Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUD AGUR 29. MAÍ 1986 17 Vinstrí meiríhlutinn tók 70 ha af grænu svæðum borgarinnar: Sjálfstæðisflokkurínn bætti 16 ha við útivistarsvæðin eftirSigurð Sigurðarson ,i „Þegar sjálfstæðismenn hreykja isér af framkvæmdum í útivistar- :máium heyri ég að þeir meta þau .mál í hektörum og segja að þeir hafí á liðnu kjörtímabiii aukið græn svæði um svo og svo marga hekt- ara. Ekki veit ég hvort Öifusvatns- iandið er inni íþessum tölum þeirra, en hitt veit ég að svæðið sem þeir ihafa tekið undir byggingar á Sig- itúnsreit, í Lágmúia, Öskjuhlíð og Laugardai eru það ekki. Hins vegar gef ég lítið fyrir regiustrikumæling- ar á sviði náttúruvemdar. Þargilda aðrír mælikvarðar. “ Svo mælir Álfheiður Ingadóttir, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins og fulltrúi þess flokks í umhverfis- málaráði, í kosningaviðtali í Þjóð- Viljanum. Þessi ummæli eru ansi fyndin fyrir þá sem til þekkja, því Álf- heiður, sem setið hefur með mér í iumhverfismálaráði Reykjavíkur síð- astliðin fjögur ár, er að reyna að snúa sig út úr frekar neyðarlegri aðstöðu, sem hún kom sér í fyrir fljótfæmi. Þann 27. mars 1985 bað Álf- heiður um upplýsingar um land- notkunarbreytingar á tímabilinu 1974 til 1984. Hún vildi vita hversu mörgum „grænum svæðum“ hafði verið breytt til annarra nota og hversu mörgum öðrum svæðum hafði verið breytt á sama tíma í iigræn svæði". . Eg held að hún hafi haft grun Um, að hún gæti klekkt á sjálfstæð- ismönnum. Samanburðurinn átti að vera svo glöggur, að hægt væri að sýna fram á „sekt“ sjálfstæðis- manna á tveimur kjörtímabilum samanborið við tímabil vinstri meirihlutans í borginni. Niðurstöð- umar urðu þó heldur betur vinstri mönnum í óhag. Sjálfstæðisflokkurinn stækkar útivistarsvæðin Þann 24. apríl 1985 barst svar Borgarskipulagsins. í því segir meðal annars: „Landnotkun sem hefur verið breytt úr útivistarsvæði íaðra notk- un 1974 til 1984. 1974 = 0 Sigurður Sigurðsson „Meðan vinstri stjórn var við völd í Reykja- vik, á árunum 1978 til 1982, voru að hennar frumkvæði 74,68 ha af útivistarsvæðum borg- arinnar teknir undir íbúðar-, atvinnu og stofnanas væði. “ 1975 = ca. 29,5 ha 1976 =ca.3,24ha 1977 =ca. 0,63 ha 1978 = 0 1979 =ca. 1,0 ha 1980 =ca. 15,4 ha 1981 =ca. 45,4 ha 1982 =ca. 13,08 ha 1983 =ca.3,82ha 1984 =ca.0,85ha Landnotkun sem hefur verið breytt í útivistarsvæði frá 1974 til 1984. 1984 =ca. 6,18ha“. Samkvæmt yfirliti Borgarskipu- lags voru gerðar 22 breytingar á notkun lands ( Reykjavík, þar sem „grænu svæði" var breytt til ann- arra nota á þessum árum. í heild erumaðræða 112,72 ha. Meðan vinstri stjóm var við völd í Reykjavík, á áranum 1978 til 1982, vora að hennar framkvæði 74,68 ha af útivistarsvæðum borgarinnar teknir undir íbúð- ar-, atvinnu- og stofnanasvæði. Fram til ársins 1985 stóð núver- andi meirihluti sjálfstæðismanna að því, að nýtt hafa verið 4,76 ha af útivistarsvæðum borgarinnar undir aðra starfsemi. Á móti kemur að sami meirihluti hefur átt frumkvæði að því, að 16,18 ha sem ætlaðir voru undir íbúðar-, stofnana- og miðbæjarsvæði hafa verið skipu- lagðir sem útivistarsvæði. „Þau eru súr“ Hann var ansi vandræðalegur fyrir Álfheiði Ingadóttur fundurinn, þegar kynnt var skýrsla Borgar- skipulags. Álfheiður hafði ekki mörg orð um niðurstöðumar, hafði að vísu orð á því að hún ætti eftir að kynna sér þær betur. í lok maí sama ár bókaði Álf- heiður m.a. eftirfarandi: „í þessu efhi er það ekki aðaiat- riði að pexa um gjörðir hinna að- skiljanlegu meirihluta til að afsaka aðra, heldur hitt að grænn iitur á korti hefur aldrei