Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR10. DESEMBER1985 Almannayarnir á eigin kostnað — eftir Halldór Jónsson Árvakur hf. sendir enn breiðsíðu á landsölumenn og Aronista hinn 30. október sl. Að þessu sinni undir nafni Björns Bjarnasonar, sem fé- lagið virðist hafa valið til þess að standa vörð um réttar skoðanir í varnarmálum. Satt að segja vefst fyrir mér að koma einhverri reglu á þessi skrif Björns, sem að vanda byggjast á löngum tilvitnunum í einhverjar nefndir, álit einhverra sértrúar- hópa o.s.frv., sem síðan er notað til þess að áíykta að mér, steypu- salanum, gangi eigingjarnar hvat- ir til þegar ég hef freistast til að hafa skoðanir á varnarmálum, sem Árvakri hf. falla ekki í geð. Meira að segja lætur Björn að því liggja, að mér sé í rauninni sama hvort ég sel Rússum eða NATO steypu i stríðsmannvirki og að „það sé ekki nýtt að menn séu fúsir til að selja sál sína og frelsi" á þann hátt. Mitt vit og annarra Ég læt mér að sjálfsögðu í léttu rúmi iiggja persónuskoðanir Björns Bjarnasonar hvað mig varðar. Hann er frjáls að því að halda að ég hafi engar frelsis- hugsjónir og vilji, auk fyrrnefndra sölumannstilburða, „leggja pen- ingalegt mat á hlut Islendinga" í varnarátaki Vesturlanda. Hann er líka frjáls að því að taka tilvitnaðar vangaveltur þing- kjörinnar nefndar frá apríl 1984 fram yfir mínar hugleiðingar. Hann segir um þær: „Fer því fjarri að athugun eða rannsóknir sér- fróðra manna séu að baki þeim tillögum um skýli og vegi, sem þeir Halldór Jónsson og Valdimar Kristinsson hafa kynnt í Morgun- blaðinu.“ Hann er lika frjáls að því að nota spurningar, sem sú nefnd leggur fyrir sjálfa sig og aðra, sem niðurstöðu til þess að dæma mínar hugleiðingar sem órökstuddar. Ég læt Valdimar um að svara fyrir sig. Það kann að vera, að það skipti engu máli, en ég get þó getið þess stuttlega, að áður en ég varð þessi samvizkulausi steypusali vann ég nærri 2 ár við almannavarnir. Á þeim tíma lauk ég prófi frá banda- ríska landvarnarráðuneytinu í „Fallout Shelter Analysis" auk þess sem að nema hjá þeim ýmsan fróðleik um áhrif kjarnorkuvopna. Ég lít þó ekki á mig sem „sérfræð- ing“ i varnarmálum — fjarri því. Björn má samt ekki afgreiða mig og mínar hugleiðingar með tilvitn- un í spurningar einhverrar ís- lenzkrar þingmannanefndar, sem hann ætlar almenningi að taka sem QED (sönnun) um slæmar persónueigindir mínar, auk van- þekkingar, án þess að ég árétti skoðanir mínar og reyni að leið- rétta túlkanir Björns á þeim. En mér finnst bregða fyrir, í áminnstu skrifi Björns, einhverju í ætt við list, sem Sovétar beita gjarnan; „disinformation", eða rangupplýs- ingar og rangtúlkun. En sú list er í því fólgin að slíta hluti úr sam- hengi, raða þeim aftur saman, blanda í getsökum og tilvitnana langlokum og ætla svo mönnum að kyngja í glæsilegum umbúðum. Björn má hinsvegar gjarnan vita að ég er Vesturlandabúi bæði að hugsjón og menningu rétt eins og hann. Ég hef líka ákveðna frelsis- hugsjón, sem ég sel ekki. Ekki einu sinni fyrir steypu! Að því leyti tel ég okkur Björn vera samherja. En þar utan skilur leiðir. Björn virðist gefa allt á bátinn ef það kemur stríð og finnst ekki taka því að verja almenning á íslandi. Hvað þá að nefna það, að þær varnir séu sameiginlegt mál okkar og banda- lagsþjóðanna, eins og t.d. varnir íbúa Norður-Noregs, sem eru mál mannvirkjasjóðs NATO. Mín ályktun af skrifi Björns Ég skal rekja nokkrar tilvitnan- ir í skrif Björns og draga ályktanir af þeim. 1. Björn segir: „Þá er nauðsynlegt að minna á það sjónarmið, sem styðst við haldgóð rök að mínu mati, að þeim mun öflugri sem almannavarnir kjarnorkuveld- anna eru þeim mun meiri líkur séu á því að kjarnorkuvopnum verði beitt.