Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. DESEMBER1985 61 Eg verð nú satt að segja að viðurkenna að ég. skil ekkert í ykkur ís- lendingum að hafa ekki fyrir löngu ráðizt gegn tannskemmdum og útrýmt þeim, a.m.k. að mestu leyti. Það er áreið- anlega vandalítið að bjarga ís- lenzkum tönnum — þið eruð svo ötul í öllum framkvæmdum, byggið hús og leggið brýr og vegi um þetta Dr. Louis W. Ripa og Ólafur Höskuldsson barnatannlæknir. Með flúorblöndun í drykkj- arvatn er unnt að útiloka tann- skemmdir að mestu leyti — segja Louis W. Ripa og Ólafur Höskuldsson land sem vissulega gerir kröfu til þess að duglega sé tekið til hendi. Á sama hátt ætti ykkur ekki að verða skotaskuld úr því að útrýma þeim ófögnuði sem tannskemmdir eru.“ Þetta sagði Louis W. Ripa, pró- fessor við barnadeild tannlækna- skólans við State University of New York, en hann var fyrirlesari á Ársþingi Tannlæknafélags ís- lands og flutti þar erindi um ný viðhorf 1 vörnum gegn tann- skemmdum. Hann fjallaði um eðli tannskemmda, notkun og áhrif efna sem notuð eru til að hlífðar- húða bitfleti tanna, svo og um notkun flúors til að sporna við tannskemmdum. „Það er ekki vafamál að þegar á heildina er litið er hægt að koma í veg fyrir tannskemmdir að mestu leyti með því að blanda flúor í drykkjarvatn þar sem það er fram- kvæmanlegt og með því að gefa flúortöflur eða sjá til þess með öðrum hætti að fólk fái flúor þar sem því verður ekki við komið að blanda því í vatnið. Flúorblöndun í drykkjarvatn er einungis raun- hæfur kostur í þéttbýli eða þar sem vatnsveitur eru, en það er enginn vandi að sjá til þess að fólk fái nægilegt magn af þessu nauðsyn- lega efni með öðrum hætti. Varð- andi flúor er nauðsynlegt að hafa í huga að þetta efni fyrirfinnst í öllu vatni sem haft er til drykkjar en það er þó mismunandi mikið. Það er einmitt magnið sem ræður úrslitum um það hvort flúor í drykkjarvatni nægir til þess að varna tannskemmdum, og hér á landi þarf með öðrum orðum að bæta því í vatnið til til þess að slíkur árangur náist." „En nú hefur sá möguleiki að blanda flúor I drykkjarvatn stund- um verið til umræðu hér á landi en mikil andstaða við slika ráðstöf- un hefur komið í veg fyrir að flúor- blöndun kæmist til framkvæmda ef undanskilin er tilraun sem gerð var í Vestmannaeyjum. Hver eru rökin sem liggja að baki svo öflugri andstöðu?" „Vísindaleg rök eru engin, alls engin,“ sagði dr.Ripa, „og það er ástæða til að undirstrika það rækilega að gegn flúorblöndun í drykkjarvatn eru engin haldbær rök. Það er í rauninni óskiljanlegt að þeim aðilum sem harðast hafa barizt gegn flúorblöndun í drykkj- arvatn skuli hafa orðið svo mikið ágengt, ekki aðeins hér á landi heldur einnig í mörgum öðrum löndum." „Er einhver skýring á því hvers vegna við íslendingar stöndum illa að vígi þegar heilbrigði tanna er annars vegar?“ Að þessu sinni er það Ólafur Höskuldsson barnatannlæknir sem verður fyrir svörum en hann var á sinum tíma nemandi dr. Louis W. Ripa í Bandaríkjunum: „Það má hugsa sér ýmsar skýr- ingar á þvi, m.a. þá að við íslend- ingar virðumst sem hópur vera býsna skeytingarlausir um heilsu- far okkar. Kannski höldum við að við stöndum betur að vígi en aðrar þjóðir, séum yfirleitt hraustari, öndum að okkur heilnæmara lofti og séum að mestu lausir við meng- un. Þetta er að vlsu ágizkun en það er staðreynd að íslendingar telja sig heilbrigðari en aðrar þjóðir og benda oft á í þvi sambandi að líflík- ur þeirra séu meiri en gerist í ná- grannalöndunum enda sé meðal- aldur hér hærri en þar. Hins vegar held ég að skilningur almennings hér á landi sé að aukast á því að það er ómenning að tannskemmdir skuli vera svo miklar hér sem raun ber vitni g raunar miklu meiri en í nágrannalöndunum. Skilningur fer líka vaxandi á því að það sé ekki bara hlutverk lækna að koma til skjalanna þegar í óefni er komið, m.