Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 Landsþing Slysavarnafélags íslands: Uppbygging á slysa- varnaskóla sjómanna og rekstur Þórs aðal- umræðuefni þingsins LANDSÞING Slysavarnaf élags Islands var haldið dagana 2.-4. maí sl. í félagsheimilinu á Sel- tjarnarnesi, en þingið er haldið annað hvert ár. Um 220 manns tóku þátt í þinginu. Að sögn Haralds Henrýssonar, forseta félagsins, var aðalumræðu- efni þingsins uppbygging slysa- vamaskóla sjómanna og rekstur varðskipsins Þórs, sem félagið fékk sem framlag frá ríkinu. Ætlunin er að nota skipið til námskeiðahalda um öryggismál fyrir sjómenn. Fé- lagið hefur að undanfömu haldið nokkur slík námskeið um landið, en nú með tilkomu Þórs hefur skip- inu verið breytt þannig að hægt verði að halda námskeiðin um borð. Búið er að innrétta kennslusal í skipinu og er ætlunin að sigla hafna á milli til námskeiðahalds. Fyrstu námskeiðin verða væntanlega nú f maímánuði, að sögn Haralds. „Rekstur Þórs er ekki komin í fastar skorður fjárhagslega. Við þurfum væntanlega að leita til út- gerða og sjómannasamtaka, ríkisins Forseti Slysavamafélags íslands, og almennings varðandi Qármögn- Haraldur Henrýsson, og Hannes un á öryggisnámskeiðunum svo Hafstein, forstjóri félagsins. Fulltrúar á landsþingi slysavarnafélagsins skoðuðu varðskipið Þór, sem nú er í eigu félagsins. hægt sé að byggja þau upp á sóma- samlegan hátt," sagði Haraldur. Á þinginu var rætt um breytta skipulagshætti í höfuðstöðvum fé- lagsins vegna aukins umfangs þess. Þá var m.a. ályktað að setja þyrfti ákveðnari reglur um öryggiskröfur í höfnum landsins, auka þyrfti fjár- framlög til umferðarslysavama og koma þyrfti upp æfíngasvæði fyrir verðandi ökumenn við erfið skilyrði svo sem í möl og hálku. Tveir heiðursfélagar voru kosnir í tengslum við þingið, Ásgrímur Bjömsson fyrrverandi erindreki Slysavamafélags Islands og for- maður sjóbjörgunarsveitarinnar Ingólfs um langa hríð og Ingólfur Stefánsson fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, en hann var lengi vel fulltrúi þess í Rann- sóknanefnd sjóslysa. Þeim vom afhent heiðursskjöl sl. sunnudag um borð í Þór og Albert Guðmundsson var sæmdur þjónustumerki úr gulli, en hann beitti sér sem fjármálaráð- herra fyrir því að slysavamafélagið fengi varðskipið Þór til eignar. Ný landstjóm félagsins var kosin. Auk Haralds eiga sæti í stjóminni: Ester Kláusdóttir varaforseti Hafn- arfirði, Örlygur Halfdánarson Reykjavík, Eggert Vigfússon Sel- tjamamesi, Einar Siguijónsson Hafnarfírði, Sigurður Guðjónsson Sandgerði og Gunnar Tómasson Grindavík. Þá voru kosnir fulltrúar landshluta í stjómina. Fulltrúi Vesturlands er Jón Þórisson Reyk- holti, fulltrúi Vestfjarða er Halldór Magnússon Hnífsdal, fulltrúi Norð- urlands er Þóranna Hansen Dalvík, fulltrúi Austfjarða er Gunnar Hjaltason Reyðarfirði og fulltrúi Suðurlands er Ólafur íshólm Jóns- son Selfossi. í varastjóm eiga sæti: Gréta María Sigurðardóttir Reykjavík, Snæbjöm Ásgeirsson Seltjamar- nesi, Jóhannes Briem Reykjavík, Engelhart Bjömsson Reykjavík, Ragnar Bjömsson