Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1986 15 konsert Chopins og var leikur henn- ar þrunginn fínlegum og þaulhugs- uðum fögrum hljómum, laufléttu flúri og hraðabreytingum sem fóru dvínandi með slíkum áherzlum. Áheyrendur mátu þetta mikils." Daily Telegraph segir um frammi- stöðu hennar á sömu tónleikum. „Cecile Licad sýndi óaðfínnanlega tækni, hreinan áslátt og vægðar- lausan metnað." Boston Globe segir um tónleika þar sem stjómandinnvar Seiji Ozawa: „Meistaralega tækni, fág- aður og kristaltær tónn og ástríðu- full túlkun vöktu aðdáun og eftir þvf sem spennan jókst og hún sleppti henni lausri andartak en tók svo samstundis stjómina á ný kom í ljós svo ekki varð um villzt að fín- leikinn var í raun og veru aðferð til að sýna afl. Kadenzan var hljóð- iátt undur." (Átt er við D-moll konsert Mozarts.) Og að lokum er þessi tilvitnun í tónlistargagnrýnanda Washington Post eftir einleikstónleika í Kenedy Center „Það lá ljóst fyrir þegar að loknum fyrstu tónleikum Cecile Licad hér um slóðir að hún er gædd undraverðum hæfileikum, sem einkar em fólgnir í styrk, hraða og nákvæmni. Arangurinn var frá- bær.“ Á efnisskrá tónleika Sinfóníu- hljómsveitar íslands em auk Rach- maninoff-konsertsins þar sem Cec- ile Licad er einleikari á píanó Kons- ert fyrir hljómsveit eftir Jón Nordal og níunda sinfónfa Antonins Dvor- áks. Úr nýja heiminum. GLÆSILEGUR SÖNGUR Tönlist Jón Ásgeirsson Sigríður Ella Magnúsdóttir söngkona stendur á mikilvæg- um tímamótum sem listamað- ur, þar sem kunnátta og þjálf- un samtvinnuð söngreynslu og listamennsku, blómstrar í glæsilegum söng, hvort sem hún flytur stórbrotnar óperu- aríur, lítil elskuleg íslensk sönglög eða þjóðlög frá ætt- landi sínu, Ítalíu, Rússlandi, Þýskalandi, Englandi og Spáni. Það stóra í söng hennar og túlkun fær sérstakan hljóm í stórbrotnum aríunum, í litl- um, elskulegum sönglögum, eins og „Nótt", eftir Ama Thorsteinsson og „Litfríð og ljóshærð", eftir Emil Thor- oddsen er söngur hennar ekki síður stór, í fegurð sinni og innileik. f þjóðlögunum „Me Voglio fa’na asa“, eftir Doniz- etti, „Och Moder, Ich will en Ding han“, eftir Brahms, „The Salley Gardens", eftir Britten, „E1 Vito“, eftir Obradors og „Vísum Vatnsenda-Rósu“, var leikræn túlkun söngkonunnar frábær. í stærri söngverkun- um var eins og „Voi chesap- ete“, úr Fígaró og „Parto, parto“, úr Títus, eftir Mozart, var söngur hennar af þeirri stærð er sæmir uppfærslu á þessum meistaraverkum. í seinna laginu lék Einar Jó- hannesson með á klarinett. Samleikur þeirra var með ágætum. Þungamiðja tónleik- anna voru aríur úr Samson og Dalíla eftir Saint-Saéns, en Sigríður Ella hefur nýlega sungið hlutverk Dalílu, bæði í Bandarílgunum og Englandi og mun nú í næsta mánuði syngja það í Frakklandi. Garð- ar Cortes söng smá stófur með í „Mon cæur“, sem ein af frægari aríum óperubók- menntanna. Að heyra þau saman, vekur upp þá hug- mynd hvort ekki sé hér verð- Sigríður Ella Magnúsdóttir ugt verkefni fyrir íslensku óperuna, ef smæð senunnar hindrar það ekki. í þessum aríum var söngur Sigríðar Ellu stór í sniðum og þrunginn af sterkum tilfínningum. Síð- asta viðfangsefnið var „O mio Frenando" úr óperunni La Favorita, eftir Donizetti, sem er sannkallað bravúrasöng- verk. Á þessum tónleikum sýndi Sigríður Ella Magnús- dóttir sig að vera ekki aðeins góð söngkona, vel lærð og leikin í list sinni, heldur og mikill listamaður, er hefur næmi fyrir því smæðsta sem stæðsta. Auk fyrmefndra listamanna er veittu smá aðstoð var hlutur píanóleikar- ans í þessum glæsilegu tón- leikum mjög stór. Þama mátti heyra leikið án þess að ofnota „pedalann", svo að undirleik- urinn í heild var frábærlega skýr. Undirleikarinn Paul Wynne Griffíths hefur og til að bera einstaklega næmi á það fíngerða, eins og t.d. í eftirspilinu í „Sofðu, sofðu góði“, eftir Emil Thoroddsen. Jafnvel það litla og vinsæla lag Skúla Halldórssonar, „Smaladrengurinn", varð sér- kennilega elskulegt í útfærslu Griffíths. í BÁTINN — BÚSTAÐINN OG GARÐINN Olíulampar og luktir, gas- LUKTIR, GAS OG OLÍUPRÍMUS- AR, HREINSUÐ STEINOLÍA, OLÍU- OFNAR ARINSETT, ÚTIGRILL, GRILLKOL OG VÖKVI, RAFHLÖÐ- UR.VASAUÓS. FATADEILDIN Slökkvitæki og reykskynj- ARI, VATNSBRÚSAR OG FÖTUR. Handverkfæri, RAFMAGNS- VERKFÆRI TIL ALLRA MÖGU- LEGRA OG ÓMÖGULEGRA NOTA. Garðyrkjuverkfæri í ÖLL STÖRF, HJÓLBÖRUR, SLÖNGUR, SLÖNGUKLEMMUR OG TENGI, ÚÐARAR, SLÁTTUVÉLAR, ORF OG UÁIR. Fúavarnarefni, LÖKK, MÁLN- ING - ÚTI- INNI- - MALNING- ARÁHÖLD - HREINLÆTISVÖRUR, KÚSTAR OG BURSTAR. Hlífðarfatnaður, REGNFATNAÐUR, GÚMMÍSTÍGVÉL HÁ OG LÁG, PEYSUR, BUXUR, SKYRTUR, NORSKU ULLAR- NÆRFÖTIN. SUMARFATNAÐUR. Ánanaustum, Grandagarði 2, sími 28855. *i ITAMÆLAR, KLUKKUR,] BARÓMETER, SJÓNAUKAR. Fánar FLAGGSTANGARHÚNAR| OG FLAGGSTENGUR, 6-8 METRAR. SlLUNGANET, NÆLONLÍNUR, SIGURNAGLAR, ÖNGLAR, SÖKK- UR. Vatns-olíudælur. KEÐJUR, MARGAR GERÐIR, OG VÍRAR, GRANNIR OG SVERIR, GIRNIALLSKONAR. Og Í BÁTINN EÐA SKÚTUNA BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA. ÁRAR, ÁRAKEF- AR, DREKAR, KEÐJUR, AKKERI, VIÐLEGUBAUJUR, KJÖLSOGDÆL- UR. ALLUR ÖRYGGISBÚNAÐUR. ÖLL SMÁVARA FYRIR SKÚTUNA, BLAKKIR O.M.FL. BÁTALÍNUR.I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.