Morgunblaðið - 28.07.1985, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.07.1985, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985 B 37 H W ^ . jy VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS OUdíiU^um-UK Um fingurbjargir og ónothæfan síma Ferðamadur skrifar: Póstur og sími hafa þanið sjálfvirka kerfið út um allar jarð- ir, rétt eins og það hafi verið höf- uðnauðsyn til bjargar strjálbýlinu og samskiptum fólksins þar. Með gamla laginu gátu menn þó hringt neyðarhringingu ef eldur varð laus, eða þá að slys bar að hönd- um, en hvernig er þetta í dag? Ég var staddur í sveit norðan- lands og þurfti nauðsynlega að ná til Reykjavíkur símleiðis. Eftir að hafa reynt meira en þrjátíu sinn- um að ná sambandi, var ég orðinn svo aumur í fingrunum að ég varð að taka mér hvíld. Mér varð á að spyrja heimilisfólkið hvað það gæti nú gert ef eldur yrði laus í húsinu. Ætli við reyndum ekki að hlaupa á næsta bæ eða aka, ef bíll væri við hendina, sagði bóndinn, að reyna símann væri bara tíma- töf og ekkert annað. Já, svona er nú „moderniseringin" þar. Ég hef reynt margoft að hringja norður í land og oftast gefist upp eftir að vera orðinn hálf-fingur- lama. Væri nú ekki ráð fyrir Póst og síma, að láta fingurbjargir fylgja sjálfvirka símanum á hvern bæ, þó ekki væri nema til að bjarga fingrum fólks um há-hey- skapartímann? Um ágæti hins sjálfvirka kerfis í sveitum norðan- lands, ættu ráðamenn fyrirtækis- ins að leita upplýsinga hjá bænda- fólkinu og öðrum íbúum á norður- ströndinni. Ef til vill væri rétt að gera einhverjar úrbætur svo ekki brynni ofanaf fólki vegna þess að ekkert vit væri í því að reyna að hringja í slökkvilið í síma. Ansi er ég hræddur um að þetta kerfi hjá okkur sé meingaliað, jafnvel verra en ekki neitt oft á tíðum. Fölsk öryggistilfinning er hættuleg. Þeir, sem hafa síma, rándýran í ofanálag, eiga heimt- ingu á að geta notað hann undir venjulegum kringumstæðum, ekki síst í neyð. Hugsanlegt væri fyrir Póst og síma að úthluta fólki í sveitum neyðareldflaugum, sem skjóta mætti upp ef eldur væri laus eða ef slys bæri að höndum, siminn væri ekki annað en falskt öryggistæki, sem varasamt væri að treysta á eins og málum er háttað. Fingurbjargirnar væru þó fyrsta skrefið í átt til betri þjón- ustu af hendi þessa dýrselda fyrir- tækis, enda einnig til varðveislu einna veigamesta hluta líkamans, sem fingurnir eru. Endurbættur „hafragrautur" Freyr, 12 ára skrifar. Allir vita, að hafragrautur er holl og ódýr fæða, en ekki þykir öllum hann ljúffeng- ur og sérstaklega er unga kynslóð- in lítið hrifin af þeim ágæta graut. Stundum er gripið til þess ráðs, að moka út á hann sykri, sem er bæði óhollt og fitandi. En hér með fylg- ir uppskrift af hafragraut, sem mér finnst góður. Uppskriftin er hæfileg fyrir tvo. 200 g. haframjöl 1 dl. vatn 2Vfe dl. mjólk 1 dl rúsínur 'k tsk. salt. Soðið í 3—5 mínútur og hrært vel í. Grauturinn er borðaður með mjólk út á og 'k— 1 teskeið af kan- elsykri, ef fólk vill. Ég vonast til að ýmsir prófi þessa uppskrift og þyki grauturinn jafngóður og mér. Ábendingar til Strætis vagna Reykjavíkur Farþegi skrifar: Heiðraði Velvakandi. Ég er einn þeirra sem ekki búa svo vel að eiga eintak af þarfasta þjóni nútímamannsins, einkabíln- um. Ég ferðast þess vegna oft með Strætisvögnum Reykjavíkur. Þeg- ar ég sá það i sjónvarpinu að þeir ætluðu að fara að breyta um lit á vögnunum leist mér ekki á blik- una. Þarna birtist á skjánum ein- hver rauðgul forynja. Þó gamli fölgræni liturinn sé nú ekkert fyrir augað er hann þó hátíð hjá þessu. Því vil ég biðja forsvars- menn Strætisvagna Reykjavíkur þess lengstra orða að sleppa því að skipta um lit ef þeim dettur eng- inn skárri í hug en þessi hörmung. En ef þeir vilja endilega skipta um lit væri þá ekki upplagt að prófa nokkra liti með því til dæm- is að mála einn eða tvo vagna i hverjum lit og láta þá aka þannig um í nokkurn tíma og gera á með- an skoðanakönnun á meðal far- þeganna og annarra borgarbúa um hvaða litur þeim fellur best? Fyrst ég er á annað borð farinn að stinga niður penna um stræt- isvagnana er best að ég minnist á annað mál sem ég hef stundum velt fyrir mér og ekki verið alveg sáttur við. Það er í sambandi við það að tímaáætlun vagnanna sem aka niður Laugaveginn er dálítið undarleg. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég hef veitt því at- hygli að svokölluð „tómatsósu- regla“ virðist gilda um þessa vagna. Það er að segja: Fyrst kem- ur ekkert, svo kemur allt. Það eru a.m.k. fjórar leiðir sem aka niður Laugaveg frá Hlemmi að Lækjar- torgi, en þær eru skipulagðar þannig að þær aka þessa leið allar í einni halarófu, en síðan líður korter og á kvöldin og um helgar hálftími þar til halarófan birtist á ný. Þetta er mjög óþægilegt vegna þess að einmitt þessi leið er ein sú fjölfarnasta í bænum og því væri gott að hafa þarna tíðari ferðir og það sýnist ekki vera mikið mál að bjarga því með því að samræma betur ferðir þeirra vagna sem þarna aka. Þrátt fyrir þetta nöldur vil ég þakka Strætisvögnum Reykjavík- ur og starfsmönnum þeirra fyrir góða þjónustu, með von um að þeir taki þessar vinsamlegu ábend- ingar til greina. Beðið eftir trtrætó. Bréfritari veltir því meóal annars fyrir sér hvort „tómat- sósureglan" gildi nm ferðir strætisvagnanna. Nýja húsgagnalínan hJlR;e M0BIEB. Mikið úrval, margir litir. Húsgögn við allra hæfi. BORGAR- HÚSGÖGN Hreyfilshúsinu á horni Grensásvegar og Miklubrautar. Sími: 68-60-70.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.