Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 B 15 „Abandoned, 1504“ Leikstýrði verki sínu í lista- háskóla í Kanada „Halldór E. Laxness, sem nú er við nám í Banff Centrelistaháskólan- um í Alberta i Kanada, leikstýrði eigin verki, „Abandoned, 1504“, þar í lok nóvember sl. Verkið var sett á svið sameiginlega á vegum nokkurra deilda innan skólans. í verkinu er listsköpun ýmiss konar blandað saman og meðal þess sem notað var í því er tölvutónlist, tónlist af hljómplötum, lifandi tónlist, skuggamyndir, myndbönd og fleira. 29 manns tóku þátt í leiknum: tónlistar-, myndlistar-, leiklist- ar- og kvikmyndagerðarnemendur. Halldór gerði verk þetta sl. vor en æfíngar hófust í september. Halldór segir í kynningu að hann hafi sótt efnið í ítalska Renaissance- tímabilið. „Abandoned, 1504“ er um hugmyndir, ímyndanir og áhrif frá fortíð og nútíð. Titill verksins beinist að höggmyndinni „David“, sem Michaelangelo gerði á sínum tíma og lauk við árið 1504. Þema verksins fjallar um tvær andstæður, annars vegar hina óbreytanlegu höggmynd og hinsvegar það venju- bundna í lífi fólks, sem alltaf er á sífeildri hreyfingu þó ekki sé nema gamlar konur að selja grænmeti á markaðinum, fólk að bfða eftir strætisvagnmum, rigning á bílrúð- inni og fjarlægir toppar flallanna, segir Halldór m.a. í kynningu. Halldór leikstýrði á sl. ári verki hér heima verki, sem Stúdentaléik- húsið flutti, „Litli prinsinn og píslar- saga séra Jóns Magnússonar. Auk þess var hann aðstoðarleikstjóri í „Húsi skáldsins" sem Þjóðleikhúsið sýndi árið 1981. Þá hefur hann m.a. sett upp „Sjóleiðina til Bagdad" eftir Jökul Jakobsson á Reyðarfirði, „Saumastofuna" eftir Kjartan Ragnarsson á Skagaströnd, „Framtíðin býr í eggjunum" eftir Ionesco í MR og „Tveggja þjónn“ eftir Goldoni á Seyðisfírði. ÚR verki Halldórs E. Laxness, „Abandoned, 1504“, sem hann setti upp i listaháskóla í Kanada ekki alls fyrir löngu. „VIKA hársins" kynnt blaðamönnum. Frá vinstri: Torfi Geirmundsson formaður Meistarafélags hárskera, Dóróthea Magnúsdóttir varaformaður Hárgreiðslumeistarafélags íslands, Guðrún Sverris- dóttir gjaldkeri HMFÍ, Sólveig Leifsdóttir gjaldkeri Sambands hárgreiðslu- og hárskerameistara, Ragnar Harðarson ritari SHHM, Amfríður Isaksdóttir formaður SHHM, Kristjana Milla Thorsteins- son starfsmaður HMFÍ, Jón Stefnir gjaldkeri Meistarafélags hárskera og Helga Bjamadóttir meðstjóraandi HMFÍ. „Vika hársins“ alla næstu viku SAMBAND hárgreiðslu- og hárskerameistara gengst fyrir fræðslu- og upplýsingamiðlun um hár og umhirðu þess alla næstu viku, dagana 27. janúar til 2. febrúar, og ber hún yfirskriftina „Vika hársins". Fram kom á blaðamannafundi er haldinn var af því tilefni að tilgangurinn væri að gera almenningi grein fyrir starfsemi hársnyrtiiðnaðarins hér á landi og gildi hársnyrt- ingar og umhirðu hárs í nútíma þjóðfélagi. Á „Viku hársins" verður m.a. sýning í Iðnskólan- um miðvikudaginn 29. janúar frá kl. 8-16. Þar getur fólk kynnt sér nýjungar á sviði hárs og hárumhirðu. Þá munu einstaka hársnyrtistofur verða með til- boðskynningar til handa viðskiptavinum sínum. Vikunni lýkur síðan nk. sunnudag með sýningu og kynningu á Broadway þar sem nokkrir meistarar landsins í faginu munu leggja sitt að mörkum til að gleðja gesti og gangandi. Fram kom á fundinum að þekking fólks á umhirðu hárs væri ekki nærri nógu mikil. Þá væri mjög algengt að fólk vissi ekki hvers konar efhi hár þess þyldi best og hvaða áhrif hin ýmsu efni hafa á hárið. íuharöa *ÍJr\r Krö \L«m Fyrir þá sem gera kröfur Ótal gerðir uppþvottavéla bjóðast á íslenskum markaði. Fyrir þá sem gera kröfur um gæði og endingu eru Kitchen Aid vélarnar tvímælalaust hagkvæmur kostur. 51C jbæ n Wf/QWW SAMBANDSINS ARMULA3 SÍMAR 6879/0-8/266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.