Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 03.03.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARS 1985 63 Það er oft sagt að kaffi sé þjóðardrykkur okkar fslendinga og er áreiðanlega mála sannast, en við erum þó langt frá því að teljast meðal mestu kaffiþjóða heims. Kaffi or þær veitingar, sem oftast er boðið upp á hér á landi, ekki síst ef óvæntan gest ber að garði. Setningin hér að ofan: má (ekki) bjóða þér bolla af kaffi?, heyrist því ótal sinnum á dag, í öllum landshlutum og við margvísleg tækifæri. Uppruni kaffis Kaffi hefur lengi verið við lýði og fylgt mannfólkinu, það er því ofur eðlilegt að leitað hafi verið að uppruna kaffitrésins og reynt að festa upphaf kaffi- drykkju í tíma. Sagnir eru til um geitahirði upp í Kaffafjöllum í Eþíópíu á 15. öld, sem tók eftir að geitur hans tóku fjörkipp eftir að hafa nartað í rauð ber kaffitrésins Onnur frásögn greinir frá Shes- eli sheik, sem horfði á úlfalda sína bregða sér í valhopp eftir að hafa etið berin. Það skyldi þó aldrei vera að við kaffineytendur eigum lífs „elexír“ okkar geitum og úlföld- um að þakka? — En hvað um það — sama er hvaðan gott kem- í kaffi er kaffín, en það finnst einnig í tei, kaói, kóladrykkjum, súkkulaði, örvandi lyfjum alls- konar og verkjalyfjum. Efnið finnst í alls 63 jurtategundum. Eþíópíumenn tuggðu kaffi- baunir, ásamt fitu, áður en þeir héldu til bardaga. Kínverjar notuðu te í sam- bandi við trúarathafnir og Maya-indíánar í Mið-Ameríku notuðu súkkulaðidrykki til hins sama. Það er hægt að segja, að í stað vínsins, sem notað er við kristn- ar trúarathafnir, komi te hjá búddatrúarmönnum og kaffi hjá Islömum — múhameðstrúar- mönnum. Margar milljónir manna í hin- um vestræna heimi fá sér kaffi- bolla í morgunsárið dag hvern, til að geta horfst í augu við dag- inn og verkin framundan. Kaffín hefur áhrif á miðtaugakerfið eftir því, sem vísindamenn segja okkur. Það þekkja áreiðanlega flestir kaffidrekkendur þá vellíð- an sem fylgir kaffidrykkju á góðri stund, þegar kaffið er ný- lagað, heitt og gott. I einum kaffibolla eru talin 100—150 milligrömm af kaffíni (aðrar tölur eru 100) í tebolla 60—75 milligrömm (a.t. 50—70) og 86—99 milligrömm í bolla af skyndikaffi — „instant“. Kaffín er því löglegt fíkniefni, ásamt nikótíni og alkóhóli, ef grannt er skoðað. Útbreiðsla kaffls Kaffið, upprunnið í Afríku, barst yfir Bosporussundið .til Konstantinopel, en þar var fyrsta kaffihúsið opnað árið 1554. Almenningur kallaði kaffi- húsin þar skóla hinna lærðu og kaffið var nefnt drykkur skák- manna og heimspekinga. Frá Bosporus barst kaffi„menning- in“ í norður og austur og í mörg- um borgum Evrópu voru opnuð kaffihús á 17. öld. í Feneyjum var opnað kaffihús árið 1648 og í London 1652, það var nefnt Virginu-kaffihúsið. Kaffihúsin voru auðvitað fyrst aðeins sótt af karlmönnum sem sátu þar og skeggræddu um stjórnmál og spurðu tíðinda. Til Frakklands barst kaffið með dá- lítið öðrum hætti, nú til dags myndi sú aðferð nánast teljast mútur, ef ekki eitthvað annað verra. Tyrkneski soldáninn sendi fulltrúa sinn, Soliman, til Loð- víks 14. með kaffi, til að fá hann til að leggja þeim lið gegn Þjóð- verjum. Arið 1683 voru Tyrkir komnir að borgarmúrum Vín- arborgar og þegar þeir voru hraktir á brott neyddust þeir til að skilja eftir marga sekki af kaffi. Þar með er grunnurinn talinn lagður að kaffihúsunum í Vín, sem mörg hafa orðið víð- fræg. Má bjóða þér bolla af kaffi? Kaffið varð eftirsóknarverð verslunarvara, það voru aðallega enskir og hollenskir kaupmenn og sjófarendur, sem fluttu kaffið til Evrópu frá fjarlægum stöð- um. Frá upprunalegum heim- kynnum í fjöllum Eþíópíu var plantan flutt til Java, Brasilíu, Ck)lumbíu, Costa Rica, Venezú- ela, Guatemala, E1 Salvador, Kenya og Tansaníu og ræktun hafin. Eins og sést á þessari upp- talningu er kaffið aðalútflutn- ingsvara margra þessara landa enn þann dag í dag. Kaffíhús og kaffídrykkja Kaffidrykkja færðist að sjálf- sögðu inn á heimilin þegar fram liðu stundir, en kaffihús hafa haldið vinsældum sínum allar götur fram á okkar daga. Kaffi- hús nútímans eru með ýmsu sniði, allt frá einföldum stöðum til