Morgunblaðið - 21.05.1985, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 21.05.1985, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1985 ntmmn „Fimm 6ÍÍu«ty tölvumakar pinir hflfa allir snúið afturiil A^rri eíginmanna.'' ... aö fá góöar fréttir. TM Reg U.S Pat. Off — all rights reserved ®1985 Los Angeles Times Svndicate Stúlka mín: Hefurðu ekki farið húsavillt hér í bænum? HÖGNI HREKKVlSI „PAPI HKEKKV/I6I /,.. ÚAT EKKI BETKA VERlP/" Mismunun þjóðfélagsþegnanna U.R. skrifar: Alveg var ég hissa er ég heyrði í útvarpinu um daginn að banka- stjórar væru með frítt afnotagjald af síma. Við erum bæði ellilífeyr- isþegar með skerta tekjutrygg- ingu. Maðurinn minn tekur úr lff- eyrissjóði sjómanna og er liðagigt- arsjúklingur sem þarf því mikið á síma að halda. Ég verð samt að borga fullt afnotagjald. Nú er ég með símareikning á um 3.000 krónur, sem ég verð að taka af um 9.000 krónum fyrir utan annað sem ég þarf að greiða. Hvorugt okkar vinnur úti, enda löngu búin að slíta okkur út á því. Ef símareikningurinn verður ekki borgaður, verður símanum lokað og annað fylgir sjálfsagt á eftir. Frá Félagsmálastofnun fáum við ekki neitt. Við höfum reyndar reynt, en fengið neitun. Því spyr ég fólk, sem er með um 80.000 á mánuði, hvort það skammist sín ekki fyrir að láta þetta heyrast. Mér finnst þetta blettur á þjóðfé- laginu og hann ljótur. Hvað segir félagsmálaráðherra við þessu? Er- uð þið hálaunamenn kannski allir á sama báti? Saklaust fólk fórnarlömb grimmdar Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrif- ar: Rætt var við Kristján Alberts- son nú fyrir skömmu í sjónvarp- inu og sagði hann meðal margs annars að tímabilið frá aldamót- um og fram að fyrri heimsstyrjöld hafi verið hamingjusamasta tíma- bil þorra fólks um alla Evrópu, að mér skildist. Þetta styður einmitt það sem ég hef verið að benda á varðandi stefnu kommúnismans. Síðan hún náði fótfestu meðal þjóðanna, sem gerðist með ofbeldi og manndráp- um, hefur haldist stríð með ótöld- um morðum og árásum saklausra borgara um nær allan heim og þessi átök breiðast stöðugt út af völdum sérþjálfaðra morðsveita sem rússneskt herval þjálfaði í upphafi og hafa nú Kúbumenn og Líbýumenn bæst við og jafnvel farnir að skáka Rússum hvað grimmd snertir. Þetta er óhugn- anleg staðreynd og enn óhugnan- legra er að illvirkin eru látin bitna á alsaklausu fólki. Ábendingar til sjónvarps Þrjár hrcssar úr Mosó skrifa: Okkur langar til að koma á framfæri við sjónvarpið að endur- sýna þættina „Löður" og halda áfram að sýna Prúðu leikarana. Svo finnst okkur alltof dýrt I rút- una (Mosfellsleið). Það kostar 40 krónur að fara aðra leiðina og þá bara niður á Grensás. Það kostar okkur því 300 krónur að fara í eitt bíó. Það er bíómiðinn og leiðirnar fram og til baka. Okkur finnst alltof mikið af þungarokki í Skonrokki og við vonum að einhverjir taki undir þessa grein. P.S.: Pabbi skilar kveðju, hann langar svo að sjá „Steinaldar- mennina". Skrifið eða hringið til Velvakanda Vclvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eóa hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.