Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 Kristinn H. Hákonarson fv. yfirlögregluþjónn Fæddur9.júlí 1897 Dáinn 28. apríl 1986 Þegar ég frétti lát Kristins vinar míns, brutust fram í huga mér ótal myndir frá liðnum samverustundum okkar, sem flestar eru tengdar hestum og hestamennsku. Einna skýrust er minningin um velheppn- aða ferð, sem við fórum ásamt eiginkonum okkar á fjórðungsmót hestamanna á Hellu sumarið 1972. Við lögðum af stað frá Hafnarfirði nokkrum dögum fyrir mótið og þegar austur kom, riðum við upp í Holt og Landsveit og tókum hús á frænda mínum, Sigurði bónda og fjallkóngi Sigurðssyni á Skamm- beinsstöðum. Linntum við ekki lát- um fyrr en við höfðum fengið Sig- urð, sem allar leiðir þekkti eins og puttana á sér, til að ríða með okkur um héraðið, því víða þurfti að koma við á leiðinni. Öll vorum við vel hestuð og því erfitt að halda aftur af reiðskjótunum, enda var oft sprett úr spori á rennisléttum grundum upplandsins. Sigurði nægði þetta þó ekki. Hann vildi einnig að við kynntumst fleiri hlið- um hestamennskunnar á þessum slóðum. Valdi hann bakaleiðina þannig að við urðum að sundríða Rangá og var það að mestu ný reynsla fyrir þann, er þessar línur ritar. Síðan var farið niður í Réttar- nes, þar sem ferðalanganir fengu gott tækifæri til að vinda og þurrka föt sín. Kristinn var, eins og ávallt á ferðalögnm, hrókur alls fagnaðar. Lét hann óspart íjúka í kviðlingum og hafði jafnan tiltæk spaugsyrði á vörum þar sem við átti. Hið fagra og tignarlega umhverfí ásamt blíð- viðrinu, gerðu sitt til að auka á andagiftina og skapa þau geðhrif, sem engan lét ósnortinn. Þetta voru sannarlega eftirminnilegir dýrðar- dagar. Kristinn Hákonarson fæddist í Stað á Reykjanesi vestur 9. júlí 1897. Hann fluttist komungur með foreldrum sínum, Amdísi Bjama- dóttur og Hákoni Magnússyni, að höfuðbólinu Reykhólum á Barða- strönd, þar sem þau tóku við búi afa hans, hins þjóðkunna bónda Bjama Þórðarsonar. Kristinn ólst upp hjá foreldmm sínum að Reyk- hólum, þar sem heimilisfólkið var oft um og yfír 50 manns. Gefur auga leið að umsvifin hafa verið mikil á svo stóru búi enda voru Reykhólar á þeim tíma ein af þrem- ur stærstu jörðum landsins. Vandist hann frá blautu bamsbeini, ef svo má segja, öllum venjulegum bú- störfum, uns hann, 14 ára gamall var sendur í tógvinnuskóla suður í Reykjavík, þar sem hann jafnframt stundaði nám í iðnskóla. Þama var hann í 3 ár en hélt síðan vestur aftur og dvaldist í foreldrahúsum uns hann hóf búskap á eigin spýtur. Síðan flytur hann aftur suður og gerist fangavörður, fyrst í Reykja- vík en síðan á Litla-Hrauni. Árið 1937 verða þáttaskil í lífi hans í fleiri en einum skilningi. Þá ræðst hann sem lögreglumaður til Keflavíkur, en sinnir þar jafnframt margskonar opinberum störfum fyrir embætti sýslumanns Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Vom störf hans í Keflavik gríðarlega um- fangsmikil, því auk þess að þurfa að sinna starfí sínu sem lögreglu- maður jafnt að degi sem nóttu, ef svo bar undir, þá tók hann einnig að sér tímafrek félagsmálastörf. Þannig var hann ásamt Sverri Júl- íussyni, þáverandi símstöðvarstjóra og formanni ungmennafélagsins í Keflavík, aðal drifijöðrin að bygg- ingu sundlaugar í Keflavík, sem ungmennafélagið