“ Ennfremur: „að almannavarnir gegn kjarnorku- stríði dragi úr stöðugleika en auki hann ekki“. Mín ályktun: Áður fram komnar hugleiðing- ar Björns um að „þar sem kjarn- orkuvopn veiti manninum mátt til að gjöreyða öllu lífi á jörð- inni“ virðist sem sé ekki nægja risaveldunum sem öftrun frá því að leggja í kjarnorkustríð telji þau sig geta komið betur út en andstæðingurinn, ef til vill með auknum almannavörnum. Almannavarnir virðast þannig geta verið raunhæf vörn í kjarn- orkustríði, að mati Björns þrátt fyrir áður fram komnar fullyrð- ingar hans um hið gagnstæða. En hann segir: „Vegir og skýli á íslandi skipta engum sköpum fyrir heimsfriðinn og duga skammt eða alls ekki ef til ófrið- ar kemur." Manni finnst nú að dugi vegir og skýli og aðrar almannavarnir nokkurs staðar, þá sé það á hinu stóra, fjöllótta og strjálbýla íslandi, þar sem miklar matarbirgðir eru dreifð- ar um allt land. Og íslenzka veðráttan er hin bezta til hreinsunar á geislavirku úrfelli sem völ er á — rok og rigning. 2. „Kenningar um kjarnorkuvetur sýna okkur hve haldlítið er að efna til ágreinings um það, hvernig fara kunni fyrir okkur, ef friðurinn, sem haldist hefur lengur en nokkru sinni fyrr í okkar heimshluta, rofnar.“ Þessi kenning virðist ekki njóta fyllsta trausts í herbúðum hugsanlegs árásaraðila, sem virðist tilbúinn að tefla til sig- urs ef þannig aðstæður gefast. Enda er hún enn eitt dæmi hvernig ósannaðar kenningar verða að stórasannleik hjá Birni Bjarnasyni. En kjarnorkuvetur byggist á þeirri. tilgátu að ryk frá sprengingum berist í háloft- in og byrgi sólgeislun, þannig að lofthiti lækki víða um heim um einhvern tíma, t.d. 1 ár. Slík kæling yrði allavega minni á íslandi vegna sjávarins um- hverfis landið. Auk þess hefur veður á sprengistað áhrif á úr- fa.ll, bæði magn og útbreiðslu. 3. Björn segir: „Steinsteypt varn- armannvirki eru nytsamleg en þau geta ekki komið í stað sameiginlegs varnarátaks Vest- urlanda. Að mínu mati skiptir mestu að þetta varnarátak sé svo öflugt, að það haldi hugsan- legum árásaraðila í skefjum. Varnarstefna Atlantshafs- bandalagsins byggist einfald- lega á því að hræða Sovétmenn r Halldór Jónsson „Þar sem borin von virð- ist til þess, að fá nokk- urn hinna svokölluðu ráðamanna til þess að taka á þessum málum af nokkurri skynsemi, þá er ekki úr vegi að vekja athygli á því hvað almenningur getur gert sér til bjargar, án þeirra aðstoðar.“ frá því að hefja nokkru sinni árás á Vesturlönd." Um leið og Björn viðurkennir að steinsteypt varnarmannvirki hafi þýðingu, þá segir Björn að Rússar muni ekki geta varist varnarátaki Vesturlanda með almannavörnum. En áður var hann búinn að skilgreina al- mannavarnir sem aukna stríðs- hættu. Er þá ekki friðurinn tryggður, þegar þessar gagn- stæðu röksemdir koma til við- bótar kjarnorkuvetri og lífseyð- ingu jarðar? 4. Meginþungi Björns er á fæling- aratriði varna Vesturlanda. Rússar fái þvílíkt „gúmmoren" ef þeir reyna eitthvað, að hótun- in um það nægi til þess að halda þeim á mottunni. Það mætti því spyrja hvort Björn gæti fallist á, að í ljósi þess að ábyrgur Sovétaðili hefur bent Islending- um á það, að þeir hafi stofnað sér í útrýmingarhættu vegna dufls þeirra við NATO og Bandaríkin, þá komi til greina að staðsetja hér á landi eld- flaugar með kjarnorkuvopn til þess að fæla Rússa frá því að gera kjarnorkuárás á landið. Slíkt muni hafa alvarlegar af- leiðingar fyrir þá sjálfa í för með sér. Þessi kenning um „massive retaliation“ (hin ógurlega gagn- árás), sem John Foster Dulles notaði mikið á sínum tíma er ekki talin eins gild núna og hún var. Herfræðingar viðurkenna að upp geti komið sú staða, að annað stórveldið gæti kosið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, komi