Morgunblaðið - 15.05.1986, Síða 14

Morgunblaðið - 15.05.1986, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986 Garðeigendur AGRYL garödúkurinn tryggir öruggari uppskeru garöávaxta hvemig sem viðrar. AGRYL vemdar gróður gegn: Skordýmm Kulda Hita Roki LETTIÐ UPPLÝSINGA ÞÚRi^ SÍMI BISOO'ARMÚLATI Kári Eiríksson við mynd sina Rok. FJARRÆN VIÐHORF Myndlist Bragi Ásgeirsson Reno settin og hornin eru bólstruð í þykk og mjúkáklæði. Vönduð sett og þægileg. Slitþois- Prófun ákfcieða | Útborgun 10.480- Afborgun 4.000- á mánuði. H húsgagnahöllin HliSCÖCIXI BILDSHOFÐA 20-112 REYKJAVIK - 91 -681199 og 681410 Það verður vart annað sagt, en að Kári Eiríksson hafi markað sér nokkra sérstöðu meðal íslenzkra málara. Þessi sérstaða hans er þó af óvenjulegum toga, því þótt Kári teljist hlutbundinn málari, virðist hann yfirleitt ekki leita uppi mynd- efni í nánasta umhverfi sínu og ekki verða fyrir beinum áhrifum af hinni hijúfu, íslenzku náttúru. Ei heldur af hinum blíðari hliðum hennar, sem helst koma fram á löngum sumardægrum, eða þá, er stimir á snævi þakta jörð um hávet- ur í miklum kyirum. Vísun lista- mannsins sjálfs til þess, að þetta séu áhrif frá landslagi á Suðurlandi er hann styðst við núna — huglæg áhrif, sem unnið er út frá á vinnu- stofu hans, þykir mér hæpin nema í þá veru, að það sé klætt í búning Suðurlanda. Landslagið á Suður- landi kemur mér svo fyrir sjónir að vera í hæsta máta jarðbundið og lítið flug í því né suðræn glóð. Þannig virkar inntak myndanna einna helst sem suðrænt landslag málað í rómantískri móðu, þar sem íburðarmikil áferðin skiptir megin- máli. Ég fortek þó ekki, að heimfæra megi þekkjanlegt form mynda hans við íslenzkt svið, en svipmót þeirra er mjög fjarrænt, í flestum tilvikum eins og séð með augum útlendings með suðrænt blóð í æðum. Tækni Kára í þeim 72 myndum, er hann sýnir á Kjarvalsstöðum fram til 19. maí, er ákaflega keim- lík þeirri, er við kynntumst á fyrstu sýningu hans í Listamannaskálan- um gamla við Kirkjustræti árið 1959. Þessa tækni eða réttara sagt þennan undarlega samruna tækni- bragða, kom hann með í malnum að utan — alla leið frá Flórenz, þar sem hann hafði verið í slagtogi með nokkrum amerískum málurum og ef til vill orðið fyrir áhrifum af þeim. Hér var um að ræða tækni, sem virkaði á mig sem afsprengi tækni- galdurs snillingsins Andrew Wyeth, að viðbættum ýmsum áhrifameðul- um (effektum) og hér hefur ekki orðið mikil sjáanleg breyting á. Svipuð málverk og slík léttunnin tæknibrögð má víða sjá í myndverk- um, sem föl eru á markaðstorgum suðlægari landa, þar sem minja- gripa og afþreyingaiðnaðurinn blómstrar. Ég geri mér það fullkomlega ljóst, að myndlistarmenn grípa á stundum til áferðarfagurra vinnu- bragða, þegar það á við — öll meðöl eru leyfileg við vissar aðstæður til að veita ákveðinni tjáþörf útrás. En þegar þetta virðist orðið að markmiði í sjálfu sér, þá renna á mann tvær grímur. Ég fæ illa skilið, að slík vinnu- brögð þjóni kröfum metnaðarfulls myndlistarmanns né myndrænni rannsókn af alvarlegri gerð. Hér verð ég ekki var við svipmikil átök við myndefnið, inntak, efnivið, liti, línu, form og rými, heldur öllu frek- ar einhliða leik og endurtekningar. Þannig séð verður naumast mikið tii umfjöllunar á þessari sýningu, sem ástæða er til að staldra sérstak- lega við í þeirri almennu rökræðu, sem listrýni telst vera nema þá einhliða kynning. En þegar á allt er litið, þá ræður sjálfsagt hver og einn þeirri stefnu, sem hann kýs að vinna brautar- gengi á listabraut, því að hér er valið fijálst — og á eigin ábyrgð vel að merkja. Sumir kjósa átök við efniviðinn og eru hér aldrei ánægðir — listin er þeim stöðug rannsókn og iðkun hennar sprottin af innri þörf og vægðarlausri kröfu um samsemd við tímana, er þeir lifa á. Öðrum er listin afþreying og hentugt lifí- brauð, sem gerir alfarið þá kröfu, að list þeirra höfði til fjöldans og/ eða ákveðinna þjóðfélagshópa, er bera hana uppi. Hér er valið í ýmsar áttir, og skiptir þá mestu máli til úrslita að fínna samhljóm með sannfæringu sinni, hver sem hún svo kann að vera. Grafík og teikningar Gallerí íslenzk list á Vesturgötu 17 býður þennan mánuð upp á sýn- ingu á grafík og teikningum eftir Elías B. Halldórsson. Listamaður- inn er, svo sem flestum innvígðum í myndlist mun kunnugt, búsettur á Sauðárkróki, þar sem hann vinnur að list sinni af þeim krafti, að hún hefur hlotið hljómgrunn og viður- kenningu á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð, sem ekki er heiglum hent á landi hér. Að þessu sinni hefur Elías valið að kynna eldri og nýrri verk sín á sviði grafíklistar og teikn- inga, og eru verkin á sýningunni 55 að tölu. Elías var af fyrsta árgangi þeirra, sem undirritaður kenndi grafík- tækni, þegar samfelld kennsla í þeirri listgrein hófst í' Myndlista- og handíðaskólanum haustið 1956. Hann varð strax upptendraður af áhuga og sá áhugi hefur víst lítið dofnað í áranna rás, þótt iðkun listgreinarinnar hafi ekki verið samfelld, frekar en hjá mörgum örðum — a.m.k. hvað eldri kynslóð snerti. Vinnubrögð Elíasar á þessum vettvangi hafa alltaf einkennst af vissu óstýrilæti og galsaskap — hér hefur hann átt erfítt með að hemja sig og beita öguðum vinnubrögðum þó honum takist það að hluta til í pennateikningum við ljóð Steins Steinarr „Tíminn og vatnið", sem hann vann á árunum 1959-60. Út- færslan er hér blæbrigðarík þótt teikningin sé á köflum all stórskor- in.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.