beitti sér fyrir. Kristinn var sundmaður góður og hafði áður verið virkur félagi í ungmennafélagshreyfíngunni og vildi gjarnan, eftir að hann fluttist til Keflavíkur, taka upp þráðinn að nýju og láta gott af sér leiða á því sviði, þótt ekki væri hann féiags- maður í ungmennafélaginu á staðn- um. Barðist hann ötullega fyrir þessu áhugamáli sínu og lét svo sannarlega ekki sitja við orðin tóm, þegar hafíst var handa við fram- kvæmdina. Segja mér kunnugir menn að það hafi verið undravert hversu afkastamikill hann var, enda notaði hann hveija frístund sem gafst, til að drífa bygginguna áfram. Er á þetta minnst hér, sem eitt ágætt dæmi um dugnað hans og ósérhlífni. Má raunar með sanni segja að heimili hans hafí ekki aðeins verið miðstöð stjómsýslu sýslumannsembættisins í Keflavík þann tíma, er Kristinn gegndi þar störfum, heldur einnig höfuðstöðvar margskonar félagsmálastarfs á staðnum að því er mér er sagt. Heiðarleiki og samviskusemi Kristins Hákonarsonar fór ekki fram hjá yfirboðurum hans í Hafn- arfírði. Eftir hernám Breta var mikill fjöldi hermanna staðsettur í Hafnarfirði. Skapaðist þá oft vand- ræðaástand í löggæslumálum kaup- staðarins vegna fámennis lögregl- unnar, en þeir voru aðeins 3. Bæjar- fógeti hafði oft farið fram á að fjölgað yrði í lögregluliði bæjarins, en bæjarstjóm jafnan synjað þeirri ósk vegna þess hve fjárhagur bæj- arsjóðs var bágorinn. Sumarið 1940 endurnýjaði bæjarfógeti óskir sínar um að lögregluþjónum yrði fjölgað, þannig að þremur yrði bætt við og bæjarsjóður greiddi laun þeirra. Nokkru síðar ákvað ríkisstjórnin að ríkissjóður skyldi greiða launin. Að áeggjan sýslumanns hafði Kristinn áður sótt um starf lögreglumanns í Hafnarfírði og jafnframt sagt lausu starfí sínu í Keflavík. Hann endurnýjaði nú umsókn sína og var veitt starfíð frá og með 1. október sama ár. Árið 1948 var Kristinn Eiginmaöur minn, LEÓ SVEINSSON fyrrverandi brunavörður, Hávallagötu 5, andaðist á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10 B, sunnudag- inn 4. maí. Fyrir hönd aðstandenda. Margrét Lúðvíksdóttir. Systir okkar, JÓNA S. ÁGÚSTSDÓTTIR frá Sauðholti, Laugarnesvegi 48, lést i Reykjalundi 4. maí. Jónína Ágústsdóttir og bræður. t Móðir min, INGIBJÖRG JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist 4. mai í Landakotsspítala. Sigurður Sigurgeirsson. + Eiginmaður minn, JÓN EIRÍKUR JÓNSSON, Skipasundi 75, andaðist í Borgarspítalanum 4. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Maja Jónsson. + Eiginkona mín og móðirokkar, KRISTRÚN E. HARALDSDÓTTIR, Drápuhlíð 40, lést i Landspítalanum aðfaranótt laugardagsins 3. maí. Bjarni R. Jónsson, Valgerður Bjarnadóttir, Halla Bjarnadóttir. + Eiginmaður minn, PÉTURLÁRUSSON, Suðurgötu 15-17, Keflavik, lést í sjúkrahúsinu i Keflavík þann 4. apríl. Fyrir hönd aðstandenda. Kristín Danivalsdóttir. Lokað vegna jarðarfarar BÁRÐAR ÓLA PÁLSSONAR frá kl. 12.30 í dag, þriðjudaginn 6. maí 1986. Prentsmiðja Árna Valdemarssonar hf. skipaður varðstjóri í lögreglunni í Hafnarfírði og yfírlögregluþjónn varð hann eftir lát Jóns heitins Guðmundssonar árið 1962. Því starfí gegndi hann þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1968. Eftir það sinnti hann ýmsum mikilvægum störfum fyrir bæjar- fógetaembættið um langt