Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 „Að sjá fólkið að baki tölunum“ •• Rætt við Ogmund Jónasson fréttamann um dvöl hans meðal afganskra flóttamanna Stríðið í Afganistan hefur nú um sex ára skeið verið raun- veruleiki. Allt frá því Sovétmenn réðust inn í Afganistan á annan dag jóla 1979 hafa skæðir bardagar blossað i landinu. Og eins og fyrr er það ahnenningur sem verður harðast úti. Gagnvart okkur Vesturlandabúum hefur þetta stríð birst fyrst og fremst í formi erlendra fréttaskeyta, þar sem greint er frá gangi mála. Fréttir hafa verið með þeim hætti að stríðsaðilar, Sovétmenn og stuðningsmenn þeirra í Afganistan og svo aftur frelsishreyfingar skæruliða, hafa lagt mjög ólíkt mat á gang styrjaldarinnar. Hitt er deginum ljósara að eftir sex ára styrjöld er afg- anska þjóðin orðin hart keyrð. Flóttamenn frá Afganistan skipta milljónum, oftast nefnd talan fjórar milljónir en I Afganistan bjuggu fyrir stríðið um 16 milljónir manna. Þá er talið að um ein milljón manna hafi fallið í stríðinu. Og enn er straumur út úr landinu. Flestir flóttamannanna flýja til Pakistan en talsverður fjöldi hefur einnig farið yfir vesturlandamæri Af ganistan, til írans. I desember lögðu íslenskir sjónvarpsmenn leið sina til flóttamannabúða Afgana í Pakistan til að kynna sér af eigin raun ástand mála. Morgunblaðið hafði tal af Ögmundi Jónassyni fréttamanni og ræddi við hann um stöðu mála hjá hinnm afgönsku flóttamönnum og á hvern hátt hann skynjaði þær hörmung- ar sem þetta fólk hefur orðið að þola. komandi aðstoð að verulegu leyti og sé dregið úr henni þá leggst starfsemi af þessu tagi af. Eg held að það sé afskaplega erfítt að al- hæfa um þá möguleika sem flótta- menn hafa á því að sjá sér farborða. Við megum ekki gleyma því að við erum að tala um stórt landsvæði og mikinn fjölda manna.“ Þú segir að fólk hafi verið staðráðið í því að snúa aftur til Afganistans um leið og aðstæður breyttust. Er ættjarðarástin rík- ur þáttur í baráttu skæruliða og flóttafólksins eða er annað og meira að baki? „Fólk talaði um Afganistan með eftirsjá og hlýju og allir þeir sem við höfðum tal af sögðust staðráðnir í því að frelsa landið eins og gjaman var komist að orði. Þegar vöngum er velt yfír því hvað þetta stríð snýst um, hvað það sé sem menn eru að veija þá er ljóst að alhæfing- ar ganga ekki. Annars vegar fínn- um við menn sem við myndum kalla ftjálslynda. Þeir eru að veija réttar- ríkið og gildi sem því tengjast. Það var kominn vísir að réttarríki í Afganistan fyrir innrás Sovét- menna. Þar var að fínna dómstóla óháða ríkisvaldi og geðþóttaákvörð- unum. Þetta réttarríki eða vísir að Ögmundur Jónasson er fólkið að flýja. Fólkið er að flýja hemaðinn. Allir þeir sem við hittum höfðu að segja sögur úr stríðinu og allir höfðu orðið fyrir missi. Þeir höfðu misst bræður eða systur, syni eða dætur, foreldra eða aðra nákomna ættingja. Þetta voru ekki áhorfendur að harmleik heldur beinir þátttakendur." Þau svæði sem Ögmundur Jón- asson og ferðafélagar fóru um voru rétt suðaustan megin við landamæri Afganistan. Höfuð- borgin Kabúl, þar sem bardagar hafa verið hvað harðastir eru einmitt á því landsvæði. Ög- mundur var um það spurður hveijar lýsingar hann hefði heyrt frá flóttafólkinu varðandi ástand mála i Kabúl. „Flóttamenn segja að þar ríki ógnaröld. Af frásögnum þeirra má ráða að Sovétmenn haldi Kabúl og flestum borgum og bæjum landsins. Nú hefur þú