Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1986 B 21 „Á gamlðrskvöld 1984—1985 tókógí fyrsta skiptl inn Artan, sem er ofskynjunarlyf, sem er gef ið geðveikum. Herbergíð fylltist af skríplum og dvergum og óg svelf um allt. Ofan í þetta át óg sjóveikipillur og allt sem óg nóði I. Þetta varð að margra daga sukki.“ þjófnaði og allt fer í klandur. Ég er send á unglingasambýlið í Sól- heimum aftur og fer að drekka og bryðja „dísur" og alls kyns pillur. Þarna er ég komin í allt að 10 „dís- ur“ á dag. Nú kynnist ég öðrum strák. Hann er 24 ára og við forum að vera saman. Eftir hálfan mánuð í Langholtsskóla sting ég af með stráknum og við förum að vera með öðrum strákum í herbergi í Breið- holti. Pyrir jólin 1984 er ég send í sveit norður í EyjaQörð og þar er ég í hálfan mánuð þangað til ég sting af. Þama voru allir mjög góðir við mig, en ég vildi halda áfram að fara á böll, drekka og svalla, og stakk því af í sukkið á ný. Ég kom heim daginn fyrir gaml- ársdag og leita uppi strákana í Breiðholti. Ég var þama, kærastinn minn — stákurinn sem ég sagði frá áðan — annað par og tveir menn 35 og 36 ára. Á gamlárskvöld 1984-1985 tók ég í fyrsta skipti inn Artan, en það er ofskyi\junarlyf, sem er gefið geðveikum. Herbergið fylltist af skríplum og dvergum og ég sveif um allt. Ofan í þetta át ég sjóveikipillur og allt sem ég náði í. Þetta varð að margra daga sukki." Helga segist einu sinni hafa sett Skríplar, dvergar og skór númer 113 „Pabbi var alltaf fullur og ég byijaði að drekka með honum. Ég lendi þar í kasti við lögregluna. Reif Iq'aft og lenti í slagsmálum og lá svo dauð úti í vegarkanti á sveita- balli. Svo gekk ég í skrokk á pabba og pabbi lamdi mig. Ég var með glóðaraugu upp á hvem dag og var að lokum send suður, fer heim. Ég byija þá í skóla, 9. bekk, og hélt það út fram að kennaraverkfalli. Ég var meira og minna full, alltaf um helgar. Mamma og pabbi fara síðan til útlanda. Ég er hjá frænku minni en sonur hennar, jafnaldri minn, er ekkert skárri en ég og við byijum að drekka saman. Hann er í bíla- „Ég er þarna í eitt og hólft ór. Á þeim tíma kynnist ég hassinu og f er að reykja að stað- aldri. Ég held ófram drykkjunni, drekk í bæjarleyfum og ég var orðin mjög ergileg, þegar ég uppgötvaði að ó meðan krakkarnir gótu lótið sér eina flösku, eða pela, nægja þurfti ég kannski þrjór brenni- vín til að f inna vel ó mér. niður á Hlemmi. „Þá komu þeir til mín í útideildinni og sögðu mér að kærastinn minn og bezti vinur okkar væru dánir. Þeir hefðu framið sjálfsmorð saman niður í Daní- elsslipp, settu útblástursslöngu inn í bílinn. Ég man ekkert meira, datt rækilega í það og ranka við mér niður á Hlemmi tveimur dögum seinna. Ég hélt mér þurri fram að jarðarförinni, sem var föstudaginn 7. marz. Var í vinnu í stórmarkaði þá daga. Dett strax eftir jarðarför- ina og fer í Safarí um kvöldið. Þar mölbraut ég á mér úlnliðinn. Þama kynntist ég strák úr hljómsveit, en eftir þetta flutti ég til konu vestur í bæ, sem ég hafði kynnst í með- ferð, enda gat ég ekkert unnið út af brotinu. Ég var hjá henni og drakk og drakk. Ég lenti fljótlega í kasti við lögregluna og er þá