Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 „ Mamma er -föst í umfer&ateppunni \ miíSbðenum, að bíÖa eftir dtcxttcxrbll." *> TM flaa. U.S. Pat Otf.—all rights resetvad •1882 Loa Angataa Tlmaa Syndicata . . . að gefa henni eftirrétt. Áster... Hvaða æsingur er þetta? — Strákamir eru í Indíánaleik hér fyrir utan! Gleymska þín fer dagvax- andi og í gær varð ég sjálf- ur að muna eftir afmælis- degi konunnar minnar? HÖGNI HREKKVlSI „ÞÚjKEMST ALPR.EI { SA MA PVNGPARFLOKLK- 0G SP(Kl/,, Stjórnarráðshúsið — eitt dýrð- legasta hús íslenskrar sögu Til Velvakanda. I Morgunblaðinu 4. þ.m. er grein þar sem „Dagfari" vill fyrir hvem mun koma æðstu stjóm ríkisins úr núverandi stjómarráðshúsi af því að það hafi upphaflega verið byggt sem tukthús og því sé „áreiðanlega ekki hollt að halda ríkisstjómar- fundi í þannig andrúmslofti." En þar sem mér finnst þessi stefna 180 gráður frá þeirri réttu langar mig að leggja nokkur orð í þennan belg. Mér finnst sem sé, að æðsta stjóm ríkisins eigi hvergi að vera til húsa annarsstaðar en einmitt þama og að þetta sé eitt dýrðlegasta hús ís- lenskrar sögu. Það er byggt um 1770 til þess að hýsa barða og brennimerkta þræla, en á aðeins einni öld tókst þjóðinni að breyta hlutverki þess svo, að þegar Kristján konungur 9. færði okkur stjómarskrána 1874 var þetta hús aðsetur hans. Árið 1904 hafði sjálfstæðisbar- átta okkar borið þann árangur, að við fengum íslenskan ráðherra og ráðuneyti, sem settust að í þessu húsi. Það stóð og slíkur gustur um Hannes Hafstein að vel hefði mátt nægja til að bæta ögn andrúmsloft- ið í svo sem einu eða tveim her- bergjum þess gamla tukthúss. Sjálf- ur var hann heldur ekki meira fyrir lognið en svo að hann sagðist elska storminn, „sem geisar um grund" af því að hann „loftilla, dáðlausa lognmollu hrekur og lífsanda starf- andi hvarvetna vekur." í árslok 1918 var því lýst yfir, af dyrapalli þessa húss, að ísland væri frjálst og fullvalda ríki og af flaggstöng þess blakti íslenski fáninn í fyrsta sinnyfir frjálsri þjóð. I júní 1941 var haldinn þar fyrsti ríkisráðsfundur með íslenskum þjóðhöfðingja og 1944 var þetta hús hreint ekki utan atburða sögunnar þó það væri ekki miðpunktur henn- ar. Ekkert annað hús á landinu hróp- ar jafnt hátt, í þögn sinni, um vegferð íslensku þjóðarinnar frá því að vera barið og brennimerkt þý til þess að setjast á bekk með hinum ágætustu. Getur þjóðin verið stoltari af öðru en að geta boðið forseta sínum sæti í slíku húsi? Getur forsetinn verið ánægðari með annað sæti? Þegar það bætist svo við dýrð sögunnar að um sfðustu vetumætur sýndi það sig, að innan þessara gömlu veggja er nú það vopn, sem eitt er fært um að tiyggja að mis- vitrir stjómmálamenn ijúki ekki upp í augnabliks skammsýni og smíði nýjar hnútasvipur á þjóðina og því vopni er beitt af jafnmikilli vígfími og þá var gert er öruggt, að þjóðinni munar ekki aftur á bak heldur nokkuð á leið. Gunnar Markússon Stjórnarráðið úr hegn- ingarhúsinu í Safnahúsið TDVehikudi. Ætli það aé ekki einsdæmi okkar sumir væru píndir til bana. Ætli vil fá stjórnarráðið þangað því þar lslendinga að hýsa æðstu stjórn- eimi eftir af þessu i andrúmi húss- hlýtur að vera gott og menningar- völd landsins i gömlu tukthúai? ins? Þá er það varla heppilegur legt andrúmsloft. Hæstiréttur En það vita vist flestir að stjórnar- samastaður fyrir stjórnvöldin pg getur held ég verið þar sem hann róðið við Lækjargötu var byggt af ireiðanlega ekki hollt að halda er. En við íslendingar eigum ekki nýlenduherrum okkar, nefnilega ríkisstjórnarfundi í þannig and- að hafa forsætisráðuneytið i af- Dönum, sem begningarhús og þar rúmslofti. dönkuðu dönsku tukthúsi. Og sist hiröust afbrota- og ógæfumenn um Þú birtir á dögunum greinar- af öllu tugthúsi með fortið sem áratugi. Svo ill var vistin í þessari korn þar sem ýjað var að því meö hegningarhúsið gamla við Lækjar- dyflissu að fangar dóu þar af Safnahúsið við Hverfisgötu að þaö götrf^ harðræði og vosbúð, og sagt að ætti að taka undir hæstarétt. Ég Dagfarí Víkverji skrifar Við flutning Verzlunarskóla ís- lands í nýja húsnæðið við Ofanleiti hefur þetta nýja hverfi, sem skólinn er staðsettur í og tak- markast af Miklubraut í norðri, Hvassaleiti í austri og Kringlumýr- arbraut í vestri, fengið nýtt líf og þar iðar nú allt af mannlífi á