sem fréttamaður verið allvel kunnugur gangi mála í Afganistan í gegnum erlend fréttaskeyti og hefur miðlað þeim fróðleik til íslenskra sjón- varpsáhorfenda síðustu ár. Hvemig varð þér hins vegar við að koma á vettvang og sjá með eigin augum, hvað þaraa er að gerast? „Ég vissi að sjálfsögðu að þama var að fínna mikinn fjökia flótta- manna enda er jafnan skírskotað til Norðvestur-Pakistans sem stærstu flóttamannabúða heims. Sjálfar flóttamannabúðimar vom hins vegar um margt frábmgðnar því sem ég hafði búist við. Hveijar búðir um sig vom til dæmis ekki eins fjölmennar og ég hafði ætlað og allur lífsmáti flóttamannanna ólíkur því sem ég hafði gert mér í hugarlund. Eftir á að hyggja þykir mér hugtakið flóttamannabúðir að mörgu leyti villandi um aðstæður flóttamanna á þessum slóðum. í mínum huga gefur það mynd af fólki sem gefst við í aðgerðarleysi og bið við bráðabirgðaskilyrði. Flóttafólkinu má reyndar skipta í tvo hópa. Annars vegar em þeir sem dvalist hafa í Pakistan um nokkurt skeið og á þetta við um þorra flótta- mannanna. Þetta fólk hefst ekki við í búðum heldur þorpum sem það hefur reist af mikilli eljusemi. Það stundar margvísleg störf til þess að sjá sér og sínum farborða í þorpunum sjálfum en einnig sækir það vinnu annað. Að sönnu bíður þetta fólk, það bíður eftir því að komast aftur heim en sú bið er ekki í aðgerðaleysi. Hins vegar er um að ræða flótta- fólk sem nýkomið er til Iandsins hijáð og hrakið eftir langt og strangt ferðalag sem í mörgum til- vikum hefur tekið vikur, jafnvel mánuði. Enn er straumur flótta- fólks frá Afganistan og við heim- sóttum einmitt búðir þar sem var að fínna fólk nýkomið yfír landa- mærin. Það liggur við að manni fínnist flóttamannabúðir vera of hátíðlegt orð yfír gatslitin tjöldin og hreysin sem þetta fólk hróflar upp sér til skjóls. í búðunum sem við heimsóttum voru ungböm sem hlutu að hafa fæðst á flótta- göngunni og djúpur alvörusvipur á andlitum fullorðna fólksins bar vott um erfíða daga. Mér þótti aðdáunarvert hvemig þetta fólk hélt reisn sinni við þessar aðstæður. Og sú reisn var ekki lítil. Hér er komið að kjama málsins. Það sem mér þótti merkilegast við að koma á vettvang var að skynja slenskir sjón varpsmenn i Pakistan. þetta fólk sem manneskjur en ekki sem tölfræðilegar stærðir eða flóttamannavandamál eins og það heitir stundum á kaldranalegu máli fréttaskeytanna. Þama sá maður fólkið að baki tölunum. Tölumar byijuðu að anda.“ Hversu lengi hefst fólkið við í bráðabirgðabúðunum? „Það er undir ýmsu komið. Hér koma margir aðilar til hjálpar svo sem yfírvöld í Pakistan, Flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóðanna en einnig má nefna aðrar stofnanir sem reyna að greiða götu fóiksins. Þannig fylgdumst við t.d. með aðstoð norskra hjálparstofnana við fólk sem nýkomið var yfír landa- mærin. Okkur var sagt að fjár- streymi úr alþjóðlegum sjóðum á þessar slóðir hefði minnkað í seinni tíð. Ég geri ráð fyrir því að biðin í bráðabirgðabúðunum fari að nokkru leyti eftir þessu fjár- streymi." Hversu mikla möguleika hefur fólkið til þess að framfleyta sér sjálft þegar það á annað borð hefur komið sér fyrir? „í kringum þær búðir eða þorp sem við sáum höfðu menn brotið land til ræktunar og þar voru ræktaðar margvíslegar nytjajurtir. Flóttamennimir stunda einnig smá- iðnað af ýmsu tagi og við sáum mörg dæmi þess að námskeið væru haldin í smíðum, bifvélavirkjun og ýmsu öðru