send inn á níuna, þ.e. á unglingaheimilið á Kópavogsbraut 9. Þar fæ ég æðiskast, braut allt og bramlaði, þannig að ég var send inn á göngu- deild á Landspítala til að fá eitthvað róandi. Um nóttina brýt ég þvotta- húsglugga og sting af út til konunn- ar vestur í bæ aftur. Ég hringi í mömmu þaðan, læt hana koma með sígarettur og fleira. Ég hringi síðan í stráka og segi þeim að ég drepist, ef ég fái ekki vín. Þetta rugl heldur eitthvað áfram, en um miðjan apríl er ég send aftur inn á Vog. Þar kynnist ég stelpu, 25 eða 26 ára. Hún var búin að vera í fangelsi og við stingum af saman af Vogi." Helga nafngreinir 14 „ruglvini", sem hún hefur séð á eftir undir græna torfu á síðasta ári, hún skrifaði þann lista í eftirmeðferðinni sem hún er nú nýkomin úr. „Þau voru á aldrinum 15, 16 til 30 ára jafnaldrarnir. Hvað með ferming- una? „Ég leit alltaf á jafnaldra mína sem englaböm og kennarasleikjur. Ég tók inn sex, sjö „dísur" til að afbera ferminguna. Það eina sem fólk tók eftir var að ein vinkona mín sagði við mig í veizlunni: Mikið ertu róleg, þú tekur ekki einu sinni upp pakkana.“ Hún er mikið með stelpu á þessum tíma eftir ferming- una sem bæði sniffar benzín og gas, hún segist sjálf lítið hafa gert af því, þó hafi hún sniffað benzín. Upp úr þessu fer hún að stinga af á unglingaheimilinu. Hún kynnist áhangendum tveggja hljómsveita þar sem mikið er um hass og eitur- lyf og flakkar með þeim um landið. 14 ára er hún lögð inn á Landspítal- ann með magasár og eftir það er hún flutt á unglingasambýlið í Sól- heimum 17. Hún segir að strákur- inn sem hún hafi verið með hafi þá verið kominn inn á Klepp. Hún er heilan vetur þama á sambýlinu, gengur í Langholtsskóla og segir hlutina hafa gengið sæmilega þenn- an tíma. Sumarið eftir 8. bekk fer hún heim og segir að sér hafi verið vel tekið. Hún hafi þá farið út á land til síns raunverulega föður, en þá hafí hún á ný „kolfallið". ofan í'sig LSD, eða telja, að það hafí verið sett í glas, sem hún drakk úr. „Þá man ég síðast að ég var á leiðinni inn á Hlemm. Það kom maður út á móti mér og hann var í skóm nr. 113. Þvílíkt, — það var ægilegt. Illa haldin af ofsóknarkennd Á þessum tíma er ég orðin mjög illa haldin af ofsóknarkennd. Ég þorði alls ekki í strætó eða ganga niður Laugaveginn nema ég væri búin að éta margar „dísur". Ég át að lokum allt sem að kjafti kom áður en ég þorði út. Vistin þama í Breiðholtinu endaði með því að ég lenti í hörkurifrildi og slagsmálum við strák. Ég hef alltaf verið mjög ill og lendi alltaf í einhveijum slags- málum í ruglinu. Þama man ég ekkert fyrr en ég ranka við mér í sjúkrabíl á leið inn á slysavarðstofu og síðan man ég eftir mér niður á Hlemmi með hálskraga, mölbrotinn handlegg í gifsi, með glóðaraugu og tilheyrandi. Þarna hitti ég kær- astann og vinkonu mína en þau fara með mig til mömmu sem bíður úti í bíl og er búin að leita að mér f nokkra daga. Ég féllst á að fara til félagsfræðings, sem hafði með mig að gera, og samþykki hjá honum að fara í meðferð inn á Vog. Ég tuska þó mömmu til að keyra mig um allan bæ áður, sagði henni að ég vildi kveðja strákana en auðvitað var ég að leita mér að