Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 40
40_____ Pólland MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. DESEMBER1985 Opið bréf til Brandts falsað Varsjá, Póllandi, 20. desember. AP. LEIÐTtXlI í neðanjarðarhreyfingu Einingu, hinni bönnuðu verkalýðshreyf- ingu Póllands, Kornel Morawiecki, hefur neitað að hafa sent Willy Brandt, fyrrum kanslara Vestur-Þýsklands opið bréf, sem birtist í vestur-þýska fréttablaðinu Die Welt. Hann er ásakaður af stjórnvöldum fyrir að hafa gerst svikari við þjóðarhagsmuni Póllands, en í bréfinu er Brandt gagn- rýndur. Segir Morawiecki að bréfið sé falsað, en það birtist undir hans falsað bréfið, en það hafi augsjá- anlega verið gert til þess að varpa rýrð á Einingu. í bréfinu er lýst yfir stuðningi við hugmyndir um sameiningu Þýskalands og baráttu gegn kom- múnisma. Jerzy Urban talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar réðst harkalega á Einingu á fundi með fréttamönnum og sagði að með þessu væri verið að gefa kröfum Þjóðverja til landsvæða sem komu í hlut Póllands eftir síðari heims- styrjöldina undir fótinn. Suður-Afríka: 9 flóttamenn ráðnir af dögum — Jarðsprengja verður tveimur börnum að bana 1 yfirlýsingu frá Morawiecki segir að hvorki hann né nokkur annar leiðtogi Einingar hafi skrif- að bréfið, né vitað um innihald þess. Þá segist hann ekki hafa neinar upplýsingar um hver hafi Flórída: Topplausum leyft að sóla sig Miamiströnd, Flórída, 20. deaember. AP. AÐ kvenfólk fái að bera brjóst sín og leyfa þeim að njóta sólarinnnar á almennum baðströndum myndi auka straum evrópskra ferðamanna til Flórída og gefa ríkinu heims- borgaralegan blæ, að mati fyrrver- andi borgarstjóra í fylkinu. Leifar rússneskrar loftvarnarbyssu _ PanjHberdalurinn, Afganistnn, 20. deaember. AP. Atökunum í Afganistan linnir ekki. Hér skoða skæruliðar leifarnar af rússneskri loftvarnarbyssu sem þeir sprengdu í loft upp skömmu áður. Jbhannesarborit, 20. desember. AP. NÍU suður-afrískir pólitískir flóttamenn voru drepnir í Lesotho á fóstudag og tvö börn létu lífið er jarðsprengja sprakk í grennd við landamæri An- góla. Stjórnin f Lesotho hefur ásakað suður-afríska herinn fyrir að senda víkingasveit vopnaða byssum með hljóðdeyfum til að ráða flóttamennina af dögum. Herstjórinn í Pretoríu, John Rolt, sagði að hernaðaryfirvöld í landinu „neituðu því alfarið að hafa verið við þetta riðin“. Eins og nú er málum háttað er kvenfólki bannað að vera í sólbaði sig án brjóstahaldara í Flórída. Hóteleigendur margir hverjir, styðja þá tillögu að banninu verði aflétt. „Við þurfum þess nauðsyn- lega,“ segir einn þeirra. Ef við viljum raunverulega fá Evrópubúa til okkar, þá getum við ekki hafnað siðum þeirra. Þeim er eins óþægi- legt að sólbaða sig kappklæddir og okkur að afklæða okkur." Flestir flóttamenn í nágranna- ríkjum Suður-Afríku hafa barist gegn aðskilnaðarstefnu og margir þeirra eru meðlimir Afríska þjóð- arráðsins, sem eru stærstu skæru- liðasamtök landsins. Tvö svört börn létu lífið í Namibíu er jarð- sprengja sem þau höfðu fundið sprakk í höndum þeirra. Atburður- inn varð í Okahao, um 40 km frá landamærum Angóla. Talsmaður hers Suður-Afríku sagði að sprengjan hefði verið af sovéskri gerð. Skæruliðasamtök alþýðu í Vestur-Afríku hafa haft aðsetur í Angóla og hafa rekið þaðan skæru- hernað gegn yfirráðum Suður- Afríku á námuvinnslusvæðum við landamærin. Hinar nýju tilskipanir stjórnar- innar í Suður-Afríku veita hernum víðtækt vald til að framkvæma húsleit og fangelsa fólk í því skyni að viðhalda aðskilnaðarstefnu, að sögn stjórnarandstöðuflokks hvítra í landinu. Talsmaður stjórn- arinnar hefur fullyrt að ekkert nýtt felist í þessum tilskipunum sem tóku gildi í síðustu viku. Stjórnarandstaðan fullyrðir hins vegar að herlög sem hingað til hafa takmarkast við þrjátíu héruð í Suður-Afríku hafi nú öðlast gildi um allt landið. húsgagnasendingar frá Þýskalandi leður og tausófasett Stálstólar með leðri, barstólar, eldhússett og unglingahúsgögn Opiðtilkl. 