Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 9
MQRGljNBLARlD, SUNNUOAGUR 38. JÚLl 1985 hafa verið fyllt með lofti. Við slíka myndatöku heilans er nauðsynlegt að fjarlægja mænuvökvann og hleypa lofti upp eftir mænunni i heilahvolfin, en slík meðferð hefur í för með sér gifurlegan sársauka. Inni í Cat-skyggninum, sem er hringlaga, er hreyfanlegur hring- ur sem beinir örmjóum röntgen- geislum umhverfis höfuð sjúkl- ingsins, líkt og pláneta snúist um- hverfis sólu. Heilavefurinn tekur við geislunum í mismunandi magni og ræðst magnið af þétt- leika þeirra. Á samri stundu reiknar hin afkastamikla tölva út mismun heildargeislunar og það magn röntgengeisla sem heilavef- urinn tekur við. Útkoman er siðan sú viðmiðun sem höfð er þegar ný sneiðmyndun fer fram og myndin sem þá birtist er afar skýr og svo nákvæm að vart verður á betra kosið. Auk þess gagns sem hafa má af CAT-skyggni við sjúkdómsgrein- ingu er þetta tæki farið að hafa veruleg áhrif varðandi lækningar. Ein merkasta nýjungin á því sviði er CAT-stýrt rúmsjárskurðtæki sem Dr. Arthur E. Rosenbaum, yfirtaugaskurðlæknir í John Hopkins-sjúkrahúsinu, fann upp árið 1977. Höfuð sjúklingsins er skorðað í traustum ramma rúm- sjártækisins á meðan tölvan reiknar út ákjósanlegustu leiðina til að framkvæma skurðaðgerðina og notar til þess upplýsingar varð- andi heila og hauskúpu sjúklings- ins sem búið er að mata hana á fyrirfram. Tækni af þessu tagi getur skipt sköpum og bjargað mannslífum, en einmitt hún réð úrslitum hjá Kenny Silverberg, átta ára að aldri. Drengurinn virtist alheil- brigður og hafði varla orðið mis- dægurt þegar hann fór skyndilega að kvarta um svima og höfuðverk kvöld eitt í maímánuði sl. Þegar faðir hans, heimilislæknirinn Lawrence Silverberg, sem starfar í einu úthverfa Baltimore, rann- sakaði hann kom í ljós að drengur- inn var bólginn um augun. Augn- læknirinn sem Silverberg hafði tafarlaust samband við sendi drenginn strax til taugasérfræð- ings sem síðan kvað upp úr með það að stórt æxli virtist vera byrj- að að vaxa í miðjum heilanum. Sama kvöld voru foreldrar Kennys komnir með hann í taugaskurð- deild John Hopkins-sjúkrahúss- ins. „Fyrsta CAT-skyggnan gaf til- efni til mikillar svartsýni," segir Sumio Uematsu, taugaskurðlækn- irinn, sem hefur haft drenginn i sinni umsjá. „í miðjum heilanum var mjög stór kökkur. Okkur var ljóst að við yrðum að taka til óspilltra málanna." Þegar Kenny var ekið inn i skurðstofuna klukk- an sjö að kvöldi næsta dags var hann búinn að missa meðvitund. Nú var hann aftur skoðaður með CAT-skyggni sem notaði myndirnar sem hann hafði þegar numið og geymdi í minnisbankan- um, um leið og hann samhæfði upplýsingar varðandi höfuð drengsins þar sem það var skorðað í rammanum. Nú fann tækið ýms- ar leiðir sem unnt var að fara til að komast inn úr höfuðkúpunni og framkallaði þær á skjánum. „Þetta er eins og aðalæfing fyrir frumsýningu," segir Dr. Rosen- baum. „Þegar við komumst inn úr höfuðkúpunni vitum við nokkurn veginn hvað gera skal." Þar sem CAT-skyggnirinn hafði þegar látið í té svo nákvæmar upplýsingar þurfti ekki að fjar- lægja mikinn hluta höfuðkúpu drengsins til þess að komast að því hvernig hentugast væri að komast að æxlinu, eins og kynni að hafa verið