Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAl 1986 'Unnur Sveins- dóttir - Minning i Fædd 27. október 1904 Dáin 28. apríl 1986 í dag verður jarðsett Unnur Sveinsdóttir, húsfrú, en hun lézt í Hrafnistu í Hafnarfirði 28. apríl sl. Hefur hún búið á Hrafnistu hin síð- ari ár, fyrst með manni sínum Snorra Lárussyni, símritara, á Hrafnistu í Reykjavík, en síðar eftir lát Snorra á Hraftiistu í Hafnarfirði. Foreldrar Unnar voru Sveinn Amason, fiskmatsstjóri, og kona hans, Vilborg Þorgilsdóttir. Ámi faðir Sveins var kaupmaður og út- gerðarmaður á Bíldudal, en Þorgils faðir Vilborgar var bóndi á Stóru- Mörk undir Eyjafjöllum. Unnur var þriðja elst 5 dætra þeirra hjóna. Unnur fæddist í Hafnarfirði 27. október 1904, en fluttist árið 1910 með foreldrum sinum til Seyðis- Qarðar, þegar Sveinn faðir hennar var skipaður yfirfiskmatsmaður á Austurlandi. Sveinn var mikill umsvifamaður. Auk starfa sinna að fiskmati tók hann virkan þátt í fé- lagsmálum. f húsi fjölskyldunnar, sem hann reisti á Seyðisfirði, rak hann einnig brauðgerð til að drýgja IZUMI STÝRIROFAR SNERLAR LYKILROFAR HNAPPAROFAR GAUMUÓS Hagstætt verð r vönduð vara VÉLAVERZLUN-SIMI: Z4260 LAGER-SÉRFANTANIR-tUÓNUSTA Uífeic TERMOSTAT með fjarvísun fyrir loft og vatn Stöðugt eftirlit er vörn gegn skaða = HEÐINN = VELAVERSLUN. SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIPJÓNUSTA- LAGER tekjumar og voru dætur hans því iðulega nefndar bakaríssystumar. Mikill gestagangur var á æsku- heimili Unnar oggestrisni mikil. Unnur giftist 3. nóvember 1923 Snorra Lámssjmi, símritara frá Seyðisfírði. Foreldrar hans vom Lárus Tómasson og Þómnn Gísla- dóttir Wium. Unnur og Snorri eign- uðust tvö böm, Svein, hæstaréttar- lögmann og Eddu, skrifstofumann og húsmóður. Þau Unnur og Snorri þjuggu sín fyrstu búskaparár á Seyðisfirði, en fluttu til Akureyrar árið 1939. Þaðan fluttu þau til Reykjavíkur árið 1950 og bjuggu í fyrstu að Úthlíð við Sundlaugarveg, skammt frá þeim stað, þar sem nú em hjónaíbúðir Hrafnistu við Jökul- gmnn. En þar var einmitt síðasta heimili þeirra. Á þessum ámm var Laugarásinn að mestu óbyggður. Það var í Úthlíð sem ég man fyrst eftir Unni frænku minni. Vandi ég títt komur mínar til henn- ar, enda heimili hennar þar vel í sveit sett þegar farið var í gömlu sundlaugamar. Var þá gott að heimsækja Unni og sníkja hjá henni mjólk og kökur, sem hún bakaði af mikiili snilld. Alla tíð síðan var ég tíður gestur á heimili Unnar og Snorra. Fyrr á Við erum með hagstœðu verðin og úrvalið lika! Gabriel HÖGGDEYFAR í MIKLU ÚRVALI ~7J 8M=I4 ^AIfernatorar «W Startarar Nýir og/eöa verkimlöjuuppgerölr. ótal gerölr og tilheyrondi varohlutir. Kúplingsdiskar og pressur i ettirtalda tólksbila og jeppa J Ameriska — Enska Franska — ítalska Sænska — Fýzka Enntremur kúplingsdiska i BENZ - MAN - SCANIA - VOLVO Spennustillgr Landsins mesta úrvol ^ |bt«|Í . — HABIRA n * n i i n iTm aiiiii n FIAT varahlutir :mj^í i úrvali „Fljótandi gler“ Bilabón i sérflokki e Auövelt i notkun e Auðvelt aö þrífa e Margföld ending Bónoöu t d bretti og geröu samanburö viö oörar bóntegundir Þú tekur enga óhœttu bvi viö endurgreiöum ónotaóar ettirstóövar et bú ert ekki fylhlego óncBgó/ur meö órangunnn ■—ni iiinbii Betri <&<-%. bill ' fyrir lítinn pening Varahlutir i kveikjukerfið IM Einnig úrval kveikjuloka. OB hamra „High Energy", ■U hóspennukefla H og transistorkveikjuhluta