hveij- um degi. Brátt kemur að því að Borgarleikhús tekur til starfa í hverfínu, líklegast 1988, og stór- markaður Hagkaups er að rísa. Hefur þá ekki verið minnst á alla íbúana, sem koma til með að búa í hverfinu, en þar þjóta nú upp íbúð- ir fyrir aldraða sem reistar eru á vegum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og fleira. Miðað við svo mikið mannlíf, hlýtur að liggja beint við að Strætis- vagnar Reykjavíkur hefji akstur um hverfið, en þótt undarlegt sé, þá hafa vagnamir enn ekki breytt akstursleiðum sínum fólki til hag- ræðis, sem þangað á erindi. Eins hljóta vagnamir úr Kópavogi og Hafnarfírði að setja upp biðstöð á Kringlumýrarbraut í grennd við hverfíð, því að nú þegar eiga um eitt þúsund nemendur Verzlunar- skólans starfsvettvang í hverfínu. Víkveija er kunnugt um að skóla- stjómin hefur þegar skrifað rekstraraðilum strætisvagnanna og óskað úrlausnar í þessu efni. Von- andi líður því ekki á löngu þar til þessi sjálfsagða þjónusta verður tekin upp við nemendur Ver/.lunar- skólans sem og aðra vegfarendur. XXX Bústaðavegurinn er orðinn mikil umferðargata, ekki sízt eftir að brúin yfir Kringlumýrarbraut var opnuð. Hún er mikil samgöngubót bótt enn þurfi átak til að búa Bú- staðaveginn undir þá miklu umferð sem þar er nú. Hann er bæði of mjór og ennfremur vantar undir- göng svo að böm sem þurfa að fara yfir hann séu eins óhult og frekast er kostur. Það er því eðli- legt, að foreldrar bama í grennd við Bústaðaveg hafi lýst áhyggjum af stómm þyngri umferð um þessa götu og er brýnna úrbóta þörf. Við brúna yfir Kringlumýrar- braut hefur verið komið fyrir ljós- um, sem stöðva umferð um Bú- staðaveg fyrir umferð sem kemur sunnan eftir Kringlumýrarbraut. Miðað við umferðarþunga Bústaða- vegar logar ljósið við vegfarendum um Bústaðaveg allt of stutt og er þörf á að lengja það. Myndi það og jafna umferðarþungan milli þessara nýju gatnamóta og gatna- mótanna Miklubrautar, Kringlu- mýrarbraut, en nú virðist svo sem allt of margir vegfarendur, sem koma að sunnan aki akgreinina til hægri og beygi síðan inn á brúna til vinstri. Þessir ökumenn eiga fleiri valkosti en vegfarendur sem aka Bústaðaveg. XXX A Islendingar hafa undanfama daga verið minntir á hve veröld- in, sem þeir búa í er grimm. Lög- regluþjónar gráir fyrir jámum í skotheldum vestum með hríðskota- byssur hafa staðið vörð á Keflavík- urflugvelli. Astæðan er sú að leyni- þjónusta Israels sendi viðvörun til sænsku leyniþjónustunnar. Henni hafði borist njósn, að alþjóðlegir hermdarverkamenn hefðu sérstak- an augastað á Norðurlöndum og líkur benda til að þeir láti næst til skarar skríða hér um slóðir. Enginn þorir að axla þá ábyrgð að vera ekki viðbúinn hinu versta. Ekki aðeins á íslandi era menn gráir fyrir jámum heldur er sama ástand- ið á öllum Norðurlöndunum. í raun standa menn gjörsamlega máttvana gegn þeim hermdarverk- um, sem skekið hafa heiminn að undanfömu. Bandaríkjastjóm hefur sakað stjómvöld í Libýu fyrir að hafa haldið vemdarhendi yfir hermdarverkamönnum og að for- setinn þar, Gaddafi, hafi jafnvel flármagnað grimmilega baráttu hermdarverkamanna, sem einskis svífast og drepa blásaklaust fólk á almannafæri. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að beita efnahagslegum refsiaðgerðum gagnvart Líbýu og óskað eftir því að aðrar þjóðir styðji sig í því. Aðeins tvær þjóðir hafa ákveðið að styðja Bandaríkjamenn í þessari baráttu þeirra við líbýsk stjómvöld, ítalir og Kanadamenn. Kannski lýsir þetta best, hve mátt- vana menn era gagnvart þessum ófögnuði, menn hafa ekki trú á að aðgerðir sem þessar hafi þau áhrif sem ætlast er til. John Stuart Mill skrifaði í bók sinni um frelsið fyrir nær 140 áram, þegar hann fjallaði um misbeitingu valds, orð sem eins gætu hafa verið skrifuð í gær: „Allir menn, jafnt yfirvöld sem almenningur hafa til- hneigingu til að þröngva eigin skoðunum og tilfinningum að öðr- um mönnum. Og þessi tilhneiging nýtur svo öflugs stuðnings ýmissa bestu og verstu þátta mannlegs eðlis, að vanmáttur manna er einn um að halda henni í skefjum. En mátturinn minnkar ekki. Hann vex. Og ef menn slá ekki skjaldborg siðferðislegrar sannfæringar um frelsi sitt, þá má búast við því eins og nú standa sakir, að þessi vald- níðsla færist enn í aukana."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.