nauðsynlegt áður fyrr. Úr fremri hluta heilans tók dr. Uematsu mikið af mænuvökva til þess að létta á þrýstingi á höf- uðkúpuna. Næst boraði hann ann- að gat á höfuð drengsins — gat Rafskaut sem tengd eru við höfuð sjúklings mæla rafboð heilans er hann bregzt við margvíslegu utanaökomandi áreiti, en viðbrögðin koma síöan fram á BEAM-skján- um. sem var á stærð við íslenzkan 50-eyring — og renndi rafeinda- þreifara ofurhægt í gegnum grá- gljáandi trefjarnar í heila- berkinum. Þá ýtti hann þreifaran- um mjúklega lengra inn í heilann. Meðan á þessu stóð tók CAT- skyggnirinn myndir af heila drengsins öðru hverju, til að ganga úr skugga um að með að- gerðinni væri ekki gengið of nærri einhverjum þætti líkamsstarfsem- innar, s.s. þeirri stöð heilans sem öndunin veltur mjög á. Er dr. Uematsu var kominn inn í miðjan kökkinn í námunda við heilahvel drengsins saug hann ör- lítið af dökkbrúnum vökva úr ólgandi æxlinu. Meinafræðingur rannsakaði sýnið og kunngjört var um hina iskyggilegu niðurstöðu: Kökkurinn var krabbameinsæxli þeirrar gerðar sem erfitt er að komast fyrir og grípur um sig í stoðvef, þ.e. þeim frumum sem halda heilanum saman. CAT- skyggnurnar sýndu líka svo ekki varð um villzt að ódrátturinn hafði smogið inn á milli og út um mikilvægustu svæði heilans svo stórhættulegt var að reyna að fjarlægja hann. Klukkan tíu um kvöldið var fyrsti þáttur skurðað- gerðarinnar að baki. öflugri geislun var fram haldið og nokkrum dögum síðar var Kenny aftur kominn í geislalækn- ingadeildina sem einnig var notuð sem skurðstofa þegar annar þátt- ur skurðaðgerðarinnar fór fram. Uematsu notaði rúmsjárrammann og CAT-skyggninn til að vísa sér leið er hann opnaði höfuðkúpu drengsins á ný og saug út um það bil fjórðung æxlisins. Asamt geisl- uninni átti þessi aðferð drjúgan þátt í þvi að minnka æxlið. „Að sjálfsögðu er heilaæxli á borð við þetta óskaplega erfitt við- ureignar," segir Dr. Uematsu þar sem hann situr á borðinu á skrifstofu sinni en þar er mynd af honum og Kenny. „Á hinn bóginn er heili barna mjög seigur og fljót- ur að ná sér. Varðandi Kenny er ég hóflega bjartsýnn — en bjart- sýnn þó.“ Um þessar mundir eru um 1.300 CAT-skyggnar í notkun i Banda- ríkjunum og auk þess hlutverks sem þeir gegna í taugaskurðlækn- ingum eru þeir notaðir i lýta- skurðlækningum — til þess að hanna ný andlit. I læknaskólanum við háskólann i Pennsylvaniu skráir CAT-skyggnir t.d. ýtarleg- ar myndir af höfuðkúpum skjól- stæðinganna og eftir það getur lýtalæknirinn „hannað" höfuðið á ný í þrívídd frá hvaða sjónarhorni sem vera skal, þannig að hann get- ur skoðað samstundis hvaða áhrif það hefði á andlitsdrættina ef hann tæki burt örlitið bein eða vef einhvers staðar. í daufri ljósglætunni í neðri kjallara sjúkrahúss í New York liggur ung kona á hreyfanlegu borði sem rennt er hægt aftur, í gegnum gin hvitrar vélar sem hef- ur beinar útlinur. Það er geisla- tæknimaður sem stýrir borðinu og hann segir við hana: „Þú verður þarna í háiftíma og þú ættir ekki að hreyfa legg eða lið.