoza,“ sagði Tomas Borge, einn leiðtoga sandinista. Verður efnahagslegt öngþveiti banabiti sandinista í Nicaragua ÁSTANDIÐ í Mið-Ameríku hefur oft verið í fréttunum enda hefur þessi heimshluti einkennst af þjóðfélagslegri ólgu, pólitísku misrétti og yfírráð- um tiltölulega fámennrar valdastéttar. Að þessu leytinu hafa þó ekki öll Mið-Ameríkuríkin átt óskiptan hlut og á síðustu árum hefur átt sér stað þar merkileg þróun í átt til aukins stöðugleika og lýðræðislegra stjórnar- hátta. Costa Rica hefur lengi verið talið til fyrirmyndar öðrum ríkjum í Mið-Ameríku, hefur ekki einu sinni her, og í Honduras hefur lýðræðisleg- um stjórnarháttum tekist að þrauka í þrjú ár og virðast vera að festa sig í sessi. Með breyttri og hófsamari stefnu hefur tekist að einangra vinstri- sinnaða öfgamenn í Guatemala og í El Salvador virðist ekki lengur stefna í þá allsherjarborgarastyrjöld, sem útlit var fyrir, a.m.k. ekki í bili. Þá er eftir Nicaragua en þar virðist stefna í aðra átt, í átt til átaka, fátæktar og efnahagslegs skipbrots. Flest virðist benda til, að bylt- ing sandinista i Nicaragua sé harmleikur, sem ekki geti haft nema einn endi og hann illan. Kosningarnar í landinu í nóv- ember sl. urðu ekki til að veita stjórninni þá alþjóðlegu viður- kenningu, sem hún hafði vonast eftir, og það kom berlega í ljós þegar Daniel Ortega sór emb- ættiseið sinn sem forseti hve sandinistar eru einangraðir. Viðstaddir athöfnina voru þeir Fidel Castro, Kúbuleiðtogi, Neil Kinnock, formaður breska Verkamannaflokksins, sendi- nefnd frá Júgóslavíu, aðstoðar- forsetar ríkisráðanna í Búlgaríu og Austur-Þýskalandi og vara- forseti Mongólíu. Kosningarnar voru heldur ekki sá mælikvarði á almenn- ingsálitið, sem stjórnin vill vera láta, enda tóku langflestir stjórnarandstöðuflokkanna ekki þátt i þeim vegna þess hvernig framkvæmdin var. Sem dæmi um það má nefna, að í kosn- ingabaráttunni var ekki hægt að koma sjónarmiðum Ihalds- flokksins til skila í sjónvarpi þrjár helgar í röð. I fyrsta sinn var því borið við, að tæknimenn- írnir hefðu „fyrir slysni" þurrk- að upptökurnar út af bandinu, í annað sinn hafði gleymst að setja filmu i myndavélina og í þriðja sinnið reyndust véiarnar bilaðar þegar til kom. íhalds- flokkurinn ákvað að taka þátt í kosningunum til að uppfylla það skilyrði, sem stjórnvöld setja fyrir formlegri flokksstofnun, en þegar komið var í veg fyrir, að frambjóðendur hans fengju að koma boðskap sínum á framfæri samþykkti stjórn flokksins að hætta við kosningaþátttökuna. Til að leggja formlega blessun yfir þá samþykkt var boðað til flokksþings en þar gafst enginn tími til að ákveða eitt eða annað því að fjölmennt lið sandinista hleypti þinginu upp og blöðin voru ritskoðuð til að ákvörðun stjórnarinnar bærist ekki út. Við kosningarnar var stjórn- arandstöðuflokkunum, þeim, sem tóku þátt í þeim, leyft að hafa eftirlitsmenn á hverjum kjörstað en var þó bannað að ganga úr skugga um hve margir hefðu kosið á hverjum stað. Kosningaþátttakan þótti flest- um, sem með fylgdust, með ólík- indum mikil og er það m.a. rakið til þess, að eftir að búið var að setja saman kjörskrá var bætt við 400.000 manns, miklu fleiri en líklegt er að hafi bæst við frá síðasta manntali. Án þessara 400.000 hefði fylgi sandinista að- eins verið þriðjungur gildra at- kvæða í kosningunum. Hvað sem þessu iíður höfðu sandinistar tekið það skýrt fram fyrir kosningar, að þeim væri ekki ætlað að breyta neinu. Völdin yrðu áfram , þeirra hönd- um. Ástandið Nicaragua fer versnandi með hverjum degin- um, sem líður Skæruliðar í landinu, sem nú 'nafa sameinast, eru sandinistum þungir í skauti en erfiðari eru þeim efnahags- málin, sem eru í algjörum ólestri. Á tíu árum hefur þjóðarframleiðsla á mann minnkað úr 970 dollurum í 500 og fyrir dollarann fást nú 400 cordobar á svarta markaðnum þótt opinbert gengi sé 10. Ekki er lengur um neina einkafjár- festingu að ræða í landinu og framlög hins opinbera minnka stöðugt enda fer um helmingur ríkisútgjaldanna í herinn. Erlendar skuldir voru árið 1983 3,8 milljarðar dollara, höfðu aukist um milljarð frá ár- inu áður, og sandinistastjórnin er nú hætt að greiða af þeim vexti. Vestrænt fjármagn stend- ur því ekki lengur til boða en talið er, að framlög kommún- istaríkjanna til sandinista nemi um :100 milljónum dollara á ári. Um 400 austur-evrópsk og kúb- önsk skip koma árlega til hafn- arborgarinnar Corinto og Sov- étmenn sjá þeim fyrir tveimur þriðju olíunnar. I Nicaragua er það ekkert nýtt, að fólk sé vannært en nú er þar víða hrein hungursneyð. óeirðir gætu hvenær sem er brotist út af þeim sökum og vit- að er, að til uppþota hefur komið í sambandi við herskráninguna. I stjórn sandinista, sem er skipuð níu mönnum, er mikill ágreiningur. Annars vegar eru harðlínumennirnir undir forystu Tomas Borge, Nunez, Arce og Ruiz, og hinsvegar þeir hófsam- ari undir forystu Daniels Ortega, m.a. yfirmaður hersins, bróðir hans Humberto og Jaime Wheelock. Ortega telur einhvers konar samkomulag við Banda- ríkjamenn óhjákvæmilegt en Borge vill koma á marxisma hvað sem það kostar. Mjög ólíklegt er, að sandinist- um ,akist að halda völdum til frambúðar ef þeir semja ekki sátt við Bandaríkjamenn. Nicar- agua er ólíkt Kúbu að bví ieyti, að iandsmenn geta risið jpp og ógjörningur er að hafa eftirlit með iandamærum ríkisins. Ef raunverulegar kosningar verða ekki haldnar í landinu munu skæruliðar eflast að styrk og fólkið flykkjast til liðs við stjórnarandstöðuna. SS (Heimild: Observer)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.