Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 17 15 sjúkrahús á fjárlög: Beiti mér fyrir frestun málsins — segir heilbrigðisráðherra Ragnhildur Helgadóttir heilbrigó- ismálaráðherra lýsti því yfir á fundi Landssambands sjúkrahúsa á Hótel Sögu á fóstudag, að hún myndi beita sér fyrir því að fresta áform- um sem fram koma í frumvarpi að fjárlögum, þess efnis, að flytja 15 sjúkrahús, þar með talinn Borgar- spítalann í Reykjavík, úr svokölluðu daggjaldakerfi á föst fjárlög þegar um komandi áramót. Jafnframt myndi hún koma á fót viðræðu- nefnd viðkomandi aðila um fram- kvæmd málsins og stefna að því að tillögur frá nefndinni liggi fyrir að vori. Landssamband sjúkrahúsa boð- aði til fundar um framangreind fjárlagaáform á Hótel Sögu í gær. Ríkisspítalar, Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri og Landakosts- spítali hafa þegar verið fluttir af daggjöldum á fjárlög. Á fundinum kom fram gagnrýni á aðdraganda málsins, þ.e. áform fjárlagafrum- varps um flutning 15 hinna stærri sjúkrahúsa á fjárlög, án samráðs við sveitarstjórnir, sem þessar heilbrigðisstofnanir reka, eða stjórnir þeirra. Töldu gagnrýnend- ur rekstrarkostnað fjárlaga- sjúkrahúsa vanáætlaðan, þau söfnuðu því skuldum sem ykju á fjármagnskostnað, og að niður- staðan gæti orðið minni og lakari heilbrigðisþjónusta. Magnús Pétursson, fjárlaga- og hagsýslustjóri, taldi eðlilegt að fjárveitingavaldið hefði áhrif á kostnaðarframvindu heilbrigðis- stofnana, en ríkið bæri kostnaðar- þátt þeirra að langstærstum hluta, bæði stofnkostnað og rekstur. Hann sagði heildarfjárframlög til umræddra 15 sjúkrahúsa, sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi, 1.765 m.kr., en samsvarandi framlög af daggjöldum næmu hinsvegar 1.485 m.kr. Hér skakkaði því 300 m.kr. enna- vinir sjúkrahúsunum í vil undir fjár- lagakerfi. I lok fundarins var samþykkt ályktun, þar sem þvi var fagnað, að heilbrigðis- og tryggingaráð- herra beitti sér fyrir frestun á að sjúkrahúsin fimmtán yrðu færð af daggjaldakerfi yfir á fjárlög og að næsta ár yrði notað til þess að kanna framtíðarstefnu í málefnum spítalanna og hvemig fjárþörf þeirra væri bezt borgið. Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðisráðherra, flytur ræðu á fundi Landssambands sjúkrahúsa. Frá Argentínu skrifar 41 árs kona, sem einnig segist aðeins skrifa og tala dönsku. Ahugamálin eru frí- merkja- og póstkortasöfnun, einn- ig safnar hún tómum eldspýtna- stokkum: Rosa Jörgensen, 17 de Agosto 1150, Barrio B. Machado, 7500-Tres Arroyos, Argentina. Frá ísrael skrifar 36 ára kona, sem vill skrifast á við jafnöldrur sínar. Áhugamálin eru bóklestur, kvik- myndir, tónlist o.fl.: Tuvia Frydman, Kibbutz Máale Hahamisha, 90835 Judea hills, Israel. Frá Bandarikjunum skrifar náms- maður við Texasháskóla í Austin, en þar eru nokkrir Islendingar við nám. hann getur ekki um aldur en er líklega rétt rúmlega tvítugur. Getur heldur ekki um áhugamál: Douglas Krawczynski, 15119 Encino Verde, San Antonio, Texas 78232, USA. Sextán ára piltur í Japan með íþróttaáhuga: Noriko Iwamoto, 127-1 Tanomoto, Emukae-chou, Kitamatsuura-gun, Nagasaki, 859-61 Japan. Vinsælasta fjölfræðirit HEIMSINS íslenskur ritstjóri: ÖRNÓLFUR THORLACIUS KAFLAHEITI Haðurinn Lífheimurinn Jörðin Heimur og geimur Heimur visindanna Listir og dægradvöl Mannvirki Tækniheimurinn Heimur viðskiptanna Mannheimur Afreksverk manna íþróttir, leikir og tómstunda- iðkanir Ny og gjörbreytt útgáfa í tilefni 30 ára afmælis hei Efni þessarar útgáfu er gjörbreytt frá tveimur fyrri útgáfum, sem Komu út 1977 og 1980 ogeru löngu uppseldar. AuK þess sem efnið hefur teKið algjörum staKKasKiptum eru nú flestar myndanna í litum og er þar um byltingu að ræða frá því sem áður var. HEIMSMETABÓK QUIHtiESS nýtur miKilla vinsælda msmetabókarinnar _ ÖLL UTFRE«Tl)Ð um allan heim enda sameinar hún það að vera annars vegar sKemmtilegt lestrarefni og hins vegar ein yfirgripsmesta QölfræðibóK sem völ er á. Hún er náma af traustum og aðgengilegum fróðleiK af hinum ólíKustu sviðum. Heimsmetabókin er kjörgripur sem kemur víðar við en flestar aðrar bækur BOKALTGAFAN ORN & ORLYGUR Síðumúla 11, sími 84866
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.