Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1986 41 Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Getur þú gefið mér upplýsing- ar um stjömukort. Ég er fædd 03.01. 1946 kl. 03 í Reykjavík. Með fyrirfram þakklæti." Svan: Þú hefur Sól, Tungl og Venus í Steingeit, Merkúr í Bog- manni, Mars og Satúmus í Krabba og Rfsandi og Júpíter íVog. GrunneÖli Sól í Steingeit. Þú ert í gmnn- atriðum ábyrg og alvörugefín, ert skipulögð, hagsýn, stjóm- söm og jarðbundin. Þú vilt hafa umhverfi þitt í röð og reglu. Tilfmningar Tungl og Venus í Steingeit. Þú ert íhaldssöm í ást og vin- áttu, vilt öryggi og varanleika. Þú hefur sterka ábyrgðar- kennd gagnvart öðm fólki og þarft á því að halda að eiga gott heimili. Þú laðast að yfir- veguðu og traustu fólki. Hugsun Merkúr í Bogmanni. Þú ert hress og eirðarlaus í hugsun, ert leitandi og opin fyrir margs konar málum, en vegna Stein- geitarinnar verða þau þó að vera skynsamleg og gagnleg. Þú ert hrein og bein í tali, ert létt og jákvæð. Starfsorka Mars í Krabba. Starfsorka þín er sveifiukennd og háð tilfinn- ingalegri líðan. Þú getur verið mjög kraftmikil og ákveðin en getur dottið niður þess á milli. Þú ert viðkvæm og umhyggju- söm, vilt hjálpa öðmm og hefur sterka ábyrgðarkennd í vinnu. Staða Satúmusar á Mars tákn- ar að þú gerir miklar kröfur til sjálfrar þín, ert dugleg og öguð en getur jafnframt tákn- að að þú mættir hafa aukið sjálfstraust. í því sambandi þarft þú að gera þér grein fyrir að það ert þú sjálf sem gerir kröfumar, að einungis þú held- urafturafþér. Fas ogframkoma Rísandi Vog og Júpíter. Þú ert opin og hress í framkomu og átt auðvelt með að umgangast annað fólk. Þú ert félagslynd og þarft á því að halda að starfa með öðmm. Þú hefur sterka réttlætiskennd og getur fyllst reiði ef þú sérð að hallað er á aðra. Þú vilt ná til sem flestra og reynir því að setja þig í spor annarra og sjá báðar hliðar á hverju máli. Togstreita Þú ert samsett úr mótsagna- kenndum þáttum sem þú þarft að sætta innra með þér. Sem Steingeit ert þú öguð og kröfu- hörð. Steingeitin á oft erfitt með að sleppa sér, finnst létt og hress hegðun kannski vera fyrir neðan virðingu sína eða jaðra við ábyrgðarleysi. Sem Júpíter og Bogmaður ert þú hins vegar einnig hress og sjálfstæð, hefur ánægju af ferðalögum, ert opin og fijáls- leg. Bogmaðurinn þarf sífellt að víkka sjóndeildarhringinn. Togstreitan og hættan er sú að önnur hliðin viðurkenni ekki hina. Sem dæmi má nefna að formföst Steingeitin getur skammast sín ef Bogmaðurinn gengur of langt, er of hress og opinskár. Hættan er sú að þú verðir óánægð, skammir sjálfa þig og verðir óöragg. Þú þarft að sætta þig við báða þessa þætti og viðurkenna til- vemrétt þeirra. Þú græðir lítið á því að „ritskoða" marga af bestu eiginleikum þínum. Að hinu leytinu er gott að vera samsett úr þessum þáttum. Ágætt er að vera hress og létt- lynd, en jafnframt varkár, jarð- bundin og skipulögð. ftU6VAUA P- VÖPÐvRlHH p£KK!R ALLA FSWSfAV/, \„SKo,Éé£ft\ 06/t*Xfl4 ^_________ ££ f/A/ÍDA..• e wiiiÍFiiSííSiak.ii>c DYRAGLENS Tekíkert FEREIMS l'/VU'MAI? |fÍMU 06 pESSI M</-HLlATúZy ' LJÓSKA ir -nnnn' TTT7 — Tirrrm miik ^ ... DRATTHAGI BLYANTURINN FERDINAND SMAFOLK CAN opener, p0 VOUR 5TUFF Dósaopnari, gerðu skyldu Bakdyr, opnizt! þína! Kvöldverður, komdu út! Stundum hrífur þetta. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Það verður að teljast mjög óvenjulegt að ná 55 prósent skor út úr spili gegn Garozzc þegar hann er sagnhafi i samningi sem er einum lægri en almennt er spilaður í saln- um,“ sagði Jakob R. Möller, nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann spilaði yfir 60t spil í margvíslegum keppnum meðal annars á móti Þorláki Jónssyni, sem undanfarin ái hefur verið við nám í Banda- ic ríkjunum. En spilið sem Jakot var að vísa til gegn ítalska meistaranum leit þannig út: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ D10 ▼ G10765 ♦ D92 ♦ KD2 Vestur ♦ ÁK876 ▼ 2 ♦ ÁG753 ♦ Á3 Austur ♦ G32 VD3 ♦ 864 ♦ G10654 Suður ♦ 954 VÁK984 ♦ K10 * ♦ 987 Garozzo og núverandi við- hald hans, en fyrrverandi eig- inkona, frú Dupont, sátu i A/V, en Jakob og Þorlákur í N/S: Ihipont l»J. Garozzo J.R.M. 1‘ass I'ass 1 hjarU Dobl Kcdobl 1 spaöi l'ass 2 hjörtu 3 hjörtu l*ass l*ass 3 spaöar Pass I'ass Pass Gegn þremur spöðum Gar- ozzo spilaði Jakob út hjartaás I og skipti svo yfir í lauf. Gar- ozzo drap á laufás og tók skakkan pól í hæðina þegar hann lagði niður tígulás og spilaði meiri tígli. Ef hann tekur þrisvar spaða er spilið aldrei í hættu. Jakob fékk á tígulkónginn og spilaði laufi, og Þorlákur átti slaginn á drottninguna. Hann tók tíguldrottninguna og Jakob henti síðasta laufinu sínu. Þá kom laufkóngurinn og Jakob tryggði vörninni fimmta slaginn með þvi að stinga hann með trompníunni. Þar með var spaðadrottning norðurs orðin að slag. Það gaf 15% stig af 25-< mögulegum að fá 100 í N/S fyrir spilið, sem Jakobi fannst ekki sérlega mikið, eða þar til hann áttaði sig á því að flest A/V-pörin keyrðu upp í fjóra spaða, einn niður. resiö af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er22480
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.