Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 40
-40 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 31. JÚLl 1985 Agnar Guðnason og kjarnfóðurgjaldið -eftir Ingimund Bergmann Það var miðvikudaginn 24. júlí sl. að launuð málpípa bænda- samtakanna, Agnar Guðnason, geystist fram á ritvöllinn með grein í Mbl. Yfirskrift greinarinn- ar var „Kj arnfóðurgj aldið og neyt- endurnir". Nær hefði verið að hún hefði heitið „Tóm þvæla og vit- ^*feysa“ eftir innihaldinu. Það sann- aðist nefnilega á Agnari að það er illt fyrir góðan dreng að verja vondan málstað. Grein Agnars er svo yfirfljótandi í staðlausum full- yrðingum, hálfsannleik og lygi að furðulegt verður að teljast. Það er erfitt að festa hendur á þeim vaðli sem þarna er á ferðinni, en þó skal það reynt. lngimundur Bergmann „Agnar veit vel aö til- gangurinn með kjarn- fóðurgjaldinu er að sjúga peninga frá þeim búgreinum sem kjarn- fóður nota til hinna sem það nota ekki.“ 1 upphafi greinar sinnar heldur Agnar þvi fram að örfáir hænsna- bændur og forystumenn neytenda 'hafi með óvönduðum blekkingum komið af stað styrjöld milli neyt- enda og framleiðenda. Kemur þar glögglega í ljós skilningsleysi greinarhöfundar á eðli þess máls sem hann leyfir sér þó að fjalla af yfirlæti um. Agnar Guðnason veit betur. Hann veit að deilan er lík- ust deilu blóðsugunnar og fórnar- lambsins. Bændasamtökin eru i hlutverki blóðsugunnar en fugla- og svínabændur og að lokum neyt- endur eru í hlutverki fórnar- Iambsins. Agnar veit vel að til- gangurinn með kjarnfóður- gjaldinu er að sjúga peninga frá þeim búgreinum sem kjarnfóður nota til hinna sem það nota ekki. Agnar veit líka að með gjaldinu er verið að vernda tilgangslausa, óarðbæra og einskisverða gras- kögglaframleiðslu. Framleiðslu sem ætlunin er að pína inn á mjólkurframleiðendur þó þeir hafi ekkert við hana að gera. Eða hvernig er hægt að ætlast til þess að islenskir bændur framleiði fyrsta flokks afurðir á lágmarks- verði með 2. og 3. flokks hráefni á uppskrúfuðu verði? Agnar kemst næst sannleikan- um i grein sinni þar sem hann heldur því fram að um árangur af kjarnfóðurgjaldi sem stjórntæki megi deila. Það er nefnilega komið í ljós eftir 5 ára reynslu að sem stjórntæki er það handónýtt og það veit lambakjötsmafían og vill bara ekki viðurkenna. Um þá kenningu Agnars að kúabændur gætu allt eins notað hænsnafóður fyrir kýrnar er kannski best að segja sem fæst. En óska verður íslenskum kúastofni þess að ís- lenskir bændur taki ekki upp fóð- urfræðilegar ráðleggingar Agn- ars. Vangaveltur Agnars um verðlag og fieira í greinarlok eru þess eðlis að gera verður ráð fyrir að prent- villupúkinn og línubrengl hafi gengið i lið með þekkingarskorti og vísvitandi blekkingum. Það er illt til þess að vita að við bændur skulum þurfa að hafa á framfæri menn sem eiga þá hugsjón æðsta að koma okkur á vonarvöl. Ekki verður svo skilist við grein Agnars að feitletruðu spurning- unni í henni sé ekki svarað, og skal það gert. Ef mjólkurframleiðendur telja hagkvæmt að framleiða mjólk með rándýru hráefni, þá er það þeirra mál og við hinir munum að sjálfsögðu ekki amast við þvi. En einkennileg er sú hagfræði svo ekki sé meira sagt. Að lokum vill undirritaður óska Agnari þess að hann finni sér Stúlkurnar á myndinni eiga heima i Selfossi og efntu til hlutaveltu að Vallholti 41 þar í bæ til styrktar hjartasjúklingum. Hlutaveltan gaf f aðra bönd 500 Itr. sem þær afhentu Sveini Á. Sigurðssyni, sem var milligöngumaður. Telpurnar heita Karen Erlingsdóttir, sem afhenti peningana, og Guðbjörg Kristjánsdóttir. Á myndina vantar Hrönn Erl- ingsdóttur og Dagnýju Huldu Jóhannsdóttur, sem voru í þessu hluta- veltukompaníi. verðugri verkefni við að fást i framtíðinni en að reita stélfjaðr- irnar' af okkur hænsnabændum. Vandi hinna verður ekki leystur með því, og það veit ég að Agnar veit þó hann hafi slysast til að senda umrædda grein frá sér. Höíuodur er stjórnarmaóur í Fé- lagi alifuglabænda. * MÉ Þessar stúlkur úr Kópavogi tóku sig til og héldu fyrir skömmu tombólu á Hliðarvegi 14 til ágóða fyrir Sumarsöfnun Hjálparstofnunar kirkjunn- ar fyrir Eþíópíu. Samtals söfnuðust kr. 2.669.- Stúlkurnar heita: Ragn- beiður Kolviðsdóttir, Ingibjörg Áskelsdóttir og Margrét Guðjónsdóttir. FARANGUR SEM UMFERÐARRÁÐ OGFÍBMÆLA ESSOPOKINN OG VARAHLUTIRNIR TÍU Við fengum upplýsingarhjá vegaþjónustu FÍB um algengustu bilanatilfellin í bílum á vegum úti og settum síðan saman skrá yfir þá tíu hluti sem skynsamlegt er að hafa í farangrinum: 1. 2. 3. 4. 5. 6. Viftureim Kveikjulok Hamar/þéttir Platínur Lím og bætur Kerti Ljósaperur Öryggi Einangrunar band Rafgeyma- skór. Þetta eru litlir hlutir en samt nógu mikilvægir til þess, að ef þá vantar geta þeir sett stórt strik í ferða- áætlunina. Sýndu fyrirhyggju og vertu þér úti um þessa vara- hluti í bílinn þinn. Þú færð marga þeirra á bensínstöðv- um ESSO og þar færðu líka sérsniðinn og sterkan poka utan um þá alla: VARAHLUTAPOKA ESSO. (0) Olíufelagið hf NÁÐU ÞÉR í VARAHLUTAPOKA Á NÆSTU ESSOSTÖÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.