Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐID. SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 Ceeilia Helgason afbendir herra Pétri Sigurgeirssyni gjöf Annie Helgason til Biskupsstofu. Milli þeirra standa bróðursynir þeirra systra Valdimar og Jón Pálssynir. En málverkin af þeim biskupum Jóni Helgasyni og Sigurgeiri Siguróssyni eru að baki börnum þeirra, Ceciliu og Pétri biskupi. Biskupsstofa fær málverk að gjöf MYND eftir dr. Jón Helgason biskup af Skálholtsstað var færð Biskupsstofu að gjöf um þær mundir er hún var að flytjast í eigið húsnæði á Suð- urgötu 22 í Reykjavík, en Bisk- upsstofa hefur verið í leigu- húsnæði síðan stólarnir á Hól- um og Skálholti voru lagðir niður og biskupsembættið flutt til Reykjavíkur um alda- mótin 1800. Gefandinn er Annie Helga- son, dóttir Jóns biskups, en hún lést fyrir skemmstu og hafði ánafnað Biskupsstofu myndina sem faðir hennar hafði gefið henni í byrjun þessarar aldar. Annie Helgason var flestum eldri Reykvíkingum kunn, hún vann skrifstofustörf á Bisk- upsstofu, hjá Jóhannesi bæjar- fógeta og síðar borgardómara- embættinu af sérstakri færni og samviskusemi. Börn þeirra bisk- upshjónanna eru nú öll látin néma Cecilia fyrrum húsfreyja á Lindarhvoli í Borgarfirði. Hún afhenti biskupnum, herra Pétri Sigurgeirssyni, gjöf systur sinn- ar við litla athöfn á Biskups- stofu. Cecilia er ekki ókunn því emb- ætti, því að hún var ritari föður síns og eini starfsmaður Bisk- upsstofu, um árabil, en þá var Biskupsstofa á heimili Jóns biskups Helgasonar í Tjarnar- götu 26 í Reykjavík. (FrétUtilkynning.) Villikettir við Réttarholteveg: Verður lógað á næstu dögum - að sögn meindýraeyðis Reykjavíkurborgar „VIÐ bíðum eftir að veðrið gangi niður og fórum þá og lóg- um köttunum,“ sagði Asmundur Reykdal, meindýraeyðir Reykja- víkurborgar, er hann var spurð- ur um ástandið við hitaveitu- stokkinn hjá Réttarholtsvegi, en nýlega réðst hópur villikatta á pilt sem átti þar leið um. Ásmundur kvaðst hafa kann- að aðstæður þarna og fundið gat á hitaveitustokknum á ákveðn- um stað þar sem búist er við að kettirnir haldi til. Ásmundur sagði ennfremur að fyrir um það bil tveimur árum hefði um 30 köttum verið iógað, sem höfðu hreiðrað um sig á svipuðum slóðum. „Við lógum hundruðum villikatta í Reykjavík á hverju ári þótt ekki séu mörg dæmi um að þeir ráðist á fólk. En nú er „breimatímabilið" og því eru þeir kannski háværari og meira áberandi núna en ella,“ sagði Ásmundur. Svenn Stray hjá SVS og Varðbergi SVENN Stray, utanríkisráð- herra Noregs, talar á fundi sem Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg efna til kl. 18 mánudaginn 4. mars í Hliðarsal (annarri hæð) Hótel Sögu. Ráð- herrann ræðir stefnu Norð- manna í varnar- og Öryggismál- um. Svenn Stray er í hópi þeirra sem sækja 33. þing Norðurlandaráðs. Á fundinum á mánudaginn mun Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, sem fer með Norðurlandamál- efni í ríkisstjórninni, kynna Svenn Stray. Mathiesen Við það er miðað að fundin- um, sem er opinn fyrir félags- menn SVS og Varðbergs og gesti þeirra, verði lokið klukkan 20. spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS svarað um fjár- úsbyggjenda Bankarnir reyna að koma til móts við viðskipta- menn í greiðslu- erfiðleikum Hjaiti Rögnvaldsson, Háaleitis- braut 117 spyr: Hvers vegna lengja bankarnir ekki lánstímann, svo að þeir fái peningana tii baka og komi i veg fyrir vanskil? Spurt