Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 37 Suður-Afríka: Drógu til baka landráðaákæru Jóhannesarborf;, Suóur Afríku, of> Senttle, Kandaríkjunum, 9. desember. AP. STJORN Suður-Afríku til í dag til baka ákæru um landráð á hendur tólf af hclstu andstæðingum að- skilnaðarstefnunnar. I»eir höfðu verið sakaðir um að styðja baráttu Afríska þjóðarráðsins. Opinberi ákærandinn í málinu, Michael Imber, tilkynnti fyrir hæstarétti í Natal-héraði, að ákærurnar hefðu verið dregnar til baka að því er varðaði tólf af sextán, sem ákærðir hefðu verið, en yrði haldið til streitu gagnvart fjórum. Mikill fögnuður varð fyrir utan dómshúsið í Pietermaritzburg, þegar vitnaðist um ákvörðun þessa, og féllust ættingjar og vinir í faðma við tólfmenningana. Sprengja sprakk í dag fyrir utan pósthús í iðnaðarhverfi hvítra manna í borginni Durban og særð- ust átta manns, þ.á m. tveir hvítir lögreglumenn, að sögn yfirvalda. Talsmaður lögreglunnar sagði, að farið hefði verið með fólkið á sjúkrahús, en meiðsl þess hefðu ekki verið alvarlegs eðlis. Séra Jesse Jackson, sagði við hóp mótmælafólks í Seattle í Banda- ríkjunum á sunnudag, að andstæð- ingar aðskilnaðarstefnunnar yrðu nú að beina baráttu sinni að þeim, sem hefðu viðskiptatengsl við Suður-Afríku, svo sem útgerðum kaupskipa: „Við verðum að útiloka öll viðskipti við landið og þjarma svo að um munar að þessu illyrm- islega kerfi," sagði hann. AP/Símamynd Herská ungmenni munda trériffil við útfor 11 blökkumanna í borgar- hverfinu Mlungisi í Höfðahéraði á laugardag. Um 20.000 manns voru viðstödd útförina, sem stóð yfir I fjórar stundir. Danmörk: Stuðningur tryggður við efnahagsaðgerðir Kaupmannahöfn, 10. desember. Frá Ibi SAMKOMULAG hefur nú tekist með minnihlutastjórn Poul SchlUt- ers, forsætisráðherra og Radikale Venstre um efnahagsaðgerðirnar, sem boðaðar voru í síðustu viku. Gjaldið, sem radikalar settu upp fyrir stuðninginn, var að atvinnu- leysisbætur, sjúkradagpeningar og eftirlaun hækkuðu um 2% 1. aprfl nk. f tillögum stjórnarinnar var þessi hækkun fyrirhuguð 1. októb- er. Fyrirhugaðar efnahagsaðgerð- ir stjórnarinnar fela það í sér t.d., að dregið verður úr verkleg- um framkvæmdum hjá hinu opinbera, jafnt ríki sem sveitar- félögum. Af þeim framkvæmd- um, sem þegar hefur verið hafist handa við, verða sveitarfélögin að greiða ríkinu skatt, 10% af fjárveitingu til þeirra, en af þeim, sem áætlaðar eru á næsta ári, verður skatturinn 20%. Bensínlítrinn hækkar um 75 aura danska, olíulítrinn um 25—28 aura, heimilisgas um 10 aura og gas á kútum um 33 aura. Kola- tonnið verður 195 kr. dýrara og rafmagnið hækkar um 3,5 aura hver kílóvattstund. Poul Schlúter Dregið verður úr lánum til breytinga á húsum og útlán banka og sparisjóða verða al- mennt skert. Innan stjórnarinn- ar er samkomulag um þessar tillögur en litlu flokkarnir tveir, Miðdemókratar og Kristilegi þjóðarflokkurinn, eru þó ekki alls kostar ánægðir. Setja þeir einkum fyrir sig hækkun orku- skattsins. Það er vaxandi viðskiptahalli, sem veldur því, að stjórnin telur sig tilneydda til að grípa til þessara aðgerða. Útlit er fyrir, að hann verði 22 milljarðar dkr. á þessu ári en vegna þessara aðgerða er búist við, að hann verði ekki meiri en 16 milljarðar á næsta ári. Það er eitt af stefnu- málum stjórnarinnar, að við- skiptahallinn verði úr sögunni árið 1988. Innflutningurinn hefur aukist mikiu meira en útflutningurinn og aðgerðir stjórnarinnar miðast við, að útgjöld í opinbera geiran- um verði skorin niður um fimm milljarða dkr. og um þrjá millj- arða í einkageiranum. Mikill uppgangur er nú í byggingariðn- aðinum og raunar atvinnulífinu almennt, einkum þó á Jótlandi þar sem víða er farið að vanta fólk til vinnu. í stjórnmálunum spyrja menn sig nú helst þeirrar spurningar