Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 Flest heimill þurfa að hugsa um að spara og núna þégar fregnir berast um yfirvofandi hækkun á sæta- brauði er sjálfsagt að baka heima. Við getum sparað talsvert mikið með því. Sá tími er liðinn að húsmæður töldu sig alltaf þurfa að „eiga eitthvað með kaffinu". Eftirmiðdagskaffið er á mörgum heimilum úr sög- unni, en þar sem börn eru þurfa þau að fá eitthvað í svanginn um miðjan daginn, þegar þau koma heim úr skólanum. Oft liggur leið þeirra í bakaríið eða sjopp- una ef ekkert er til heima. Þó er hægt að koma í veg fyrir þessar ferðir með því að hafa eitthvað heimatil- búið og lystugt til handa bömunum, og stálpuð börn geta jafnvel bakað sjálf, og þá smakkast bakkelsið enn betur. Uppskriftin af snúð- unum hér á eftir er mjög auðveld. Þó er tvennt sem Sætabrauð með g-eri þarf að varast við gerbakstur, það er að vökvinn sé ekki of heitur, þvi að þá drepst gerillinn og deigið lyftir sér ekki, og að hafa deigið ekki of þurrt. Betra er að hafa deigið of lint, þar sem auðvelt er að hnoða upp í það. Kökur eru flestar með miklum sykri og smjörliki og úr hvitu hveiti. Sætabrauð með geri sem við búum til heima er yfirleitt minna feitt og minna sætt en annað sæta- brauð og það er oft búið til úr grófu mjöli sem er trefjaríkt og bætiefnaríkt auk þess sem gerið inniheldur B-vítamín (niacin). Aftur á móti eru vínarbrauð þau sem við kaupum úr bakaríi yfirleitt úr hvítu hveiti, mjög sæt og með allt að 30% af hertri fitu, sem er ekki beint holl. Vínarbrauð eru sennilega upprunnin í Vínarborg, ég hefi a.m.k. aUtaf staðið í þeirri trú. Nafnið bendir til þess. íslendingar og Danir kalla þau vínarbrauð, en á ensku heita þau danish pastries eða dönsk brauð og er þvi Iíklegt að Bretar álíti að þau séu upprunnin í Danmörku, en Danir baka líka mikið af vínarbrauðum og eru þvi vel að nafninu komnir. Nóg um það, þessi vínarbrauð sem hér birtast uppskriftir af eru hvorki mjög sæt eða mjög feit en aftur á móti ákaflega ljúf- feng, og þá er bara að hefjast handa. Vínarbrauð með skyri 250 g hveiti 150gheilhveiti 100 g hveitiklíð 1 'Amsk. þunger eða 75 g pressuger 1 egg + 1 eggjahvíta 2 msk. sykur 1 tsk. salt 1 lítil dós skyr 1 '/2dl mjólk 1 dl heitt vatn 100 g mjúkt smjörlíki + 50 g til að smyija með 2súrepli 1 dl rúsínur 2 msk. púðursykur 1 msk. sesamfræ 1 eggjarauða 1. Setjið hveiti, heilhveiti og hveitiklíð í skál, stráið þurrgerinu út í ef þið notið það. Pressuger er aftur á móti hrært úr í volgum vökvanum. 2. Setjið sykur og salt saman við mjölið. 3. Hrærið skyrið út með mjólkinni og pressugerinu ef þið notið það, notið heitt vatn úr krananum og hrærið saman við. Setjið út í mjölið ásamt eggi, eggja- hvítu og 100 g af mjúku smjörlíki. 4. Hrærið saman með sleif eða í hrærivél. 5. Leggið stykki yfir skálina og látið lyfta sér á eldhúsborðinu í 30 mínútur. 5. Takið deigið úr skálinni, hnoðið örlítið með hveiti. Skiptið síðan í tvennt. 6. Fletjið hvom helming út í ferkantaðan bút, 25-40 sm. 7. Smyijið hvom bút með 25 g af mjúku smjörlíki. 8. Rífíð eplin á riflámi, blandið saman við púðursykur og rúsínur. 