er að gefnu tilefni þar sem vitað er að fjöl- margir lántakendur eiga í mikl- um erfiðleikum um þessar mundir vegna aukinnar greiðslu- byrði. Svar Sigurðar Geirssonar, hag- deild Útvegsbankans: Segja má að ástæðurnar fyrir því að bankarnir iengi almennt ekki lán sín séu tvenns konar. Annars vegar má segja að hlut- verkunum á íslenska lánamark- aönum sé tvískipt: 1) Fjárfest- ingasjóðirnir sjái um að lána til fjárfestinga t.d. í fasteignum hjá einstaklingum og fasteignum og tækjum hjá fyrirtækjum með verðtryggðum langtímalánum með lágum vöxtum. Sjóðirnir fá útlánafé sitt bæði í formi greiddra útlána með vöxtum svo og með föstum tekjuliðum frá hinu opinbera, þannig að þeir þurfa í flestum tilfellum ekki að skila meiri hagnaði en svo að nægi fyrir rekstrarkostnaði sjóðsins. 2) Bankarnir eiga hins vegar að sjá um að veita skamm- tímalán (þ.e. rekstrarlán til fyrirtækja og lán til að brúa skammtímafjárþörf einstakl- inga). Bankarnir eiga helst að fá allt útlánsfé sitt frá sparifjár- eigendum og verða því að skila hagnaði til að geta greitt vexti af sparifénu svo og íil að geta stað- ið undir rekstri sínum. Hins vegar hafa bankarnir þeim skyldum að gegna gagnvart þjóðfélaginu að þeir verða að reyna að halda atvinnuvegum landsins gangandi eins og frek- ast er kostur. Af beim sökum endurspeglast allar sveiflur sem verða á afkomu atvinnuveganna i rekstri bankanna með sveiflum í lausafé þeirra. Til þess að bankarnir geti mætt þessum sveiflum verða útlán þeirra að vera til frekar skammst tíma til þess að bankarnir geti innkallað fé með skömmum fyrirvara (t.d. ef dregið er úr útlánum þá batn- ar lausafjárstaða bankanna vegna þeirra útlána sem greidd eru) þannig að ekki purfi að grípa til þess ráðs að aka lán t.d. erlendis, þar sem bankarnir hafa ekki úr óþrjótandi fjár- magni að spila frekar en aðrir. Þrátt fyrir þetta hafa bank- arnir reynt að koma til móts við viðskiptavini sína sem lent hafa í greiðsluerfiðleikum. Bankarnir hafa kannað aðstæður þeirra viðskiptamanna sinna sem leitað hafa til þeirra vegna þessara erfiðleika sinna og ef mögulegt hefur verið þá hafa bankarnir reynt að leysa úr vandamálum þeirra eftir bestu getu, t.d. með lengingu lánstímans eða jafnvel t einstaka tilfelli með nýju láni til iengri tíma. í sumum tilfell- um eru erfiðleikar viðkomandi það miklir að ekki er hægt með nokkru móti að hjálpa og hefur þá viðkomandi orðið að selja eitthvað af eignum sínum til þess að komast út úr sínum vanda. Að lokum er rétt að taka fram að mikilvægt er að þeir einstaklingar sem sjá fram á að þeir muni koma til með að lenda í greiðsluvandræðum leiti sér aðstoðar sem fyrst á meðan vandinn er lítill og haldi sig síð- an stíft við þær áætlanir, eftir því sem nægt er, sem gerðar eru til þess að leysa vanda beirra. Lántakendur G- og F-lána geta breytt gjald- dögum í fjóra Gunnar Böövarsson, drekku- byggð 65, Garðabæ: 1. Þar sem Húsnæðisstjórn og Veðdeild Landsbanka íslands hafa ekki ennþá hrint : í’ram- kvæmd lögum nr. hl/1980 og nr. 60/1984 og þannig orveldaö lántakendum að standa skil á greiðslum, svo og ækka greiðsl- ur peirra, telur Húsnæðisstjórn þá eðlilegt að iántaki rreiði van- skilavexti af :.d. einu áni af fjórum), sem ekki ,ókst að greiða a réttum tíma, en hefði staðið : skilum ef Húsnæðisstjórn/Veð- deild Lí hefði iarið eftir ögumV 2. ; tilkynningu hkisstjórnar haustið 1983 kom : ram að :áns- tími húsnæðislána lengdist úr 26 árum i allt aö 31 ár, sem jafn- gildir um 20% léttari árlegri greiðslubyrði. Munu ián frá 1980 til 1. júlí 1984 sem eru til 26 ára verða sjálfkrafa til 31 árs? 3. Er afborgun af ani, veittu juní 1983, fyrr en tveimur arum seinna? 