ö.o. að reyna að bjarga þvf sem bjargað verður þegar menn hafa beðið tjón á heilsu sinni, held- ur að koma í veg fyrir að þeir geri það,“ sagði ólafur Höskuldsson. Næstu spurningu er beint til dr. Lous w. Ripa, þ.e. hvort tannlækn- ar sjái ekki fram á atvinnuleysi ef komið verði í veg fyrir tann- skemmdir með opinberum aðgerð- um: „Nei, það held ég sé alveg ljóst að tannlæknar muni eftir sem áður hafa nóg að starfa þótt okkur takist að mestu að útiloka tann- skemmdir. Enn sem komið er kunnum við ekki ráð til að útiloka tannvegssjúkdóma, þ.e. tannholds- bólgur og aðra óáran. Þá má nefna hlífðarhúðun á bitfleti sem er mjög árangursrík aðferð til að koma í veg fyrir tannskemmdir. Hana geta ekki aðrir en tannlæknar framkvæmt. Hlifðarhúðunin gegn- ir þvi hlutverki að loka hinum hrufótta bitfleti tannanna og koma þannig í veg fyrir að tennurnar skemmist innan frá. I bitfletinum eru spurungur sem oft geta orðið mjög djúpar og í þeim eru skilyrði til bakteríugróðurs sem síðan leiðir til tannskemmda.” Spurningunni um það hvernig unnt sé að koma í veg fyrir tann- skemmdir þar sem flúorblöndun drykkjarvatns sé ekki framkvæmd svaraði ólafur Höskuldsson á þessa leið: „Sjálfur á ég fimm börn og þau eru með óskemmdar tennur. Ef til vill segir það sina sögu að þau hafa fegið flúortöflur og tennurnar hafa verið burstðar með tannkremi sem innheldur flúor. Sælgætis- neyzlu hefur verið haldið í lág- marki. Þvi má bæta við að börn eru ekki fær um að sjá sjálf um tannburstunina fyrr en þau hafa náð 6—7 ára aldri. Fyrr valda þau ekki verkefnum sem krefjast ná- kvæmni og vandvirkni, og það gerir tannburstun svo sannarlega. Það hefur færzt í vöxt að fylgt sé þeirri reglu að börn fái aðeins sælgæti einu sinni i viku. Þessi regla er til fyrirmyndar og hana ætti að við- hafa á öllum heimilum. Það er auðveldara að fylgjast með því að tennurnar séu burstaðar nægilega vel einn dag i viku en alla daga vikunnar.“ „En þar sem allir hafa aðgang að flúortöflum — er þá ekki nóg að gefa þær börnunum til að varna tannskemmdum?" Þeir Louis W. Ripa og ólafur Höskuldsson eru á einu máli um að sú hafi ekki orðið raunin. „Það má ekki gleyma því að mannlegt eðli er alltaf samt við sig. Foreldrar eru mismunandi samvizkusamir og það er einfald- lega ekki raunhæft að gera ráð fyrir þvi að allir foreldrar muni alltaf eftir því að gefa öllum börn- um flúortöflur. Reynslan hefur sýnt að það eru einungis sumir forráðamenn barna sem rækja ummönnun barna sinna af kost- gæfni, þar á meðal þann þátt er varðar tannvernd," sagði ólafur Höskuldsson. „Það er einmitt af þessari ástæðu sem tannlæknar um viða veröld leggja svo mikla áherzlu á að flúor sé blandað í drykkjarvatn hvar sem því verður við komið. Við erum þá að hugsa um þau börn sem ólíklegt er að fái flúortöflur reglulega. Með flúorblöndun í drykkjarvatn er unnt að tryggja að öll börn á til- teknum svæðum fái nægilegt flú- ormagn. Með flúorblöndun er ekki verið að ráðast á friðhelgi einka- lífsins, eins og stundum hefur verið haldið fram, — ekki frekar en þegar opinberir aðilar gefa fyrir- mæli um notkun öryggisbelta eða um ónæmisaðgerðir vegna smit- andi sjúkdóma," sagði Louis W. Ripa að endingu. 1 mg er æskilegt flúormagn en er víða 0,1—0,2 mg á íslandi — segir Börkur Thoroddsen tannlæknir Islenzkir tannlæknar hafa á liðnum árum verið eindregn- ir talsmenn þess að blanda flúor í drykkjarvatn í því skyni að varna tannskemmd- um. formaður Ársþings- og endur- menntunarnefndar Tannlæknafé- lags Islands er Börkur Thoroddsen. Spurningu um eiginleika flúors og hugsanlega hættu af völdum neyzlu þessa efnis svarar hann á þessa leið: „Flúor er snefilefni en svonefnd snefilefni eru nauðsynleg til að viðhalda heilsu manna Dæmi um slík efni eru zink, kopar, kóbalt, króm, joð og ekki sizt flúor. ÖU eiga þessi efni það sameiginlegt að hæfi- leg neyzla þeirra nemur einungis nokkrum milligrömmum á dag, en skortur á þeim veldur truflun á eðlilegri líkamsstarfsemi. Sé þess- ara snefilefna hins vegar neytt í of miklum mæli geta þau valdið eitrun, og þar er flúor vitaskuld ekki und- anskilið. Til skamms tíma var litið vitað um snefilefni og eiginleika þeirra en á undanförnum árum hafa vísindin leitt í ljós nýja vitneskju um magn þeirra í fæðunni og umhverfinu og um áhrif þeirra á borkur Thoroddsen Unnæknir. starfsemi líkamans. Ætla má að fleiri snefilefni en ég hef nefnt hér verði uppgötvuð í framtíðinni. Hvað flúor viðvíkur sérstaklega, þá er það nauðsynlegt svo bein- og tann- myndun verði eðlileg. Flúorskortur gerir það að verkum að sýrur vinna auðveldlega á glerungi tanna og því er það að flúorskortur í fæðu eða umhverfi orsakar tannskemmdir. Þvi má bæta við að hugsanlega á flúorskortur sinn þátt í beinþynn- ingu.