Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 31 Könnun á viðskiptum Hafskips og Útvegsbanka: Nefndin lýkur störfum ESAB RAFSUÐU- TÆKI,VIR OG FYLGI- HLUTIR FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR GÆÐUM OG ÞJÓNUSTU = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER fyrir næstu áramót — segir viðskiptaráðherra Skýrsla viðskiptaráðherra um stöðu Utvegsbanka Islands í ljósi viðskipta bankans og fyrirtækis- ins Hafskips hf. kom til umræðu á síðustu dögum þingsins. Hér verður lítillega greint frá efnis- atriðum skýrslunnar og um- ræðna um hana. Efnisatriði skýrslunnar I skýrslu viðskiptaráðherra komu m.a. fram eftirtalin efnisatriði: * Heildarskuldbindingar Hafskips hf. gangvart Útvegsbankanum námu samtals 721,9 m.kr. 5. des- ember 1985, daginn áður en fyrir- tækið var tekið til gjaldþrotaskipta. Athugun bankaeftirlitsins á stöðu mála, 8. janúar 1986, leiddi í ljós, að þá nam ijárhæðin 808,5 m.kr. og eru þá taldar með skuldbindingar Islenzka skipafélagsins hf. * Heildarskuldbindingar Hafskips hf. miðað við 5. desember 1985 námu 8,4% af útlánum, endurlán- uðu erlendu lánsfé og ábyrgðum Útvegsbankans. * í skýrslu bankaeftirlitsins 30. júní 1985 kemur fram að komi til stöðv- unar á rekstri Hafskips og nauð- ungarsölu á eignum þess geti tapá- hætta bankans verið á bilinu 380- 450 m.kr. * í nýrri skýrslu eftirlitsins 21. apríl 1986 meturþað áætlað útlána- tap vart undir 400 m.kr. Til viðbótar bætist áætlað útlánatap vegna ís- lenzka skipafélagsins hf., um 12 m.kr. * „Ríkisstjómin hyggst beita sér fyrir skipulagsbreytingum innan bankakerfisins, m.a. með hliðsjón af stöðu þess máls,“ segir og í skýrslu ráðherrans. Bankakerfið Matthías Bjarnason, við- skiptaráðherra, vék í framsögu að „afskiptum bankaeftirlitsins á Útvegsbankanum allt frá árinu 1975. Þeim má skipta í fjóra megin þætti, athugun á stöðu bankans, sem fram fór 1975, sams konar athugun 1978, sérstök úttekt á fjár- hagsvanda bankans sem var unnin 1980 og sérstök athugun á stærstu lánþegum bankans 1985. Það sem nú skiptir máli,“ sagði ráðherra, „er að svo nefnt Hafskips- mál fái þá meðferð sem lög mæla fyrir og samkvæmt þeim upplýsing- um, sem ráðuneytið hefur aflað sér, miðar meðferð málsins vel hjá Umræður á þingi um skýrslu ráðherra skiptaráði. Réttarrannsókn af hálfu skiptaráðanda mun væntanlega ljúka fyrri hluta sumars og er þess þá að vænta að fullur þungi komist í starf þeirrar nefndar sem Hæsti- réttur hefur tilnefnt til að kanna viðskipti Útvegsbankans og Haf- skips." Ráðherra sagði að nefndin lyki væntanlega störfum fyrir lok þessa árs. Ráðherra gerði síðan grein fyrir nýrri löggjöf um viðskiptabanka og Seðlabanka, sem horfðu til meira öryggis. Ný lög um viðskiptabanka gerðu þannig ráð fyrir lágmarki eigin fjár hjá viðskiptabönkum, nýj- um reglum um tryggingasjóð við- skiptabanka og nýjum reglum um lánveitingar, „sem m.a. eiga að tryggja að heildarskuldbindingar eins og sama aðila gagnvart banka verði ekki óhæfilega miklar". Mikið umhug'sunarefni Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne.) sagði skýrslu ráðherra „gott gagn og þarft innlegg í þá rannsókn, sem stendur nú yfir ... Taldi hann það, sem fram væri komið í málinu, styðja frumvarp þingmanna Alþýðubandalags um sjálfstætt bankaeftirlit. Það vekur athygli, sagði þing- maðurinn, „varðandi athugunina 1977 og 1978 að viðskiptaráðherra á þeirri tíð hefur ekki fylgt því máli ýkja mikið eftir né heldur úttektinni frá því marz 1975 