Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 78
ER tiEIMI rVII\MTNI)ANNA Michael Caine, sem breski Rússinn Kuzminsky. Laurence Olivier. Bíóhöllin: Heimkoma njósnarans - Ný mynd meö Michael Caine og Laurence Olivier HVAÐ eiga Kim Philby, Guy Burg- ess, Donald MacLean, Anthony Blunt og Sir Philip Kimberley sam- eiginlegt? Fljótt á litið virðast þessir menn ekkert eiga sameiginlegt, en ef betur er að gáð, þá eru þeir allir njósnarar, sem hafa svikið land sitt fyrir pening eða hugsjónir í einhvers konar formi, nema hvort tveggja sé. Fjórir fyrstnefndu mennirnir eru all- ir þekktir, og saga þeirra verður ekki rakin hér, en sá síðastnefndi er aðalpersónan í splunkunýrri kvik- mynd með stórleikurunum Michael ('aine og Laurence Olivier. Myndin heitir Heimkoma njósnarans („The Jigsaw Man“) og er sýnd í Bíóhóll- inni um þessar mundir. Saga um njósnara Sögur um njósnara hafa alla tíð verið í miklu uppáhaldi hjá fólki, og skiptir þá engu hvort, þeir eru „góðir“ eða „illir“. Njósnarar eru kaldrifjaðir ævintýramenn og það er varla hægt að útskýra vinsæld- ir njósnasagnanna á annan veg en að almúginn sjái eitthvað spenn- andi og framandi við líf þessara persóna. Rithöfundar gengu snemma á lagið og hafa skrifað mörg hundruð tonn af slíkum sög- um, og ekki hefur staðið á kvik- myndagerðarmönnum að svala forvitní fólks. Sennilega er það tilviljun ein að „The Jigsaw Man“ skuli skjóta upp hér á landi einmitt þegar mál Arne Treholts stendur sem hæst. Ekki svo að skilja að tengsl séu á milli myndarinnar og norska njósnamálsins. „The Jigsaw Man“ er byggð á samnefndri skáldsögu eftir einhverja Dorothea Bennett sem er gift leikstjóra myndarinn- ar, Terence Young. Sagan fjallar um Kimberley, sem er hæfur og virtur sérfræðingur í stjórnmál- um og njósnum. Hann hlaut menntun sína í Cambridge, sem er m.a. gerjunarstöð fyrir upprenn- andi njósnara. En árið 1974 á hann að hafa flúið sjálfviljugur austur yfir. Áður en hann fer, fel- ur hann skýrslu yfir alla helstu njósnara Sovétmanna á Vestur- löndum, ef ske kynni að Sovét- menn misstu áhuga á honum. Um það leyti sem myndin hefst fer allt í handaskolum; KGB segist ekki hafa not fyrir hann lengur. En KGB vill að Kimberley fari aftur vestur og komi til baka með földu skýrsluna. Hann snýr til baka undir dulnefninu Kuzminsky. Yf- irmaður bresku leyniþjónustunn- ar, Sir Scaith, sem Laurence Olivi- er leikur, fær pata af þessu leyni- makki og hyggur á gagnráðstafan- ir. Þær felast meðal annars í að flækja dóttur Kimberleys í málið. Þegar Kimberley/Kuzminsky kemur á fornar slóðir reynist líf njósnarans ekki eins unaðslegt og ætla mætti ... Olivier og Caine Michael Caine er orðinn ansi tíður gestur í reykvískum kvik- myndahúsum. Engin furða, mað- urinn er sennilega sá eftirsóttasti þessa dagana. Síðast var hann í Bíóhöllinni i grinmyndinni „Blame It on Rio“. Þar áður lék hann í „Heiðurskonsúlnum" ásamt Ríkharði Geir, og um svip- að leyti sýndi Stjörnubíó eina vinsælustu kvikmynd síðastliðins árs hér á landi, „Educating Rita“. Af Caine er það að frétta, að honum hefur verið boðið að leika í mynd sem Woody Allen ætlar að gera á næstunni og verður spenn- andi að fylgjast með samstarfi þeirra. Fáir núlifandi leikarar hafa meiri leikreynslu en Sir Laurence Olivier. Hann er tæplega áttræð- ur, fæddur 1907, og hefur hann helgað sig leiklistinni mestan part ævinnar. Það er nokkuð langt um liðið síðan Olivier sást hérlendis i kvikmynd; síðast sást hann í stór- merkilegri heimildamynd um þennan