9. Stráið eplablöndunni jafnt á deigbútana, leggið síðan '/3 langsum yfír og síðan aftur V3. Þrýstið saman með kökukefli. Leggið báðar lengjumar á smurða bökunarplötu. 10. Setjið 1 tsk. af volgu vatni út í eggjarauðuna og smyijið lengjumar, stráið siðan sesamfræi yfír. 11. LAtið lyfta sér á eldhúsborðinu í 30 mín. Leggið stykki yfír á meðan. 12. Hitið bakaraofn í 210 °C, setjið plötuna í miðjan oftiinn og bakið í 12—15 mínútur. Vínarbrauð með kókosmjöli 500 g hveiti 1 tsk. salt 2 msk. sykur 50 g þurrger eða pressuger legg lOOgsmjörlíki ’Atsk. kardimommudropar 2 dl eplajógi 1 dl heitt vatn 50 g smjörlíki til að smyija á deigið 1 V2 dl kókosmjöl 2 msk. púðursykur súkkulaðiglassúr ofan á vínarbrauðin 1 msk. kókosmjöl til að setja á glassúrinn. 1. Setjið hveiti, salt og sykur í skál. Stráið þurrgerinu út í, ef þið notið það, en hrærið pressugerið út með volgum vökvanum ef þið notið það. 2. Blandið saman eplajóga og vatni úr heita kranan- um. (Hrærið pressugerið út í vökvann ef þið notið það.) 3. Setjið lint smjörlíki, kardimommudropa, volgan vökvann og eggið út í mjölið. Hrærið með sleif eða í hrærivél. 4. Leggið stykki yfír skálina og látið deigið lyfta sér á eldhúsborðinu í 30 mínútur. 5. Takið deigið úr skálinni, hnoðið örlítið með hveiti. Fletjið síðan út í tvo aflanga ferkantaða búta, 25x40 sm. 6. Smyijið hvom bút með 25 g af linu smjörlíki. 7. Blandið saman kókosmjöli og púðursykri og stráið á deigbútana. 8. Leggið síðan V3 yfír langsum og síðan aftur V3 yfír hann. Þiýstið saman með kökukefli. Setjið báðar lengjumar á smurða bökunarplötu. 9. Leggið stykki yfír vínarbrauðið og látið lyfta sér á eldhúsborðinu f 30 mfnútur. 10. Hitið bakaraofninn í 210 °C, setjið plötuna í miðjan ofninn og bakið þetta í 12-15 mínútur. 11. Búið til glassúr úr 1 V2 dl af flórsykri, 1 msk. af kakói og 1 V2 msk. af heitu vatni. Smyijið yfír Iengjumar um leið og þið takið þær úr ofninum. Stráið síðan kókosmjöli jrfir. Snúðar 400 g hveiti lOOghveitiklíð 1 msk. sykur 1 msk. þurrger eða 50 g pressuger 1 tsk. salt 2 msk. matarolía 3 V2 dl mjólk 20 g mjúkt smjörlíki 3 msk. kanelsykur 1. Setjið hveiti, hveitiklíð, sykur og þurrger ef þið notið það og salt í skál. 2. Hitið mjólkina þar til þið fínnið hvorki hita né kulda, ef þið stingið litlafingri ofan í vökvann. 3. Hellið mjólkinni, ásamt matarolíu út í mjölið. Hrærið með sleif eða í hrærivél. 4. Leggið stykki yfír deigið og látið skálina með deiginu standa ofan í ylvolgu vatni í vaskinum í 15—20 mínútur. 5. Fletjið deigið út í 2 ferkantaða búta, 20x40 sm. 6. Smyijið mjúku smjörlíki á deigbútana, stráið síðan kanelsykri yfir. 7. Veflið deigið þétt upp langsum. Skerið sfðan með beittum hníf í sneiðar, 1 V* sm á þykkt. Leggið sneiðam- ar á smurða bökunarplötu. 8. Leggið stykki yfír snúðana. Látið Iyfta sér yfír volgu vatni í eldhúsvaskinum. Leggið plötuna milli barmanna á vaskinum. 9. Hitið bakaraofninn í 210 °C og bakið snúðana í 12—15 mínútur. 10. Takið snúðana strax af plötunni og leggið á bökunargrind. !5v Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.