10 BOKGAK- HÚSGÖGn Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Símar: 686070 og 685944. Flugslysið í Japan: Júmbóþotan rakst tvisv- ar á fjalls- hryggi Tokýó, 20. desember. AP. KOMIÐ hefur í Ijós aó Japanska Júmbóþotan sem rakst á fjallshlíó í ágúst með þeim afleiðingum að nær allir sem voni um borð létu lífið hafði tvisvar rekist niður á fjalls- hryggi áður en hún brotlenti og flugmennirnir reynt að hækka flug- ið í örvæntingu, að sögn japanska samgöngumálaráðuneytisins. 524 manns voru með þotunni og komust einungis 4 lifs af, allir mikið slasaðir. Mælingar sýna að rúmlega kílómetri er milli fjall- hryggsins þar sem þotan snerti fyrst jörðu og staðarins þar sem hún brotlenti. Rannsóknarmönn- um hefur enn ekki tekist að finna orsök flugslyssins en skýrslur sem gefnar hafa verið út upplýsa að þrýstingsskilrúm aftast í farþega- rými gaf sig eftir að flugvélin var komin á loft með þeim afleiðingum að vökvastýrikerfi í stélhlutanum urðu óvirk og flugmennirnir misstu stjórn á þotunni. Flug- mönnunum tókst að snúa við og ætluðu að reyna að nauðlenda í Tókýó. Þeim tókst að halda vélinni á lofti I hálfa klukkustund, þar til hún rakst á fjallshlíð rúmum 100 km norðvestur af borginni. ERLENT, AP/Sfnuunyad Einræði Pinochets mótmœlt Chilebúar una illa einræðisstjórn Pinochets hershöfðingja og eru mót- mæli tíð. Á Mannréttindadaginn söfnuðust um 150 manns saman fyrir utan mannréttindaskrifstofu kaþólsku kirkjunnar og hrópuðu ókvæðis- orð um herstjórnina en fyrr en varði kom lögreglan á vettvang og tvístraði hópnum. Voru nokkrir handteknir. Thatcher runnin þjóð- inni í merg og bein London, 20. doxember AP. MARGARET Thatcher, forsætisráð- herra Breta, hefur svo sterkan per- sónuleika, að hana þekkir jafnvel andlega vanheilt fólk, sem hvorki veit hvar það er né hvert það er. Þrír breskir læknar skýrðu frá þessu í dag. Niðurstöður læknanna, Ian Deary, Simon Wessely og Michael Farrell, birtust í „Breska læknablaðinu" undir fyrirsögninni „Minnistap og frú Thatcher". Segja þeir frá þremur athugunum, sem gerðar voru á 114 sjúklingum á tveimur sjúkrahúsum í London á alllöngum tíma, eða frá 1961 til 1985. Var það tilgangurinn að fylgjast með elli- glöpum fólksins og minnistapi og var m.a. spurt um hver sæti nú á hásæti i Englandi og hver væri forsætisráðherra. í ljós kom, að margir sjúkling- anna mundu eftir Elísabetu II, Englandsdrottningu, en þó miklu fleiri eftir Thatcher. Sumir, sem gátu jafnvel ekki munað sitt eigið nafn, voru með forsætisráðherr- ann núverandi alveg á hreinu. Deary, sem starfar við sálfræði- deild Edinborgarháskóla, kvaðst ekki vilja draga pólitískar ályktan- ir af niðurstöðunum en taldi þó, að skýringin gæti verið sú, að Thatcher væri kona, sem vissi hvað hún vildi, segði annaðhvort af eða á. Við hennar hlið virtust aðrir fremur hversdagslegir. Sagði hann, að í hugum margra væri Thatcher og Bretland eitt og hið sama, hún væri persónugervingur Britanniu, Ránarkvendsins með þríforkinn og skjöldinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.