Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakiö. Átökin í UNESCO Bandaríkjamenn hættu þátttöku í UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, nú um áramótin. Fleiri vestræn ríki íhuga að feta í fótspor þeirra. Almennt er litið þannig á, að óánægjan með UNESCO eigi rætur að rekja til lélegrar fjármálastjórnar samtakanna. Ekki er það með öllu rétt. Til þess að sjá myndina í heild verða menn einnig að líta til þess hug- myndafræðilega ágreinings sem sett hefur vaxandi svip á UNESCO undanfarin ár. Til að útskýra þennan ágreining nægir að líta til þess sem sagt var frá á for- síðu Morgunblaðsins í gær. Á fundi framkvæmdastjórn- ar UNESCO lagði fulltrúi Costa Rica til að það yrði rætt, hvort ekki væri rétt að halda næsta þing stofnunar- innar í París í stað þess að efna til þess í Sofíu, höfuð- borg Búlgaríu, eins og áður hafði verið ákveðið. Þessi til- flutningur á þinginu myndi spara hinni fjárvana stofn- un um 250 milljónir króna. Framkvæmdastjórnin hafn- aði því að þetta mál yrði rætt. Enginn fulltrúi Vest- urlanda greiddi tillögu Costa Rica atkvæði; í þeirra hópi er Andri ísaksson prófessor frá íslandi, fulltrúi Norður- landanna. Formaður fram- kvæmdastjórnar UNESCO, Patrick K. Seddoh, frá Ghana, einu verst setta ríki heims vegna fátæktar, taldi ógjörning að flytja þingið frá Sofíu „enda mundi það valda sundurlyndi innan stofnunarinnar“(!). Menn ættu að velta því fyrir sér, hvernig á þessu máli hefði veriö tekið í UN- ESCO ef halda ætti þingið í annarri borg en Sofíu, það er utan einhvers kommúnista- lands. Þá hefði áreiðanlega verið leyft að ræða málið í framkvæmdastjórninni. Þá hefðu fulltrúar Vesturlanda í framkvæmdastjórninni lík- lega ekki verið svo skinheil- agir, að þeir teldu tillögu um þetta ekki þoia umræður. Þá hefðu hin ráðandi öfl innan UNESCO líka sagt, að það ylli sundurlyndi innan stofn- unarinnar ef tillagan fengist ekki rædd. Það er auðvitað hentugast fyrir þá sem telja best að halda „friðinn" innan UN- ESCO og gera það með því að veita ofríkisöflunum allt- af hlutleysi, ef ekki stuðn- ing, að láta eins og ádeilurn- ar á UNESCO eigi einvörð- ungu rætur að rekja til ágreinings um peninga. Svo er ekki. Undirrótin að því að æ fleiri frjálshuga menn telja nauðsynlegt að hreinsa til innan UNESCO er að mestum hluta hugmynda- fræðileg. Stuðningsmenn frjálsrar fjölmiðlunar um heim allan hafa til dæmis lengi varað við þeirri áráttu innan UNESCO að koma einhvers konar hlekkjum á fréttamiðlun. Margskonar fordómar aðrir hafa verið festir á blað í ályktunum UNESCO. Næsta UNESCO-þing verður haldið með pomp og prakt í Sofíu. Því ríki Austur-Evrópu sem er einna næst stalínismanum. Við því verður ekki spornað. Um nýjan fundarstað má ekki einu sinni ræða í fram- kvæmdastjórninni. Um hitt er sjálfsagt að ræða á meðan málfrelsi er leyft hér á landi, hvort nauðsynlegt sé fyrir íslenskan fulltrúa í framkvæmdastjórn UN- ESCO að taka þátt í þessum skrípaleik og láta eins og vísindi og menning mann- kyns eigi allt undir því að honum sé haldið áfram. Morgunblaðið hefur ekki sannfæringu fyrir því, að ís- lenskir skattgreiðendur telji sér skylt að standa undir pólitískum æfingum sem þessum. Beðið eftir NT Morgunblaðið varpaði einfaldri og skýrri fyrirspurn til NT á laugar- daginn. Þar var skorað á NT að nefna dæmi þeirri full- yrðingu sinni til staðfest- ingar, að Morgunblaðið hafi verið með „kommúnistaás- akanir“ í garð dr. Gunnars Kristjánssonar, sóknar- prests. Enn hefur NT ekki orðið við þessari áskorun og er hún hér með endurtekin. „Leyfi mér að ver og rámur á morgi Spjallað rið Krístján Jóhannsson óperusöngvara KRISTJÁN Jóhannsson lék á als oddi og sagðist hlakka til að takast á við Grímudansleik Verdis í Pjóðleikhúsinu á nœsta hausti. „Þetta er Grand Opera,“ sagði hann í stuttu spjalli við blaðamann Mbl., „mikið verk, allt frá buffo upp í hádramatík, sem endar á morðum og ósköpum." Hann hefur áður sungið í Grímudansleiknum, það var í Columbus, höfuðborg Ohio í Bandaríkjunum. Kristján fer fljótlega aftur til Ohio, nú til Cincinnati í suðvesturhorni fylk- isins, þar sem klassískt tón- listarlíf er með meiri blóma en í höfuðborginni. „Annars hefur ástandið mikið lagast í Columbus," sagði Krist- ján. „Þeir setja upp einar