Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 Loðnuveiðin: Þróarrými á þrotum I KJÖLFAR mikillar loðnuveiði að undanfornu er þróarrými nú víðast á þrotum á Austfjörðum og í Vest- mannacvjum. Löndunarbið eða sigl- ingar á hafnir lengra frá miðunum taka því við og um leið dregur úr veiðigetu flotans. Veiðin síðastliðinn þriðjudag varð 16.860 lestir af 24 bátum og síðdegis í g*r hafði verið tilkvnnt um samtals 6.210 lesta afla. Nú eru um 160.000 lestir eftir af heildarkvótanum. Síðastliðinn þriðjudag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Jón Kjart- ansson SU, 900, Þórður Jónasson EA, 490, Rauðsey AK, 590, Skarðsvík SH, 620, Hákon ÞH, 800, Gísli Árni RE, 630, Hilmir II SU, 530, Helga II RE, 530, Beitir NK, 1.100, Erling KE, 450, Pétur Jónsson RE, 750, Börkur NK, 1.050, Svanur RE, 660, Keflvíking- ur KE, 520, Örn KE, 580, Dagfari ÞH, 530, Víkurberg GK, 550, Þórshamar GK, 600, Fífill GK, 630, Huginn VE, 580, Albert GK, 600, Súlan EA, 770, Grindvíkingur GK, 1.000, og Sigurður RE 1.400 lestir. Síðdegis í gær höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Húnaröst ÁR, 610, Hrafn GK, 550, Guð- mundur Ólafur ÓF, 600, Sighvatur Bjarnason VE, 350, Gullberg VE, 560, Bergur VE, 100, Höfrungur AK, 900, Magnús NK, 520, Eldborg HF, 1.400, og Harpa RE 620 lestir. „Ópera á ferð og flugi“ leggur af stað norður. Frá vinstri Garðar Cortes, söngvari, Sigurbjarni Þórmundsson, Ijósameistari, Anna Júlíana Sveinsdótt- ir, söngvari, Elín Sigurvinsdóttir, söngvari, Halldór Vilheimsson, söngvari, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, söngvari, John Speight, söngvari, og Marc Tardue, stjórnandi og undirleikari. „Ópera á ferð og flugi“ íslenska óperan heldur í söngferð norður í land dagana 16. til 18. febrúar nsstkomandi. Sex óperu- söngvarar, undirleikari og Ijósa- meistari eru með í ferðinni. Flutt verður óperan Síminn eft- ir Menotti, atriði úr Carmen eftir Bizet og La Traviata eftir Verdi. Síminn, sem er stutt gamanópera, verður flutt í heiid sinni, en sögu- maður kynnir nánar óperurnar Carmen og La Traviata milli söng- atriða. Söngvararnir, sem syngja í „óperu á ferð og flugi“, eru: Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Anna Júlí- ana Sveinsdóttir, Elín Sigurvins- dóttir, John Speight, Halldór Vil- helmsson og Garðar Cortes. Stjórnandi og undirleikari er Marc Tardue og ljósameistari Sig- urbjarni Þórmundsson. „Öpera á ferð og flugi" verður í Skjólbrekku, Mývatnssveit, 16. febrúar, kl. 21.30, Samkomuhús- inu, Akureyri, 17. febrúar, kl. 15.00, Miðgarði, Skagafirði 17., febrúar, kl. 21.30 og félagsheimil- inu Blönduósi, 18. febrúar kl. 21.00. (FréttatilkrniiinK) Þórunn Sólveig Þor- steinsdóttir látin LÁTIN er í Keykjavík Þórunn Sól- veig Þorsteinsdóttir, Ægissíðu 94. Hún fæddist á Eiðsstöðum við Bræðraborgarstíg í Reykjavík 24. desember 1927, dóttir hjónanna Ástu Jónsdóttur frá Eiðsstöðum og Þorsteins Árnasonar vélstjóra. Hún giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Friðrik Jörgensen, 1947 og bjuggu þau allan sinn búskap í Reykjavík. Hún var aðal- eigandi, ásamt manni sínum, fyrirtækisins Innkaup hf. og stjórnarformaður þess síðastiiðin 10 ár. Úr Rashomon. Arnér Benónýsson t.v. og Guðjón P. Pedersen í hlutverk- um sínum. eyjum 1951 og var hún sýnd hér á landi nokkrum árum síðar. Fay og Michael Kanin sömdu síðan leikgerð upp úr sögunum og kvikmyndinni. Leikritið var frumsýnt á Broadway í New York árið 1959 og varð strax mjög vinsælt. Leikritið fjallar um Samurai- hermann sem er á ferð um skóg ásamt konu sinni. Á vegi þeirra verður stigamaður og heillast hann af fegurð konunnar. Áður en fundi þeirra lýkur er búið að drepa Samurai-hermanninn og nauðga eiginkonunni. Ekki er þó ljóst hver drap manninn og í hvaða tilgangi. Við yfirheyrslu koma fram fjórar mismunandi lýsingar á atburðunum og virðist hver frásögn fyrir sig trúverðug. Leikurinn gerist við Rashom- on, hlið hinnar fornu höfuðborg- Þjóðleikhúsið frumsýn- ir Rashomon í kvöld f KVÖLD frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið Rashomon eftir Fay og Michael Kanin í þýðingu Árna