árabil, eða meðan að heilsan leyfði. Starfíð í lögreglunni fullnægði þó ekki athafnaþrá Kristins Hákón- arsonar. Eins og ráða má af upp- hafsorðum þessarar greinar og flestum er kunnugt, voru þau hjónin alla tíð miklir aðdáendur íslenzka hestsins. Ég þykist vita að á fyrstu búskaparárum sínum hafí efnin ekki verið ýkja mikil hjá þeim, fremur en mörgum örðum á kreppu- árunum fyrir stríðið. Þó býst ég við að þau hafi verið tilbúin að láta flest annað fremur á móti sér, en hestana sína. Þeir voru þeirra líf og yndi enda hafa þau átt margan gæðinginn um dagana. Fljótlega eftir komu sína til Hafnarfjarðar kynntust þau hafnfírzkum hesta- mönnum og ekki liðu mörg ár þar til Kristinn varð einn aðal hvata- maður þess að stofnað yrði hesta- mannafélag í bænum. Stofnfundur Hestamannafélagsins Sörla var haldinn þann 7. febrúar 1944 og var Kristinn kosinn fyrsti formaður félagsins. Sat hann í stjóm þess um langt árabil, ýmist sem formað- ur eða ritari, enda má segja að hann hafi verið lífið og sálin í félag- inu um langan tíma. Er ómæld sú vinna sem hann lagði af mörkum í þágu hafnfírzkra hestamanna á fyrstu árum félagsins. Á 25 ára afmæli þess árið 1969 voru honum þökkuð störf hans öll með því að gera hann að heiðursfélaga í Hesta- mannafélaginu Sörla. Kristinn kom víðar við í málefnum hestamanna en hér í Hafnarfirði. Hann tók virk- an þátt í stofnun Landssambands Hestamannafélaga, sem fulltrúi Sörla árið 1949 og sat í stjóm þess í nálega aldarfjórðung. Kristinn Hákonarson var tví- kvæntur. Fýrri kona hans var Stef- anía Ingimundadóttir og eignuðust þau 4 böm. Þau slitu samvistum. Síðari kona Krisins er Sólveig Bald- vinsdóttir frá Súluholtshjáleigu í Villingaholtshreppi. Þau hófu bú- skap er Kristinn fluttist til Keflavík- ur árið 1937. Hygg ég að sambúð þeirra hafí verið með miklum ágæt- um. Hún tók alla tíð virkan þátt í lífi hans og starfi og stóð honum þétt við hlið, bæði í blíðu og stríðu. Enginn má skilja orð mín svo að skoðanir þeirra á mönnum og mál- efnum hafí ætíð farið saman. Því fór víðsfjarri. Þau voru bæði skap- rík og höfðu hvort um sig einkar sjálfstæðar skoðanir. Stundum fer það illa saman í hjónabandi en það sem gerði gæfumuninn í þessu til- felli var það að þau bám takmarka- lausa virðingu hvort fyrir öðm. Það er svo kapítuli út af fyrir sig, sem ekki verður rakinn hér, hvemig Sólveig reyndist Kristni eftir að hann missti heilsuna. Umhyggju- semi hennar og nærfærni var slík að fátítt er. Það er ekki ofmælt þótt sagt sé að hún hafí, í bókstaflegri merkingu, borið hann á höndum sér öll þau ár, sem hann þurfti hennar mest með. Þetta kunni Kristinn svo sannarlega að meta enda vildi hann hvergi frekar vera en í návist henn- ar. Eina dóttur eignuðust þau hjónin, Ernu Sigþóm, sem gift er Guð- mundi L. Jóhannessyni, dómarafull- trúa við embætti bæjarfógetans í Hafnarfirði og eiga þau 3 dætur. Hafa þær verið sannkallaðir auga- steinar og gleðigjafar á heimili afa og ömmu. Þegar Kristinn sótti um starf lögreglumanns í Keflavík á sínum tíma, gerði sýslumaður honum ljóst að stundum væri ærið óróasamt á staðnum, sérstaklega á vetrarver- tíð. Það væri því ekki heiglum hent að halda þar uppi löggæslu, svo vel væri. Kristinn svaraði því til að hann ætlaði sér ekki að vinna