“ Um leið og Tom Callahan réttir konunni langa snúru sem tengd er við lát únsbjöllu við hliðina á tækinu, segir hann: „Ef eitthvað er að skaltu taka í snúruna." Callahan fer aftur inn i stjórn- stöðina. Fyrir innan þykku gler- hurðina er skilti þar sem fólki er bent á það að skilja eftir lykla, úr og aðra hluti úr málmi áður en það kemur nálægt tækinu. Seg- ulkrafturinn sem knýr tækið er svo öflugur að hann megnar að rifa málmhluti úr hendi aðkomu- manns, þurrka út seguldulmálið á krítarkortum og setja segulúr gjörsamlega úr skorðum. Hár sónn heyrist um leið og Callahan setur skyggninn i gang. Fljótlega kemur heili konunnar í Ijós á skjám i stjórnstöðinni. Á skjánúm birtist líka nokkuð sem einungis þrautþjálfað auga greinir örlítið sár sem er orsök tiðra flogakasta sem konan fær og ekki er unnt að binda enda á með lyfj- um. Tækið sem nemur þessa sjúk- dómsorsök er til skamms tíma var hulin sjónum manna kallast MRI (Magnetic Resonance Imaging Device, þ.e. segulmögnunar- myndtæki). Segulsviðið sem MRI notar er 3 þúsund til 28 þúsund sinnum sterkara en segulsvið jarðar og tækið nemur upplýsingarnar sem það vinnur úr úr sameindum lík- amans. Hinn risavaxni hringlaga segull sem notaður er getur fengið kjarnann í vetnisfrumeindum lík- amans til að þyrlast upp i hvirfla er seilast í áttina að segulsviðinu. Rafsegulbylgja sem stillt er á þetta svið gerir það að verkum að orka leysist úr læðingi og tölvan „þýðir“ hana og framkallar hana sem mynd. Vísindamenn hafa notað tæki á borð við MRI til að skilgreina efni í rannsóknastofum i meira en 30 ár en það var ekki fyrr en árið 1977 að reynt var að nota MRI- skyggni til að rannsaka mannslik- amann. í marz 1984 heimilaði Matvæla- og lyfjastofnun Banda- ríkjanna tveimur bandarískum fyrirtækjum að hefja sölu slikra tækja til sjúkrahúsa og lækna. Síðan hafa þrjú önnur fyrirtæki fengið heimild til að selja þau og nú eru 193 MRI-kerfi í notkun i Bandarikjunum. Ástæðan fyrir miklum vinsæld- um MRI-skyggnanna — enda þótt þessi tæki hafi ekki verið i notkun lengur en raun ber vitni — er sú að þau geta gert margt og mikið sem CAT-skyggnar anna ekki. Æxli við heilarætur koma ekki i ljós á CAT-skyggni þar sem bein skyggir á það en á MRI-skyggni kemur það hins vegar í ljós skýrt og greinilega. í fyrra fór fram rannsókn með þátttöku 40 sjúkl- inga i New York Hospital, en stofnunin var meðal þeirra fyrstu sem tóku í notkun MRI, kom i ljós að „afturgrófar“-æxli í höfði 13 sjúklinga komu greinilega í ljós á MRI-skyggni en alls ekki á CAT- skyggni. Hjá MS-sjúklingum kem- ur sigg — svæði þar sem hertur vefur hefur áhrif á taugastarf- semina — mun skýrar í ljós á MRI- en CAT-skyggni. Enda þótt MRI-skyggnir sé að mörgu leyti ákjósanlegt tæki er hann harla erfiður í meðförum sakir hins öfluga segulsviðs. Hann verður að hýsa á sérstökum stað í sjúkrahúsum og einangra frá hugsanlegum rafsegulbylgjum að utan, s.s. FM- og CB-móttöku- tækjum. Hið öfluga segulsvið get- ur truflað hjartagangráða og hit- að málm i gerviliðum og enn sem komið er geta margir einstakl- ingar með slík hjálpartæki ekki haft gagn af MRI-skyggni. Þá megnar MRI ekki að greina kölk- un í vef, en slíkt ástand er oft mikilvægur liður í sárum eða meinum og greinist það skýrt með CAT-skyggni. CAT- og MRI-skyggnar eru þeim kostum búnir að geta sýnt ástand heilans en PET (Positron Emission Tomography) sýnir á hinn bóginn hvernig heilastarf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.