Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 16
ÍÖ B MOBGUNBLAÐIÐ, 8UNNUDAÖUR 28. JÚLÍ19tó framkölluðu hjá mér vissa hluti, sérstaklega viljann tii að semja lög í stað þess að láta mér nægja að spila, þótt það félli í grýttan jarðveg hjá mörgum. En sé maður fæddur „blues“- leikari eins og ég þá virðist maður ekki fær um að halda sér stöðugt við það. Stundum hefur maður þörf fyrir jafnvægi og mýkt, svona til að halda iogunum í skefjum og til að róa sig niður. Tónlist Don Williams og ýmislegt annað sem ég hef gefið mig að hefur haft ró- andi áhrif á mig. Þegar ég byrjaði á ný að vera ég sjálfur þá lá við að mér brygði þegar ég sá hvað mín eigin tónlist er hörkuleg saman- borið við það. R.P.: Þegar þú varst á tónleika- ferðalagi um England með þessari hljómsveit í lok áttunda áratugar- ins skoraðir þú einu sinni á tón- leikagesti að styðja Enoch Powell, þingmann sem tvímælalaust var talsmaður kynþáttamismunar. Einhvern veginn á ég bágt með að ímynda mér þig sem kynþáttahat- ara. E.C.: Ég var fullur og fyllibyttur blaðra um hvað sem er við eins margt fólk og hægt er að komast í tæri við. Það er ómögulegt að taka mark á öllu drykkjurausi. Það furðuiega var að ég skyldi alltaf getað spilað meðan á þessu gekk. Alltaf tókst þessum gamla og líf- seiga sjálfvirka flugmanni að hjálpa mér til þess að halda áfram að spila. En um þetta leyti kom það oft fyrir að það þurfti að styðja mig út af sviðinu og gefa mér svart kaffi eða súrefni. Ég var algjörlega að þrotum kominn, snargeggjaður. R.P.: Ég man þegar þú komst í hljómleikaferð til Ameríku 1981 og lentir á spítala átta dögum eft- ir að ferðin hófst. Var það þá sem drykkjunni fór að linna? E.C.: Ekki fyrir fullt og allt. En mér var bent á það þegar ég var á spítalanum að ég ætti við drykkju- vandamál að stríða. Ég held að það hafi verið í fyrsta sinn sem einhver sagði eitthvað slíkt við mig. En mér fannst allt í lagi að drekka og óttaðist það að drekka ekki. Ég þurfti að komast lengra niður á við á þessari brjálæðis- braut áður en ég hætti. Það var ekki fyrr en mér datt það loksins í hug að ég væri að gera út af við þá sem voru í kringum mig, auk þess að gera út af við sjálfan mig, að ég ákvað að hætta þessu. R.P.: Hvar liggur hundurinn grafinn þegar ofneyzla er annars vegar, hvort sem um er að ræða eiturlyf eða áfengi? Hvað er svona eftirsóknarvert. E.C.: í mínu tilfelli er þetta þrá- hyggja. Hluti skapgerðarinnar er sú þráhyggja að ég megi til að komast eins langt og mögulegt er. Þetta getur komið sér ágætlega ef þráhyggjan beinist að einhverju sem hefur jákvæðan tilgang eða að sköpun, en getur líka leitt til andlegrar eða líkamlegrar tortim- ingar. Ég held að þegar listamenn verða fyrir geðsveiflum, sem er nokkuð sem allir sem haldnir eru sköpunarþörf verða fyrir, þá séu þeir að skynja að nú sé tækifæri til að skapa en geti ekki horfzt í augu við það. Þegar svo stendur á reyna listamenn oft að losa sig við þetta andlega ástand með því að snúa sér að öðru, reyna sem sé að losna við þetta áreiti, með heróíni, áfengi eða hverju sem vera skal. Maður vill ekki standa andspænis sköpunarþörfinni af því að maður veit af þeirri sjálfskönnun sem verður að eiga sér stað og þekkir sársaukann sem fylgir henni. Listamenn þjást flestir af þessu og í meira mæli en annað fólk. Og hafi þeir ekki skilning á því hvað það er sem fer svona með þá eru þeir sífellt að sulla í einhverju til að kæfa það. (Þýtt og endursagt lír Kolling Stone. Greinarhöfundur er blaða- maður hjá „The New York Times", jafnframt því sem hann skrifar greinar fyrir Rolling Stone, en eftir hann hafa komið út trær bækur, „Deep Blues" og „The Kolling Stones".) vEKÐ AUSTURSTRÆTIÍO SÍMI 27211 Líttu við um leið og þú lítur í bæinn Erfitt heimili? ZEROWATT 550 Rafbúð Sambandsins tryggir örugga þjónustu S ZEROWATT ZEROWATT TILBOÐ Hvort sem þú ert med erfitt heimili eða ekki, er óþarfi að íþyngja því með erfiðum þvottum. Zerowatt þvottavélar og þurrkarar hafa verið sann- kölluð hjálparhella á íslenskum heimilum um áraraðir. Zerowatt hefur ávallt verið í ffemstu röð með tækninýjungar og hönnun og jafnhliða lagt áherslu á að framleiða sterkar og öruggar vélar sem þyldu óblíða meðhöndlun. Hin örugga viðgerða- og varahlutaþjónusta Rafbúðar Sambandsins er ávallt trygg í bakhöndinni. Zerowatt er örugg, framtíðarfjárfesting í tækni og þægindum. Við spjöilum saman um útborgun og greiðsluskilmála — og komumst örugglega að samkomulagi. ÆÆf BíHt é SAMBANDSINS j ÁRMÚLA3 SÍMAR 681910-8/266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.