“ „Nú hefur komið fram að flúor sé að finna i öllu vatni. Hversu mikið flúor þarf að vera i vatninu til þess að það geti varnað tann- skemmdum?" „Það er rétt að i öllu vatni er flúor en magnið er mjög mismunandi. Á íslandi er vatnið flúorsnautt og inniheldur yfirleitt ekki nema 0.1— 0.2 milligrömm i hverjum litra. Eðlilegt og æskilegt magn er hins vegar talið vera um 1 milligramm á lítra þannig að það er langur vegur frá því að við fáum nægilegt magn úr því vatni sem við neytum. Stund- um heyrist því fleygt að við íslend- ingar fáum það flúor sem við þurf- um á að halda úr sjávarfangi, en í sjónum er hæfilegt magn flúors, þ.e. 1—1.5 milligrömm í hverjum lítra. Því er talsverður flúor í öllum sjávardýrum. Það gleymist bara að eins og í öðrum dýrum sezt flúor í sjávardýrum nær eingönguí bein og tennur og því er það flúormagn sem við fáum úr fiskinum hverfandi.“ „Flúor-innihald í fæðunni er yfir- leitt mjög lítið og er þá nánast sama um hvaða fæðutegundir er að ræða. Undantekningin er te. I því er mikið flúormagn." „Fyrst það er viðurkennd vísinda- / y leg staðreynd að með því að auka flúor-neyzlu, t.d. með því að flúor- bæta dyrkkjarvatn, sé unnt að draga mjög úr tannskemmdum, hvers vegna er flúor þá ekki sett í drykkjarvatn þar sem því verður við komið?“ „Tregða stjórnvalda til þess að gera þessa sjálfsögðu varnarráð- stöfun er okkur tannlæknum lítt skiljanleg. Þó fer ekki hjá því að það hvarfli að manni að þessi tregða stafi af ótta við andstæðinga flúors sem er sérlega háværir og fram úr * % hófi pennaglaðir. Það er ekkert við því að segja að barizt sé ötullega gegn mengun og skaðlegum auka- efnum í matvælum, en það er afar óheppilegt að skortur á snefilefninu flúor skuli hafa dregizt inn í um- hverfismálaumræðu fyrir hreinan misskilning. Baráttuaðferðir og málflutningur ýmissa flúor- andstæðinga eru svo öfgakennd að ég álít hegðun þeirra sumra verðugt rannsóknarefni í sjálfri sér. Mér sem tannlækni finnst persónulega hart að þurfa að sitja undir þvi að vilja eitra dyrkkjarvatn allrar þjóð- arinnar, en slík brigzl hafa m.a. heyrzt í umræðunni um flúor. Þeir sem beita fyrir sig slíkum rökum og hafna algjörlega vísindalegum staðreyndum eru auðvitað ekki marktækir í umræðum um þjóð- þrifamál. Slikum aðilum hefur því miður tekizt að rugla almenning í ríminu og fá stjórnmálamenn til að tvistiga þannig að ekki hefur orðið af þvi að blanda flúor i drykkjar- vatn. Þvi hafa tannlæknar orðið að grípa til annarra aðgerða til þess að draga úr tiðni tannskemmda. Það hefur tekizt ágætlega, til dæmis i Danmörku, þar sem 30% 12 ára barna i Kaupmannahöfn eru nú með heilar tennur. Það breytir þó ekki ' því að með þvi að blanda flúor í drykkjarvatn þannig að hlutfallið yrði hæfilegt væri mikið unnið og sem dæmi í þvi sambandi má nefna að fyrir hverja krónu sem notuð<;* væri til að flúorbæta vatnið mundu sparast 50 krónur vegna lægri kostnaðar við tannlækningar. Þetta ættu þeir að hugleiða sem mest ræða um nauðsyn sparnaðar varð- andi heilsugæzlu. í þessu sambandi þarf að hafa það i huga að enda þótt tekizt hafi að draga úr tann- skemmdum, t.d. á Norðurlöndum, þá hefur kostnaður við tannlækn- ingar þar ekki lækkað til muna enda þótt fyllingunum hafi fækkað. Þótt hið opinbera taki verulegan þátt í kostnaði við tannlækningar má ekki gleyma þvi að auðvitað koma pen- « ingarnir úr vasa almennings, og þessi sami almenningur gæti sem bezt gert þá kröfu til stjórnvalda að dregið verði úr kostnaði við tannlækningar. Til þess er flúor- bæting drykkjarvatns hentugasta og hagkvæmasta leiðin," sagði Börk- ur Thoroddsen að lokum. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.