leikhúsmann og kvik- mynda sem íslenska sjónvarpið sýndi um áramótin. Michael Caine og Laurence Olivier hafa einu sinni áður leikið saman í kvikmynd. Það var í myndinni „Sleuth“ sem gerð var 1973. Michael Caine var þá út- nefndur til Óskarsverðlauna, í eitt skipti af mörgum, og á hann enn eftir að hreppa hnossið. I I Frægðarferö til Indlands Kynning á breskri stórmynd sem frumsýnd verður í Regnboganum næstu daga. Það hefur ætíð einhvers mikils verið að vænta af David Lean, því hann er manna óragastur við að leggja í stórvirkin og leysa þau af einskærri snilld, eins og dæmin sanna. Lawrence of Arabia, The Bridge On The River Kwai, Great Kxpectations, Dr. Zhivago, Ryan’s Daughter eru meðal kunnari verka hins brátt áttræða leikstjóra. Og nú er röðin komin að Indlandsreis- unni, A Passage to India. Að baki hverrar myndar býr saga hennar, mismikil eða merki- leg að vonum. A Passage to India á að baki sér hvorki meira né minna en 26 ára sögu samningaþjarks, vonbrigða, sigra og svo að lokum þriggja ára undirbúningsvinnu og kvikmyndagerðar. Ástæðan fyrir þessum einstæða hægagangi var fyrst og fremst óbeit höfundar bókarinnar A Pass- age to India, E.M. Forster, á kvikmyndaforminu og vantraust hans á kvikmyndagerðarmönnum yfir höfuð. Áleit hann þá ekki færa til að skapa hlutlaust verk b.vggt á bókinni, heldur yrði hallað á aðra hvora, Indverja eða Breta. Eftir nokkuð skyndilegt fráfall Forsters, þá loks hann var búinn að samþykkja kvikmyndatökuna, var það King’s College í Cam- bridge sem varð handhafi kvik- myndaréttarins. Höfðu forráða- menn hans jafn mikinn ímigust á kvikmyndagerðinni og höfundur- inn áður. Það var svo ekki fyrr en 1980, eftir stjórnendaskipti við skólann, að framleiðandanum, John Brabourne, var gefið grænt ljós á tökuna, þá hafði hann sótt á brattann allar götur frá 1958! En hvert skyldi svo efni þess verkefnis vera sem Lean velur sér eftir hartnær 15 ára hlé? Ung, bresk kona, Adela Quested (Judy Davis), heldur til Indlands til að giftast mannsefni sínu, Ronny Heaslop (Nigel Havers), sem stormar upp metorðastigann. Félagi hennar á ferðalaginu er móðir Ronnys, Mrs. Moore (Peggy Ashcroft). Gröm yfir smáborgaralegu ófrelsi hins breska samfélags í borginni og full löngunar til að kanna „hið sanna indland”, gleðst Adela mikið er hún er kynnt fyrir ungum, indverskum lækni, Áziz (Victor Banerjee), af eina, frjáls- lynda Bretanum á staðnum, skóla- kennaranum Richard Fielding, (James Fox). Þó Adela hrífist af hinum glæsta Aziz þá skilur hún ekki áhuga hans á hennar eigin tilfinn- ingum og vandræðalegit samband þeirra veldur hinni raunalegu ráð- gátu Marabar-hellanna, og var sögð fyrir af brama-dulspekingn- um prófessor Godbole (Alec Guinness). Atvikið sem gerist niðri í þess- um sögufrægu bergmálshellum er óútskýrð þungamiðja myndarinn- ar/bókarinnar. Þetta er aðeins rauði þráðurinn. Iæan hefur tekist að gera það heillandi kvikmynd eftir bókinni, að A Passage to India er þegar far- in að sópa til sín verðlaunum strax eftir frumsýningu (14. des. ’84 1 New York). Má þar nefna að gagn- rýnendur í New York völdu hana mynd ársins, Lean besta leikstjór- ann og þau Peggy Ashcroft og Victor Banerjee voru kjörin bestu leikarar ársins. Þá hlaut myndin álitlegan skerf af Golden Globe- tilnefningum. Mest. er að sjálfsögðu um Ósk- arsverðlaunin vert og hlaut A Passage to India flestar tilnefning- Gamall meistari sigrar einu sinni enn. Leikstjórinr David Lean.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.