4. Við hvaða dagsetningu er miðað þegar tveggja ára egl- unni er beitt? 5. Á kvittunum af skuldabréfi frá Veðdeild Landsbanka Islands kemur ekki fram hver prósentu- tala vaxta er. Verður pessu breytt þannig að lántakandi sjái hvaða vextir hafa verið reiknað- ir? 6. Tók Veðdeild Landshanka ís- lands of háa vexti af húsnæðis- lánum veittum fyrir 11. ágúst 1984 samkvæmt ákvörðun Seðla- bankans, sem tilkynnt var í október 1984? Svar Sigurðar E. Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra Húsnæð- isstofnunar ríkisins: 1. Með lögum nr. 51, sem gildi tóku 1. júlí 1980, komu til sögunnar nokkrir nýir iánaflokkar í Bygg- ingarsjóði ríkisins. Allt frá upp- 'nafi hafa 4 gjalddagar verið & öllum iánum, sem veitt liafa ver- ið úr þeim. Margvíslegir tækni- iegir erfiðleikar í tölvukerfum [æim, sem þessi starfsemi bygg- :st á, urðu þess iiins vegar vald- andi, að ekki reyndist unnt að nafa 4 gjalddaga á öllum þeim F- og G-lánum (þ.e. til nýbygg- ínga og kaupa á eldri íbúðum), æm veitt voru frá gildistöku ’ag- anna, fyrr en 1. júlí 1984. Frá og með þeim tíma hafa 4 gjalddag- ar einnig verið á þeim iánum. Nú hefur verið ákveðið að gefa ián- takendum F- og G-lána frá 1.7. 1980 til 1.7. 1984 kost á því, að hafa 4 gjalddaga á þeim lánum. Verða þeim send bréf um það í tæka tíð fyrir gjaiddagana á ár- inu. Óski þeir eftir slíkri breyt- ingu á lánum sínum verður henni að sjálfsögðu hrundið í framkvæmd. Húsnæðisstofnunin telur eðlilegt, að lántakendur standi í skilum með greiðslur af iánum sínum í samræmi við ákvæði þeirra skuldabréfa, :iem þeir hafa undirritað og skuld- bundið sig til að greiða. 2. Með lögum nr. 60, sem tóku gildi 1. júlí 1984, var kveðið á um bað, að byggingarlán úr Byggingar- sjóði ríkisins skyidu vera íil 31 árs. Gildandi iög fram að þess- um tíma kváðu á um það, að byggingariánin skyldu vera til 26 ára. Engin íagaákvæði eru fyrir hendi, sem mæla fyrir um lengingu 26 ára iána í 31 árs ián. 3. Samkvæmt lögum nr. 60/1984 eru ián Byggingarsjóðs ifkisins afborgunarlaus fyrstu tvö árin. Á beim tima eru aðeins greiddir vextir og verðbætur af ’ánunum. Lagaákvæðið nér að iútandi er ekki afturvirkt og naer hess vegna ekki til iána, sem veitt voru fyrir 1. júlí 1984. 4. Tveggja ára ákvæðið virkar :.d. þannig, að fyrsta afborgun or I. maí 1987 af láni, 3em iekið ur febrúar 1985. 5. Á þeim greiðsluseðiuin sem jafnframt eru Kvittanir) vegna búðarlána, sem aú ar verið að senda lántakendum, kemur skýrt fram hvaða vextir ;ru iagðir til grundvailar greiðslu- fjárhæð. 6. Nei. Aldrei veitt lán til bílskúrs- byggingar Elís Adolfsson, ' alsholum 4: Hafa húsbyggjendur rétt a viðbótarláni frá Tusnæðis- stjórn, t.d. til bflskúrsbyggingar. eftir að hafa tekið námarkalán fyrir fimm árum? Svar Sigurðar E. Guómundsson- ar: Húsnæðisstofnun hefur aldrei veitt lán til byggingar bílskúra eða bílskýla, enda aldrei naft heimild til þess. Hún nefur nins vegar heimild til þess að veita lán til smíði viðbygginga, við- halds og endurbóta á íbúðum tii viðbótar áður veittum lánum eftir ákveðnum reglum, sem um það gilda. Að öðru leyti er sama aðila ekki veitt viðbótarlán vegna sömu íbúðar. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.