Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLÁÐÍÐ, PÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1986 27 Er óhætt að gæða sér á mjólk og grænmeti? ZUrich. Frá önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunbladsins. FÁIR virðast á einu máli um hversu mikil hætta íbúum megin- lands Vestur-Evrópu stafar af geislavirka rykinu sem barst yfir heimsálfuna eftir slysið í Chemobyl. Viðbrögð stjómvalda í hinum ýmsu löndum vora svo misjöfn að almenningur veit ekki hvað hann á að halda og treystir ekki til fulls ráðleggingum sérfræð- inga. Afleiðingin er sú að hver og einn fer meira eða minna eftir eigin hugboði og vonar það besta. Stjómvöld í Frakklandi létu AP/Símamynd Verkamenn við ávaxta- og grænmetismarkaðinn i Mílanó fleygja öllu þvi grænmeti, sem barst á markaðinn á föstudag. Markaður þessi er sá stærsti á Ítalíu og þótt víðar væri leitað. HeUbrigðis- ráðuneytið á ítaliu bannaði neyslu mjólkur og grænmetis í tvær vikur vegna geislavirkni frá kjaraorkuverinu i Cheraobyl. eins og ekkert hefði í skorist lengi framan af og talsmaður kjam- orkunnar þar þambaði mjólk í sjónvarpsviðtali til að sanna fyrir áhorfendum að franska mjólkin væri jafn holl og endranær. íbúar við landamæri Frakklands og Vestur-Þýskalands voru þó ekki alveg í rónni. Þeir fylgdust með viðbrögðum Þjóðveija og skildu ekki hvers vegna það væri allt í lagi með salatið á öðrum bakka Rínar en ekki hinum. Þjóðin fór að efast um að ráða- menn hennar hefðu brugðist eins fljótt og ákveðið við geislahætt- unni og ástæða var til þegar frétt- ir af frönskum bændum sem fengu ekki að selja salat og ný- mjólk í Vestur-Þýskalandi og Sviss birtust í sjónvarpi. Stjóm- völd játuðu seint og um síðir að geislun hefði borist til Frakklands, eins og annarra landa í Evrópu, en þá var orðið all seint að gera nokkuð í málinu. í hinum ýmsu fylkjum Vestur- Þýskalands, sýslum og sveitarfé- lögum brást hver með sfnu móti við geislavirkninni í andrúmsloft- inu og lítið samræmi var milli landshluta. Sala á salati og ný- mjolk var bönnuð á sumum stöð- um, böm voru ekki send út í frí- mínútur á öðram, sandkassar vora afgirtir og sundlaugum lokað á hinum þriðrja. Það kom vel í ljós að stjómvöld voru ekki viðbúin hættunni sem stafar af kjamorku- slysi erlendis þótt almannavama- kerfið sé sagt vera í fullkomnu lagi ef slys verður í einu af kjam- orkuveranum innanlands. Svissnesk stjómvöld sögðu að geislavirknin í andrúmsloftinu hefði aldrei náð hættustigi en ráð- lögðu þó ófrískum konum, konum með böm á bijósti og ungbömum að borða ekki salat og drekka ekki nýmjólk. Almenningi er enn ráðlagt að þvo salatblöð vel og skræla nýtt grænmeti. Það kemur Svisslendingum spánskt fyrir sjónir, eins og Frökkum, að þeirra eigið græn- meti hafi sloppið við geislavirkt úrfall á meðan Þjóðveijar hinum megin við iandamærin láta eins og þýska grænmetið sé baneitrað og henda heilu salathrúgunum. Margir telja viðbrögð Þjóðveija helst til ofstækisfull og gæða sér óhræddir á mjólk og nýjum salat- blöðum á meðan aðrir hafa vaðið fyrir neðan sig og snerta ekki þessa hluti. Rithöfundar á rit- höfundaþingi nú um helgina leifðu til dæmis allir salatinu sem var borið fram með kálfakjötinu og enginn þeirra þorði að nota mjólk íkaffíð. Geislavirknin í norðurhluta ítal- íu mældist nokkuð há eftir að rigndi þar nokkra eftir Chemobyl-slysið. Ráðleggingar sérfræðinga og stjómmálamanna stönguðust á og almenningur var raglaður. Sumir sögðu fólki að halda ró sinni en aðrir fullyrtu að ekki væri óhætt að borða grænmeti og fólki var sagt að þvo sér tvisvar á dag um höfuðið af því að geislavirkni festist sérstak- lega í hári. Ólík viðbrögð evrópskra stjóm- valda við geislavirkninni eiga eftir að draga dilk á eftir sér. Innflutn- ingur ýmissa landbúnaðarafurða frá Austur-Evrópu hefur verið bannaður í Vestur-Evrópu og löndin í Vestur-Evrópu hafa einn- ig bannað innflutning á ýmsum vöram frá hvort öðra. Ítalía hefur til dæmis bannað innflutning á kjöti og jógúrti frá Sviss. Svissn- esk