Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 5
r t rn4/T ir/'ip míi » 'iíiir ÍT 1: MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JtJLl 1985 B 5 Myndin er tekin af verðlaunahöfum í ritgerðarsamkeppni New York Herald Tribune í heimsókn hjá Eisenhower Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu 1955. Eisenhower var haldinn slsmu kvefi og sést hér segja við Guðrúnu: „Ég vona, að ég smiti þig ekki af kvefinu.“ Sendinefnd íslands á Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn 1980. Formaður nefndarinnar var Einar Ágústsson, en Guðrún var einn nefndarmanna. Lögfræðingafélags Islands og hef- ur verið varaformaður félagsins frá 1981. Hún var á lista Sjálfstæð- isflokksins við borgarstjórnarkosn- ingar i Reykjavík 1962 og vara- borgarfulltrúi flokksins þar 1962—1966. Hún sat í barna- verndamefnd og framfærslunefnd borgarinnar þetta kjörtímabil. Guðrún fluttist ásamt fjölskyldu sinni í Garðahrepp 1967 og var hún varahreppsnefndarmaður Sjálf- stæðisflokksins I Garðahreppi 1970—1972, í hreppsnefnd 1972— 1974 og formaður félagsmálaráðs Garðahrepps 1970—1972. Guðrún tók þátt í samningu laga um jafn- rétti karla og kvenna 1976. „Ég varð aðjúnkt I lagadeild haustið 1970 og kenndi þá sifjarétt fyrir Ármann Snævarr hæstarétt- ardómara, þáverandi prófessor. Ég kenndi persónurétt 1970—1973 og stjórnarfarsrétt 1974—1979, en hef kennt sifjarétt frá 1970 og erfða- rétt frá 1980. Sifjaréttur er fjöl- skylduréttur," sagði Guðrún, þegar ég spurði hana nánar um laga- kennsluna. „Hann fjallar um sam- band hjóna inn á við og út á við; um stofnun og slit hjúskapar, um rétt- indi og skyldur hjóna og um sam- band foreldra og barna og rétt barna. Erfðaréttur fjallar hins veg- ar um það, hvað verður um eigur manns að honum látnum, hverjir eru lögerfingjar og um gerð erfða- skrár.“ Jafnrétti í hjúskap 1923 Mig fýsti að vita, hvernig lög sifjaréttarins hefðu þokast í jafn- réttisátt undanfarin ár. Ég spurði hana einnig um réttarstöðu óvígðr- ar sambúðar. Guðrún svaraði því til, að „lög um réttindi og skyldur hjóna frá 1923 þóttu byltingar- kennd, er þau voru sett. Ástæðan er sú, að þau kveða á um jafnrétti kvenna og karla í hjúskap og voru auðvitað langt á undan sinni sam- tíð. Önnur lög hafa ekki fylgt þeirri stefnu, er þarna var mörkuð. Má nefna sem dæmi, að skattalögin kveða á um samábyrgð hjóna á greiðslum opinberra gjalda — þrátt fyrir lögin frá 1923, er gera ráð fyrir skiptri skuldaábyrgð. Standi eiginmaður ekki i skilum við stjórnvöld, þá ber konu hans að greiða það sem á vantar og öfugt skv. skattalögunum. Auðvitað á hvort hjóna um sig að greiða sína skatta. Það er mikið jafnréttismál, því að efnahagslegt sjálfstæði er algjör forsenda jafnréttis. Það er ekki fyrr en konan hefur sömu að- stöðu og karlinn til að afla sér tekna, sem unnt er að ræða um jafnrétti. Lög um stofnun og slit hjúskapar hafa breyst. Nú eru í gildi lög frá 1972. Þróunin hefur orðið í þá átt að auðvelda fólki að stofna og slita hjúskap. Ríkisvaldið hefur minni afskipti en áður af þvi. Nú er fátt er kemur í veg fyrir hjónavígslu. Það helsta er bann við tvfkvæni og náinn skyldleiki. Nú er einnig litið svo á, að ríkisvaldið eigi ekki að þvinga fólk til að búa saman, sem ekki vill það sjálft. Hjón geta skilið að borði og sæng án þess að þurfa að tilgreina ástæðu. Hvort þeirra um sig á kröfu á lögskilnaði þegar eitt ár er liðið frá skilnaði að borði og sæng. Hjónaskilnuðum hefur fjölgað geysilega. Margir vilja rekja orsakir þess til kvennabar- áttunnar. Ég tel, að þeir hafi trú- lega eitthvað til sins máls. Ráðleggur hjónaband Sum lög binda viss réttaráhrif við óvígða