Mosfellssveit, Erlingur Olafsson Mosfellssveit, Reynir Gústafsson Grundarfírði varafulltrúi Vesturlands, Öm Gísla- son Bfldudal varafulltrúi Vest- fjarða, Gunnar Sigurðsson Blöndu- ósi varafulltrúi Norðurlands, Ellen Þórarinsdóttir Höfn varafulltrúi Austurlands og Viktoría Andersen Vestmannaeyjum varafulltrúi Suð- urlands. Morgu nblaðið/Ami Sœberg Davíð Oddsson, borgarstjóri, spjallar við starfsfólk Sláturfélags Suðurlands við Skúlagötu í gær. Kosningabaráttan í Reykjavík að hefjast Kosningabaráttan í Reykja- vík er nú að hefjast af fullum krafti, en kosið verður til borg- arstjórnar, sem og flestra sveit- arstjórna á landinu, eftir þijár og hálfa viku. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins fóru á sjö vinnustaði í Reykjavík í gær og í dag sækja þeir m.a. heim starfsfólk Kassa- gerðar Reykjavíkur, Sanitas, Lýs- is, Skattstofunnar og Tollstofunn- ar, Sjóvá og Skeljungs og einnig koma þeir á Hrafnistu, dvalar- heimili aldraðra. Alþýðuflokkurinn byijaði vinnustaðafundi einnig í gær og í kvöld verður almennur kjósenda- fundur á veitingahúsinu Gauki á Stöng. Þá fara frambjóðendur flokksins í Kassagerðina í dag og í Granda á morgun. Að sögn Steinars Harðarsonar, kosningastjóra Alþýðubandalags- ins í Reykjavík, hófust vinnu- staðafundir flokksins fyrir um það bil mánuði og verður framhaldið næstu daga. Gefin hafa verið út dreifirit og frekari útgáfa er fyrir- huguð. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hyggur einnig á vinnu- staðafundi á næstunni, en flokk- urinn hefur þegar haldið almenn- an kjósendafund. Það var 1. maí sl. og tókst hann vel og var fjöl- sóttur að sögn Sigrúnar Sturlu- dóttur á kosningaskrifstofu flokksins. Kvennalistinn er einnig að leggja síðustu hönd á skipulagn- ingu vinnustaðafunda í Reykjavík. Að sögn Sigrúnar Ámadóttur, kosningastjóra listans, hefur tals- vert verið unnið að undirbúningi kosningastarfsins, s.s. að útgáfu stefnuskrár o.fl. Þá hefur vegg- spjald með myndum af frambjóð- endum verið gefið út. Stefnt er að því að kosningahátið Kvenna- listans verði í Laugardalshöll sunnudaginn fyrir kjördag. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, og Guðmundur Hallvarðsson, frambjóðandi Sjálfstæð- isflokksins, ræða við starfsfólk Flugleiða í gær. Um 1.500 manns komu f afmæliskafi sem bæjarstjórn Garðabæjar bauð til sl. sunnudag. Morgunblaðid/Ámi Sæberg Garðabær 10 ára: Fimmtán hundruð 1 afmæliskaffi Á sunnudaginn var öllum bæjarbúum Garðabæjar boðið í kaffi í Garðalundi í tilefni 10 ára afmælis bæjarins. Um 1500 manns komu í kaffíð, en á boðstólum var meðal annars 8 metra löng kaka, auk fjölmargra annarra kræsinga. Kvenfélagið sá um vöfflubakstur og skemmtiatriði voru flutt. Nemendur Tónlistaskól- ans fluttu nokkur lög, Blásarakvint- ett Reykjavíkur lék, skólakór Garðabæjar söng og Ingibjörg Guðjónsdóttir söng nokkur lög. Kaffiboðið í Garðalundi var síð- asta atriði afmælisdagskrár Garða- bæjar, sem stóð yfir alla síðustu viku. Afmælishátíðin var vel sótt og þótti takast mjög vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.