og aðeins í eitt skipti á árinu 1978-1979 virðist málum hafa verið fylgt eftir að einhverju gagni og þetta vekur óneitanlega spumingar . . . Þingmaðurinn vitnaði til þess, að í niðurstöðum bankaeftirlitsins stæði: „Þróun þessara skuldavið- skipta er þannig allt fram á árið 1973 að vægast sagt verður ekki séð að hún hafi á neinn hátt verið í samræmi við hagsmuni bankans, enda bankinn kominn í mjög hættu- lega stöðu í málinu." Steingrímur sagði það niðurstöðu sína að bankaeftirlitið hefði sem slíkt staðið vel í stykkinu eins og því ber. Hitt vekji spumingar, hvers vegna mál hafí þróast sem þau gerðu, þrátt fyrir viðvaranir banka- eftirlitsins. Eftirlitshlutverk bankaráða Jón Baldvin Hannibalsson (A.-Rvk.) sagði bankaráð þingkjör- in og eiga að vera eftirlitsaðila þingsins, þ.e. almannahagsmuna. Þau virðist hinsvegar vera „eins- konar „sleeping parters" í þessu kerfi. Þær upplýsingar sem hér liggja fyrir um hlutverk t.d. bankaráðs Útvegsbankans í því örlagaríka máli sem fjallar um viðskipti bank- ans við Hafskip hf., virðast eindreg- ið staðfesta að það þurfi að taka þetta eftirlitshlutverk bankaráðsins til endurskoðunar," sagði þing- maðurinn. Jón Baldvin lét í ljós vonbrigði með framkomin svör, sem ekki væm tæmandi. Engin svör liggi fyrir um það, hvort stjóm bankans hafí sniðgengið reglur og hefðir í bankaviðskiptum um greiðslutrygg- ingar útlána. Þau bíði niðurstöðu nefndar, sem fjallar um málið. Svar ráðherra við fyrirspurn um, hvort ríkisstjómin muni beita sér fyrir skipulagsbreytingum innan bankakerfisins, t.d. fækkun og sameiningu ríkisbanka, er véfrétta- legt. Það bendir til að ríkisstjómin hafí ekki gert þetta mál upp við sig og láti málið dankast. Skuldbindingar Hafskips hf. gagnvart Útvegsbankanum námu 18,2 m.kr. 15. janúar 1980, sagði Jón Baldivin eftiislega, en 2. júní 1983, eða á sama tíma og fyrrver- andi íjármálaráðherra gegndi emb- ættum formanns bankaráðs Út- vegsbankans og stjómarformanns Hafskips, höfðu þessar skuldbind- ingar aukizt í 288,6 m.kr. eða 16-faldast, en miðað við lánskjara vísitölu er hér um rúmlega þreföld- un að ræða. Þingmaðurinn lét að því liggja að hér væri dæmi um hagsmunaárekstur, sem fyrir- byggja þurfí í framtíðinni. Sveif lur í kaup- skipaútgerð Matthías Bjarnason, viðskipta- ráðherra, sagði sveiflur í kaup- skipaútgerð, sem hafi orðið undan- farið, einkum síðustu misseri, hafa komið illa við marga banka, bæði hér og á Norðurlöndum og einnig stóra banka í Bandaríkjunum. Þetta hafí gerzt þrátt fyrir sérfræðilegt eftirlit í stærri erlendum bönkum. Astæðan er fyrst og fremst sú að eignir kaupskipaútgerða hafa hmn- ið. Ófá gjaldþrot í kaupskipaútgerð hafa því komið illa niður á bönkum, t.d. í Noregi og raunar um allan heim. Ég tel að það komi mjög til greina, sagði ráðherra, að auka þetta eftirlit hér, og það er ekkert óeðlilegt við það að atvinnurekstur, sem er margbrotinn og flókinn, kosti það að hluta, enda má líta á það sem hluta af lánafyrirgreiðslu. ESAB Hvar þarftu að dæla? Hverju þarftu að dæla? iís!riVc?;csOiS Fjölbreyttar, öflug- ar dælur til flestra verka. Réttu dælurnar frá = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Til leigu Efri hæð hússins Snorrabraut 54 er til leigu. Húsnæðið er um 315 fermetrar að stærð og er innréttað sem skrifstofuhúsnæði. Frábær staður — góð bílastæði. Tilboð óskast send skrifstofu vorri fyrir 8. maí nk. Osta- og smjörsalan sf. Bitruhalsi 2 1ÍO Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.