stjómvöld hafa bragðist hin verstu við og mótmælt þessu í Róm en sumir halda að ítalir geri þetta í hefndarskyni af því að Svisslendingar bönnuðu innflutn- ing á ítölskum vínum f vor þegar banvæn ítölsk vín fundust á Italíu. Geislavirka úrfallið, hversu hættulegt sem það er, á eftir að koma verst niður á bændum. Viðbrögð stjómvalda S Suður- Þýskalandi eiga til dæmis eftir að valda miklum erfiðleikum og bændur þar velta fyrir sér hver mun bera kostnaðinn af uppsker- unni sem þeir þurfa að henda. Og vinsældir kjamorkuiðnaðarins hafa ekki aukist við umræðuna um hættu af geislavirkni í and- rúmslofti. Ótti við iqamorkufram- leiðslu jókst um alla Evrópu en áhrifín af slysinu í Chemobyl, sem er í 2.000 km fjarlægð frá Vest- ur-Þýskalandi, vora þó hvergi eins mikil og þar. 52% Þjóðveija vora hlynnt kjamorkuiðnaði fyrir slysið en nú er aðeins 21% þjóðarinnar hlynnt iðnaðinum, samkvæmt skoðanakönnun í vikuritinu Der Spiegel. Treholts-máJinu lok- ið fyrir hæstarétti Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttarítara Morgunblaðsins. KLUKKAN 11.37 á þriðjudag setti Hæstiréttur Noregs punkt- inn aftan við Treholts-málið. Rétturinn samþykkti þá málaleit- an Treholts um að draga áfrýjun hans til baka. í úrskurði hæstaréttar var ekki minnst á ásakanir, sem fram komu í bréfí vamaraðilanna til réttarins, um að hann væri vanhæfur um að §alla um málið. Treholt var ekki látinn greiða málskostnað, n. kr. 200.000, eins og ákæravaldið hafði krafíst. „Þetta er fyrsti sigur minn í málinu, en hann kom nokkuð seint,“ sagði Treholt, þegar hann var leiddur á brott í handjámum úr réttarsalnum. Nú, þegar málalok era fengin, verður Treholt réttur og sléttur fangi og mun ekki halda ýmsum þeim réttindum, sem hann naut sem gæsluvarðhaldsfangi. Alls hefur hann setið 846 daga í gæsluvarð- haldinu. Verða þeir dregnir frá dómnum, sem hljóðaði upp á 20 ár samkvæmt úrskurði lögmannsrétt- arins í Osló. Treholt vinnur nú að því að fá málið tekið fyrir að nýju fyrir lög- mannsréttinum. Hann ætlar sér rúman tíma til þess og er ekki talið, að úrskurðar þar að lútandi sé að vænta fyrr en í fyrsta iagi í haust. Evrópubandalagið: Þýsk bjórlög valda deílum Luxemborg. AP. VESTUR-Þjóðveijar hófu í gær málsvöra sína fyrir bjórlögum frá sextándu öld. Bjórlög þessi kveða á um bjórgerð og þykir öðram aðildarríkjum Evrópubandalagsins þau vera helst til ströng og í ósamræmi við regiur um viðskipti bandalagsríkja. Málið kom fyrir Evrópudóm- stólinn í júlí 1984 og hefíir náið verið fylgst með framvindu þess af ýmsum ástæðum. Markmið Evrópubandalagsins er að aflétta öllum viðskiptahömlum innan þess og er því um prófmál að ræða. Önnur aðildarríki EB halda því fram að þýsku hreinlætislögin (Reinheitsgebot) stangist á við grandvallarreglur EB. Sam- kvæmt þeim geta erlendir bjór- framleiðendur ekki fíutt sína vöra til Vestur-Þýskalands. Veijendur Vestur-Þjóðveija sögðu að hreinlætislögunum væri ekki ætlað að koma í veg fyrir samkeppni milli erlendra og inn- lendra bjórgerðarmanna. Þau hefðu öllu heldur verið sett til að vemda heilsu Þjóðveija fyrir er- lendum bjóram, sem ekki væra jafti heilsusamlegir. Lögfræðingar Evrópubanda- lagsins segja aftur á móti að hreinlætislaganna gerist ekki þörf til að vemda heilsu neytenda og bentu á að útflutningsbjór Þjóð- veija væri ekki braggaður sam- kvæmt lögunum þótt farið væri eftir þeim á innanlandsmarkaði. Búist er við að dómur verði felldur í málinu í árslok. NÁMS BÆKUR OKKAREAG Pöntun erlendra námsbóka er fastnr liður íundir- búningi hverrar námsannar. Jafht bjá kenmiTum sem hjá okkur. Við útvegum allar fáahLegar erlendar námsbækur á besta, fáanlega verði. Skjót og örugg pöntunarþjónusta. Við leggjum áherslu á að hafa á boðstólum allar þær námsbækur sem kenndar eru í framhaldsskólum landsins, jafnt sem grunnskólum. Pantið bækurnar á einum stað —það er hagkvæmara fyrir alla. EYMUNDSSON it.iiiÍÉiiiiiiiÉimÉt Austurstræti 18, s. 135SS. Gylmir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.