Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 5

Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 5 AB dreifir Uitima Thule Pólýfónkórinn flytur H-moll messu Bachs á tónlistarhátíðinni í Assisi. Áskirkja: Flutningur Pólýfónkórs- ins á H-moll messu Bachs MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Pólýfónkórnum: „Nýlega hefur borizt til landsins hljóðritun af flutningi Pólýfónkórsins, hljóm- sveitar og einsöngvara á Messu í h-moll eftir Bach frá opnun alþjóð- legu tónlistarhátíðarinnar á sl. sumri. Þeir sem til þekkja telja þennan flutning hápunktinn í starfi Pólý- fónkórsins, sem nú á 28 ára starf- semi að baki. Flutningurinn var bæði hljóðritaður og kvikmyndað- ur fyrir ungverska og suður-þýzka sjónvarpið í Munchen og mun þátt- ur úr flutningi kórsins verða meðal atriða í kynningarkvikmynd frá Assisi, sem dreift verður á al- þjóðlegum vettvangi. Hljóðritun verksins þykir hafa tekizt vel og er verið að kanna möguleika á út- gáfu hennar á alþjóðamerki á hljómplötum. Stjórnandi flutn- ingsins, Ingólfur Guðbrandsson hefur í hyggju að fá verkið gefið út til styrktar hinu langþráða tón- leikahúsi í Reykjavík, ef samþykki allra flytjenda fæst. Einsöngvar- arnir hafa þegar gefið leyfi sitt til útgáfu í þessu skyni, en þeir eru Jacquelyn Fugelle, sópran, Hilke Helling og Bernadette Manca di Nissa, mezzó sópran, Jón Þor- steinsson, tenór og bassinn Peter- Christoph Runge. Almenningi er gefinn kostur á að hlýða á þennan flutning verks- ins í hljóðritun frá Basiliku Heil- ags Franz frá Assisi í Áskirkju sunnudagskvöldið 8. desember kl. 20.00. Jafnframt mun sóknarprest- urinn sr. Árni Bergur Sigurbjörns- son flytja aðventuhugleiðingu og að lokum verða sungnir jólasálmar með þátttöku allra viðstaddra. Flugturni tilkynnt um bilun í Arn- arflugsvél FLUGTURNINUM á Reykjavíkur- flugvelli barst tilkynning um kl. 21.00 á fóstudagskvöldið að Ijós í mælaborði Arnarflugsvélar, sem var að koma inn til lendingar, sýndi að annað aðalhjól vélarinnar virkaði ekki. Vélin, sem er af Cessna gerð, var að koma frá Blönduósi með tvo farþega innanborðs auk flug- manns. Ýmsar ráðstafanir voru gerðar ef vélin þyrfti að nauðlenda og var m.a. kallað á slökkviliðið. Síðar kom í ljós að hjólið var í lagi en um bilun hafði verið að ræða í mælaborðinu og gat vélin lent með eðlilegum hætti. Aðgangur að samkomunni er ókeypis, en tekið verður við fram- lögum til styrktar útgáfunni og gestum gefst kostur á að skrifa sig fyrir fyrstu árituðum og númeruð- um eintökum útgáfunnar." ALMENNA bókafélagið hefur tekið að sér að dreifa hér á landi bókinni Ultima Thule eftir Helfri- ed Weyer og Matthías Johann- essen. Það var Eulen Verlag í Freiburg sem gaf út þessa bók um ísland með 40 ljóðmyndum eftir þýska ljósmyndarnn Helfried Weyer og ljóðum eftir Matthías Johannessen í þýskri þýðingu Jóns Laxdals leik- ara. Rolf Hádrich ritar formálsorð fyrir bókinni og síðan koma ljóð Matthíasar og myndir Weyers hvort á móti öðru í opnuna. Ljóðin eru birt bæði á þýsku og frummál- inu og þannig valin að þau falla að efni mynda. Aftast er skrá yfir myndirnar merktir eru inn þeir staðir sem myndir eru af í bókinni. ra yt og uppdráttur af Islandi þar sem Áskriftarsímirm er 83011 L O T U S 10 0 0 Fjölhœf og lipur saumavél frá Elna fyrir aðeins kr.l3-500. - Lotus 1000 er saumavél sem kemur þér á óvart. Hún er lítil og meðfœrileg, aðeins átta kíló á þyngd. Samt sem áður hefur hún flesta kosti margra stœrri saumavéla, svo sem tvöfaldan lokusaum (overlock), sjálvirka gerð hnappagata og margan annan fjölbreytilegan saum. Lotus 1000 er sérstaklega framleidd fyrir svissneska fyrirtœkið Elna, sem er heimsþekkt fyrir frábcerar saumavélar. Þú œttir að líta við og kynna þér kosti Elna. 0 Heimilistæki hf SÆTÚNI 8, SÍMI 27500 — HAFNARSTRÆTI 3 SÍMI 20455

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.