verið nein trygg- ing gegn því, að svæði sé tekið undir byggingar eða annað. “ Svo mörg vora þau orð. Vopnin höfðu snúist í höndum Alþýðu- bandalagsins. Þær upplýsingar sem áttu að notast Sjálfstaeðisflokknum til ávirðinga vora nú orðnar að áfell- isdómi yfir Alþýðubandalaginu. Það er því ekki furða þó Álf- heiður láti sér nægja að segja í áðumefndu viðtali: „ .. .heyri ég að þeir meta þau mái í hektörum og segja að þeir hafí á liðnu kjör- tímabili aukið græn svæði um svo ogsvo marga hektara". „Þau era súr,“ sagði refurinn. Áð sjálfsögðu veit Álfheiður ósköp vel, að Ölfusvatnslandið er ekki inni í þeim tölum, enda Ölfus- vatnsland ekki innan lögsögu Reykjavíkur. I suðaustanverðri Öskjuhlíð hefur sínum, ef þeir óska þess, og léttir álaginu af sjúkrahúsum, þannig að þeir aldraðir og aðrir sem nauðsyn- lega þurfa á sjúkrahúsrými að halda, njóta réttrar aðstoðar fljótar. Hinar nýju þjónustuíbúðir fyrir aldraða era einnig af sama meiði. Þar er þeim gert kleift að búa leng- ur á heimili, þar sem borgin veitir undirstöðuþjónustu með rekstri sér- stakra þjónustukjama, sem einnig nýtast öllum öldraðum í viðkomandi hverfi. Heilsugæsla aukin Við sjálfstæðismenn höfum viljað reyna nýjar leiðir í rekstrarformum heilsugæsluþjónustu. Ef þær reyn- ást jákvæðar bjóðum við þær vel- komnar, ef ekki þá höfnum við þeim. Von okkar er sú að samstarf við lækna er reka einkastofur og taka að sér heilsugæslu í ákveðnum hverfum, leiði til spamaðar, hag- kvæmni og bættrar þjónustu fyrir borgarbúa. Fróðlegt verður að fylgjast með rekstri heilsugæslunn- ar í Álftamýri, sem rekin er með þessu sniði. Ódýr orka — Miklir f ramtíðarmöguleikar Reykvíkingar hafa jafnan verið forsjálir í borgarrekstri. Við höfum oftast getað tryggt okkur nauðsyn- íég aðföng þegar verð hefur verið hagstætt. Þessi vinnubrögð stafa af því að við höfum haft framsýna borgarstjóm. Þannig höfum við jafnan náð góðum samningum um landakaup, til íbúðabygginga eða aðfangaöflunar, s.s. hitaorku. Við höfum ekki þurft að þola úrslita- kosti vegna þess að við höfum sýnt fyrirhyggju. Slík vinnubrögð hafa sparað okkur veralegar fjárapp- hæðir. Fyrir um 25 áram keyptum við jörðina Nesjavelli í Grafningi, sem er einstaklega öflugt háhita- svæði. Við jukum svo nýtingar- möguleika okkar með kaupunum á jörðinni Ölfusvatni á síðasta ári. Áróður vinstri manna gegn þessum kaupum hefur fallið um sjálfan sig, þegar upplýst er um stærð, verð og nýtingarmöguleika þessa svæð- is. Eftir 4—5 ár verður 1. áfangi Nesjavallavirkjunar að vera kominn í notkun til þess að Hitaveitan geti sinnt fullnægjandi þjónustu við borgarbúa árið um kring. Þar sem hér er um einstaklega virkt og auðnýtanlegt háhitasvæði að ræða, er ljóst að 1. áfangi mun ekki auka þjónustukostnað, þótt þjónustu- möguleikar stóraukist, og að næstu áfangar munu lækka hitunar- kostnað reykvískra heimila. Þá skapast spennandi möguleikar á ódýrri raforkuvinnslu við þessar virkjunarframkvæmdir. Þetta mun því gefa okkur mikla möguleika á hitanýtingu til heimila, gróðurhúsa, verið skipulagt snyrtilegt lítið hverfi. í Lágmúla hefur verið aukið við húsnæði undir atvinnurekstur. Það hefur aldrei verið á dagskrá að koma fyrir útivistarsvæði í Lág- múlanum svo ég viti til, enda hentar svæðið alls ekki til slíkra nota. Hitt mega kjósendur íhuga, hvað sé að marka stefnu Alþýðubandalagsins í málefnum atvinnufyrirtækja, þeg- ar ekki má finna þeim stað til starf- semi sinnar. Á því tímabili er Al- þýðubandalagið var í stjóm í Reykjavíkurborg, tókst því að hrekja ijöldann allan af atvinnufyr- irtækjum úr borginni og uppbygg- ing