sambúð, s.s. trygginga- lög, skattalög og lífeyrissjóðslög — en þau eru vissum skilyrðum háð. Barnalögin gera óvigðri sambúð jafn hátt undir höfði og hjóna- bandinu. Þar er enginn greinar- munur gerður á því hvort foreldrar barns eru giftir eða ekki hvað for- sjá barnsins snertir. Samkvæmt barnalögum fara foreldrar, sem búa saman, sameiginlega með for- sjá barnanna. Hins vegar eiga lög- in um stofnun og slit hjúskapar cða um réttindi og skyldur hjóna ekki við um óvigða sambúð. í óvígðri sambúð gildir nefnilega ekki hin svonefnda helmingaskiptaregla eins og í hjúskap. í óvigðri sambúð er litið á hvorn aðila sem sjálfstæð- an og óháðan einstakling fjár- hagslega séð. Það má vel vera, að fólk telji sig frjálsara og óháðara í þessu sambýlisformi. Kvennabar- áttan hefur sennilega einnig ýtt undir slík viðhorf. En ég ráðlegg hins vegar fólki að gifta sig frekar vegna þeirra fjárhagsdeilna, sem oft og einatt skjóta upp kollinum við slit óvígðrar sambúðar og valda því, að fólk þarf að standa í lang- varandi málaferlum fyrir dómstól- um. Engin sérstök lög eru til um óvígða sambúð. Maki er skylduerf- ingi skv. erfðalögum, en samsvar- andi lög, er taki til óvígðrar sam- búðar, eru ekki til. Nýlega voru að vísu sett lög um erfðafjárskatt, sem gera fólki í óvígðri sambúð jafn hátt undir höfði og hjónum, þ.e. eftirlifandi sambúðaraðili þarf engan erfðafjárskatt að greiða. Hins vegar er skilyrði fyrir þessu það, að til sé erfðaskrá, þar sem sérstaklega er tekið fram, að um óvígða sambúð hafi verið að ræða.“ Fjolskyldan grunnein- ing þjóðfélagsins Guðrún kvað fjölskylduna þá grunneiningu, sem þjóðfélagið byggðist á. „En fjölskyldan er ekki sú sama í dag og áður fyrr, er hjón bjuggu saman með börnum sinum — og konan sá um heimilið, en karlinn vann fyrir því. Þetta er úr- elt. 1 dag er líka margt, sem glepur fyrir fjölskyldunni, sem ekki þekktist á mínum æskuárum. Þá var ekki mikið um skemmtistaði og sjónvarp og myndband var ekki til. Nú er togað í fjölskylduna úr öllum áttum. Það er auðvitað jafn nauð- synlegt, að hver og einn eigi sína fjölskyldu eins og áður þar sem hann á sér athvarf og skjól. Óvígð sambúð er alveg sama nútíma- fjölskyldan og sú, sem myndast í hjónabandi. En þetta sambúðar- form er ekki eins góð trygging og hjónabandið, ef eitthvað fer úr- skeiðis. Þótt lög um almennar tryggingar taki mikið tillit til óvígðrar sambúðar, þá er aðstoð samkvæmt þeim lögum háð vissum skilyrðum, þ.e. að aðilar sambúðar- innar hafi búið saman í minnst 2 ár eða eigi saman barn eða von á barni. Hér er strax veikur punktur. Hvenær hófst sambúðin? Það er ekki unnt að staðfesta slíkt með ákveðinni dagsetningu. Hér er ekki við neinn ákveðinn gerning að miða eins og gildir um hjónavígslu. Þeg- ar fólk fer í sambúð og ætlar sér að lifa í sambýli er takmarkið það sama og hjá hjónum. Einfaldast er þvi að ganga í hjónaband. Þá eru hlutirnir á hreinu og allra réttar- áhrifa gætir, sem hjúskap eru búin lögum samkvæmt. Oft er það svo, að óvígð sambúð kemur í stað trúlofunar, sem nú er að mestu úrelt. Hugsunin er þá að giftast eftir tiltölulega skamma sambúð. En þróunin verður oft í þá átt, að ekkert verður úr giftingu og sambúðin fer í sama farveg og hjónaband — en án þeirra réttinda, sem hjónabandinu fylgja. Fæstir hugsa út í það, að tryggja sig með samningum og erfðaskrám." Guðrún kvað unnt að lesa ákveðna þróunarsögu úr lögum. Fyrst væru þau stíf og settleg. Þá væri farið að veita undanþágur, sem væru svo lögfestar við endur- skoðun laganna. „Hlutverk löggjaf- ans er að mínum dómi fólgið í því að gera löggjöf um hjónaband að- laðandi vegna þeirra réttaráhrifa, sem allir þekkja. Á hinn bóginn má ekki heldur gleyma því, að stund- um er óvígð sambúð æskilegri. Má nefna þann, sem situr í óskiptu búi, sem dæmi um slíkt. Sá hinn sami yrði lögum samkvæmt að skipta búi, er hann giftist á nýjan leik, en það þarf hann ekki að gera ef hann fer í óvigða sambúð. Þetta getur valdið eignaflækjum, sem erfitt verður að greiða úr.