þannig að menn voru greinilega að reyna að búa í haginn fyrir framtíðina. Ef eitthvert eitt orð á við um þetta fólk þá er það sjálfsbjargarviðleitni. Hins vegar nægir hún ekki ein sér. Þannig er t.d. námskeiðahaldið háð utanað- réttarríki er ekki lengur fyrir hendi en mikill fyöldi manna er hins vegar greinilega reiðubúinn að fóma miklu í baráttu fyrir lýðræðislegum verðmætum af þessu tagi. Á hinn bóginn eru skæruliðar sem eru fyrst og fremst að beijast fyrir Islam. Trúin var fólkinu greinilega afar hugleikin. Ég man eftir því svo dæmi sé tekið að yfirstjómandi skæruliðaheijanna í norðanverðu Afganistan sagði að baráttu sinni mætti ekki líkja við baráttu Mao Tse Tung eða Che Guevara. Hann sagði: „Það sem greinir okkur frá þeim er að veija Islam“.“ Er það þá Islam sem sameinar fólkið? „Islam er sameiningartáknið en sá sem sameinar er hins vegar sovéski herinn. Fólkið sameinast gegn honum." Eru það fyrst og fremst átökin sjálf, árásir sovéska hernámsliðs- ins sem fólkið er að flýja? „Þegar Sovétmenn réðust inn í Afganistan í árslok 1979 þá höfðu verið þar innanlandsátök um nokk- urra ára skeið. En með tilkomu Sovétmanna mögnuðust átökin og tóku á sig alvarlegri mynd. Nú varð landið allt blóði drifíð. Menn greinir á um hve margir hafí fallið í þessum átökum en þeir skipta að flestra mati hundruðum þúsunda og er talan ein milljón oft nefnd. Þessar tölur segja þó aðeins hluta sannleik- ans. Ekki má gleyma margvíslegu harðræði sem landsmenn hafa verið beittir. Þannig hittum við menn sem kváðust hafa sætt pyntingum. Þá má nefna að ræktarland hefur verið eytt með það fyrir augum að hrekja fólk af vissum svæðum. Allt þetta En skæruliðar fara greinilega allra sinna ferða úti á landsbyggðinni. Þeir þurfa vissulega að gæta varúð- ar og ferðast um á nóttunni, en þeir fara nánast hvert á land sem þeir vilja. Ekki veit ég með vissu hve margir skæruliðar taka þátt í hemaðinum á hveijum tíma en talað var um að þeir væru um 150 þús- und. Hjá flóttamönnunum ríkir herskylda. Hveijum ungum manni ber að stunda hemað þijá mánuði á ári hveiju. Geri hann það ekki er honum gert að greiða sérstakan skatt eða sekt. Enda þótt vopnabún- aður skæraliða sé um margt ófull- kominn, að minnsta kosti borið saman við Sovétmenn, þá er greini- legt að þeir hafa gert sovéska hem- um marga skráveifuna." En hver er afstaða Pakistana til flóttafólksins? Varstu var við neikvæða afstöðu I þeirra garð, þessa stóra hóps flóttafólks sem lagt hafði leið sína inn í land þeirra? „Pakistanar virðast taka þessu fólki vel þegar á heildina er litið. Stundum læddist að mér sá granur að þeir væra hálf skelkaðir við þessa dugmiklu og baráttuglöðu fjalla- menn. Hins vegar átti þetta ekki við í norðvesturhéraðum Pakistans. Þau era byggð svokölluðum Paþön- um en Paþanir eru einmitt §öl- mennasti þjóðflokkur Afganistans. Heimamenn litu greinilega svo á að þeir væra að taka af frændum \ sínum. Með öðram orðum þama var ' sem ein Norðurlandaþjóð væri að taka á móti annarri. Að vísu myndi ég ekki leggja höfuðið að veði fyrir að Svíar tækju Norðmönnum eins vel eða við Dönum enda þótt ekki sé eins þröngt í búi hér á bæ og gerist í landamærahéraðum Pakist- ans.