þetta starf með kröftum. Ég held að þetta svar lýsi honum betur en mörg orð fengju gert. Kristinn var að eðlisfari ljúfur maður, þótt hann héldi jafnan fast á sínu. Komu þessir eðlisþættir vel fram í starfí hans í lögreglunni. Sérstaklega bar hann umhyggju fyrir ungmennum, sem hann þurfti að hafa afskipti af og reyndi af megni að leiða þá á betri brautir. Það kom því sjaldan fyrir að hann þyrfti að grípa til þekkingar sinnar í grísk-rómverskri glímu, en þá íþrótt stundaði hann sem ungur maður. Hefur það eflaust átt sinn þátt í því að hann var líkamlega mjög vel á sig kominn enda hraust- menni mikið, sem sjaldan varð afl- fátt. Kristinn Hákonarson var trúaður maður og einn af þeim sem sótti styrk í trú sína. Kom þetta oft fram í boðskap hans, en Kristinn var vel hagmæltur og átti létt með að yrkja, þegar sá gállinn var á honum. Eru ófáar vísurnar sem undirrituð- um hlotnaðist frá hans hendi, við ýmis góð tækifæri. Kristinn gekk í reglu frímúrara árið 1957 og reyndist þar sem annars staðar góður liðsmaður. Skulu honum nú við umbreytinguna fluttar þakkir bræðra sinna, fyrir ótal samverustundir og gleðiríkt samstarf á þeim vettvangi. Jafn- framt er honum óskað fararheilla á þeim brautum, sem hann nú heldur. Kannski hafa góðvinir hans, hest- arnir, sem famir voru á undan, beðið hans og þeysa nú með hann um sléttar grundir til fyrirheitna landsins. Hver veit. Ástvinum hans öllum sendum við samúðarkveðjur. Eggert ísaksson í dag, þriðjudag, kl. 15.00 fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju útför Kristins Hákonarsonar fyrrverandi yfírlögregluþjón í Hafnarfirði, en hann lést 28. apríl sl. á 89. aldurs- ári. Með Kristni er genginn mætur og mikilhæfur maður af aldamóta- kynslóðinni, en hún lyfti því grettis- taki að breyta íslensku, aldagömlu bændaþjóðfélagi í það velferðar- samfélag, sem við búum í nú, þrátt fyrir allt það sem við fínnum því til foráttu og gerum kröfu til að það sé. Kristinn gerði fyrst og síðast strangar kröfur til sjálfs síns, en var hófsamur í kröfum til samfé- lagsins. Kristinn Hans Hákonarson, en svo hét hann fullu naíni, var fæddur á Stað á Reykjanesi í Barðastrand- arsýslu 9. dag júlímánaðar árið 1897, fímmti í röðinni af 10 bömum hjónanna Amdísar Bjamadóttur og Hákonar Magnússonar, bónda á Reykhólum og víðar. Árndís var dóttir Bjama Þórðar- sonar eiganda höfuðbólsins Reyk- hóla og bónda þar í þrjátíu ár. Bjami var nafnkunnur maður á sinni tíð fyrir atorku og orðlagður dugnaðarmaður. Hákon faðir Krist- ins var líka vel þekktur. Af honum fóm sögur um hjálpsemi og gjaf- mildi til þeirra sem minna máttu sín, eða höfðu farið halloka í lífs- baráttunni. Kristinn ólst upp á Reykhólum á mannmörgu heimili, því auk barnahópsins höfðu þau Reykhólahjón böm í fóstri um lengri og skemmri tíma. Einnig var þar margt hjúa, því Reykhólar vom um aldir höfuðból, sem hlunnindi mikil fylgdu, en þau útheimtu mikinn mannafla, en þau Amdís og Hákon vom hjúasæl og það svo að dæmi vom um að sama fólkið var hjá þeim alla sína starfsævi. Innan við tvítugs aldur hélt Kristinn til Reykjavíkur til náms í tógvinnslu, sem þá var mikilsmetin iðngrein og þá þegar talinn eiga sér mikla fram- tíð, en samhliða iðnnáminu aflaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.