Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 45 Landsfundur Bandalags jafnaöarmanna Bandalag jafnaðarmanna setur sér skipulag: Guðmundur Einars- son kosinn formaður GUÐMUNDUR Einarsson, alþingis- maður, var kosinn formaður Banda- lags jafnaðarmanna á landsfundi þess í Reykjavík um helgina. Vara- formaður var kosinn Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík. Samþykktar voru breyt- ingar á skipulagi bandalagsins og nú kosinn formaður þess fyrsta sinni frá stofnun bandalagsins 1983. Samkvæmt nýjum starfsreglum Bandalags jafnaðarmanna markar landsfundur, sem haldinn er á fyrsta ársfjórðungi hvers árs, megináherzlur á stefnu BJ. Á hverjum landsfundi er kosinn for- maður BJ og varaformaður, einnig 10 manna landsnefnd, formaður hennar og varaformaður, jafn- framt formaður framkvæmda- nefndar og loks formaður og vara- formaður þingflokks BJ. Formaður þingflokks BJ var kosinn Stefán Benediktsson og varaformaður Kolbrún Jónsdóttir. Formaður landsnefndar, sem hef- ur það hlutverk að stuðla að um- ræðum og frekari útfærslu á stefnu BJ, var kjörinn Sigurjón Valdimarsson, ritstjóri, Reykja- vík, og varaformaður Þorsteinn Hákonarson, framkvæmdastjóri. Formaður framkvæmdanefndar var kosinn Órn S. Jónsson, múrarameistari, Hafnarfirði, en hlutverk nefndarinnar er rekstur Guðmundur Einarsson, formaður Bandalags jafnaðarmanna, og Stefán Benediktsson, formaður þingflokks bandalagsihs, ræða málin á landsfund- inum. skrifstofu, útgáfu- og útbreiðslu- starfsemi og fjármál BJ eru á hennar höndum. Formaður nefnd- arinnar er kosinn á landsfundi, en hann velur síðan sjálfur 4 nefndar- menn til samstarfs og myndar þannig 5 manna framkvæmda- nefnd. I landsnefnd BJ voru, auk for- manns og varaformanns, kosin: Snædís Gunnlaugsdóttir, lögfræð- ingur, Húsavík, Sjöfn Halldórs- dóttir, matráðskona, Selfossi, Guðlaugur Ellertsson, viðskipta- fræðingur, Hafnarfirði, Stefán B. Sigurðsson, lektor, Kópavogi, Páll Bergsson, skólastjóri, Akureyri, Vilhjálmur Þorsteinsson, framkv.stj., Reykjavík, Helgi Guðmundsson, vélstjóri, Reykja- vík og Jón Bragi Bjarnason, pró- fessor, Kópavogi. Frá landsfundi Bandalags jafnaðarmanna um helgina. Um 50 manns sátu fundinn. MorRunbiaðið/ólafurK. Mattnússon Hafna sam- krulli við AI- þýðuflokkinn SVOHLJÓÐANDI tillaga Helga Guðmundssonar og Frosta Bergssonar var samþykkt ein- róma á landsfundi Bandalags jafnaðarmanna: Þar sem sífellt er á ferðinni orðrómur runninn undan rifj- um formanns Alþýðuflokksins þess efnis að grundvöllur sé fyrir sameiningu BJ og Al- þýðuflokksins, vill landsfundur Bandalags jafnaðarmanna enn ítreka þá afstöðu BJ að slíkur grundvöllur sé ekki fyrir hendi, þar sem enginn munur er á Alþýðuflokknum og hinum gömlu flokkunum, og BJ var einmitt stofnað til þess að brjóta upp hið hefðbundna samtryggingarkerfi fjórflokks- ins. Þess vegna hafnar BJ alfarið öllu sameiningarhjali Alþýðu- flokksins. Stjómmálaályktun Bandalags jafnaðarmanna: Stjórn framtíöarinnar verður að vera lýðræðisleg og ábyrg FKÁ FORRÆÐI til lýðræðis, er yfírskriftin á stjórnmálaálykt- un landsfundar Bandalags jafnaðarmanna. I>ar segir aö bandalagið vilji breyta stjórn landsins og sé það aðalatriði áður en ná má öðrum árangri í að byggja hér réttlátt þjóð- félag. í ályktuninni segir að stjórn framtíðarinnar verði að vera lýð- ræðisleg til þess að vinna fyrir fólkið en ekki gegn því, sveigjanleg til þess að geta lagað sig að sí- breytilegum aðstæðum í heimi framtíðar, skilvirk þannig að upp- lýsingar liggi fyrir fljótt og örugg- lega og fólkið geti dæmt um árang- urinn og ábyrg þannig að fólkið geti treyst fulltrúum sínum og þurfi ekki að efast um heilindi þeirra. Ennfremur segir í ályktuninni að til þess að ná markmiðum sín- um vill bandalagið kjósa forsætis- ráðherra beinni kosningu, að allir hafi jafnt atkvæði, kjósa fylkis- stjórnir, leggja áherzlu á þjóðarat- kvæðagreiðslur, setja lögum hags- munaárekstra, gefa fiskverð og gjaldeyrisverzlun frjálsa, hætta niðurgreiðslum, lögleiða vinnu- staðafélög og breyta ríkisbönkum í almenningshlutafélög. Jafnframt segir að Bandalag jafnaðarmanna hafi sérstöðu meðal íslenzkra stjórnmálaflokka