Morgunblaðið - 22.03.1986, Síða 35

Morgunblaðið - 22.03.1986, Síða 35
35 sagði einkum þessar: 1) Gefur nemendum fleiri möguleika á að nema. 2) Pjarlægð skiptir ekki máli. 3) Staðlar námið. 4) Getur bætt námsefnið, því miðillinn færir fólkið á vettvang. 5) Gerir efnið persónulegt, því hægt er að fá þá sem koma við sögu upp á skerminn heima hjá sér. Um neikvæðu hliðarnar sagði hann þetta meðal annars: 1) Það er mjög dýrt að útbúa kennsluefni fyrir sjónvarp. 2) Miðillinn er hægfara, því er oft hægt að afla sér þekkingar mun hraðar með lestri. 3) Miðillin býður ekki upp á mannleg samskipti og getur því einangrað fólk og það missir raun- veruleikaskyn. Walker sagði það afar mikilvægt að skilgreina vel markmiðin með kennsluefninu áður en farið væri af stað við gerð þess. Gera sér grein fýrir þeim vandamálum sem upp kunni að koma og leita lausna á þeim með hjálp tækninnar. Open Tec veitir starfsmenntun á tækni og viðskipta- sviði með fjarkennslu Georg Grandison sagði frá Open Tec í Bretlandi, sem er rekinn á ekki ósvipuðum grundvelli og Opni háskólinn þar í landi. Lögð er þó mun meiri áhersla á iðnaðar- og viðskiptagreinar í Open Tec, en námið fer fram i samvinnu við tækniskóla, starfsmenntaskóla í einkaeign og fyrirtækja, sem þurfa á starfsmannaþjálfun að halda. Sagði hann að skólinn væri að mörgu leyti sveigjanlegri en Opni háskólinn bæði hvað varðaði val á námsefni og námstilhögun. Hægt væri að velja um ógrynni námskeiða og sem dæmi mætti nefna tölvu- námskeið, námskeið í útlitshönnun, stjómun bifvélaverkstæða, skart- gripasölu, þjóðvega- og mann- virkjagerð, logsuðutækni og svo mætti lengi telja. Það kom fram í Ferðamiðstöðin: Sumarbækl- ingur kom- innút FERÐAMIÐSTÖÐIN hefur sent frá sér ferðabækling fyrir sum- arið 1986. Ferðamiðstöðin leggur megináherslu á sólarferðir til Benidorm á Costa Blanca, hvítu ströndinni, á Spáni. í frétt frá Ferðamiðstöðinni seg- ir, að verð ferða til Benidorm hafi lítið sem ekkert hækkað frá því í fyrra og pantanir séu geysimargar í ár. í tengslum við leiguflug til Alicante eru einnig ferðir til La Manga sem er þekktur staður fyrir góða golfaðstöðu. Þá býður Ferðamiðstöðin einnig uppá sumarhús í Sviss, Þýskalandi og Austurríki, Rútuferðir um Bretagne-skaga með dvöl í Paimpok auk ferða til ýmissa staða við Miðjarðarhafið og víðar. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF MQRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1986 máli Grandison, að menn fengju send gögn heim til sín, fyrst og fremst lesefni og svo myndbönd, hljóðsnældur og tölvuhugbúnað, en ekki væri kennt í gegnum útvarp og sjónvarp eins og í Opna háskól- anum. Hægt væri að hafa aðgang að kennara og fá verklega tilsögn ef með þyrfti. Sagði hann að í Open Tec væri hægt að lesa til lokaprófs, fá vottorð um þáttöku eða taka einingar í sí- menntun. Mikill áhugi ríkir á fjarkennslu I lok ráðstefnunnar fóru fram umræður. Virtust menn sammála um að það væri biýnt að koma á fjarkennslu, hér væri ekki um neina bólu að ræða, sem myndi hjaðna að ráðstefnunni lokinni. Virtust bæði opinberir aðilar og einkaaðilar hafa hug á að taka höndum saman um að gera fjarkennslu að veru- leika. Þá kom fram að tæknileg aðstaða til fjarkennslu væri fyrir hendi, en auðvitað vantaði alltaf peninga. Morgunblaöið/JúIIus Fjarkennslustund var miðvikudaginn 12. marz sl., þegar ráðstefnan um fjarkennslu var kynnt. Þessi mynd var tekin þá og á henni má sjá Þorvarð Jónsson yfirverkfræðing Pósts og sima, Þuríði Magnús- dóttur forstöðumann Fræðslumiðstöðvar iðnaðarins, dr. Jón Torfa Jónsson, sem verður umræðustjóri ráðstefnunnar og Margrét S. Björnsdóttur endurmenntunarstjóra HÍ. Fjórhjóladrifinn □ISUZU PICKUP '86 ENGIN ÚTBORGUN Útgerðarmenn, verktakar, bændurogaðrir athafnamenn, sem þurfið lipran, léttan og rúmgóðan bíl með mikla flutningsgetu, komið, sjáið og sannfærist um gæði og eiginleika ISUZU PICKUP ’86. Ýmis greiðslukjör í boði, m.a. KAUPLEIGA: ENGIN ÚTBORGUN, aðeins mánaðarlegar eða ársfjórðungslegar greiðslur til allt að fjögurra ára. Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar. Tækniatriði: Bensínvél 88 hö. Diesel 61 hö. Fimm gíra. Aflstýri. Aflbremsur. Læstdrif. Fjórhjóladrifinn (4x4). Lengd á palli 2,29 cm. Lengd á palli (Space Cap) 1,87 cm. Sportfelgur. Deluxe inn- rétting (allir mælar). Ýmsir litir. BILVANGUR s/= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.