atvinnulífsins var engin. Á Sigtúnsreit hefur verið skipu- lagt ákafiega laglegt svæði, þar sem saman fer ýmisleg atvinnu- starfsemi í góðu umhverfi. í næsta nágrenni, Laugardalnum, er skipu- lagt stærðar útivistar- og íþrótta- svæði. Ég dreg það stórkostlega í efa, að borgarbúar telji þetta slæma þróun, né heldur að þeir séu á móti uppbyggingu, samkvæmt hug- myndum sjálfstæðismanna, í Laug- ardalnum. Þrátt fyrir orð sín „pexar“ Álf- heiður um gjörðir meirihluta sjálf- stæðismanna og nefnir Sigtúnsreit, Lágmúla, Öskjuhlíð og Laugardal sem dæmi um slæma stjómun. Kjósendur geta borið saman fyrir- hugaðar og hafnar framkvæmdir á þessum slóðum við þær fram- . kvæmdir, sem vinstri meirihlutinn, sá meirihluti, sem Alþýðubandalag- ið átti aðila að, gat komið sér saman um. Þá átti að þétta byggð, m.a. byggja á Miklatúni, við Suður- landsbraut, sunnan Gnoðarvogs. Þar hefur núverandi meirihluti sjálfstæðismanna samþykkt að gert verði stórkostlegt útivistarsvæði og er þegar hafin skógrækt á svæðinu, mesta skógrækt innan þéttbýlis á landinu. Fara átti með íbúðar- byggð upp á Rauðavatnsheiðar. Fleira mætti til nefna. Það er aldeilis furðulegt að fylgj- ast með þessari kosningabaráttu, ef kosningabaráttu skyldi kalla. Engu er líkara en hér sé um uppboð að ræða og leyfilegt sé að greiða fyrir atkvæðin með innstæðulaus- um ávísunum. Það er ekki vinnandi vegur að leiðrétta allar rangfærslur og lygar vinstri flokkanna §ögurra í þessari kosningabaráttu, en þegar atkvæð- asmalar eins og Álfheiður Ingadótt- ir reyna að snúa sig út úr flækju sem þessari er ekki nema sjálfsagt að bregða örlítið fyrir hana fæti og herða flækjuna enn frekar að henni. Ég veit þó að það er illa gert. Höfundur var ritstjóri tímaritsins Áfanga, en starfarnú sem blsða- maður og hefur undanfarið skrif- að greinar um ferðamil í Morgun- blaðið. Fróðleikur og skemmtun fyrirháasemlága! Snotra GFO gatnakerfa, gangstíga, iðnaðar og ekki síst fiskeldis, sem mun vænt- anlega kreQast mikillar hitaorku í framtíðinni. Við verðum því undir þaðbúin. Öll era þessi mál mjög áhugaverð og auðvitað mætti margt fleira til- taka sem bendir til lægri þjónustu- kostnaðar í framtíðinni. Okkar bíða ný og spennandi verkefni á þessum sviðum. Okkur ber að leita allra leiða til þess að vanda betur til hinna mörgu þjón- ustufyrirtækja borgarinnar. En við þurfum að nálgast þessi mál skipu- lega og af vandvirkni. Við þurfum öll að vera vakandi, því öll eram við atvinnurekendur og öll eram við neytendur á þessum þjónustumark- aði. Við þurfum því að veita hvert öðra aðhald. Slíkt aðhald er mun notadrýgra en „vinstra aðhaldið" sem ekkert hefur reynst nema inn- antómur kosningaáróður. Tökum því áfram höndum saman um að stjórna þessari borg undir forystu okkar sjálfstæðismanna. Þá veljum við áfram framsýna, dug- andi og samhenta stjóm borgar- mála. Höfundur hefur að undanfömu stundað nám írekstrar- ogstjóm- sýslufræðum í Bandaríkjunum. Hann erí 7. sæti lista Sjálfstæðis- flokksins fyrir borgarstjómar- kosningamar 31. mai nk. Fjölhœfa grasafellan rAVVEnginn raksturl__________ 'Grasinu breytt í áburðl ★ Tvöfaldur hnífur, sem slær grasið svo smátt að það fellur ofan í grassvörðinn og nýtist þar sem besti áburður. ★ 2,5—5,5 cm sláttarhæð. sem er stillt með léttu fótstigi. ★ Stjórnbúnaður fyrir mótor í handfanginu. ★ Góð varahluta- og viðgerðarþjónusta. ★ Árs ábyrgð ásamt leiðbeiningum um geymslu og notkun, sem tryggja laoga endingu. ★ Verð aðeins kr. 17.900,- 1A° IláMiiwéla markaðurínn Smiðjuvegur 30 E-gata, Kópavogur Simi77066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.