sú staða upp. Við íslendingar getum því orðið í hópi minni hagsmuna og ber því að reikna með þeim mögu- leika. Heimsvaldapólitíkin byggist á því, að halda uppi látlausum þrýst- ingi allsstaðar til framdráttar sínum hagsmunum. Hluti af því er til dæmis sú staða, sem upp kæmi ef Guðmundi Jaka og Dags- brún tekst að koma vondu stjórn- inni í Prétóríu frá. Þá gæti upp risið marxíst einsflokks ríki þar, rétt eins og er orðin staðreynd í Rhodesíu. Þetta ríki myndi hins- vegar ráða yfir 95% af krómbirgð- um heimsins og 85% af heims- birgðunum af platínu. Það væri alls ekki ónýtt fyrir Rússa að hafa þarna veruleg áhrif og þrengja að Vesturveldunum þannig án þess að þau fái rönd við reist né gripið til ógnarjafnvægiskenningarinn- ar. Þrengist hagur Vesturveld- anna, þá evkst þörfin á almanna- vörnum á Islandi þó að Guðmund- ur Jaki brúki ekki mikið krómstál á samningafundum við auðvaldið á íslandi þá verður alþýðan ekki varin án þess í styrjöld. Vegna hins víða samhengis hlutanna, mega herfræðingar aldrei einblína á eina hlið mála, eins og mér finnst Björn gera alltof mikið af, þegar hann bandar því frá sér, að sam- hengi geti verið milli samgöngu- leiða á íslandi og heimsfriðarins. I þeim málum gengur ekki að alhæfa né einfalda. Almannavarnir Islendinga Birni Bjarnasyni verður tíðrætt um „sölu á almannavarnavegum" í greininni frá 30. október sl. En greinin minnir dálítið á réttarhald yfir villutrúarmönnum, fremur en baráttugrein fyrir ákveðnum að- gerðum. Hann virðist einnig ótt- ast, að einhverjir aðilar sem „minnst vilja gefa fyrir öryggi landsins" hagnist mest á þeim. Þessir einhverjir geta líklega verið ég og mínir líkar. Enn segir hann: „Ef skýlin hans Halldórs Jónsson- ar eru allt sem þarf til að tryggja öryggi sitt nú á tímum, hvers vegna hefur engum öðrum hug- kvæmst þetta en honum?“ Fyrst £r til að taka að ég er ekki höfundur að skýlum, sem vörn gegn geislun frá geislavirku úr- falli. Omótmælt er hinsvegar, að skýling getur skipt sköpum þegar svo stendur á. Ég hef hinsvegar alltaf haft þá skoðun að lítið tjói að reyna að skýla sér í næsta ná- grenni kjarnorkusprenginga. Það skipti meginmáli að vera helst ekki mættur, þar sem þær springa. Ég tel líklegt, að í kjarnorku- styrjöld milli stórveldanna verði okkur sendar nokkrar SS 20-flaug- ar frá Sovétríkjunum. Þær hafa hver um sig meðferðis 3 kjarna- odda, 350 kílótonn hvern (Hiro- síma-sprengjan var 20 kílótonn). Einn af þessum myndi springa á miðjum Keflavíkurflugvelli, næsti á Reykjavíkurflugvelli, einn í Hvalfirði t.d. og hinir einhvers- staðar í lofti yfir Faxaflóasvæðinu til þess að gera það óbyggilegt. Ef þetta skeður tel ég litla vörn vera í skýli á þessu svæði. Fólk, sem statt er fjarri, t.d. undir Eyja- fjöllum, er varið fyrir höggi og hita vegna fjarlægðar. Geislun þar yrði líklegast alltaf tífalt minni en hún yrði á Faxaflóasvæðinu, þannig að skýling yrði mjög áhrif- arík þar, ef hennar þyrfti með. Því stæði vindur af austan, þá félli allt úrfallið á sjó út. Geislastyrkur úrfalls minnkar auk þess tífalt fyrir hverja sjöföldun í tíma, þannig að aftur sést hver áhrif fjarlægðin hefur. í viðtali í sjónvarpi lýsti aðstoð- arlandlæknir, Guðjón Magnússon, því á mjög trúverðugan hátt, hver yrðu áhrif kjarnorkuárásar á óvið- búið fólk á þéttbýlissvæðunum. En þar kom líka fram, að skipu- leggjendur almannavarna okkar einblína á viðvörunartíma, sem nemur flugtíma flaugarinnar frá Sovét og hingað. Þeir ætla til dæmis að staðsetja almannavarn- aráð í Reykjavík, sem hlaupi þang- að við fyrsta sírenuhljóm. Þessi meinloka er mjög lífseig. Að slysa- stríði frátöldu er mjög ólíklegt að styrjöld eigi sér ekki einhvern aðdraganda stigmögnunar. Ég bið menn að