Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 65
MORGONBLAÐH), SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 65 Mikhail Klochko (t.h.) hitti Chou En Lai 1949. Um höfundinn Dr. Mikhail Antonovich Klochko fæddist í Úkraínu, sem þá var hluti rússneska keisaradæmisins, árið 1902. Að loknu prófi frá Tækniháskólanum í Kiev árið 1925 starfaði hann þar við rannsóknir, og frá 1930 við sovézku vísindaakademíuna í Leningrad (1930—34) og Moskvu (1935—61). Frá 1935 til 1961 var Klochko yfirmaður rannsóknarstofu hjá Kurnakov-stofnun sovézku akademíunnar fyrir almenna og ólífræna efnafræði. Klochko lauk doktorsprófi í efnavísindum árið 1940, og hlaut prófessorsnafnbót árið 1946. Árið 1948 var hann sæmdur Stalín-orðunni fyrir tæknistörf. Kanadastjórn veitti Klochko hæli sem pólitískum flóttamanni í ágúst 1961, og fimm árum síðar varð hann kanadískur ríkisborgari. Hann hefur starfað sem vísindalegur ráðgjafi í Kanada, og skrifað vísindagreinar auk frásagna í tímarit um lífið í Sovétríkjunum. Kjarnorkusprenging á Bikini árið 1946. fyrir geislun úr kjarnarykinu, sem þeir önduðu að sér. Árangur svona gróflegs hugsunarleysis vegna ör- yggisráðstafana var ekki lengi að koma í ljós. Bldri kona, sem hreinsaði skerm sem geislavirk efni höfðu fallið á, lézt nokkrum mánuðum eftir að kjarnarann- sóknir hófust hjá IONKH. Stuttu síðar lézt rafmagnsmaðurinn, Mochalov, sem gert hafði við loft- r*stingu skermsins. Hann hafði nýlega snúið heim eftir fjögurra ^ra herþjónustu á vígvöllunum, til P^ss eins að látast úr geislunar- sjúkdómi. Logið til um dánarmein Þegar hér var komið sögu reyndu starfsmenn Fyrstu deild- arinnar, það er leynilögregludeild- ar stofnunarinnar, að koma á kreik röngum upplýsingum um dánarmein starfsfólksins. Hélt leynilögreglan því fram að konan hafi látizt úr „kvensjúkdómi", en rafmagnsmaðurinn hafi verið með illkynjað æxli. Vinir og ættingjar hinna látnu vissu hinsvegar gjörla ástæðuna. Auk sjúkdóma, sem stöfuðu af geislun, herjaði önnur plága á starfsmenn okkar, en það var leynilögreglan. Hún starfaði hjá ölíum stofnunum og fyrirtækjum tengdum kjarnarannsóknum við eftirlit með skírteinum allra sem komu eða fóru, og njósnaði um starfsfólkið til þess svo að ákæra hvem þann er minntist á erfið vinnuskilyrði eða annað það, sem bannað var að ræða. Árangur þessa óþokkastarfs leynilögregl- unnar, sem naut aðstoðar Fyrstu deildarinnar í ákærum sínum, var meðal annars sá að tveir af starfs- mönnum IONKH voru handteknir. Annar þeirra lézt í fangelsi, hinn hvarf sporlaust. Ef slys varð í stofnunum þessum eins og til dæmis eldsvoði, var slökkviliðs- mönnum eða sjúkraliðum ekki hleypt þar inn á þeirri forsendu að þeir hefðu ekki tilskilin skilríki. Skylt atvik gerðist hjá nágranna okkar, Eðlis- og efnafræðistofnun- inni. Ung stúlka, sem þar starfaði, fékk í sig háspennurafstraum. Hún þarfnaðist læknishjálpar hið fyrsta, en verðirnir neituðu iækn- inum um aðgang að stofnuninni. Á meðan verðirnir voru að hringja til yfirmanna sinna til að fá til- skilin leyfi fyrir lækninn lézt stúlkan. Fyrsta manntjónið meðal rann- sóknarmanna IONKH varð í hópi vísindamanna, sem starfaði við rannsóknir á úraníumsamböndum undir stjórn vísindamannsins Ilya I. Chernyaev. Hvorki hann né að- stoðarmenn hans höfðu unnið með kjarnaefni fyrr. Sömu sögu var að segja frá hundruðum annarra vís- indastofnana, háskóla og tækni- skóla, sem virkjuð voru á árunum 1945—46 til að vinna að sprengj- unni. Það var ekki fyrr en árið 1947 að IONKH setti upp „eftir- 0133100“ þar sem starfsfólkið gat fylgzt með geislun í líkömum sín- um og vinnutækjum. Eini sjáan- legi árangurinn af