hve lengi radikalir muni styðja stjórnina þegar efnahagsmálin eru annars vegar. í sveitar- stjórnarkosningunum á dögun- um tapaði flokkurinn allmiklu og auðveldar það honum ekki að standa að ströngum ráðstöfunum íþeim málum. Guatemala: Róttækara forseta- efnið vann sigur (•uatemalaborg, 9. desember. AP. KRISTILEGI demókratinn, Vinicio Cerezo, vann sigur í forsetakosning- um í Guatemala yfir andstæðingi sínum Jorge Carpio frá Þjóðarfylk- ingunni. Verður Cerezo fyrsti lýð- ræðislega kjörni forseti landsins í 19 ár, en herinn hefur farið þar með völdin samfleytt í nær 30 ár. Cerezo er talinn heldur vinstra megin við miðju í stjómmálum og ekki eins hægri sinnaður og andstæðingur hans. „Við viljum kveða niður þessa gömlu einræðisdrauga og grafa tímabil stolinna kosninga og valdarána. Við munum vinna lýð- ræðinu brautargengi," sagði Skipzt á njósnuriim Bonn, 9. deaember. AP. AUSTUR- og Vestur-Þýzkaland skip- ust á „takmörkuðum fjölda af njósnurum" í siðustu viku. Skýrði talsmaður Bonnstjórnarinnar frá þessu í dag. Um var að ræða menn, sem dæmdir höfu verið fyrir njósnir. Talsmaðurinn, Friehelm Ost, neit- aði hins vegar að skýra frá, um hve marga njósnara væri að ræða. Haft er þó eftir áreiðanlegum heimildum, að mennirnir hafi verið þrír, einn frá Austur-Þýzkalandi, sem skipt hafi verið fyrir tvo Vestur-Þjóð- verja. Timman tryggði sér sæti Montpellcr, Frakklandi. 9. desember. AP. Jan Timman tryggði sér sæti í áskorendaeinvíginu um réttinn til að tefla um heimsmeistaratitilinn er hann telfdi lokaskákina við Mikhail Tal frá Sovétríkjunum á sunnudag. Eftir að þeir höfðu leikið sex skákir stóðu þeir á jöfnu með þrjú stig hvor, en Timman hafði hærra vinningshlut- fall eftir áskorendamótið í Montpell- er og hlaut því sætið. Timman mun tefla við Sovét- manninn Artur Youssoupov á áskorendamótinu sem fram fer 8. janúar til 2. febrúar, en mótsstaður- inn hefur enn ekki verið ákveðinn. Cerezo í sjónvarpsviðtali eftir að úrslit kosninganna voru kunn. Carpio viðurkenndi ósigur sinn og sagði að þjóðin hefði látið í ljósi vilja sinn. Cerezo og Carpio hlutu mest fylgi í kosningum 3. nóvem- ber síðastliðinn, þar sem sex aðrir buðu sig einnig fram. Enginn hlaut hreinan meirihluta í kosningunum og því varð að kjósa aftur milli þeirra tveggja sem mest fylgi hlutu. Þegar um 25% atkvæða höfðu verið talin, hafði Cerezo fengið - 67,12% atkvæða á móti 32,88% Carpios. Nefnd frá Bandaríkjun- um, sem fylgdist með framkvæmd kosninganna, sagði að sér virtist sem framkvæmd þeirra hefði verið sanngjörn. Lýsti hún yfir ánægju sinni með það að herinn hefði ekki haft nein afskipti af þeim og von- aði að það yrði að fordæmi fyrir nýju hlutverki hersins í landinu, þar sem hann yrði þjónn lýðræðis- lega kjörinnar ríkisstjórnar. Veður víða um heim Lmgtt Hmt Akureyrí +6 létttkýjað Ameterdam 2 7 tkýjaó Aþena 9 17 tkýjað Barcelona 9 tkýjað Berlin 3 5 tkýjað BrUiael 0 10 rigning Chicago +3 S rigning Dublin 4 9 tkýjað Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt S 9 rígning Qenf 2 8 •kýjað Helsinki +7 +3 heiðtkirt HongKong 17 21 heiðtkfrt Jerútalem 11 19 vantar Kaupmannah. -1-2 0 •kýjað Lat Palmat 20 túld Littabon 9 19 rigning London $ 8 •kýjað Lot Angelet 10 19 heiðtkirt Lúxemborg 6 rígning Malaga 12 lótttkýjað Mallorca 14 •úld Miami 23 25 •kýjað Montreal 0 1 tnjókoma Motkva +16 +5 heiðtkirt New York 2 9 •kýjað Otló +17 +11 heíðtkirt Parít 6 10 •ký|að Peking +13 +3 heiótkfrt Reykjavík 0 tkýjaó Rióde Janeiro 17 29 heiðtkirl Rómaborg 9 12 •kýjaó Stokkhólmur +20 +« heiðtkirt Sydney 21 33 rigning Tókýó 6 13 hoiðekfrt Vínarborg 2 5 tkýjað bórthöfn 2 •kýjað H. 180. br. 60, d. 00, 390 lítra, sambyggð- H. 180, br. 60, d. 60, 380 lítra, sambyggA-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.