Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ1985 34 & A I J= Möguleikarnir skoðaðir eftir skik Sævars gegn Liang Linkong. fjarlægu landa. Tel ég hana hafa verið mjög fróðlega og margt hægt af gestgjöfunum að læra. Það er venja að sýna helstu „glanspartý" sinna sveitunga og ætla ég ekki að bregða af þeirri venju og birtist hér því ein af vinningsskákum íslensku kepp- endanna. Að lokum ein skýringarlaus skák. Hvítt: Wang Lin Svart: Leifur Jósteinsson 1. e4 — g6, 2. d4 — Bg7, 3. Rf3 — d6, 4. Be2 — Rd7, 5. Rc3 — e5, 6. Be3 — Rgf6, 7. 0-0-0, 8. h3 — h6, 9. Dd2 — Kh7, 10. Hadl — De7, 11. Bd3 — He8, 12. Hfel — Rf8, 13. Rh2 — g5, 14. f4 — gxf4,15. Bxf4 — Rg6, 16. Be3 - c6, 17. Rf3 — Rh5, 18. Re2 — Hg8, 19. g4 — Rh4, 20 Hfl - Bf8, 21. Rh2 — f5, 22. exf5 — e4, 23. Bc4 — d5, 24. Bb3 — Rxf5, 25. Hxf5 - Bxf5, 26. Khl — Dh4, 27. gxh5 — Bxh3, 28. Rf4 — Bg4, 29. Hfl — Bd6, 30. c4 — Haf8, 31. cxd5 — Bxf4, 32. Bxf4 — Bxh5, 33. De3 — Hg4, 34. Bdl — Hgxf4, 35. Hxf4 — Hxf4, 36. Bxh5 — Hf2 Hvítur gafst upp. Grátt gaman gegn Kínverjum Skák Karl Þorsteins Á Ólympíuskákmótinu í Buenos Aires 1978 voru Kínverjar í fyrsta sinn andsUeðingar fslendinga við skákborðið. Með þeim auðmjúku orðum að þar væru þeir einungis komnir til að læra hófst taflið. Kennslustundin var enda góð, en úr- slitin því miður slæm, því með glæsi- legum fórnum á alla vegu var land- inn af velli lagður. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og kínverskir keppendur orðnir algengari sjón á alþjóðlegum vettvangi. I Kína er skák almennt talin til hópíþrótta og alls kyns sveita- keppnir njóta meiri vinsælda en einstaklingsmótin, sem við eigum að venjast. Hún er flokkuð undir hatt íþróttamálaráðuneytisins og á vordögum bárust þaðan boð fyrir sveit íslenskra skákmanna. Góðu boði var ei hægt að neita og ákveðið var að senda þrjá skák- menn, þá undirritaðan, Karl Þor- steins, Sævar Bjarnason og Leif Jósteinsson. Á vegum skáksam- bandsins fóru að auki Jón Rögn- valdsson og Guðbjartur Guð- mundsson. Mikill óvissubragur ríkti áður en lagt var upp í hina löngu ferð. Ógjörningur reyndist m.a. að fá uppgefna keppnistilhögun, nöfn andstæðinga okkar o.s.frv. Auð- vitað var þó vitað að Kínverjar eru erfiðir heim að sækja. Eng- lendingar eru a.m.k. sammála því fyrir fáeinum árum mættu þeir með flesta sína sterkustu skák- menn til Kína en máttu þola háðuglegt tap. Við komum til Peking í byrjun júlímánaðar og eftir góða viðdvöl var flogið suður á bóginn til borg- arinnar Chengtu þar sem teflt var. Forsmekkinn af erfiðleikum Kínverja við útbreiðslu skák- íþróttarinnar á heimaslóðum fengum við skemmtilega að kynn- ast á flugvellinum í Chengtu, er við komum. Þá sneri maður nokk- ur sér að okkur og spurði hvatvís- lega á ensku hverra erinda við kæmum. Við tjáðum honum það og spurði hann þá kurteislega hvaða tegund af skák við tefldum! Það var ekki fyrr en uppgötvaðist að nefna að peðin breyttust í hátt- settari menn er upp í borð kæmust að hann skildi viðfangsefnið. Sannleikurinn er nefnilega sá að hin kinverska skák og spilið Go eiga meiri vinsældum að fagna meðal almennings og víða voru þau iðkuð á götum úti. En nóg um útidúrinn að sinni. Tefldar voru 6 umferðir á þrem- ur borðum gegn Kínverjum. Fyrst þrjár umferðir gegn a-sveit Kín- verja, síðan tvær umferðir gegn sveit þeirra skipaðri skákmönnum 26 ára og yngri og að lokum aftur gegn a-sveitinni. Fyrsta umferðin gaf kannski forsmekkinn af því sem koma skyldi, því við máttum þola slæmt tap >k — 2V4 vinningi. Ég tefldi áætlunarlaust gegn skákmeistara Kína, Ye Jangchuan, og vann hann sannfærandi. Sævar lenti í kröpp- um dansi á öðru borði sem endaði með þrátefli eftir bið og Leifur lék klaufalega af sér í jafnteflisstöðu gegn Lin Ta. Slæm úrslit og verr átti Birni eftir að líða! Sá háttur var hafður á að kínversku skák- mennirnir fluttust um borð eftir hverja umferð svo að sömu and- stæðingar mættust aðeins einu sinni. Ég og Leifur skiptum þvi um andstæðinga í annarri umferð við sama árangur og í hinni fyrri. Sævar hélt hins vegar alþjóðlega meistaranum Liang Jinrong í miklum kröggum uns Sævar sætti sig við jafntefli