Morgunblaðið - 18.12.1985, Síða 77

Morgunblaðið - 18.12.1985, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 77 Morgunblaölö/Theódór K. Þóröarson. • Nýveriö gáfu eigendur verslunarinnar JS í Borgarnesi sunddeild Skallagríms 20 búninga. Á myndinni er keppnisliö Skallagríms í nýju búningunum á sundlaugarbarminum í jþróttamiöstöðinni í Borgarnesi. Góö afrek á Borgar- nesmótinu í sundi Borgemesi, 13. desember. GÓÐ afrek voru unnin é Borgar- nesmótinu í sundi sem haldiö var fyrir skömmu, og fjölmörg Borg- arnesmet slegin. Sunddeild Ung- mennafélagsins Skallagríms stóð fyrir mótinu sem haldiö var í Sundlaug Borgarness. Jón Valur Jónsson sigraói í öll- um greinum drengja 13-14 éra og setti 6 Borgarnesmet í drengja- flokki og önnur sex í piltaflokki. Sigríöur Dögg Auöunsdóttir lék sama leikinn í telpnaflokki 13-14 ára og setti 5 met í telpnaflokki og 3 í stúlknaflokki. í flokki sveina 11-12 ára sigraöi Þórir Indriöason í þremur greinum og Jón Bjarni Björnsson i einni, og slógu þeir báöir gildandi Borgarnesmet. Jenný Vigdís Þorsteinsdóttir sigr- aöi í 4 greinum í flokki meyja 11-12 ára og setti 5 meyjamet, og Iris Björk Baldursdóttir í einni grein, einnig á meti. Hlynur Þór Auöunsson sigraöi í 5 greinum hnokka 9-10 ára á nýjum Borgarnesmetum í þeim öllum og Bragi Guölaugsson sigraöi í einni grein. Sólveig Asta Guömunds- dóttir sigraöi í 4 greinum í flokki hnáta 9-10 ára og setti 3 hnátumet, og Anna Þóröardóttir Bachmann í einni grein. Bragi Guölaugsson sigraöi í þremur greinum í flokki hnokka 8 ára og yngri og Dagmar Haröardótir og Hrund Einarsdóttir í flokki hnáta 8 ára og yngir. — TKÞ. Fjölmennasta ársþing FRÍ 39. ársþing Frjálsíþróttasam- bands íslands var haldið í íþrótta- miöstöö ÍSÍ í Laugardal 30. nóv- ember og 1. desember. Þingiö var það fjölmennasta sem haldið hefur veriö til þessa en alls mættu til þings um 100 manns. Helsta mál þingsins var staöa sambandsins i fjáröflun og hvernig halda á rekstrinum gangandi miö- aö viö þann fjárhagslega bak- grunn, sem þaö hefur. Hér er um aö ræöa þá fjárhæö, sem kemur frá ÍSÍ árlega. Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ upplýsti í ávarpi er hann flutti á þinginu, aö auknu fjármagni yröi veitt til sórsambandanna þeg- ar á næsta ári og ennfrekar á árinu 1987. Helstu verkefni sambandsins veröa sem fyrr aö reyna aö efla fræðslu- og útbreiðslustarfiö. Samþykkt var aö koma á fót sér- stakri unglinganefnd til aö sinna unglingamálum. Mótahald innanlands veröur meö svipuöu sniöi og veriö hefur. Stærsta verkefniö hér heima er keppnin Island/Skánn/Smáiönd, sem fram fer dagana 18. og 19. júlí. Er hér um fullkomna lands- keppni aö ræða, þ.e. tveir í grein frá hverjum aðila. Hér verða því við keppni um 100 Svíar þessa daga í júlí. Stærstu verkefni FRl erlendis á næsta ári veröa landskeppni í Edinborg 12. og 13. júlí. Karlaliöiö keppir viö Skota, Ira og Kýpurbúa en konurnar viö Skota, íra og ísra- ela. Hér er einnig um fullkomna landskeppni aö ræöa þ.e. tveir keppendur í grein frá hverju landi. Evrópumeistaramótiö fer fram í Stuttgart dagana 26.-31. ágúst. Miöaö viö lágmörk Evrópusam- bandsins EAA er útlit fyrir aö fjöl- mennur hópur islendinga taki þátt í mótinu. Noröurlandakeppni ungl- ingalandsliöa fer fram í Noregi i endaöan ágúst og mun ísland senda sameiginlegt liö meö Dön- um. Stjórn Frjálsíþróttasambands islands er nú skipuö eftirfarandi mönnum: Guöni Halldórsson er formaður en aörir í stjórn Magnús Jakobsson, Sveinn Sigmundsson, Hafsteinn Þorvaldsson og Birgir Guöjónsson. Fréttatllkynnlng trá FRi Zurbriggen og Figini í efsta sæti iSviss Skíöastjörnurnar Pirmin Zur- briggen og Michela Figini, voru kjörin irþóttamaöur og fþrótta- kona ársins í Sviss 1985. Þaö voru íþróttafréttamenn í Sviss sem stóöu aö þessu kjöri. Zurbriggen er einn fremsti skiöamaöur heims og er jafnvígur á allar greinar alpagreina. Hann varö tvöfaldur heimsmeistari á síöasta heimsmeistaramóti og var í ööru sæti yfir stigahæstu menn i heimsbikarnum í alpagreinum. Figini er handhafi heimsbikars- ins í kvennaflokki og haföi hún talsverða yfirburöi yfir aöra kepp- endur í kennaflokki. * 100 ÁRA AIMTJill) eftir Brian Pilking- ton og Þráin Bertelsson. Barnabókin sem sló í gegn á síðasta ári og hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta barnabókin 1984. Þessi bók hefur nú þegar verið þýdd á nokkur tungumál og er komin út í Danmörku. Vönduð bók handa vandlátum lesendum. Verd kr, 385r ÞAÐVAROG.. • Úrval útvarpsþátta Þráins Bertelssonar, sem notið hafa fádæma vinsælda undanfarin ár. I þessum þáttum sem birtast nú á prenti í fyrsta sinn kemur Þráinn víða við og fjailar um ýmsar hliðar mannlífsins á sinn einlæga og glettna hátt. Verd kr. 1095r c _»

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.