“ Verkaskipting aukaatriði Guðrún hafði nefnt fyrr í sam- tali okkar, að hún aðhylltist ekki þá skoðun, að jafnrétti fælist í jafnri verkaskiptingu á heimilinu. Slíkt yrði að fara eftir áhuga hvers og eins og tillit yrði að taka til meðlima fjölskyldunnar. Þó yrðu menn að geta gengið í öll störf og sjálfsagt væri að hver og einn fengi þá reynslu á heimilinu, að hann gæti séð um sig sjálfur. En í hverju felst hið eiginlega jafnrétti? „Jafnrétti felst í því, að allir hafi sömu aðstöðu til að gera það, sem þeir helst vilja. Það er langt I land með það, að konur hafi aðstöðu til jafns við karla til að vinna að sín- um málum. Hægt er að tala um tvöfalt vinnuálag kvenna, því að konan ber yfirleitt ábyrgð á heimili og umönnun barna. Tilgangur jafn- réttishreyfingarinnar var ekki sá, að konur hættu að eiga börn og fjölskyldan legðist niður. Þá væri verr af stað farið en heima setið. En kannski gerði fólk sér ekki grein fyrir því hvert stefndi." Guð- rún kvað mikla hætta vera á slíku nú um stundir. „Starfandi konur fresta að stofna heimili og eiga börn. Upphaflega var takmarkið að fá sömu laun og sömu möguleika og karlar. Konur ljúka námi nú I æ ríkari mæli og þær eru auðvitað ekki tilbúnar til að fórna starfs- menntun sinni möglunarlaust fyrir húsmóðurstarfið. Það verður að auðvelda fjölskyldunni að halda saman. En engin allsherjarlausn hefur fundist, hvernig það verði best gert. En það hjálpaði, ef bæði kynin byggju við sveigjanlegan vinnutíma, sem væri styttri fyrir foreldra smábarna. Og svo má ekki gleyma hinni margumræddu hug- arfarsbreytingu, þ.e. að sjálfsagt sé að bæði karlinn og konan annist fjölskyldu og börn.“ Guðrún kvað vissa hlutverkaskiptingu nauðsyn- lega. En öfgarnar mættu ekki leiða tii þess, að kona mætti ekki vinna heima. „Ég er á móti því, að allar konur eigi að vinna úti. Sumar vilja aðeins vinna heimilisstörf. Vand- inn er hins vegar sá, að fæstar kon- ur hafa um nokkuð að velja. I dag hefur taflið eiginlega snúist við á þann hátt, að báðir aðilar verða að vinna úti. Konur verða að hafa starfs- menntun svo þær geti séð um sig sjálfar," sagði Guðrún, þegar ég spurði hana hvort konur þyrftu nú að hafa ákveðna menntun. „Hjóna- bandið er ekki nein framfærslu- stofnun. Það á jafnt við um karla sem konur, að það geta ekki allir farið í háskóla. En starfsmenntun er konum nauðsynleg. Mér þykir rétt að hvetja allar stúlkur til að afla sér menntunar svo þær geti séð um sig sjálfar." Forréttindi kvenna nú lögfest Ég spurði Guðrúnu hvort henni þætti vera mikil togstreita milli karla og kvenna. Hún svaraði því til, að svo væri, „en þó ekki svo mjög á yfirborðinu. Það er þó ekki það versta. Margar konur telja nefnilega, að rétt sé að krefjast for- réttinda og líta á jafnréttisbarátt- una sem baráttu kynjanna. I lögun- um um jafnrétti karla og kvenna frá 1976 er ekkert ákvæði um for- réttindi kvenna. En Álþingi hefur nú samþykkt ný jafnréttislög (nr. 65/1985), sem kveða á um það, að heimilt sé að draga hlut kvenna frekar en karla. Þetta er skýrt ákvæði um forréttindi. Ég er alfar- ið á móti slíku. Stundum heyrist sagt, að konur verði að tryggja sér forréttindi meðan á jafnréttisbar- áttunni standi. En það er nú einu sinni svo, að erfitt er að afnema

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.