í ameriska bíla, frá 1976 og yngri. KERTAÞRÆQIR I pouaodl tettum. Kápa sem deytlr truflandl rafbytgjur- Glóðarkerti í úrvali fyrir TOYOTA ISUZU DATSUN MERCEDES BENZ O.FL. Olíusíur Spíssadísur Fœðidœlur Auk þess meöal annars: Stýrisendar Spindilkúlur Vatnsdœlur Miöstöövar og mótorar Ljós og perur HÁBERG ” SKEIFUNNI 5A. SIMI: 91-8 47 88 SKEIFUNNI 5A SIMI 91-8 47 88 SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88 | árum vora þær heimsóknir oft daglega, enda var vel tekið á móti manni. Var þá stundum setið við uppáhaldsiðjuna og spilað heilu dagana og kvöldin. Þetta voru ógleymanlegar stundir fyrir böm og unglinga. Höfðingsskapur og gestrisni var líka í fyrirrúmi á heim- ilinu, og ekki spillti keppnisskapið og áhuginn við spilin. Únnur var ákaflega músíkölsk og spilaði mikið á píanó auk þess sem hún dundaði við að semja lög, sem sum hafa heyrst í útvarpi. Þær stundir em ógleymanlegar þegar Unnur á glöð- um stundum lék lög mágs síns Inga T. Lárussonar og við hin sungum með. Fáa hef ég heyrt leika lög Inga Lár af meiri tilfinningu og næmari smekk en Unni frænku mína. Á námsámnum og síðar kom ég oft á heimili Unnar og ræddum við þá lífið og tilveruna yfir kaffibolla. Pólitíkina bar þá á góma og marg- vísleg þjóðfélagsmál, en hún fylgd- ist vel með á þeim vettvangi. Rif- umst við ekki. Alltaf var jafngott að koma á hennar notalega heimili bæði hversdags og á hátíðum. Síðustu mánuði hefur Unnur átt við vanheilsu að stríða og kom andlát hennar mér því ekki á óvart. Samt er það svo að þegar manni nákomnir hverfa úr þessu lífi myndast ávallt tóm, sem tíma tekur að fylla. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Unni fyrir allar sam- verustundimar fyrr og síðar, en minningamar um þær eiga eftir að ylja manni í framtíðinni. Bömum hennar, bamabömum og bama- bamabömum sendi ég samúðar- kveðjur. Sveinn Björnsson Mér er bæði ljúft og skylt að setja örfá orð á blað við fráfall Unnar Sveinsdóttur. Vegir okkar Sveins, sonar henn- ar, lágu saman í Menntaskólanum á Akureyri og urðu þau kynni til þess, að þau góðu hjón, Unnur og maður hennar, Snorri Lárusson, „tóku mig í kost“ og húsaskjól um árabil á mínum skólaárum. Hjá þeim átti ég það athvarf, sem ég get seint þakkað að fullu. Unnur var mér ekki aðeins matmóðir og leigusali heldur sönn móðir. Stórt orð Hákot. Þar á ég við, að þótt hún ætti tvö böm, sem hún sannarlega unni hugástum, varð ég þess ætið var, að ég var þriðja hjól undir hennar bamavagni. Fyrir þetta og margt fleira langar mig að þakka af alhug. Ég er sannfærður um, að Unni væri ekki að skapi, að ég hefði uppi glysyrði og oflof á þessari stundu og skal það enda ekki gert. Unnur var ákaflega vel gerð kona til orðs og æðis, fordómalaus og heilbrigð í hugsun, hreinskilin og hreinskiptin. Fór ekki í launkofa með álit sitt og meiningu. Sagði það, sem hún meinti — og meinti það, sem hún sagði. Hún var skemmtileg og glaðlynd, átti auð- velt með að tjá sig í samræðum við aðra, var þá gjaman hrókur í þeim fagnaði og lék á als oddi. Varla minnist ég hennar með þunga brá. Helzt, þegar hún „í gamla daga“ ---——■----s—----- " Blómmtofa fíiðfinns Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur. stóð yfir mér að morgni með lýsi í skeið og hafragraut á diski. Ég var víst stundum baldinn og barðist af hörku — en alltaf vann Unnur. Hún unni því, sem var fagurt í umhverfi og listum. Slíkt