minnast Kúbudeilunnar 1962. Þá gafst nægur tími til undirbúnings skynsamlegra ráð- stafana, hefði einhver forskipu- lagning verið búin að fara fram. Það verður mjög líklega hægt að meta styrjaldarhættuna löngu áð- ur en styiöld skellur á. Þess vegna er ekki \ægt að afgreiða brott- flutning fólks, sem óraunhæfan valkost vegna „múgæsingar í tíma- þröng“ eins og bæði aðstoðarland- læknir og Björn Bjarnason eru fastir í... Ég minni á stillingu Vestmanneyinga þegar þeir yfir- gáfu eyjarnar í skyndi í gosbyrjun. Það gat alveg eins verið að eyjarn- ar spryngju eins og Krakatá og Thera (Atlantis) með margföldu megatonna afli og þetta fólk. Þarna var því bráð hætta og tíma- þröng. En ekki múgæsing og vit- firring. Þurfa Reykvíkingar og Keflvíkingar, Gerðamenn og Hafnfirðingar að vera eitthvað öðruvísi? En ég held að við bjóðum upp á, að fólk geti örvænt þegar það stendur frammi fyrir því, að ráða- menn þess, sem það treysti fyrir sér, hafa brugðist gersamlega í því, að undirbúa undankomu og lífsbjörgun þess, til dæmis með því að neita gerð almannavarnavega og annarra fyrirbyggjandi ráð- stafana af einhverju misskildu þjóðrembingsdrambi eða fyrir- bænirnar sem þeim yrðu lesnar i vonlausu umferðaröngþveiti með bombuna svífandi yfir hausnum á mannskapnum. En á það er að líta að eftir þetta þurfa þeir ekki á háttvirtum kjósendum meira að halda. f þessuu tilfelli er aðgerða- leysið skaðlaust pólitískri framtíð þeirra. Hvað á til bragðs aðtaka? Þar sem borin von virðist til þess, að fá nokkurn hinna svoköll- uðu ráðamanna til þess að taka á þessum málum af nokkurri skyn- semi, þá er ekki úr vegi að vekja athygli á því hvað almenningur getur gert sér til bjargar, án þeirra aðstoðar. íslendingar eru nefnilega ein bílvæddasta þjóð veraldar. Án þess að nokkrar samgöngubætur séu gerðar frá því sem nú er, þá geta um þúsundir manna auðveldlega yfirgefið þéttbýlissvæðin við Faxaflóa á hverri klukkustund sé bílfært. Fólk getur tekið með sér nauðsynlegan útbúnað í bílum sínum, svo sem viðlegubúnað, vopn sín og verjur, verkfæri o.s.frv. Við hverja mílu, sem fólk kemst lengra austur á bóginn, aukast lífslíkur þess en lífslíkur Björns Bjarnason- ar, aðstoðarlandlæknis og liðs- manna Árvakurs, sem ætla því miður að vera um kyrrt, vegna skilgreiningar sinnar á ástandinu, minnka. Styrjöldin mun standa mjög stutt. Éftir hana verður sú veröld horfin, sem við nú þekkjum. Og Mogginn mun ekki koma út. Hvað sú framtíð mun bera í skauti sér veit ég ekki. En þeir íslendingar sem eftir lifa, munu halda áfram að reyna að þrauka. Rétt eins og forfeður þeirra gerðu í aldanna rás, þó syrti í álinn og baráttan virtist fyrirfram töpuð. Ég er í sjálfu sér búinn að gera upp við mig, að mínar skoðanir mega sín lítils gagnvart ofurveldi „hinna réttu skoðana" Árvakurs hf. í varnarmálum. Ég undirbý því mínar varnir sjálfur og ráðlegg öðrum að gera slíkt hið sama. Það verður ekkert til neinna ráða né sjóða að leita, ef svo hrapallega vill til að styrjöld verði. Þessi þjóð getur því áfram verið óspjölluð af stríðsundirbúningi og landsölu minni og minna líka. Og verið „berskjölduð fyrir hverri hleypi- skútu“ eins og hún hefur mestan part verið frá því að Jón Sigurðs- son gerði sér hættuna ljósa. En stjórnmálamenn okkar hafa líka verið af annarri hlaupvidd síðan hann gekk, blessaður. Því verður ekki við neinn að sakast nema okkur sjálf og þar með eigin heimsku og andvaraleysi, sem er náttúrlega þungbært eftir á. Björn Bjarnason getur því alveg verið rólegur yfir því, að ég geri mér einhverjar gróðavonir í sam- bandi við almannavarnir íslend- inga. Þó ég væri eins samvizkulaus og hann lætur að liggja, þá er svo ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.