starfsemi stöðvarinnar var að forstöðumað- ur hennar, Seryozha Starostin, sem var ungur og vel liðinn, veikt- ist og lézt í sjúkrahúsi stofnunar- innar hálfum mánuði síðar. Eins og við lát rafmagnsmannsins og hreingerningakonunnar reyndi Fyrsta deildin að koma af stað orðrómi um að Starostin hefði blætt út eftir uppskurð. Söguhöf- undarnir höfðu nærri því rétt fyrir sér. Starostin lézt úr hvít- blæði. í blaði, sem út kom eftir dauða hans, var Starostins minnzt með því að birta nafn hans í svörtum ramma. Ekki var það venja að minnast látinna vísindamanna af yngri kynslóðinni í sovézkum vís- indaritum. Þó hlutu þrír doktorar í vísindum við IONKH, sem létust eftir að hafa orðið fyrir geislun, þennan „heiður". Reyndari vísindamenn okkar á kjarnasviðinu voru oft sendir til rannsóknarstöðva í Úralfjöllum þar sem tilraunir þeirra voru út- færðar í stærra mæli og notaðar til framleiðslu kjarnaefna. Árið 1955 kom einn þessara vísinda- manna, dr. Abram M. Rubinstein, heim til Moskvu — ekki heim til sín, heldur í sjúkrahús. Þar fékk hann miklar innvortis blæðingar, og eftir tveggja vikna legu lézt hann. Hann „brann upp“ eins og starfsmenn okkar nefndu það. Rangar upplýsingar um dauða hans, sem Fyrsta deildin kom á kreik, voru til einskis. Fjölskylda hans og vinir höfðu heimsótt hann í sjúkrahúsið og vissu hvers eðlis sjúkdómurinn var, sem leiddi hann til dauða 46 ára að aldri. Geislasýkingar Átta árum síðar lézt aðstoðar- forstjóri okkar, Vyacheslav P. Markov, sem hafði starfað við kjarnarannsóknir áður en hann kom til IONKH. Hann var á 54. aldursári. Næst var það Georgi V. Ellert, sem unnið hafði á kjarna- sviðinu, og lézt árið 1973, aðeins ári eftir að hafa lokið doktorsprófi í vísindum. Hann var 44 ára. Vísindamennirnir, sem störfuðu í málmdeild okkar og unnu með málmblendi með kljúfanlegum efnum, voru ekki heldur ónæmir fyrir geislunarsjúkdómum. Yfir- maður einnar rannsóknarstofunn- ar, dr. Vladimir A. Nemilov, lézt árið 1950, 59 ára að aldri. Eftir- maður hans, dr. Aleksandr A. Rudnitsky, lézt 57 ára gamall árið 1959. Mjög sennilega átti geislun sinn þátt í ótímabæru láti þessara vísindamanna. Ein af yngri vísindamönnunum, Markartseva, sem starfaði undir stjórn dr. I.I. Kornilows við fun- heitar úraníummálmblöndur, varð blind (hugsanleg áhrif geislunar). Henni var neitað um örorkulíf- eyri, þótt hún væri félagi í komm- únistaflokknum, vegna þess að yf- irmaður hennar, sem einnig var flokksbundinn, vildi hreinsa sig af allri sök. Eldri vísindamaður, Anna D. Gelman-Novikova, fór einnig að missa sjónina eftir að hafa starfað við transúraníum- blöndur. Stéttarfélag okkar, sem var allt- af undir stjórn flokksbundins formanns, samþykkti aldrei nein mótmæli né kröfur varðandi dauða starfsmanna stofnunarinn- ar eða geislasýkingar annarra. Þar kom þó að málið var komið á það hneykslanlegt stig árið 1947 að stofnunin kom á fót heilsu- gæzlustöð þar sem ein hjúkrun- arkona starfaði. Læknir var þar til viðtals tvisvar í viku. Tekin voru blóðsýni úr öllum starfs- mönnum stofnunarinnar til að kanna áhrif geislunar. I ljós kom að rúmlega helming- ur starfsmanna, um 250 manns, hafði einhver sjúkdómseinkenni tengd geislun. Þar af voru rúm- lega 100 alvarlega sýktir. Jafnvel sumir starfsmannanna, sem ekki komu nálægt kjarnarannsóknum, voru sjúkir, vegna þess að öll stofnunin var menguð. Radíum-stofnunin Radíum-stofnunin, sem vísinda- maðurinn þekkti, Vladimir I. Vernadsky, stofnaði í Leningrad, vann að því frá þriðja áratugnum að vinna og hreinsa radíum úr úr- aníummálmgrýti frá Mið-Asíu. Byggð var verksmiðja til fram- leiðslu á radium í samræmi við rannsóknir