“ Það var greinilegt af sjón- varpsþættinum sem sýndur var að lokinni Pakistanför ykkar hve nálægð striðsins var mikil. Til dæmis í skólum var stríðið áber- andi í teikningum og handavinnu bamanna. „Já, þetta er rétt. Alls staðar fann maður fyrir nálægð stríðsins, ekki síst í skólunum. Þama kemur tvennt til. Annars vegar er rekinn áróður fyrir málstað skæraliðanna í skólunum og hins vegar og sem meira er um vert, þetta fólk er allt þátttakendur í stríðinu. Bræður og feður bamanna börðust í Afganist- an. Stríðið var þessu fólki áþreifan- legur veraleiki." Nú eru flóttamennirnir úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins. Hver er hins vegar menntun þeirra almennt talið? „Þegar ég var að skrifa handrit að sjónvarpsþættinum um daginn, þá var ég búinn að skrifa á einum það „að það hlytust margvísleg vandamál af þekkingarskorti fólks- ins“. En við nánari umhugsun ákvað ég að strika yfír orðið þekk- ingarskortur vegna þess hve af- stætt hugtakið er. Ef ég væri til dæmis einn og óstuddur sendur þama upp í Ijöllin, þá héldi ég sennilega ekki lífí nema örfáa daga. Ég myndi farast einmitt vegna þekkingarskorts, vegna þess að ég byggi ekki yfír þekkingu fjallafólks- ins. Þannig er því einnig farið með gildin. Þau era afstæð. Það þjóð- félag sem þetta fólk stendur svo dyggilega vörð um er okkur flestum framandi. Þama er að fínna sam- félag sem er á okkar mælikvarða fomeskjulegt og að mörgu leyti mjög mannfjandsamlegt, eins og til dæmis afstaða til kvenna ber með sér. Konur búa við algert réttleysi og þurfa oft að sæta illri meðferð. Annað er að þjóðfélagið er greini- lega mjög stéttskipt. Höfðingjar hafa mikil völd á hendi og andúð þeirra í garð stjómarherranna í Kabúl má að hluta til rekja til þess að þeir vildu svipta efnamenn og höfðingja landareignum og völdum. Islam tengist í hugum manna þessu samfélagsmynstri, sem byggist á fomum siðum og venjum. En þótt margir fijálslyndir menn felli sig ekki við þessa samfélagsgerð og vilji breyta henni telja þeir það engu að síður vera grandvallaratriði að það verði innlendir menn sem takist á um þessi efni án afskipta erlends herveldis. Ég hef ekki trú á því að félagslegar aðstæður í Afganistan skipti Sovétmenn einhveiju máli. Það sem vakir fyrir Sovétmönnum er að tryggja þér þæga granna. Annað hvort skulu þeir barðir til hlýðni en murkað úr þeim lífíð að öðra kosti." Gerðu þeir flóttamenn sem þú ræddir við sér grein fyrir því hvemig algengt er að fjallað sé um striðið sem hluta af deilu stórveldanna? „Hvað fréttaflutninginn snertir þá var þeim mjög umhugað um að fjallað væri um stríðið í fjölmiðlum og almennt manna á meðal um heim allan. Þeir vildu að þetta stríð gleymdist ekki. En oftar en einu sinni var sagt við mig að það mætti ekki blanda pólitík í þetta stríð. í fyrstu var mér ekki ljóst hvað við var átt því ég gat ekki annað séð en stríðið væri rammpólitískt. En hér áttu þeir við stórveldapólitík. Þeir kváðust gera sér grein fyrir því að fjölmiðlum væri tamast að IQalla um heimsviðburði í austur- vestur-samhenginu. Þetta vildi oft verða til þess að manneskjumar, fólkið sem í hlut ætti gleymdist, það kæmist aldrei á blað og þeir bættu við: Við erum menn í frelsis- baráttu, að beijast fyrir eigin fram- tíð. Við eram ekki peð á valdatafli stórvelda. Þetta kom mér til þess að leiða hugann að umijöllun okkar um hörmungar stríðsins og vígtólin sem þar era notuð. í alþjóðasamningum era t.d. ákvæði sem banna notkun efnavopna og lengi hefur það verið hluti af áróðursstríði á alþjóðavett- vangi að koma með ásakanir um að þessum vopnum sé beitt á til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.