og að það eigi ekkert sameiginlegt með P'jórflokknum, eins og aðrir stjórnmálaflokkar eru nefndir. Hugmyndir bandalagsins séu ós- amræmanlegar því hagsmuna- gæzlu- og spillingarhugarfari sem ríkjandi sé í Fjórflokknum. Loks segir í ályktuninni: „Við blásum nú til sóknar gegn kerfinu. Við viljum byggja frá grunni samfélag framtíðarinnar þar sem einstaklingurinn heldur fullri sjálfsvirðingu, fær tækifæri til að njóta sín og ber ábyrgð orða sinna og gerða“. Auk þess sem samþykkt var stjórnmálaályktun var samþykkt lengra skjal, sem nefndist ályktun um stefnumál. Þar er m.a. lagt til að Alþingismenn kalli inn vara- menn sína ef þeir taka sæti ráð- herra, að þingmönnum verði óheimil seta í stjórnum og ráðum sem heyra beint undir ríkisstjórn og að Alþingi kjósi ekki í stjórnir og ráð, sem heyra undir ríkis- stjórn. Þá er þar kveðið á um að verð- lagning í sjávarútvegi verði án ríkisafskipta og algerlega á ábyrgð kaupenda og seljenda og fiskmark- aðir verði settir á fót. í kafla um landbúnaðarmál er þess krafizt að niðurgreiðslur og útflutnings- bætur verði felldar niður og verð- lagning landbúnaðarafurða gefin frjáls. Hvað snertir stjórnsýslu og opinberan rekstur vill bandalagið m.a. að ýmsir embættismenn og forstöðumenn stofnana verði kosn- ir í almennum kosningum og að ráðið verði tímabundið í visst hlutfall almennra starfa og allar stöður æðstu embættismanna. Hvað snertir vinnumarkað verði hvatt til nýrra aðferða við greiðslu launa, s.s. að ágóðahlutur verði almennt stór hluti greiddra launa og að starfsmertn eignist hlutabréf ífyrirtækjum. „Bandalagið á ekki sam- leið með fjórflokkunum“ segir Guðmundur Einarsson „VIÐ ÞURFUM ekki nema líta í kringum okkur til að sjá að Banda- lag jafnaðarmanna á ekki neina samleið með fjórflokkunum," sagði Guðmundur Einarsson, nýkjörinn formaður bandalagsins, í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur sagði að af nógu væri að taka, sem sýndi hvernig valdakerfi fjórflokkanna hefði brugðist. Hafskipsmálið væri kór- óna þessa sköpunarverks. Okur- málin væru einnig vísbending um ónýtt peningakerfi. Þá þyrfti ekki nema líta á hvernig komið væri fyrir fólki og fyrirtækjum um land allt, það réði ekki lengur yfirsjálfusér. „Allt er þetta vísbending um að við verðum að taka í taumana á þessu kerfi, sem við notum til að stýra okkur. I því sambandi er krafa okkar um jöfnun atkvæð- isréttar ekki bara spurning um mannréttindi, heldur er um að ræða gífurlega róttæka atlögu að valdastrúktúrnum, sem fjórflokk- arnir hafa reist með pólitískri samtryggingu sinni. Þá horfum við upp á ríkisstjórn, sem hefur augljóslega ekkert afrekað á þeim rúmum tveimur árum, sem hún hefur setið, því við erum aftur komin inn í óða- verðbólgu. Þá er stjórnin sem óðast að pakka saman ýmsum áformum sínum, t.d. i skatta- og tollamálum nú síðast, og sýnir það að þegar á hólminn kemur skortir menn kjark til aðgerða. Bandalag jafnaðarmanna er frábrugðið fjórflokkunum í því að við leggjum áherzlu á spurn- inguna um orsakir mála, en erum ekki sífellt að berjast við afleið- ingar þeirra,“ sagði Guðmundur. Andófsmenn flest allir fjarverandi LÍTIÐ bar á forsprökkum Félags jafnaðarmanna (FJ), andófsmönn- unum svonefndu, á landsfundi Bandalags jafnaðarmanna (BJ) um helgina, og ekki sátu fundinn Val- gerður Bjarnadóttir og Kristófer Már Kristinsson, sem kosin voru formaður og varaformaður lands- nefndar bandalagsins á síðasta landsfundi þess. Þannig voru hvorki Garðar Sverrisson né Þorlákur Helgason á landsfundinum, en þeir voru helztu hvatamenn að stofnun FJ. Hins vegar tók Sjöfn Halldórs- dóttir, sem var í kringum FJ, þátt í störfum landsfundarins og var kosin í landsnefnd. Jónína Leós- dóttir sótti einnig fundinn. Ennfremur vantaði einn þing- manna bandalagsins á landsfund- inn, Kristínu S. Kvaran. „Við erum ekki að gera upp við fólk, félög eða einstaklinga,“ sagði Guðmundur Einarsson, formaður BJ, er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hvað yrði um aðstandendur FJ frá sjónarhóli BJ. „Við vorum hér aðeins að skerpa okkar félags- menn og pólitízku línur," sagði Guðmundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.