Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986 LAWN-BOY GARÐSLÁTTUVÉLIN Þaö er leikur einn aö Rafeindakveikja. sem slá með LAWN-BOY tryggir örugga gang- garösláttuvélinni, setningu. enda hefur allt veriö Grassafnari, svo ekki gert til aö auövelda þér verkiö. þarf að^raka. 3,5 hö, sjálfsmurö tvi- gengisvél, tryggir lág- marks viðhald. Hljóölát. Slær út fyrir kanta og alveg upp að veggjum Auðveld hæðarstilling Ryöfri. Fyrirferöalitil, létt og meðfærileg. VELDU GARÐSLÁTTUVÉL, SEM GERIR MEIR EN AÐ DUGA. AQtaf á föstudögum Drjúgt er í töskum kvenna Skyggnst ofan í „helgidóminn" hjá nokkrum konum. Sjálfstraust og megrun Norræn afmæliskveðja til Reykjavíkurborgar Á annaö hundrað listamenn og skemmtikraftar koma hingað til lands í júlí og halda hátíð í borginni með íslenskum starfsbræðrum sínum í tilefni af tvö hundruð ára afmæli höfuðborgarinnar. Rætt er við Birgi Edvardsson framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Fataefni og gæði þeirra Fatnaður úr vönduðum efnum er dýrmæt eign. Myndbönd Föstudagsblaðið ergott forskot á helgina Enn um flugöryggi eftirÁmunda H. * Olafsson í Morgunblaðinu 16. maí sl. birt- ist gagnmerk grein eftir Jóhannes R. Snorrason um flugöryggismál. Greinin heitir: Um öryggi í flugi. Jóhannes getur trútt um flugöryggi talað og hefur geflð öðrum flug- mönnum gott fordæmi með 37 ára farsælum flugmannsferli, starfandi sem yflrflugstjóri Flugfélags ís- lands hf. og síðan hjá Flugleiðum hf. Tilefni skrifa hans er umræðu- þáttur í sjónvarpinu ásamt viðtali við Pálmar Smára Gunnarsson um hið hörmulega flugslys í Ljósufjöll- um 5. aprfl sl. Ég vil sérstaklega minna á og tilgreina skoðanir hans varðandi tvo flugmenn í stjómklefa farþegaflugvéla. Um þetta segir Jóhannes: „í umræðunni minntist enginn á þann augljósa öryggisþátt að í stjómklefa farþegaflugvéla skuli vera tveir vel þjálfaðir flug- menn. Ég minnist þess frá fyrri árum hve okkur fannst það mikil ffamför og aukið öryggi þegar teknar voru í notkun flugvélar þar sem þessa var kraflst. Þessi örygg- isþáttur gleymdist alveg í umræð- unni en hefði þó verið þess virði að um hann yrði fjallað. Tveir vel þjálfaðir flugmenn ættu að vera um borð í öllum fjölhreyfla flugvélum sem flytja fólk fyrir gjald, a.m.k. undir öllum kringum- stæðum þegar flogið er blindflug, um það er engin spuming í mínum huga. Vissulega myndi það valda auknum kostnaði fyrir litlu flug- félögin, en við emm að ræða örygg- ið sem fjárhagssjónarmið mega sem allra minnst áhrif hafa á. Öllum ætti að vera ljóst að það kostar mikla fjármuni að starfrækja flug með öryggi og festu, en ég álít að fólkið í landinu vilji greiða fyrir öryggi í flugsamgöngum. Öllum ætti einnig að vera ljóst að full- komnu öryggi verður ekki náð, en við verðum að reyna að komast sem næst því marki. Annað hvort höfum við efni á að halda hér uppi flug- samgöngum með boðlegu öryggi eða við verðum að bíða þar til við höfum efni á því.“ Þetta er vel mælt og undir þessi orð Jóhannesar tek ég heilshugar. Ég vil líka minna á að þetta mál hefur ekki öllum verið gleymt, er rejmdar löngu leyst, aðeins óaf- greitt. Rannsóknamefnd flugslysa skil- Amundi H. Ólafsson „Þess má geta að Flug- íeiðir hf. gáfu út þá yfirlýsingn í maí 1983, að allt flug’ á vegum Flug-leiða verði fram- kvæmt af tveimur flug- mönnum. Við það hefur verið staðið.“ aði skýrslu 14. des. 1982, sem fjall- aði um það flugslys, er TF-FHJ fórst í Kistufelli í Esju 20. júlí 1982, og þar með fímm manns. í skýrslu rannsóknamefndarinnar segir orð- rétt: j, 4. — Tillögur í öryggisátt. 4.5. Ahöfn loftfara. Gaumgæfílega skuli íhugað, hvort við stjóm loft- fara sem eru í farþegaflugi í at- vinnuskyni, skuli gera kröfur um tvo flugmenn með gild réttindi, þegar áætlað er flug í blindflugs- ski_lyrðum.