Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 12
12 B JtfORGiUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR26. JANÚAR1986 Mussolini lék á fiðlu, þótt hann væri enginn snillingur. leifar Mussolinis voru lagðar til hinztu hvíldar í fjölskyldugrafreit löngu síðar, 1. september 1957. Nafn Mussolinis var hálfgert bannorð í fjóra áratugi eftir stríðið, eða allt þar til dró að 100 ára afmæli hans fyrir þremur árum. Þá var sá þagnarmúr, sem hafði umlukið nafti hans, rofínn. Margir ítalir fengu aftur áhuga á Mussolini og hann kom m.a. fram í gerð vinsælla kvikmynda og sjónvarps- þátta um hann, þeirra á meðal „Ég og Mussolini", og útgáfu metsölu- bóka um hann. Kvikmynd var gerð eftir einni þessara bóka, ævisögu Clöru Pet- acci. Útgefendur kepptust um að fá að gefa út dagbækur og endur- minningar frá fasistatímanum. Sjálfsævisaga Mussolinis var end- urprentuð í fyrsta sinn síðan á fasistatímanum. Skömmu fyrir ald- arafmælið sýndi ítalska ríkissjón- varpið myndaflokk í fimm þáttum er nefndist „Allir menn Duces". Lítið hafði verið gert úr minningu Mussolinis í þorpinu þar sem hann fæddist, Predappio, um 90 km norðaustur af Flórenz, en þar var mikið um dýrðir á aldarafmæli hans. Nýfasistar efndu til sorgar- hátíðar og fengu Vittorio, son Mussolinis, til þess að koma frá Argentínu, þar sem hann hefur dvalizt í útlegð frá stríðslokum. Annar sonur Mussolinis, Rom- ano, hefur lengi verið í sviðsljósinu (þriðji bróðirinn, Bruno, fórst í flug- slysi 1941). Hann hefur lengi verið einn kunnasti jazzpíanóleikari ítala, og sagði af sér sem yfírmaður heraflans. Hann hélt að hann yrði áfram leiðtogi þjóðarinnar — Duce — en konungurinn hafði undirbúið stjómarbyltingu. Mussolini var handtekinn þegar hann kom út úr konungshöllinni og sendur í útlegð til eyjunnar Ponza vestur af Napoli. Þaðan var hann fluttur til ferða- mannastaðarins Gran Sassano í íjöllunum norðaustur af Róm, sem hann kallaði „hæsta fangelsi í heimi". Þýzkir fallhlífahermenn undir stjóm Ottos Scorzeny ofursta björguðu honum í svifflugum 8. september og fluttu hann, niður- brotinn á sál og líkama, til Munc- hen. Hann átti sér þá einu ósk að setjast í helgan stein á sveitasetri sínu, en fór aftur til Norður-Ítalíu að kröfu Hitlers og myndaði lepp- stjóm í Salo við Gardavatn. Þjóðverjar réðu lögum og lofum og Mussolini hafði yflr litlum sem engum her að ráða. Það eina sem hann gat var að láta dæma flmm hinna 19 fasistaleiðtoga, sem höfðu greitt atkvæði gegn honum, og leiða þá fyrir aftökusveit. Einn hinna dæmdu var Ciano greifí. Edda reyndi árangurslaust að fá föður sinn til að þyrma lífí eiginmanns síns. En Þjóðveijar hæddust að Mussolini og hann vildi ekki sýna linkind. Þrátt fyrir allt naut Mussolini enn vinsælda í lok stríðsins, _en hann vissi að öllu var lokið. Á síðustu stundu reyndi hann að semja við skæruliða, en án árangurs. Þá frétti hann að Þjóðveijar væm að hörfa frá Mílanó og hrópaði „Tradito, Tradito, ancora dai tedeschi!" („Þjóðveijar hafa aftur svikið mig“). Hann ákvað að slást í för með þýzkri vörubíla- og skriðdreka- lest, sem ætlaði yfír Alpana til Þýzkalands. Skæruliðar stöðvuðu bflalestina við umferðartálma á þröngum vegi (hann hét réttu nafni Walter Audis- io og var kosinn á þing fyrir komm- únista eftir stríð). Hann hafði orðið sér úti um handtökutilskipun, ef vera kynni að hann hefði upp á Mussolini, og samkvæmt henni var honum í sjálfsvald sett hvað hann gerði við hann. Hann ók ásamt vini sínum til býlisins og þeir komu að Mussol- ini og Clöru í rúminu. Mussolini var ekki með á nótun- um: „Svo að þið eruð komnir til að bjarga mér,“ sagði hann, „ég skal gefa ykkur heimsveldi." Hann og hjákona hans voru færð til nálægrar gijótnámu. Mussolini var leiddur upp að vegg. Þegar Clara sá að skæruliðamir ætluðu að skjóta hann stillti hún sér fyrir framan hann. Þau voru bæði skotin til bana. Líkin voru skilin eftir í námunni, en tólf tímum síðar voru þau flutt til Mflanó og skilin eftir á torginu Piazzale Loreto. Líkin voru vanvirt og voru því hengd upp þar sem erfítt var að komast að þeim hjá benzínstöð á torginu. Jarðneskar við Como-vatn. Þjóðveijar gátu hæglega brotizt í gegn, en vildu komast hjá frekari vandræðum og leyfðu skæruliðunum að leita í bfl- unum. I einum þeirra fundu þeir mann í þykkum, þýzkum frakka og það reyndist vera Mussolini. Nokkrir ítalskir ráðherrar fund- ust einnig í bflalestinni og voru færðir til næsta bæjar, þar sem þeir vom skotnir. Mussolini var falinn á afskekktu býli. Clara Pet- acci, hjákona hans, sem hafði elt hann, hafði upp á honum á býlinu og var látin dúsa hjá honum. Einn af leiðtogum skæruliða, „Valerio ofursti", komst að því daginn eftir að einn helzti leiðtogi fasista væri falinn á þessum sta' „Ég, Mussolini" .. .ónákvæmni i myndaflokki. FALLINN RISI r L. Veitingahú.sið SPRENGISAJTOUR gerir kuxmagt>Um siðustu helgi var hamborgaraútsala ~ núna er TVEGGJA DlAGA „KJUKLINGA UTSALA .BITINN VERÐUR A 45 KALL!! VEITINGAHÚSIÐ SFBENGISANDUR Bústaðavegi 153 © 6 88 0-88 'l'ömas ATómasson Ptrgwj' í Kaupmannahöfn \ FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.