Ibsen. Leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson, leikmynd og bún- ingar eru eftir Svein Lund Roland og lýsingu annast Árni Baldvins- son. Haukur og Hörður Harðar- synir útfærðu bardagaatriði. Leikendur í sýningunni eru Bessi Bjarnason, Hákon Waage, Gunnar Eyjólfsson, Guðjón P. Pedersen, Arnór Benónýsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Jón S. Gunnarsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Birgitta Heide úr lslenska dansflokknum. í frétt frá Þjóðleikhúsinu seg- ir að verkið sé m.a. upprunnið í japanskri þjóðsögu frá 9. öld. Snemma á 20. öldinni samdi jap- anska skáldið Ryunosuke Akut- agawa tvær smásögur upp úr þessum heimildum og árið 1950 gerði japanski kvikmyndagerð- armaðurinn Akira Kurosawa mynd eftir þeim. Kvikmyndin, sem einnig heitir RASHOMON, hlaut fyrstu verðlaun á alþjóð- legu kvikmyndahátíðinni f Fen- ar Japan, Kyoto. Þrír ólíkir menn, utangarðsmaður og háð- fugl, prestur og alþýðumaður sem stundar viðarhögg, leita sér skjóls í hliðinu í rigningu. Þeir rekja morðsöguna og jafnframt eru atburðir sögunnar leiknir. Þremenningarnir takast á um þær siðferðisspurningar sem upp koma og hefur hver þeirra sitt til málanna að leggja í þeim efnum. önnur sýning á Rashomon verður sunnudaginn 17. febrúar nk. INNLENT Nafn Ármanns Snævarr féll niður f FRÉTT á miðsíðu Morgunblaðs- ins í gær um útkomu 10. bindis af Landsyfirréttar- og hæstaréttar- dómum féll niður, að Ármann Snævarr, fyrrverandi hæstarétt- ardómari, sá um útgáfuna. Þetta er þriðja bindi heildarútgáfunnar, sem Ármann Snævarr hefur séð um útgáfu á. Hjálpartækjasjóðurinn afhendir lyftu-baðstól. Frá vinstri: Helgi Ólafsson fasteignasali, Reykjavík, Axel Jónsson fyrrv. alþingismaður, Kópavogi, Elín Dungal læknaritari, Auður Sigurðardóttir yfirsjúkraþjálfari, fsak Hallgríms- son yfirlæknir og Guðrún Helgadóttir hjúkrunarforstjóri. Sænskur trú- fræðiprófessor heldur hér fyrirlestra STJORN Elli- og hjúkrunarheimil- isins Grundar hefur veitt guðfræði- deildinni styrk til að fá hingað er- lendan fyrirlesara sem verður dr. Per Erik Persson, prófessor í trú- fræði við guðfræðideild Lundarhá- skóla, og verða fyrirlestrar hans dagana 18. til 20. febrúar nk. Efni fyrirlestranna og funda sem hann mun halda með prest- um og fleirum verður skýrslan „Skírn, máltíð Drottins, þjón- usta“, sem nýlega kom út í ís- lenskri þýðingu, en prófessor Persson er einn af höfundum hennar sem aðili að trúar- og skipulagsmálanefnd Alkirkju- ráðs um árabil. Leiðrétting NAFN yfirlögregluþjónsins á Akranesi misfórst í frétt af skipan hans í embætti. Yfirlögreglu- þjónninn á Akranesi er Svanur Geirdal. Mbl. biðst velvirðingar á þessnm mistökum. Hjálpartækjasjóöur stofnaður við Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði STOFNAÐUR hefur verið Hjálpar- tækjasjóður Heilsuhælis NLÍ í Hver- agerði. Hlutverk sjóðsins er að standa að kaupum á hjálpartækjum til nota fyrir dvalargesti. Stjórn sjóðsins skipa framkvæmdastjóri heilsuhælisins, yfirlæknir og hjúkrunarforstjóri. Þá er ákvæði um að ávallt skuli vera starfandi þriggja manna nefnd dvalargesta, sem hefur það hlutverk að kynna tiigang sjóðsins og afla honum fjár, sem m.a. hefur verið gert með frjálsum framlögum. Þá hafa listamenn, sem dvalið hafa á heilsuhælinu, gefið listaverk til fjáröflunar fyrir sjóðinn. Fjársöfnunin hefur gengið vel og var fyrsta tækið afhent 17. janúar. Er það lyftu-baðstóll, sem notaður er við að koma fötluðu fólki í baðker. Velunnarar heilsuhælisins víðs- vegar um landið geta tekið þátt í þessu með því að senda framlög til Hjálpartækjasjóðs Heilsuhælis NLFI, Hveragerði. (Úr frélUtilkynninpi.) Fyrirlestur á vegum Geðhjálpar KRISTÍN Waage félagsfræðingur vcrður með fyrirlestur í geðdeild I>andspítalans fimmtudaginn 14. febrúar kl. 8.30. Fyrirlesturinn verð- ur um málcfni aðstandenda þeirra er dvelja á geðdeild Landspítalans. Munið félagsmiðstöðina Veitu- sundi 3b, þar er opið hús laugar- daga og sunnudaga frá kl. 14—18 og fimmtudagskvöld frá kl. 20—23, simaþjónusta miðviku- daga frá kl. 16—18. (FrétUlttkjnning.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.