stofnunarinnar, og var stjómandi hennar Ivan Bashilov, sérfræðingur í rannsóknum sjaldgæfra frumefna. Þessi mað- ur, sem sovézkir fjölmiðlar hylltu sem „einn af stofnendum sovézks radíum- og frumefnaiðnaðar" eft- ir að hann lézt, var „verðlaunað- ur“ með sjö ára innilokun í vinnu- búðum í nánd við Krasnoyarsk, þar sem hópur vísindamanna okkar hitti hann árið 1946. Þessi innilokun, sennilega ásamt geisl- unaráhrifum, leiddi til dauða hans á 62. aldursári. í eftirmælum um hann var talað um „alvarlegan hjartasjúkdóm“, sem ekki var þó minnzt á í ummælum í Stóru sov- ézku alþjóðaorðabókinni. Radíum-stofnunin var ein þriggja stofnana (hinar voru Eðl- w isfræðitæknistofnanirnar í Len- ingrad og Kharkov), sem komu sér upp kjarnakljúf fyrir síðari heimsstyrjöldina. Við upphaf sprengjuáætlunarinnar haustið 1945 var starfsemi stofnunarinnar á sviði kjarnarannsókna aukin verulega. Fyrstur starfsmann- anna til að látast úr sjúkdómi tengdum geislun var A.E. Poles- itsky, en eftirmæli um hann birt- ust 1945. Vinir Polesitskys álíta að hann hafi sýkzt meðan hann vann með radíum fyrir styrjöldina. Nokkrir aðrir vísindamenn, sem einnig hefur verið getið um í vís- indaritum, hurfu af sjónarsviðinu á sjötta áratugnum. Einn þeirra, Filip M. Filin, sem lézt á 60. ald- ursári, var „heiðraður" með eftir- mælum. Forstöðumenn Radium-stofnun- arinnar urðu ekki langlífir, frekar en margir annarra starfsmanna. Vitali G. Khlopin, sem tók við af Vernadsky sem forstöðumaður ár- ið 1939, lézt árið 1950 60 ára gam- all. Eftirmaður hans, Boris A. Nikitin, lézt árið 1952 aðeins 46 ára að aldri. Og næsti forstöðu- maður átti lengri ævi — varð 62 ára. Minningargreinar Tímaritið Uspekhi Fizichezkikh Nauk (Nýjungar í eðlisfræði) birti á árunum 1951—1981 eftirmæli um rúmlega 20 kjarneðlisfræð- inga, sem flestir létust áður en þeir náðu 60 ára aldri. Þeir sem náðu hærri aldri létust eftir „larg- varandi alvarlegan sjúkdóm". Til dæmis lézt vísindamaðurinn Lev A. Artsimovich 64 ára gamall „eft- ir langvarandi veikindi", og Abr- am I. Alikhanov, sem hafði átt við „alvarleg veikindi að stríða" síð- ustu æviárin, á 67. aldursári. Tveir aðrir frammámenn í sovézkum kjarnavísindum — Vladimir I. Veksler og Gersh I. Budker — lét- ust áður en þeir náðu sextugsaldri. Vísindamaðurinn Isaak Pomer- anchuk lézt á 54. aldursári, og dr. Lev I. Rusinov, einn nánasti að- stoðarmaður Kurchatovs, sem unnið hafði við sprengjuna frá ár- inu 1946, lézt árið 1960 53 ára að aldri. Fimm árum áður lézt vísinda- maðurinn Pyotr I. Lukirsky, sem starfaði við Radíum-stofnunina, 60 ára gamall. í eftirmælunum er minnzt rúmlega 10 annarra kjarn- eðlisfræðinga, sem létust á aldrin- um 40—60 ára. Annarra er eingöngu minnzt vegna svörtu rammanna um nöfn þeirra í fyrirsögnum vísinda- greina, sem birtust að þeim látn- um, en flestir ungu vísindamenn- irnir, sem ekki lifðu nógu lengi til að ljúka doktorsprófi, létust úr geislunarsjúkdómum án þess að vinna til eftirmæla. Meðal þeirra mörg hundruð rannsóknarstofnana, sem aðild áttu að kjarnorkusprengjuáætlun- inni frá ágústlokum 1945 voru svo til allir háskólar Sovétríkjanna og tækniháskólar, visindastofnanir og rannsóknarstofur. Auk þess létu yfirvöld byggja fjölda nýrra vísindastofnana fyrir kjarnarann- sóknir á árunum 1946 til 1960. Meðal þeirra var svonefnd Devy- atka (Stofnun númer níu) þar sem fram fóru rannsóknir á efnasam- setningu kljúfanlegra efna, en for- stöðumaður stofnunarinnar frá 1946 til 1953 var einn af fram- kvæmdastjórum vísindadeildar SJÁ NÆSTU SÍÐU Heræfíngar á dögum kalda stríðsins í Nevada-eyðimörkinni 1952.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.