“ í framhaldi af rannsókn og ábendingu Rannsóknamefndar flugslysa ritaði Flugmálastjóm og Loftferðaeftirlit Öryggisnefnd fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna bréf og bað um tilnefningu fulltrúa frá Öryggisnefnd FÍA í nefnd beggja aðila til úrlausnar á ábend- ingu Rannsóknamefndar flugslysa. Á endanlegum fundi náðist sam- eiginleg niðurstaða, þannig skráð hjá Loftferðaeftirliti flugamála- stjómar:Þ „Fundur hjá Loftferðaeftirliti flugmálastjómar 20. maí 1983 kl. 13.30. Fundinn sátu: Ámundi H. Ólafsson, öiyggisnefnd FÍA, Þórður Finnbjömsson, öryggisnefnd FÍA, Skúli Jón Sigurðarson, loftferðaeft- irliti, Grétar H. Óskarsson, loft- ferðaeftirliti, Magnús Guðmunds- son, loftferðaeftirliti. Efni fundar- ins: Ábending flugslysanefndar um að gerðar verði kröfur um tvo flug- menn í farþegaflugi í atvinnuskyni þegar áætlað er flug í blindflugs- skilyrðum, sbr. slysaskýrslu TF-FHJ frá 14. desember 1982. Fundarmenn komust að sameig- inlegri niðurstöðu svohljóðandi: Við stjóm loftfara í atvinnuskyni með farþega þegar áætlað er blindflug skulu vera tveir flugmenn með gild réttindi til blindflugs og gild réttindi á viðkomandi loftfarstegund og gilt atvinnuflugmannsskírteini III. flokks. Þetta gildir einnig við allt atvinnuflug með farþega milli Is- lands og annarra landa. Reglur þessartaki gildi 1. október 1983.“ Undir þessar reglur rituðu allir ofangreindir nafn sitt. Reglur þess- ar hafa aldrei fengið, en vantar aðeins, staðfestingu samgönguráð- herra til fullgildingar. Þess má geta að Flugleiðir hf. gáfu út þá yfirlýsingu í maí 1983, að allt flug á vegum Flugleiða verði framkvæmt af tveimur flugmönn- um. Við það hefur verið staðið, þ.e. þegar Flugleiðir þurfa að leigja flugvél hjá öðrum flugfélögum, verða tveir flugmenn að fljúga við- komandi flugvél. Ritstjómargrein Morgunblaðsins 11. apríl sl. nefnist „Öryggi í flugi“. Þar segir m.a.: „Fyrir liggur að 29 manns hafa látið lífið í tíu flugslys- um hér á landi frá 1980 og í öllum tilfellum er um litlar flugvélar að ræða.“ Ennfremur segir: „En hitt er íhugunarefni fyrir embættis- menn og þá ekki síður stjómmála- menn, sem sérleyfi veita, að öryggi sé alltaf í fyrirrúmi, þegar slík leyfi eru veitt. Það eina sem í raun og veru skiptir máli í sambandi við flugrekstur hér á landi er öryggi farþega. Og það eina sem við höfum ekki efni á er áhætta sem leitt gæti til mannskaða. Við þurfum og verðum að herða róðurinn í öryggis- málum.“ Svo mörg eru þau orð um flugör- yggi. Nú er að sýna vilja í verki. Vilji er allt sem þarf — og ein undirskrift. Skrifað 24. maí. Höfundur er flugstjórí hjá Flug- leiðum. Menntaskólinn við Sund: Brautskráir 161 stúdent Mennstaskólanum við sund var slitið í Háskólabíói sl. fimmtu- dag. Lauk þá sautjánda starfsári skólans, en stúdentar voru út- skrifaðir þaðan i fjórtánda sinn. Sigurður Ragnarsson, konrektor, sem gegnt hefur starfí rektors á liðnu skólaári, flutti yflrlit um starf skólans undangengið skólaár. í máli hans kom m.a. fram að 830 nem- endur stunduðu nám í skólanum í vetur. Samtals störfuðu 66 kennar- ar við skólann, 36 fastir kennarar og 30 stundakennarar. Bjöm Bjamason, rektor, braut- skráði síðan 161 stúdent frá skólan- um og em þá stúdentar skólans orðnir fast að 2.500. Hinir nýju stúdentar skiptust þannig á náms- brautin málabraut 17, félagsfræði- braut 41, hagfræðibraut 32, nátt- úmfræðibraut 40 og eðlisfræði- braut31. í hópi nýstúdenta vom 87 stúlkur og 74 piltar. Stúlkumar hafa verið í meirihluta í stúdentahópnum undanfarin ár, en nú bar svo við, að þær vom einnig í meirihluta á eðlisfræðibraut, sem til skamms tíma var að miklum meirihluta skipuð piltum. Hefur það ekki gerst áður í sögu Menntaskólans við sund. Hæstar einkunnir á stúdentsprófí hlutu: Auður Freyja Kjartansdóttir úr eðlisfærðideild og Benedikt Ámason úr hagfræðideild, bæði með einkunnina 9,4, Anna Þórdís Sigurðardóttir eðlisfærðideild með 9,3, Róbert Jón Raschhofer eðlis- fræðideild með 9,2 og Ragnhildur Sigurðardóttir náttúmfræðideild með 9,0. Þau hlutu öll viðurkenn- ingar fyrir frábæran námsárangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.