Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1986 19 Um fjáraustur til lækna eftirJón Hilmar Alfreðsson Enn hafa læknar komist milli tannanna á fjölmiðlum vegna hreint „ótrúlegra læknataxta". Sú trú virðist furðu lífseig, að læknar séu meðal þeirra, sem beztra lífskjara njóti í þessu þjóðfélagi. Þó fer þeim væntanlega fjölgandi, sem gera sér ljóst, að jafnvel í samanburði við launþega yfírleitt séu læknar ekki sérlega hátt á strái og þurfí frekar að takmarka mannjöfnuð þennan við opinbera starfsmenn, svo lækn- ar hljóti þar nokkum virðingarsess. Tilefni upphlaups að þessu sinni var í raun ekkert stórmál, en þó tókst að gefa því fréttagildi, er Tryggingastofnun ríkisins (TR) til- kjmnti skömmu fyrir jól, að hún hefði stöðvað greiðslur til 30 sér- fræðinga, þar eð óeðlileg hækkun á reikningum flestra þeirra hefði átt sér stað, en allar greiðslur munu hafa verið stöðvaðar, sem vom umfram kr. 200.000.00 á mánuði. Pulltrúar TR höfðu drengskap til að taka strax fram, að í engu tilviki væri meint misferli að ræða. Síðar upplýsti formaður Læknafélags Reykjavíkur, að hér væri ekki um laun til lækna eingöngu að ræða, heldur væri rekstrarkostnaður af stofum þeirra meðtalinn, en hann er um 50% til jafnaðar. Þá var minnt á, að skil lækna á sköttum séu góð og þar sem þeir eru í efri stigum hins opinbera launaskala, greiða þeir ekki undir 50% af nettó- tekjum í opinber gjöld. Nú er engu að síður ljóst, að um óeðlilega hækkun var að ræða hjá þorra þessara 30 lækna, og þegar málið var skoðað, varð skýringin augljós. Þessi mikla hækkun var bundin við vissar sérgreinar og starfaði af ofmati á vissum liðum í nýrri gjaldskrá. Samningsaðilar vinna nú að endurskoðun á þessum liðum og raunar víðtækari lagfær- ingum á gjaldskránni, og þegar er ljóst, að þessir reikningar lækka verulega. Læknar hljóta fyrir sitt leyti að bera ábyrgð á gerð gjaldskrárinnar. Það er mikið verk, og einkum er vandasamt að meta vægi einstakra liða innbyrðis. Hliðsjón af erlendum töxtum kemur að takmörkuðu haldi, því þeir eru hver öðrum frá- brugðnir. Þess var því að vænta, að annmarkar kæmu í ljós, þegar farið yrði að vinna eftir nýrri gjald- skrá. Önnur ástæða til þess, að læknar hafa fallist á endurskoðun, er sú, að þeir vilja að sjálfsögðu stuðla að jöfnuði kjara sín á milli, eftir því sem tök eru á. Nú starfa 280 læknar fyrir TR, en mjög mismikið, allt frá nokkrum stundum í viku og upp í langan vinnudag. Jöfnun- artölur hafa því takmarkað gildi, en eru auðfundnar. Vegna fyrir- spumar á Alþingi liggja nú fyrir tölur um greiðslur TR vegna sér- fræðilæknisþjónustu utan spítala. Samkvæmt þeim eru meðalmánað- arlaun til læknis greidd af TR, eftir að rekstrarkostnaður hefur verið reiknaður, en fyrir skatt um kr. 25.000.00. Þetta eru nú öll ókjörin, sem þessir menn kosta almanna- tryggingar og gefíð hefur verið í skyn, að ógni velferðarríkinu. Sérfræðilæknisþjónusta utan sjúkrahúsa er veigamikill þáttur í heilbrigðiskerfínu og spannar að sjálfsögðu allt landið, enda þótt flestir Iæknar hafí aðsetur í Reykja- vik. Heilbrigðiskerfíð skiptist í tvennt; það sem er innan og utan sjúkrahúsa. Hið síðamefnda grein- ist aftur í tvennt; sérfræðilæknis- þjónustu og heimilislæknisþjónustu. Kostnaður TR við sérfræðiþjón- Jón Hilmar Alfreðsson „Öll málefnaleg- um- ræða um heilbrigðismál er til góðs og mætti vera meiri. Hvernig væri t.d. að athuga lyfjakostnaðinn í landinu og hvað gera mætti á því sviði til sparnaðar... vemdar og tveggja af þremur stærstu rannsóknastoftiunum landsins, þ.e. á