að ástæðulausu. Þriðja umferð gekk heldur betur. Ég vann andstæðing minn og Leif- ur gerði jafntefli. Sævar missteig sig hins vegar í flókinni stöðu og tapaði. Samanlögð staða eftir þrjár umferðir því 2'k —6'A gest- gjöfunum í vil. Eftir frídagana þrjá sem nú fóru í hönd var aftur sest að tafli, nú andspænis hinni yngri sveit Kínverja. Gott var hugsað til glóð- arinnar enda ekki seinna að vænta að draga úr forskoti heimamanna. En góðar fyrirætlanir eru erfiðar framkvæmdar og sökudólginn nú er að finna í höfundi þessa pistils. Tók ég upp á þeim óskunda að tapa í 4. umferð meðan Leifur tefldi sína bestu skák og vann eft- ir skemmtilegar flækjur, en frum- kvæði Sævars nægði aðeins til jafnteflis. Um fimmtu umferð er best að hafa sem fæst orð. Hún tapaðist 1—2. Vægast sagt ósann- flörn úrslit eftir ágætar horfur. g sigraði og félagarnir Sævar og Iæifur töpuðu. Jafntefli í síðustu umferð gerðu samanlagða vinn- inga 11 'Ai—S'/i Kínverjum í hag. Vinningar skiptust eftirfarandi á sveitameðlimina. Karl og Lin Ta í þungum þönkum. Auðvitað er súrt að játa ósigur og kannski er best að orða þetta svipað og þulirnir á Iðruspærken- leikvanginum forðum. Keppnin var alls ekki ójöfn nema hvað er- lendu keppendurnir tefldu kannski aðeins betur og reiknuðu aðeins lengra en hinir íslensku. Hvað mig og Sævar áhrærir á skákþreyta líklega drjúga sök á slakri frammistöðu gagnstætt Leifi sem gerði betur að dusta oftar rykið af taflmönnunum. Ein- beiting við skákiðkun er einnig erfið þegar bókstaflega allt sem fyrir augun ber er nýstárlegt og ekki heiglum hent að tefla við slík- ar aðstæður. Hvað sem öllum vangaveltum líður verður ekki hjá því litið að Kínverjarnir tefldu almennt mjög vel og lögðu mikla áherslu á sigur. Lin Ta varð þeirra hlutskarpastur og hlaut þrjá vinninga í jafnmörg- um skákum. Keppnin var liður í undirbúningi Kínverja fyrir heimsmeistarakeppni landslíða sem haldin verður í Sviss síðar á þessu ári og sé ég ekkert til fyrir- stöðu góðri frammistöðu Kínverja þar. Ferðin var ekki einungis hugsuð sem hefðbundin skákferð heldur einnig vonandi upphaf góðra sam- skipta á skáksviðinu milli þessara Andst. a-sv. a-sv. a-sv. unglsv. unglsv. a-sv. 1. borð Karl 0 0 i 0 1 i 3v 2. borð Sævar '/i >/i 0 '/j 0 •/j 2v 3. borð Leifur 0 0 Vi 1 0 0 I'/jv Samt. úrslit Vi Vi l'/j l'/i 1 l'/j 6'/jv Mikill golfáhugi er á Blönduósi Klönduosi. 27. júlí. GRIIMD á ásinum (trékylfa nr. 1) var fullkomið, baksveiflan hrífandi. Ilöggið kom, kúlan hrökklaðist hálf- an metra áfram, téið týndist en 23. fersentimetra snarrótarhnaus sveif í fallegum boga eina 10 metra í átt að holu 1. Þessi lýsing átti vel við þegar golfáhugamenn á Blönduósi stigu sín fyrstu spor í golfíþróttinni snemma í sumar. Núna fara snar- rótarhnausarnir mun styttri vega- lengd og eru auk þess minni í snið- um. Þess í stað svífur kúlan sífellt lengra og lengra og höggin verða markvissari. Golfáhugamenn á Blönduósi eru þeir fyrstu sem fara af stað sam- kvæmt skipulagi útivistarsvæðis í Vatnahverfi og hafa koraið sér upp fjögurra holu golvelli. Þetta er aðeins upphafið að stærra verk- efni. Sífellt fleiri leggja þessa íþróttagrein fyrir sig. Það má sjá heilu fjölskyldurnar saman komn- ar í Vatnahverfi á kvöldin og um helgar. Oft má héyra innilegan hlátur hljóma yfir Hólmavatn þegar pabbi og mamma hafa sökkt golfkylfunni í mjúkan svörð golf- vallarins eftir misheppnað högg. Ókunnugir sem leið eiga fram hjá velt því oft fyrir sér hverskyns tómstundagaman þarna sé iðkað þegar þeir sjá fjölda manns stika um grónar grundir Vatnahverfis með 90 gráðu sveig á líkamanum. Þeir sem til þekkja vita að það er verið að leita uppi týnda golfkúlu. Með þessu framtaki hafa golf- áhugamenn á Blönduósi aukið fjölbreytni í útivist og tómstund- um í héraðinu sem ekki var van- þorf á. - J.S. Guðrún Sigurðardóttir hefur leik á 1. teig. Kinar Jó., eiginmaður Guðrúnar, hafði átt gott upphafshögg og var staddur víðsfjarri. 3W> * w ■W' . .-* Morminblaðið/Jón Sifrurðsson Jón Jóhanuason mundar hér kylfuna. Hann þykir nokk- uð efnilegur og er iðinn við æfingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.