Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 KERTAÞRÆÐIR fpassandl settum. Letðarí úr stáMöndu. Sterkur og þolir — A « a f liannMiim Iuhmhini U|A ao teggfast i Kroppum Deyguin. vkj- nám aðoins 1/10 af viónámi kolþráða. SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91 - 8 47 88 Jeppa eigen Hann er kominn! „Gas Ryder LT“ Sá nýjasti frá Gabríel ei9 Gasfylltur höggdeyfiri sér- hannaöur fyrir notkun í jeppum og „pick-up" bílum. Bœtir aksturs- eiginleikana viö erfiöar aöstœöur. SKEIFUNNI 5A. SÍMI: 91 - 8 47 88 Placido mundar blýhólkinn í myndinni Árás á Kolkrabbann Glæpur o g refs- ing á Sikiley Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Sýnd í Austurbæjarbíói. Stjömugjöf: ★ ★ Ítölsk/bandarísk. Handrit: Damiano Damiani ásamt Laura Toscano og Franco Marotta. Tónlist: Carlo Savina. Leikstjóri: Damiano Damiani. Aðalleikarar: Michele Placido og Mark Chase. ítalska lögreglan á í mikilli baráttu við mafíuna á Sikiley um þessar mundir. Lögreglan hefur fengið sig fullsadda af morðum og ránum og eiturlyfja- sölu hinna fomu glæpasamtaka en það hefur reynst erfitt að vinna á samtökunum. Mafían berst ineð kjafti og klóm, fáir þora að bera vitni gegn henni og „þagnarskyldan“ (omerta) kemur í veg fyrir að menn svíki félaga sína enda mun sá sem það gerir hljóta verra af. Öllu þessu og fleiru kynnumst við í myndinni Árás á Kolkrabbann (Attacco alla Piovra), sem gerð er í samvinnu Itala og Banda- ríkjamanna. Við þekkjum það úr fréttum að gríðarleg gæsla er viðhöfð í kringum þá fanga sem teknir eru höndum og tengjast mafíunni, saksóknarar eru umkringdir lífvörðum og réttar- salir eru eins og fangaklefar. I kjölfar herferðar lögreglunnar hafa siglt kvikmyndir sem snú- ast um spillingu glæpasamtak- anna eins og til að undirstrika hversu þarft verk lögreglan á Ítalíu vinnur gegn mafíunni. Slíkir voru þættimir um Kol- krabbann, sem sýndir voru í íslenska sjónvarpinu í vetur og þannig er Árásin á Kolkrabb- ann líka. Leikstjórinn, Damiano Dam- iani, og aðalleikarinn, Michele Placido, eru hinir sömu og unnu við gerð myndaflokksins góða en í þessari mynd leikur Placido ekki lengur góðu lögguna heldur vondan leigumorðingja á vegum mafíunnar á Sikiley. Eins og í myndaflokknum er dregin upp ákaflega skýr og einföld mynd af hinni encalausu baráttu á milli góðs og ill? og eins og oftast er það hiðgóða sem sigrar að lokum. Myndin segir frá tveimur bræðrurr harla ólíkum. Annar er kaldrifjaður morðingi sem vinnur á vegum mafíunnar í Palermo en hinn er góðlegur og rómantískur strákur, sem hefur megnustu andúð á mafíunni og öllu því sem hún stendur fyrir. Að þessu leyti eru þeir eins og svart og hvítt. Mario (Michele Placido) er stóri bróðirinn og reynir í sífellu að fá þann yngri til iiðs við sig og mafíuna. Mic- hele (Mark Chase) stendur þó fast á sínu og fordæmir mafíuna en svo þarf hann skyndilega á miklum peningum að halda til að kaupa vinstúlku sína af móð- ur hennar, er leigir hana sem vændiskonu til að afla fjár til heróínkaupa, og eina leiðin til að afla þeirra er að vinna með Mario. Þetta er að sönnu nöturleg mynd sem dregin er upp af ítölsku þjóðlífi gegnsýrðu af mafíu, glæpum og miskunnar- lausu fólki sem einskis svífst til að ná vilja sínum fram. Michele stendur uppúr soranum og reyn- ir hvað hann getur til að forðast að ganga spillingunni á hönd. En það krefst fóma. Öllum skal þó ljóst vera að mafían er af hinuilla. í Árásinni á Kolkrabbann er fyrst og fremst rekinn áróður gegn mafíunni og eins og í öðmm myndum þar sem boð- skapurinn þarf að komast til skila heill og óbrenglaður er frá- sögnin ákaflega einföld og ófrumleg og ekkert er látið ímyndunaraflinu eftir. Að auki er myndin að mestu laus við að vera spennandi. En hún er mjög athyglisverð og vel leikin og sýnir hvemig Italir eru famir að beijast gegn mafíunni jafnt í réttarsalnum sem kvikmynda- húsinu. Ódýrt álegg, sjálfsögð viðbót á hversdagsborðið! ... •.•.•í£i*#rrS2 gæðanna vegna\ Góðar samgöngur við Breiðafjörð Stykkishólmi. VIÐ ÞESSI sumarmál megum við láta í ljósi þakklæti okkar hér fyrir góðan og gifturíkan vetur. Bæði hefir vertíðin gengið að óskum, fiskur gengið vel á mið og fiskvinnslan hér haft nóg að gera. Þjónustufyrirtækin hafa haft verkefni, bæði trésmiðjurn- ar og eins Skipavík hf., sem hér er stærsti atvinnuveitandi með yfir 40 manns í vinnu og gæti bætt við fieirum. Þar hefir oftast verið unnið á laugardögum viss- ar stundir. Er okkur þetta fyrir- tæki mikils virði á útgerðarstað. Við myndum finna það glöggt ef það hætti að starfa. Samgöngur hafa verið ágætar. Höfinn í>Hfi hnrft að oreina á milli sumar- og vetraráætlunar með rút- una enda komst vetraráætlun aldrei til framkvæmda. Þetta er traust og gott fyrirtæki og Snæfellsnesi mikil samgöngubót. Ferðir á hveijum degi og stundum 2 á dag, bæði með póst og farþega. Ágætir bíl- stjórar og liðlegir. Þá má ekki gleyma að Amarflug hefur hingað áætlanir og er það góð samgöngubót. Baldur hefur farið tvisvar í viku til Bijánslækjar og eru ekki margar ferðir sem fallið hafa niður vegna veðurs. Fyrir þetta erum við Stykkis- hólmsbúðar þakklátir. Góð þjónusta er mikils virði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.