pillum til að taka með mér inn á Vog. Ég hef alltaf verið bölvuð frekja við mömmu, heimtaði að hún gæfí mér karton af sígarettum áður en ég færi og peninga. Af Vogi fór ég á Sogn og ég kom út með smáhugarfarsbreytingu, held ég. Þó byija ég á því að hitta strák sem gaf mér í pípu. Fer síðan á AA-fund og ætla að segja frá þessu, en gat það ekki. Af fundinum fer ég beint á hádegisbarinn og hitti þar allt gengið. Kærastann hitti ég á rúntinum, en hann vildi ekkert við mig tala. Ég spurði hann af hveiju. Hann sagði: Ertu ekki að reyna að halda þér „streit"? Þú hefur ekkert nema vesen upp úr því að vera með mér. Ég sagðist vera fallin og byijaði aftur á fullu í ruglinu." Tveir vinir fremja sjálfs- morð í Daníelsslipp Þetta er í febrúarmánuði 1985, hún er fímmtán ára. Hún segist hafa reynt að ná sér á strik, en um mánaðamótin febrúar marz hafi hún verið að leita uppi kunningjana og frömdu flest sjálfsmorð. Ég hef einu sinni reynt að hengja mig, en varð hrædd þegar trefillinn fór að þrengja að og náði að rífa hann af mér,“ segir hún. Tekin fyrir ávísanafals — skilorðsdómur Helga segist samstundist, þegar hún stakk af á Vogi, hafa leitað uppi „ruglið" eins og hún kallar lífs- mátann, en þama hafí hún að mestu leyti verið í brennivíni, pillumar hafí hún lítið snert mánuðina eftir að strákarnir frömdu sjálfsmorðið í Daníelsslipp. „Fljótlega kynntist ég strákum frá Akureyri. Við leigð- um þyrlu og flugum til Akureyrar þar sem ég varð strand í tvo til þijá daga. Ég komst síðan heim með rútu en rannsóknarlögreglan tók á móti mér á Umferðarmiðstöð- inni og ég er tekin fyrir meiriháttar ávísanafals. Líklega hef ég skrifað upp á fullt af ávísunum, ég man bara ekkert svo að segja frá þessum tíma fyrir norðan. Ég fékk þriggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og verð sett inn, ef ég verð tekin aftur. Helgu tekst aðeins að rétta sig af yfír sumarið, en um mitt sumar nær hún 16 ára aldri. Hún kemst í svonefndan „Drake-hóp“, en það er hópur unglinga, sem hafa átt í erfiðleikum, og hefur ferðalög að markmiði. Hún ferðaðist um hálendi Islands með hópnum í júlímánuði, en fellur strax fyrstu helgina í ágústmánuði — um verslunar- mannahelgina: „Var þá blindfull með einhveijum strák í útilegu." Hún fær vinnu upp úr þessu og nær sér nokkum veginn á strik í septem- ber, október og nóvemberi Hún er komin í fasta vinnu, en þá dynur yfír enn eitt áfallið. Látum Helgu segja frá: „Ég fæ fljótlega gífurlegar magakvalir og ég er alltaf svo slöpp, taugatrekkt — öðruvísi en í ruglina — og hef allt á homum mér. Ég er hjá vinkonu minni og mamma hennar sér að ekki er allt í lagi og lætur mig fara til læknis. Það kemur í Ijós að ég er komin 16 vikur á leið, hafði orðið ólétt þama með stráknum um verzlunarmannahelg- ina. Það er ekki séns að láta eyða því. Ég leita uppi félagsráðgjafa sem ég þekkti og bað hann að ganga með mér í þetta. Ég var send í sónartæki og niðurstaðan sagði 15 og hálf vika í meðgöngu, sem sagt 2—3 dagar upp á að hlaupa. Ég fer heim, fæ frí í vinnunni, en þorði alls ekki að segja mömmu ! 1 f t I : i I 1 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.