heitir víst að vera fagurkeri. Sérstaklega vil ég minnast á tónlist. Fyrir henni hafði hún næmt eyra og lék sjálf á hljóðfæri. Man ég vel, er við hjónin heim- sóttum hana áttræða, að hún vildi sýna okkur húsakjrnni Hrafnistu, kom við í setustofu og settist við píanó og lék af mikilli innlifun. Unnur átti við vanheilsu að stríða síðustu árin, en þann kross bar hún með æðruleysi, sem var hennar aðal. Ég hygg að hún hafi verið hvíld- inni fegin — raunar þráð hana. Hún hafði séð frá sér hverfa úr þessum heimi systur og eiginmann. Snorri lést fyrir 6 ámm. Vill svo til, að það var 6. maí. Og víst hefir Unnur vitað vel, að „þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti“. Vel verður við henni tekið. Elsku Edda og Sveinn. Við hjónin sendum ykkur og ykkar fólki hjart- anlegar kveðjur. Guð blessi minningu Unnar Sveinsdóttur. Sigurbjörn Pétursson Háubakka man ég mær... Ó, þegar hún Unnur settist við píanóið og spilaði, — sín eigin lög eða lögin hans Inga T. eða eitthvað enn annað og öll fjölskyidan söng saman eða jafnvel dansaði ef svo bauð við að horfa, — það var óvið- jafnanlegt og ógleymanlegt. Allir tóku þátt í þessum fögnuði, frá þeim elstu til hinna allra yngstu, og aldrei varð samstiilingin meiri en þegar sameinast var í Aust- fjarðasöngvunum, en Unnur og systur hennar flórar ólust upp á Seyðisfirði og fimdu ævinlega til sem Austfirðingar. Lög Inga T. Lárussonar, sem var mágur Unnar, vom sem þjóðsöngvar í þessum fjölskylduhópi, og sjálf var Unnur lagin og smekkvfs lagasmiður. Þessar skemmtilegu stundir em það sem fyrst kemur upp í hugann, þegar ég minnist Unnar móðursyst- ur minnar með þakklæti, nú þegar hún er horfin af sjónarsviðinu, þreytt af sjúkdómum undanfarinna mánaða, en fékk þó að kveðja með léttu andvarpi. En það er fleira að þakka. Sjálf kynntist ég þeim Unni og Snorra Lámssyni manni hennar ekki að marki fyrr en eftir að þau fluttust til Reykjavíkur og ég þá unglingur en þau kynni urðu mér því ánægjulegri og man ég vel hversu auðvelt mér fannst að tala við Unni um ýmsa hluti, sem ég hefði ekki þorað að nefna við aðra fullorðna, og hversu skilningsgóð mér fannst hún. Svo ekki sé minnst á kökumar og matinn, sem fram var borinn. Unnur vnr stórmyndar- leg húsmóðir, hafði unun af að veita vel og fórst það frábærlega úr hendi, hvort sem um var að ræða einn gest ungan eða heilan hóp af fólki. Handavinnukona var hún líka, bæði pijónaði og saumaði af snilld. En um leið og ég minnist kosta hennar hlýt ég líka að muna og reyndar harma einn ókost og það er hve hún vanmat sjálfa sig, var um of lítillát og kom því ekki á framfæri því, sem hún átti til að gefa og fleiri hefðu mátt njóta en nánustu vinir og fjölskylda. Hvers- vegna? Kannski af því að hún átti þess ekki kost að menntast á sínum tíma eða kannski vildi hún bara gefa sínum nánustu því meira og lifa sterkar fyrir þá? Aldrei hef ég spurt hana og aldrei verður þessu svarað, en hitt er víst, að Unnur var hæfíleikamanneskja, sem hefði átt margra kosta völ ef hún hefði verið ung nú á okkar tímum. En hún hefur líka fengið að fylgjast með menntun og velgengni bama og barnabama og haft gleði af. Nú koma ekki fleiri unglingar að leita ráða eða sníkja kökur hjá Unni. Okkar er að þakka fyrir samfylgdina og ykkur, sem nú sjáið á eftir móður og ömmu, votta ég samúð. Vilborg Harðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.