Borgarspítala og Landakotsspítala. Sé gert ráð fyrir að hver þessara stofnana kosti 10 milljónir króna á umræddu tímabili og sá kostnaður ekki meðtalinn, eins og eðlilegra er í þessu sam- bandi, verða útgjöld TR vegna sér- fræðilæknisþjónustunnar í landinu 140 milljónir fyrstu 10 mánuði árs- ins 1985. Það fer eftir viðmiðun, hvort þetta þykir mikið eða lítið. Minna má á, að allt heilbrigðiskerfíð kostar ríkið væntanlega 5.000 millj- ónir árið 1986, og sýnt er, að megnið af þessum 5 milljörðum fer til spítalanna. Hin fyrri upphæðin sýnist nú ekki stór miðað við þessa, enda er hún ekki hóti hærri en TR greiddi í vangoldin bamsmeðlög á sl. ári, en samkvæmt blaðafregn nýlega vom það 140 milljónir. Nú er það ekki álit undirritaðs, að ekki þurfí að gæta aðhalds í sérfræðilæknisþjónustunni og eflaust má betur gera í hagræðingu. Það er brýnt að gæta sparnaðar á öllum sviðum, til þess að fjármun- imir komi að sem beztum notum. A það má benda í þessu sambandi, að sérfræðilæknisþjónustunni, eins og hún er rekin nú, er innbyggður hvati til spamaðar, en það er nokk- uð, sem enn hefur ekki tekizt að byggja inn í spítalareksturinn, þrátt fyrir viðleitni hæfustu manna. Að endingu vil ég láta í ljós þá von, að hér hafí ekki verið hallað réttu máli og að einhverjir séu fróð- ari eftir en áður. Öll málefnaleg umræða um heilbrigðismál er til góðs og mætti vera meiri. Hvemig væri t.d. að athuga lyfjakostnaðinn í landinu og hvað gera mætti á því sviði til spamaðar með hag- kvæmum innkaupum og innlendri framleiðslu? Hlutur TR í lyflakostn- aði á sl. ári hefur verið hátt í 700 milljónir króna. Höfundur er læknir í Keykja vík og formaður Sérfræðingafélaga lækna. 85 sóttu um nafnbreytingn ustuna árið 1985 var um 170 millj- ónir króna fyrstu 10 mánuðina, en tölur liggja ekki fyrir um tvo síðustu mánuði ársins. Inni í þessum gjalda- lið er kostnaður við rekstur Hjarta- ALLS sóttu 85 einstaklingar um nafnbreytingu, samkvæmt lög- um um nafnbreytingu frá 1985. Var þar aðallega um að ræða útlendinga, sem gerst hafa ís- lenskir ríkisborgarar á timabil- inu 1952 til 1984. Dómsmálaráðuneytið auglýsti í haust heimild til nafnbreytinga samkvæmt lögunum frá 1985 og rann frestur út um áramótin. Þeim sem áður höfðu fengið íslenskt rík- isfang með lögum, með því skilyrði að þeir breyttu nöfnum sínum í samræmi við ákvæði þeirra laga, var gefín heimild til að breyta nöfii- um sínum þannig að þau samræmd- ust ákvæðum nýrra laga frá 1985. Þau lög hljóða svo: „Nú fær maður, sem heitir erlendu nafni, íslenskt ríkisfang með lögum og skulu þá böm hans fædd síðan heita íslensk- um nöfnum, samkvæmt lögum um mannanöfn, en hann skal, þá er hann hlýtur íslenskt ríkisfang, taka sér íslenskt eiginnafn ásamt því sem hann ber fyrir. Honum skal þó heimilt, ef hann kýs heldur, að breyta svo eiginnafni sínu, að það fullnægi kröfum um mannanöfn." Þorri nálgast! : ÉlSf f ktthasf-'á09 Fyrr en varir er þorri genginn í garð. Til sjávar og sveita þarf að halda hin árvissu þorrablót. Múlakaffi hefur að venju undirbúið sig undir komu þorra. Allar þorra-ámur í kalda búrinu eru fullar af úrvals þorramat. Múlakaffi biður hina fjölmörgu viðskiptavini nær og fjær að gera tímanlega viðvart og býður nýja viðskiptavini velkomna í þann góða hóp. Það er engin spurning og það er reynsla þúsunda, nú um langt árabil, að þorramaturinn úr Múlakaffi er í sérflokki. Já, svo einfalt er það! V HALLARMÚLA SÍMI 37737 og 36737 MMMHNMÉlÍÍMÍMMill rrff*1—wiawr*1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.