viðhafnarsala. Fyrir okkur, sem búum á norðlægum slóðum, er það alltaf dálítið ævintýralegt að setjast niður á útikaffi er- lendis og virða fyrir sér mannlíf- ið. Víða erlendis er kaffi selt á stöðum, þar sem ekki einu sinni er reiknað með að menn setjist á meðan þeir drekka sopann sinn. Þá er kaffið oft framreitt í agn- arlitlum bollum og er vel sterkt. Kaffitími á vinnustöðum er víða lögleiddur í samningum starfsmanna og vinnuveitenda hérlendis. En það er víðar sem kaffitími þykir sjálfsögð hlunn- indi. Þegar í ljós kom í ríkis- stofnunum á Ítalíu að í raun var meðalvinnustundafjöldi starfs- manna 4 klst. og 20 mín. dag hvern, í staðinn fyrir þær 6 klst. og 38 mín. sem samið var um, sendi ráðuneytisstjóri fjármála- ráðuneytis, samkvæmt skipun ráðherra, 3.200 starfsmönnum bréf þess efnis, að tekið yrði fyrir „il cappuccino selvaggio", þ.e. óleyfileg kaffihlé, sem hver og einn tók að geðþótta utan vinnustaðar. Ráðuneytisstjórinn benti líka á, að innan stofnunar- innar væru tvær kaffistofur, þar sem kaffið væri meira að segja ódýrara en á stöðunum í kring. Bréfið hafði sömu áhrif og ef sprengju hefði verið varpað. Við „cappuccino selvaggio", tók nú „guerra del cappuccino" eða kaffistríð. Værukærir ríkis- starfsmenn söfnuðust fyrir utan skrifstofu ráðherra, hótuðu að koma honum úr starfi og höfðu uppi mótmælastöðu (Time 29. okt. 1984). Mörg kaffihús hafa orðið þekkt vegna þeirra manna sem sótt hafa þau að staðaldri. Þar má nefna Procope-kaffihúsið í París, sem var samkomustaður manna eins og Voltaire, Diderot, Robespierre, Danton, Bonaparte, Marat og Balzac. í París voru líka Rotonde, sem Lenin, Hem- ingway og Ehrenburg sóttu og kaffihúsin Flore og Deux Mag- ots, þar sem Sartre og Simone de Beauvoir komu daglega. Á Central-kaffihúsið í Vínar- borg komu Freu<L Werfel, Trotzky og Polgar. í Róm var Café Greco sótt af mönnum eins og Stendalh og Schopenhauer, og nær öllum listamönnum, sem voru þeim samtíma í borginni. í Zurich er Café Odeon, og getur það státað af því að þangað kom Lenin á sínum tíma. Á kaffihúsi við Tower-stræti í London í eigu manns að nafni Lloyd, var tryggingafélagið Lloyd’s stofnað á 17. öld. Það var upphaflega tryggingafélag fyrir skip og sjávarflutninga en hefur síðar orðið að alhliða starfsemi eins og kunnugt er. Kaffihúsin voru lengi vel að- eins samkomustaður karlmanna, eins og áður segir, það þótti beinlínis óviðeigandi að konur kæmu þangað inn, nema þá í fygld karlmanns. Fyrsta kaffi- húsið þar sem konur gátu komið einar inn var ekki opnað í París fyrr en í lok síðustu aldar. Kaffi- drykkja einstakra manna og sið- ir henni viðkomandi hafa þótt I frásögur færandi. Þannig er sagt frá því að Friðrik mikli hafi sett kampavín saman við kaffið sitt og kryddað með pipar. Voltaire er sagður hafa verið mikill kaffi- svelgur, hann drakk 50 bolla á dag. Goethe skrifaði vini sínum um jólin 1772: „Það er enn nótt, ég fór aftur á fætur til að skrifa og lét laga kaffi í virðingarskyni við daginn." Johann Sebastian Bach samdi einhverju sinni kaffikantötu og Jonathan Swift, sem samdi sögurnar af ferðum Gullivers, sagði við Vanessu sína að besta meðalið sem hann fengi væri kaffið hennar. Það er ekki hægt að skilja við frásögn af kaffidrykkju án þess að minnast á rithöfundinn Hon- oré de Balzac. í bókinni Mann- kynssaga handa æðri skólum, Nýja öldin, eftir Ólaf heitinn Hansson segir: Balzac var nautnamaður og eyðsluseggur og þvi alltaf skuldum vafinn. Varð hann alltaf að vera sískrifandi til að geta reytt eitthvað í skuldunauta sína. Æsti hann sig upp með sterku kaffi og dó á besta aldri (51 árs) úr ofþreytu og kaffieitrun. Þessi lýsing á af- drifum Balzac hefur orðið mörg- um manninum minnisstæð og það áratugum eftir að skólabók- unum var lokað. í annarri frásögn, sem er sögð eftir áreiðanlegum heimildum, er Balzac sagður hafa drukkið 50.000 bolla af kaffi alls um sína ævidaga, og er ekki vitað til að það met hafi verið slegið síðan hann leiö. Texti: Bergljót Ingólfsdóttir. Nútíma kaffihús eni af mörgum geróum, látlaus, viöhafnarmikil og jafn- vel setið utan dyra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.