sex eða átta óperur á ári en það eru ekki nema tíu eða fimmtán ár síðan óperan var dauð í borginni. Þá tók gamall óperusöngvari sig til, safnaði í kringum sig nokkrum milljónerum og setti í gang. Nú gengur fínt — og eins gott fyrir þá, þvi það er ekkert verið að ýta undir menningarlifið í Banda- ríkjunum með opinberum styrkjum. Topparnir eru ekkert mikið fyrir menninguna." Kristján kom hingað til lands í þrjá daga til að ganga frá samningum við Þjóðleikhúsið um að syngja tenórhlutverkið i Grímudansleik Verdis, sem frumsýndur verður í haust. Hann starfar nú að mestu í Bandaríkjunum. Þar hefur hann undanfarið sungið tenórhlut- verkið í Cavaleria Rusticana með ríkisóperunni í Newark í New Jersey og þessa dagana er verið að leggja af stað í land- reisu með óperuna, m.a. til Cinncinnati. Þessi ferð stendur fram á vor — þá tekur við ferða- lag með Tosca um England á vegum veisku óperunnar og sitt- hvað fjeira er bókað fram á árið 1988. í óperuferðum eru fjórar eða fimm sýningar á hverjum stað, svo er haldið áfram á næsta stað yfir víðáttur Banda- ríkjanna. En ætli sé ekki erfitt að vera alltaf í fínu formi og upplagöur til að syngja í nýju og nýju húsi, geta aldrei leyft sér að vera rámur og fúll? „Ég er fúll og rámur á morgn- ana,“ segir Kristján. „Annars getur verið gott að vera örlítið rámur — ég held að bestu tón- arnir séu þeir sem eru alveg við það að springa. Maður heyrir stórstjörnur gera þetta í leik- húsunum, mjög fínt, og enginn segir eitt einasta orð. Ef ég gerði þetta hér heima þá yrði talað um það, hlegið og pískrað í fimm ár!“ Hann hlær dátt. { sumar ætlar hann að fara til Ítalíu og vera um nokkurn tíma. „Þegar ég er búinn að vera í burtu frá Ítalíu í nokkra mánuði þá finnst mér ég verða að fara þangað aftur til að ná áttum, ná þessum rétta anda. Óperan og stemmningin er þar lifandi í öllu: fólkinu, loftinu, matnum. í ágúst ætla ég að koma heim og ríða út með mínu fólki áður en Grímudansleikurinn byrjar í Þjóðleikhúsinu í september. Það eiga að verða fjórtán sýningar, síðan fer ég til Los Angeles og syng þar.“ — Hver stendur í að skipu- leggja allt þetta? Manni sýnist að það gæti verið fullt starf að tékka þig inn á flugvöllum ... „Elskan mín góða, maður verður að hafa hjálp. Það skiptir feiknarlega miklu máli að vera með góðan umboðsmann — það skiptir jafnvel meira máli að negla þá strax í upphafi en óperuhúsin. Það er meira að segja viðburður ef óperuhúsin svara bréfum frá einstökum söngvurum, allt verður að fara í gegnum umboðsmennina. Það væri ekki nokkur lifandi vegur að standa í þessu ef maður hefði ekki góða hjálp þeirra sem þekkja til.“ — Okkur heyrist að þú sért að syngja inn á sjónvarpsauglýs- ingu fyrir amerískt stórfyrir- tæki? Getur það verið varasamt? „Já, það getur komið til greina að ég syngi inn á auglýsingu fyrir Carnation Corporation, eitt stærsta matvælaframleiðslufy- rirtæki Bandaríkjanna. Auglýs- ingar ber náttúrlega að taka mjög varlega — en ef það er gert rétt og vel, með stíl, varan er góð og framleiðandinn sömuleiðis, þá getur auglýsingavinna komið sér mjög vel. Ef svona auglýs- ingar eru vel heppnaðar, þá læra krakkarnir lögin og allir geta haft gaman af. Auglýsingar geta líka komist á toppinn!" — Hvernig kanntu við þig í Ameríku? „Mjög vel — en ég þurfti að vera þar í talsverðan tíma áður en ég náði húmor þeirra og stemmningu. Það var reyndar Gætum selt til Japans al karfa sem uppfyllir gæða — segir Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri SH „MÉR sýnist að við gætum framleitt og selt til Japans allan þann karfa, hausaðan og slægðan, sem uppfyllir kröfur þar um gæði. Hins vegar takmarkast magnið af framleiðslu- getunni og einnig verður að taka til- lit til stöðunnar á öðrum mörkuðum, áður en gerðir verða stórir karfasölusamningar við Japani,“ sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for- stjóri SH, í samtali við Morgunblað- ið. Eyjólfur sagði, að Sölumiðstöð- in væri nú að framleiða upp í karfasölusamning við Japani og ætti því að vera lokið í lok þessa mánaðar. Hins vegar væri ekki út- lit fyrir að svo yrði vegna tak- markaðrar framleiðslugetu. Því yrðu ekki gerðir frekari samning- ar fyrr en séð yrði hvernig gengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.